Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1966 Bretar ræða um inngöngu í I DAG hófust í neðri málstofu brezka þingsins tveggja daga um (ræður um inngöngu Breta í Efnahagsbandalag Evrópu. Georg Brown utanríkisráðherra flutti fyrstu ræðuna. Sagði hann að Bretar myndu ekki hvika frá stöðu sinni í heiminum né varnar samböndum sínum við Banda- rikjamenu, þótt þeir nú sæktu um inngöngu í EEC. Hann sagð ist álita að löndin sex myndu þrátt fyrir þetta vera reiðubúin til viðræðna við Breta. Brown nefndi ekki Frakkland sérstaklega í þessu sambandi, en álitið er að ástæðan fyrir við- ræðuslitum Frakka 1963 hafi ver ið samningurinn sem Bretar og Bandaríkjamenn gerðu með sér í Nassau sama ár, er Bretar fengu yfirráðarétt yfir Polariseldflaug um. Brown sagði að varnir Ev- rópu krefðust þess að Banda- ríkjamenn ættu þar hlut að máli. Stjórnmálafréttaritarar í Lond — Deilur Framhald af bls. 1. byrgðina og bæri að íoraæma að gerðir hennar. Goldberg, sendiherra Banda- ríkianna hjá SÞ, sagði að aðgerð- ir Israels væru algerlega ófyrir- gefanlegar og miklu alvarfegri en öll hryðjuverk sem það hefur kært. Að þessum ræðum lokn- um var fundum ráðsins frestáð um stund ti'l þess að fulltrúarnir gætu ræðst við einslega sín á milli. Ag hálfu Bandaríkjamanna er lögð mikil áherzla á að ráðið taki afstöðu til málsins sem fyrst on telja að ræðu Browns verði ekki vel tekið í París, en hún er stuðningur við yfirlýsingu Wilsons um Evrópumálin nú fyr ir skömmu. Brown drap einnig á hina umdeildu spurhingu um þró un stjórnmála í löndum EEC. Stjórnmálafréttaritararnir segja að Brown hafi í ræðu sinni vilj að leggja áherzlu á hlutleysi Breta í deilum Frakklands og ann arra aðildaríkja EEC. — Hann sagði í lok ræðu sinnar að hann og Wilson myndu bráðlega fara í heimsókn til aðildaríkjanna, eða strax eftir EFTA fundinn sem haldinn verður í London 5. des. nk. Talið að miði í átt til stiórnarsamvinnu Willy Brandts og Erichs Mende Bonn, 16. nóv. - NTB. WILLY BRANDT, leiðtogi sósíal- demókrati í V-Þýzkalandi og Er- ich Mende, leiðtogi Frjálsra demókrata, ræddust við í dag, um stjórnarkreppuna í Bonn og hugsanlegt stjórnarsamstarf þeirra. Er talið, að þeir færist æ nær því að taka saman höndum og mynda stjórn, en sameinaðir mundu flokkarnir hafa sex at- kvæða meirihluta á Sambands- þinginu í Bonn. Frjálsir demókratar hafa lagt fram stefnuyfirlýsingu, sem í mörgum atriðum svipar til ísland fékk aðeins hálfan vinning gegn A-Þjóðv. Heldur hallar nú undan fæti | hjá íslendingum á olympíuskák Auglýseifidur afhugið! Auglýsingaskrifstofan er opin frá kl. 9 f.h. til kL S e.h. virka daga, nema laugardaga frá kl. 9—12. —★— Handrit að auglýsingum þurt'a að hafa borizt aug- lýsingaskrifstofunni fyrir hádegi DAGINN ÁÐUR en þær eiga að birtast. —★— Handrit að STÓRUM AUGLÝSINGUM. sem birtast eiga í SUNNU- DAGSBLAÐI þurfa að hafa boriz* auglýsinga- skrifstofunni FYRIR KL. 5 Á FIMMTUDEGI, en handrit að smærri aug lýsingum