Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. iróv. 1966 MORCUNBLADIÐ 3 Fiomkvæmdir í Neskaupsstað í GÆR birtist frétt í Morgun- blaðinu frá fréttaritara Mbl. í Neskaupstað, Ásgeiri Lárussyni, þar sem segir ýtarlega frá hin- um miklu framkvæmdum, sem nú hefur verið ráðizt í á Nes- kaupstað, sem áttu að fylgja fréttinni í gær. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Jólafargjöld með Föxunum MEÐ það í huga, að alla sem eru langdvölum erlendis, fýsir heim um jólin, hefir Flugfélag íslands komið á sérstökum jóla- fargjöldum frá útlöndum til ís- lands um hátíðirnar, og nú geta íslendingar sem erlendis dvelj- ast skroppið heim með litlum tilkostnaði og haldið jól og nýár heima meðal vina og kunningja. Þá hafa allmargar fjölskyldur tekið upp þann hátt, að gefa slíka ferð í jólagjöf, og hlýtur slíkt að verða kærkomið þeim úr fjölskyldunni, sem erlendis dvelist við nám eða störf. Þessi sérstöku jólafargjöld, sem ganga í gildi 1. desember n.k. fengust samþykkt á far- gjaldaráðstefnu IATA félaganna fyrir nokkrum árum og giltu í fyrstu aðeins frá Bretlandi til íslands. Síðar tókst Flugfélagi íslands að fá þessar reglur rýmkaðar þannig að jólafargjöldin gilda nú frá mörgum borgum í Evrópu. Frá 1. desember í ár gilda jólafargjöldin frá eftirtöldum stöðum: Amsterdam, Bergen, Brussel, Kaupmannahöfn, Frank furt, Glasgow, Gautaborg, Ham- borg, Helsingfors, London, Lux- emburg, Oslo, París, Stavanger og Stokkhólmi. Þar sem síðustu ferðir frá út- löndum fyrir hátíðar eru að jafnaði mjög ásetnar, er fólki sem hyggst notfæra sér þessi hagkvæmu jólafargjöld bent á að tryggja sér far tímanlega. Gildistími farmiða á jólafar- gjaldi er einn mánuður frá því ferð hefst. FarfugEa- kvöEdvaka FYKSTA kvöldvaka Farfugla á þessum vetri verður í húsakynn um félagsins að Laufásvegi 41 í kvöld og hefst kl. 20,30. Sýndar verða litskuggamyndir úr sumar ferðum, getraunaþáttur og lýk- ur kvöldvökunni með kvik- myndasýningu. Yfirli smynd frá höfninni á Neskaup >tað. Hluti hinnar nýju dráttarbraut ar á Neskaupstað, en hún verður fullgerð næsta vor, og getur þá tekið á móti allt að 500 tonna skipum. Varnargarður nýju hafnarinnar, sem gerð verður á Neskaupstað. Þessi gerður er nú orðinn 160 metra langur, og kemur hann tii með að loka höfninni, sem grafin verður inn í landið fyrir botni fjarðarins þar sem heitir Ormsstaðahjáleiga. UNESC0 gengst íyrir oðstoð við Flórens 1 NTB frétt frá París í gær, seg- ir, að Þorleifur Thorlacius ráðu neytisstjóri hafi skýrt frá því þar á vegum UNESCO, — vis- inda- mennta- og menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna — að Norðurlöndin fimm hafi ákveðið að senda, með milli göngu IINESCO, sérfræðinga, fé g.jafir og ýmiss konar hjálpar- gögn til endurreisnarstarfsins í Flórenz. Kvað hann hvert land- anna um sig ætla að leggja fram 8000 dollara fyrir utan gögn og sérfræðinga. Ýmis fleiri lönd hafa heitið aðstoð með milligöngu UNESCO. Kvað framkvæmdastjóri samtak anna þeim tilmælum verða beint til allra aðildarríkjanna fyrir 2. des. nk., að þau leggi sitt af mörkum. Vestur-Þjóðverjar hafa heitið að leggja fram 20.000 þýzk mörk, hollenzka stjórnin leggur fram 150.000 hollenzk gyllini, — og eiga þeir peningar að fara til kaupa á taugaveikibóluefni, ullar teppum og fatnaði. Áður höfðu Hollendingar lagt fram 25.000 gyllini úr sjóði Bernhards prins til viðgerðar á listaverkum. Pólski Rauði krossinn hefur til kynnt, að hann muni senda bólu efni til Ítalíu. Hans Hækkerup, innanríkisráðherra Danmerkur hefur sagt, að hann ætli að leggja til við danska þingið að