Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 29. júlí 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER Eftir að hafa bylt mér í tvo klukkutíma, reis ég upp úr rúm inu, gekk út að glugganum og stóð þar kyrr og reykti vindling. Síðasti nátthrafninn var farinn heim og nú var allt kyrrt og þögult. Ég leit upp eftir götunni og sá að hlerarnir í nr. 5 voru opnir alveg eins og hjá mér. Kona hallaði sér út, einnig and- vaka og einnig reykjandi vind- ling. Ef ég gat ekki sofið, þá gat Carla Raspa það ekki heldur. Og það sama hélt vöku fyrir okkur báðum. Kirkjuklukkurnar vöktu mig næsta morgun af óværum svefni sem ég hafði loksins fallið t. Fyrst klukkan sjö, síðan klukk- an átta. betta var dómkirkjan, Cyprianusarkirkjan og aðrar fleiri. 'I>etta voru ekki tímaslög- in heldur messuhringing. Ég lá í rúminu og var að hugsa um, hvernig við öll fjögur, pabbi, mamma, Aldo og ég, vorum vön að fara til hámessunnar í Cypri- anusarkirkjunni. Þetta var í gamla daga, fyrir stríð. Við lögð um af stað í sunnudagafötunum, og Aldo uppdUbbaður í einkenn isbúning Fasistaæskunnar. Stúlk urnar voru þá þegar farnar að líta í áttina til hans. Við geng- um niður brekkuna til kirkj- unnar og svo hófst kvalræðið mitt við altarisbríkina og Laza- rus. Ég stóð á fætur og hratt upp gluggahlerunum, sem ég hafði lokað í nótt. Lækir runnu í götu ræsunum. Nokkrar manneskjur flýttu sér framhjá með regn- hlífar yfir sér. Niður eftir göt- unni sá ég að hlerarnir á fyrstu hæð í nr. 5 voru lokaðir. Ég hafði ekki farið í kirkju síð an á skólaárunum í Torino. Að minnsta kosti ekki sjálfviljugur. Stundum hafði ég farið með ferðamannahóp, sem vildi ko<ma í kirkju, og standa og glápa við háaltarið. En nú ætlaði ég að fara af eigin hvöt. Ég var orðinn hálfklæddur þegar barið var að dyrum og frú Silvani kom inn með kaffi og brauð handa mér. — Vertu ekki að fara á fætur, sagði hún. — Sérðu ekki veðrið? I>ú átt ekkert erindi á fætur. Þetta sama hafði ég sagt við sjálfan mig, þegar ég var svo heppinn að eiga sjálfur einhvern sunnudag, — og hvernig sem veð ur var. í Torino og Genúa átti ég ekkert erindi á fætur. Nú var þetta orðið breytt. — Ég ætla í kirkju, sagði ég. Hún var næstum búin að missa bakkan. Svo setti hún hann var- lega á rúmið. — Furðulegt, sagði hún. — Ég hélt að enginn færi lengur í kirkju, nema þá börn og gamalmenni. Það gleður mig að heyra þetta. Ferðu mikið í kirkju? — Nei, en það stendur sérstak lega á núna. — Það er fastan, sagði hún. — Líklega ættum við öll að fara í kirkju á föstunni. — Mín fasta er liðin, sagði ég. — Ég ætla að halda upprisuna hátíðlega. — Þú ættir heldur að vera kyrr í rúminu og bíða páskanna með það, sagði hún. Ég drakk kaffið og lauk við að klæða mig. Ég hafði losnað við svimann. Jafnvel hendurnar á mér voru skjálftalausar. Nú var mér sama um rigninguna og dauða Mörtu, þó að hann hefði nú verið eins og hann var. Seinna í dag skyldi ég hitta Aldo. í fyrsta sinn á ævinni hafði ég spiiin á hendinni — ég var undirbúinn en hann ekkL Ég gekk út í rigninguna og bretti upp að eyrum kraganum á rykfrakkanum mínum, sem ég varð líka að nota fyrir regn- kápu. Enn voru hlerarnir lokaðir í nr. 5. Á torginu voru nokkrir á stangli, á sömu leið og ég. Aðrir stóðu í hnipri í súlna- göngunum og biðu eftir strætis- vagninum, sem kom með sunnu- dagsblöðin, eða þá eftir öðrum vagni til að komast þurt úr Ruff ano. Nokkrir unglingar kærðu sig kollóttan um veðrið og voru