í síðasta lagi kl. 4 á föstudögum. Myndamót þurfa að fylgjí* auglýsinga.iandriti. ef mynd á að birtast í auglýsingu. — Við get- um séð um að láta gera hvers konar myndamát með etuttum fy.Lvara. —★— mótinu á Kúbu. f tíundu umferð tapaði ísland fyrir A-Þjúðverj- um, íengu aðeins Vi vinning gegn 3'zá. Friðrik tapaði fyrir Uhlmann, Guðmundur Pálmason tapaði fyrir Pietzsch, Gunnar gerði jafntefli við Malich og Guð mundur Sigurjónsson tapaði fyr ir Zinn. Viðureign annarra landa lykt- aði þannig að Tékkar unnu Rúm ena með 3 vinningum gegn 1, Argentína vann Kúbu með ZVi gegn Vt vinning Rússar unnu Norðmenn á öllum borðum, Ung verjar unnu Spánverja með 3% gegn Vi, Bandaríkin og Búlga- ría skildu jöfn með tvo vinn- inga hvor og Júgóslavar unnu Dani með 3 vinningum gegn 1. 1 11. umferð tefla íslendingar við Ungverja. Staðan eftir 10 umferðir er þannig: 1. Sovétríkin 30y2 2. Bandaríkín 27 3. —4. Júgóslavía 25M> 3.—4. Ungverjar 25% 5. Argentína 23% 6. Tékkóslóvakía 23 7. Búlgaría 22% 8. Rúmenía 20y2 9. A-Þýzkaland 18% 10. Danmörk 15% 11. ísland 14% 12. Spánn 14 13. Noregur 10% 14! Kúba 9 stefnu Sósíaldemókrata, m. a. virðast stefnumið flokkanna í utanríkismálum og að því er varðar samskipti Austur- og Vestur-Þýzkalands einkar svip- uð. Leiðtogarnir vildu ekkert segja fréttamönnum um árangur af viðræðum þeirra í dag. Erich Mende sagði aðeins, að Frjálsir demókratar væru opnir fyrir stjórnarsamvinnu við hvorn flokkinn sem vjeri, Sósíaldemó- krata eða Kristilega demókrata, með vissum skilyrðum. Vitað er, að margir helztu for- ystumenn Krisilegra eru andvíg- ir stefnu Frjálsra demókrata í mörgum málum. Einkum mun andstaðan hörð meðal systur- flokksins í Bayern, Kristilegra sósíalista. Talið er víst, að stjórnarmynd- un í Þýzkalandi muni taka lang- an tíma, í dag var jafnvel látið að því liggja, að vart væri að vænta úrslita fyrr en um 10. desember nk. Enn er rætt um, að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar myndi stjórn saman, en því mun margt til fyrirstöðu sem áður, — einkum er Frans Josef Strauss, fyrrum landvarnaráðherra og leiðtogi flokksins í Bayern sagð- ur þröskuldur í vegi slíks sam- starfs. Er talið ólíklegt, að Kristi- legir demókratar geti neitað hon- um um sæti í ríkisstjórn, sem flokkurinn ætti aðild að, — og jafn ólíklegt, að Sósíaldemókrat- ar vilji samþykkja aðild hans að stjórn, er þeir taki þátt í. Sama mun reyndar um Erich Mende og hans menn að segja, þeir vilja helzt ekki starfa með Strauss. Á fimmtudag er fyrirhugaður nýr fundur þeirra Kurts Georgs Kiesingers, kanslaraefnis Kristi- legra demókrata og Erichs Mend- Sl. sunnudag hrundi brú nokkur á þjóðveginum milli Antverpen og Liege. 