veita fé til aðstoðar á Ítalíu. Ennfremur hefur danski Rauði krossinn uppi fyrirætlanir um söfnun til kaupa á matvælum. í Finnlandi hefur verið stofn- aður sérstakur sjóður til aðstoð- ar þeim sem illa urðu úti í flóð unum og sænski Rauði krossinn hefur sent til Ítalíu ullarteppi og fatnað. Stjórn Sviss hefur sent blóðvatn, bóluefni og matvæli fyrir rúma eina milljón króna (isl.) Þá er þess getið, að stjórn | Sviss hafi heimilað 30 vestur- þýzkum vörubifreiðum að aka gegnum Sviss með vörur til ítal íu. -- . Fé!ogsheimili FÉLAGSHEIMILI Ileimdallar við Suðurgötu verður opið í kvöld. Sýnd verður kvikmyndin Mac beth, sem gerð er eftir sam- nefndu leikriti Shakespeare’s. — Ekkert kvikmyndahús í borginni hefur upp á að bjóða eins þægi leg sæti og þau, sem eru í Val- höll. Heimdellingar eru beðnir að fjölmenna og láta fara vel um sig eina kvöldstund og kynnast snilli Shakespeare’s. Heimdallar 8 T\ K S T11 \ \ Sí V elf erðarþ j óðf élagið Það er ástæðulaus mistúlkun á ummælum Morgunblaðsins um velferðarþjóðfélagið að halda því fram, að þau ummæli verði að skoða þannig, að minna eigi að gera fyrir gamla fólkið, og aðra sem hafa skerta möguleika til tekjuöflunar af óviðráðan- legum ástæðum. Morgunblaðið vakti athygli á þeirri óumdeil- anlegu staðreynd, sem hver og einn getur sanreynt með því að ræða við íbúa Danmerkur, Nor- egs eða Svíþjóðar, að skattar i þessum löndum eru orðnir mjög háir sem er bein afleiðing þeirra fyrirmyndar velferðarþjóðfélaga sem þar hafa verið byggð upp. Nýlega rauf Jens Otto Krag, for sætisráðherra Danmerkur, þin* og boðaði til nýrra þingkosninga vegna þess, að meiri hluti fékkst ekki í danska þinginu fyrir enn auknum sköttum og sýnir það nokkuð hug manna þar í landi til skattamála. Enginn líði skort Það er viðurkennt sjónarmið, sem óþarft er að deila um í nú- tímaþjóðfélagi, að minnsta kosti í okkar heimshluta, að eng- inn þegn okkar þjóðfélags skuli búa við skort. Þeir sem minni máttar eru af einhverjum ástæðum, geta vænzt þess, að þjóðfélagið komi þeim til aðstoð ar, annað hvort til þess að þeir geti hjálpað sér sjálfir eða veita þeim þá aðstoð, sem þeir þurfa. Um þetta er enginn ágreiningur. „Göngum varlega..** Hins vegar hlýtur það að vera athugunar- og íhugunarefnl hversu langt skuli farið á braut velferðarþjóðfélagsins að öðru leyti, hversu langt skal ganga i þá átt að leggja á aukna skatta til þess eins að dreifa út meðal fullhrausts fólks, sem býr við góðan hag ýmiskonar styrkjum og uppbótum. Er ekki miklu fremur ástæða til þess að beina þeim fjármunum, sein nú eru notaðir til slíkra hluta í land- inu fyrst og fremst til þeirra, sem raunverulega hafa not fyrir þá? Nú er það t.d. svo, að fjöl- skyldubætur eru greiddar tð allra samkv. ákveðnum reglum, hvernig sem efnahag þeirra er varið. Spyrja má hvort þessum fjármunum væri ekki betur var- ið á þann veg að greiða þetta fé einungis til þeirra, sem hafa sannanlega þörf fyrir það, og mundu ekki þeir sem efnameiri eru telja slíkt eðlilegt. Hér er að sjálfsögðu erfitt um að dæma, en til þess eru hin miklu skrif- stofubákn nútámans, að hægt sé að framfylgja slíkum reglum um velferðarþjóðfélagið. Um hugmyndina, sem að baki því liggur þarf ekki að deila. En framkvæmdin er allt annað mál, og vissulega er ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að at- huga okkar gang ef við sjáum það svart á hvítu, að frænd- ur okkar á hinum Norðurlönð- unum hafa gengið feti lengra cn æskilegt hefði verið, og þar með kallað yfir sig mjög margvís- Lg og flókin vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.