að leggja af stað á skellinöðrum. — Þetta stendur ekki lengi, æpti einn þeirra upp úr hávaðan um af hjólinu sínu. — Það er sagt, að það sé sólskin við strönd ina. Hringingin frá Cyprianusar- kirkjunni glumdi við. Hún var efeki eins dimm og frá dómkirkj unni, en í mínum eyrum var hún hátíðlegri, meira knýjandi og með einhverjum ákafa eins og til að koma hinum vantrúuðu á kné. Þegar ég var kominn in-n og kannaðist við þennan gamla þef, sem þar var, tók ég fyrst eftir því hve fátt var þarna inni. Á bernskuárum mínum fórum við snemma, svo að pabbi gæti kom izt að venjulega sætinu okkar. Þá hafði kirkjan verið full og jafnvel stóð fólk í göngunum. En svo var ekki í dag. Þarna var ekki helmingur á við það sem áður hafði verið. Mest fjöl- skylduhópar, konur og börn. Ég stanzaði við hliðarkapelluna, og fannst ég vera að taka þátt í einhverri fornri helgiathöfn. Kapelludyrnar voru opnar, en nú var ekkert Ijós yfir altaris- bríkinni til að skína á andlitið á Lazarusi. Myndin var hálf- hulin af rökkrinu, sem þarna var. Það voru líka myndirnar í kirkjunni og róðukrossarnir. En þá mundi ég eftir því, að nú var píslarsunnudagurinn, annar sunnudagur fyrir páska. Ég hlustaði á messuna til enda og lét mjóu raddimar í kórdrengjunum síast í gegn um mig, sársaukalaust. Hugurinn var galtómur. Miðaldra prestur, sem ég kannaðist ekkert við, hélt tuttugu mínútna ræðu þar sem hann varaði okkur við liðn um og ókomnum hættum, og minnti á, að frelsarinn þjáðist enn fyrir syndir okkar. Krakki, sem var rétt hjá mér, geispaði — litla andlitið hvítt af þreytu, og kona, sem hefði getað verið móðir mín, <gaf honum olnboga skot, til þess að vekja áhuga hans. Loksins gengu nokkrir alt arisgestir upp að grátunum. Flest konur. Ein kona, velíbúin og með svarta kniplingaslæðu á höfði, lá á hnjánum alla mess- una á enda. En hún fór ekki til altaris. Hún laut höfði niður á hendur sér. En þegar messunni var lokið, þegar prestamir og söngfólkið var farið, og söfnuð- urinn dreifðist, alvarlegur á svip, en þó eins og með nokkr- um létti, að hafa uppfyllt skyldu sína stóð faún á fætur og sneri sér við og þá sá ég, að þetta var frú Butali. Ég gekk út og beið fyrir utan kirkjuna. Skellinöðru unglingarnir höfðu haft á réttu að standa. Það var hætt að rigna. Sólin, sem hafði skinið á strönd ina, var nú komin til Ruffano. — Frú? sagði ég. Hún leit á mig fjarrænum aug um þess, sem er hrifinn gegn vilja sínum inn í annan og óvið- kunnanlegri heim. — Já? svaraði hún. Ég sá að hún áttaði sig ekkert □----------------D 28 □----------------□ á mér. Hún hafði engin merki sýnt þess, að hún kannaðist neitt við mig. , — Armino Fabbio, sagði ég. — Ég kom heim til yð- ar í gær með bækurnar. Nú var eins og hún áttaði sig. Ég gat séð, að hún hugsaði: Já, það er aðstoðarbókavörðurinn úr safninu. — Afsakið þér........ já, auð- vitað, sagði hún. Fyrirgefið þér. Komið þér sælir, hr. Fabbio. — Þér voruð fyrir framan mig þarna við messuna sagði ég. — Að minnsta kosti hélt ég, að það væruð þér, en var ekki viss. Hún gekk niður tröppurnar við hliðina á mér. Hún leit upp í himininn og sá, að regnhlífin, sem hún var með, var ekki nauðsynleg. — Ég fer oft í Cyprianusar- kirkjuna. Ég kann betur við hana en dómkirkjuna. Skyldi verða gott veður? Ég leit á hana hálf-viðutan og firrtist ofurlítið af því að maðurinn við hliðina á henni skyldi ekk vekja áhuga henn- —- Hvað ... . ? Þarftu að borga 150 kr. fyrir hann Ég hélt að þú | fengir 150 kr. fyrir að vera með faann á höfðinu. ar meir en svona. Fögur kona skynjar oftast aðdáun á sér, hvað an svo sem hún kemur. Þá reyn ir hún að láta það í ljós, og skilning á því, að verið sé að dást að henni. En þannig var ekki frú Butali. Hún virtist ekki verða þess arna vör. — Hafið þér bíl? spurði ég. — Nei, hann er á verkstæði yfir helgina. Ég lenti í vandræð- um með han á leiðinni frá Róm. Hefðuð þér þá nokkuð á móti því, að ég yrði yður samferða upp brekkuna? Það er að segja, ef þér eruð á heimleið. — Nei, það væri mér ekki nema ánægja. Við gengum yfir Lífstorgið os yfir Rossinigötu og alla leið að borgarskrifstofunum, en þá beygði hún við og gekk upp tröppurnar, sem lágu upp í Draumagötu. Þar köstuðum við mæðinni og nú leit hún í fyrsta sinn á mig og brosti. — Þessar brekkur hérna í Ruffano. Það tekur sinn tíma að venjast þeim. Einkum bó fyr- ir þá, sem eru frá Firenze, eins og ég er. Það gefði allan mun þegar hún brosti. Varirnar, sem virt- ust stirðar og með vanþóknun- arsvip — munnur aðalfrúarinn- ar á myndinni, sem faðir mmn var svo hrifinn af, mýktist nú og varð kvenlegur. Meira að segja leyndist glettni í augun- um. — Hafið þér heimþrá? spurði ég. — Stundum, svaraði hún, — en hvað þýðir það? Ég vissi vel að hverju ég gekk, þegar ég fór hingað. Maðurinn minn var bú- inn að vara mig við því. Hún sneri snöggt við og við bjuggumst til að ganga upp tröppurnar. — Það er enginn leikur, frú, að vera eiginkona háskólarekt- ors, eða hvað? — Nei, það gr langt frá því að vera auðvelt. Það er svo mik ið um öfund og flokkadrætti, sem ég hef lokað augunum fyrir. Ég er ekki nærri eins þolinmóð og maðurinn minn. Hann hefur bókstaflega fórnað öllu sínu lífi fyrir starf sitt hér. Ef ekki svo væri, þá væri hann heldur ekki í sjúkrahúsi núna. Hún hneigði sig og bauð góð an daginn hjónum, sem voru á niðurleið, og af því, með hve miklum yndisþokka hún hafði heilsað, réð ég, að Carla Raspa hafði talað um hana af kven- legri öfund. Frú Butali geislaði frá sér góðu uppeldi. Ég fór að velta því fyrir mér, hvernig hún mundi orka á hinar prófessora- frúrnar. — í gærkvöldi, sagði ég, — var ég svo heppinn að fá að- göngumiða að hertogahöllinni, á fund, sem forstjóri Listaráðs- ins hélt þar. — Einmitt? Segið mér frá því. Urðuð þér hrifinn? — Mjög svo, sagði ég og fann á mér, að nú hafði hún litið við til að horfa á mig. Ekki gðeins umhverfið með kyndlum og ljós um, heldur líka einvígið, sem fór fram á eftir, en þó einkum ávarp prófessorsins til stúdent- anna. Það hafði komið ofurlítill roða blettur í kinnina, sem að mér sneri og ég gat mér þess til, að hann stafaði ekki fyrst og fremst af erfiðinu við að ganga upp tröppumar, heldur miklu frem- ur af því, sem ég faafði sagt við hana. — Ég verð að fara á einhvern fundinn, sagði hún. — Það verð ég að gera. En það er eins og ég fái alltaf einhver forföll. — Mér er sagt, að þér hafið leikið á hátíðinni i fyrra. Ætlið þér líka að gera það í ár? — Nei, það kemur ekki til nokkurra mála, þegar maður- inn minn er rúmliggjandi í Róm. Og svo efast ég um, að þarna sé nokkurt hlutverk handa mér. — Þér þekkið þá efni leiks- ins? J-íazpaJ^ Wálningarverksmiöjan (omnir eru á markaöinn Hrimiivitt • Ijómaguit hefur þá ánægju að tilkynna viðskiptavinum sínum, að alveg framúrskarandi fallegir litir til innanbússmáfnignar Horgult - Hunangsgult • Sefgrant • Ðokkgrænt • Gultokkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.