7 bílar steyptust í ána og biðu 2 menn bana en 16 særðust. Myndin sýnir vegsummerkin. Leysist vinnudeil- an við Búrfell dag? KL. 20 í gærkvöldi var haldlnn fundur á vinnustaðnum við Búr- fell með starfsmönnum Fosskraft og forustumönnum verkalýðsfé- laga og sambandanna, sem að samningunum stóðu í vinnude.i- unni við Búrfell. Framkvæmdanefnd Vinnuveit- endasambandsins lagði samkomu lagið fyrir vinnuveitendur í Reykjavík í gær og mælti með samkomulaginu við þá. Fór síð- an fram lokuð og leynileg at- kvæðagreiðsla og verða atkvæði talin í kvöld. Niðurstöður beggja fundanna verða birtar samtímis, en þær átti fyrst að kunngera í morgun. Finnsk ráðherra nefnd I Moskvu Böeíng varð fyrír v&Sinia New York, 16. nóv. — AP.: BANDARÍSKA blaðið „The Wall Street Journal" skýrði frá því í dag, að bandaríska flug- málastjórnin hefði ákveðið að i fela Boeingflugvélaverksmiðjun- um að smíða fyrstu bandarísku 1 farþegaþotuna, sem fljúgi hrað- ar en hljóðið. Aðalkeppinautur Boeing var Lockheed, sem fékk aðeins nokkr um atkvæðum færra. Ákvörðun SpibkvöSJ öýrfirfíingEkél. Dýrfirðingafélagið í Reykja- vík heidur spilakvöld í kvöld í átthagasal Hótel Sögu. Hefst það kl. 8,30. Allir Dýrfirðingar og gestir velK.omIia-. in var tekin eftir að rætt hafði verið við forstjóra 10 innlendra og 20 erlendra flugfélaga, sem taldir eru væntanlegir kaupend- ur. Segir blaðið að bandaríska flugmálastjórnin segi að áætlun in muni standast, en ýmsir hátt- settir embættismenn segja að ekki sé ólíklegt að löng töf verði j á framkvæmdum vegna mikilla anna við smíði hergagna til styrj aldarnotkunnar í Víetnam. DJÚPA lægðin suðvestur af Hvarfi var á hreyfingu norð- austur eftir, og leit helzt út fyrir snjókomu og suðvestan- kalda um suðvesturhluta landsins fyrir hádegi í dag, en rigningu, þegar líður á dag inn. — í gær var N-gola eða kaldi og frost um allt land, víðast 6-10 stig, og á Hveravöllum 16 stig um nónbilið. Sunnan og vestan lands var léttskýj- að, en víða él fyrir norðan. Moskvu, 15. nóv. NTB. 9 RAFAEL Paasio, forsætis- ráðherra Finnlands og fleíri ráðherrar finnsku stjórnarinnar, komu í morgun til Moskvu í opinbera heimsókn, Dveljast þeir þar í nokkra daga en halda síð- an til Leningrad, þar sem þeir verða í þrjá daga áður en þeir fara heimleiðis aftur. Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, tók á moti gestunum á flugvellinum. í ræðu sem hann hélt í miðdegis- verðarboði, er þeim var haldið lýsti hann enn á ný stuðningi við þá hugmynd Uhro Kekkon- ens, forseta Finnlands, að geia Norðurlönd að kjarnorkuvopna- lausu svæði. Kvaðst Kosy; m telja þessa hugmynd Kekkonens mjög mikils virði. í för með Paasio eru þeir Athi Karjalainen, utanríkisráðhe; ra og Aarre Simonen, iðnaðarmáia- ráðherra. Fréttamenn telja, að heimsókn þessi marki nýtt skeið í samskiptum Sovétríkjanna og Finnlands. Skammt er um liðið frá því fjölmenn sendinefnd so- vézkra kommúnista Var í Finn- landi undir forsæti Mikhails Suslovs helzta hugmyndafræð- ings kommúnistaflokksins. Á það er einnig bent, að Paasio er sósialdemokrati — en Sovét- stjórnin var lengst af andvíg því að sósíaldemókrtar fengju á hendi stjórnarforystu í Binn- landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.