Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAOIO Fimmtudagur 17. nóv. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Joi>annessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Cuðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglvsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. BREYTTAR AÐSTÆÐUR Jónas Haralz, forstöðumaður Efnahagsstofnunarinnar, flutti athyglisvert erindi á fundi Kaupmannasamtak- anna fyrir nokkrum dög- um, þar sem hann sagði, að síðustu 4—5 árin væru eitt mesta framfaraskeið í sögu okkar þjóðar, en setti jafn- framt fram þá skoðun, að þessu vaxtarskeiði væri lokið og breyttar aðstæður hefðu skapazt fyrst og fremst vegna verðfalls á útflutningsafurð- ur okkar. — Forstöðumað- ur Efnahagsstofnunarinnar sagði, að þjóðarframleiðslan á þessu ári mundi aukast um 3—4% en aukning hennar á undanförnum árum hefur verið 5—6% árlega, og "enn- fremur benti hann á, að verð- fallið mundi þurrka út áhrif þessarar framleiðsluaukning- ar þannig að þjóðartekjurnar á þessu ári mundu ekki auk- ast. Jafnframt vakti Jó»as Haralz athygli á því, að miklar raforkuframkvæmdir og bygging álbræðslunnar mundu verka nokkuð á móti þessum neikvæðu áhrifum og einnig mundu þar koma til ýmsir aðrir vaxtarbroddar í þjóðfélaginu, en þó mætti gera ráð fyrir, að vöxtur þjóð arframleiðslunnar á næstu ár um yrði hægari en verið hef- ur nú um skeið. Slík ummæli forstöðu- manns Efnahagsstofnunarinn ar, sem hefur manna bezt tækifæri til þess að fylgjast með þróun efnahags- og at- vinnulífs í landinu, hljóta að vekja mikla eftirtekt. Reynsl- an hefur kennt okkur, að sveiflumar í íslenzku atvinnu lífi eru miklar og kenjar þess slíkar, að oft er næsta erfitt að spá um framvindu mála. Þannig er ólíklegt, að sér- fræðingar hafi gert ráð fyrir á árinu 1960 þegar hin nýja efnahagsstefna var upp tek- in, að vöxtur næstu ára mundi verða svo mikill sem nú hefur orðið raunin á. En jafnvel þótt íslenzkt at- vinnulíf sé að mörgu leyti ó- útreiknanlegt, stöndum við þó í dag frammi fyrir þeirri ákveðnu staðreynd, að svo mikið verðfall hefur orðið á þýðingarmestu útflutningsaf- urðum okkar, að það hlýtur að hafa mjög neikvæð áhrif á stöðu útflutningsatvinnu- veganna. Mörgum kemur það spánskt fyrir sjónir, að verð- lag á fiskblokkum í Banda- ríkjunum skuli fara lækkandi á sama tíma og verðlag á öll- um neyzluvörum almennings fer mjög hækkandi þar í landi. Ýmis óvænt atvik geta haft mikil áhrif á verðlag síld arafurða og nægir í því sam- bandi að benda á, að standi verkfallið í Perú lengi, er ekki útilokað, að það hafi þau áhrif að verð á lýsi og mjöli hækki eitthvað. Þannig er erfitt að segja fyrir um framvindu þessara mála, en íslenzkt þjóðfélag hefur sýnt að í því býr ótrú- legur kraftur og dugur og þess vegna hljóta menn vissu lega að vona, að sú mikla og öra uppbygging, sem ein- kennt hefur þjóðfélagið á síð- ustu 4—5 árum haldi áfram. En til þess að svo megi verða þurfum við að fara okkur hægar í margvíslegri kröfu- gerð en verið hefur á undan- förnum árum og með verð- stöðvunarstefnunni hefur rík isstjórnin viljað leggja á- herzlu á hinar breyttu að- stæður og jafnframt skapa atvinnuvegunum í landinu áframhaldandi starfsgrund- völl, þrátt fyrir breytt við- horf á erlendum vettvangi. ÞÝÐINGAR- MIKLAR FRAM- KVÆMDIR L sl. vetri samþykkti Alþingi samningagerð við sviss- neskt álfyrirtæki um bygg- ingu álbræðslu í Straumsvík, en áður hafði verið ákveðið að ráðast í miklar raforku- framkvæmdir vð Búrfell. Stjórnarandstæðingar börð ust af mikilli heift gegn bygg ingu álbræðslunnar hér á landi og var ýmsum röksemd um beitt, meðal annars þeim, að óverjandi væri að ráðast í slíkar framkvæmdir á þeim þenslutímum er yfir stæði í þjóðfélaginu og þess vegna ætti að skjóta þeim á frest. Af hálfu þeirra er börðust fyrir byggingu álbræðslunn- ar var athygli vakin á ein- hæfni hins íslenzka atvinnu- lífs og nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir það, svo Styrjaldaráhættan í MIKIL breyting hefur orðið á hernaðarstöðu Evrópu s.l. ár. Það sem mesta athygli hef ur vakið er auðvitað úrsögn Frakklands úr Atlantshafs- bandalaginu, sem leiddi til aukinnar samvinnu Rússa og Frakka og jafnframt veikti stöðu Vesturveldanna. Einnig hafa aðrar aðgerðir veikt stöðu NATO, t.d. ákvörðun Breta um að fækka í brezka herliðinu í V-Þýzkalandi og Belgar hafa einnig gert það ljóst að þeir hafa í hyggju að draga úr herstyrk sínum. Or- sökin er í báðum þessum til- fellum efnahagsleg. Johnson Bandaríkjaforseti hefur sem kunnugt er lagt fram tillögu um að bæði Rúss ar og Bandaríkjamenn dragi úr herstyrk sínum í Mið- Evrópu. Helzta orsökin fyrir þessari tillögu er hin sívax- andi þörf Bandaríkjamanna fyrir auknum herstyrk í Vietnam, en einnig efnahags- legar orsakir. Það eru þó varla líkindi fyrir að Rússar muni fallast á aðgerðir, sem auka hernaðarmátt Bandaríkja- manna í Vietnam, en fremur er talið að Rússar muni líta á tillöguna sem veikleika- merki hjá Bandaríkjamönn- um. Hvernig sem tillögu John- sons kann að vera tekið hljóta menn að líta svo á, að í dag veikist staða NATO stöðugt. Hægt er að halda hernaðar- stöðunni óbreyttri ef Varsjár- bandalagið dregur jafnframt úr styrk sínum, en sem stend- ur finnast engin merki um slíkar aðgerðir. Því skal ekki 7 neitað að A-Evrópuþjóðir búa 1 nú að miklu leyti við við- \ skiptafrelsi, en það á ekki | við á sviði hernaðar. Tillaga 7 Rúmena um upplausn War- 1 sjárbandalagsins hefur enn \ ekki verið rædd svo neinu l nemi, en í stað þess skal bent 7 á samstöðuna sem ríki meðal kommúnistaþjóðanna við her- æfingarnar miklu í Tékkó- slóvakíu nú fyrir nokkru, en það var umfangsmesta æfing- in í sögu bandalagsins. Berlínar og Þýzkalands- vandamálin eru enn óleyst. Hagstæð þróun á sviði hern- aðar byggist að miklu leyti á að þessi vandamál verði leyst. Vestanmegin er rætt um sameiningu Þýzkalands, þó hafa bæði Bretar og Frakkar í vaxandi mæli látið í ljós andspyrnu gegn þessari lausn, því að Þýzkaland með 75 millj. íbúa myndi ná miklum ítökum í Efnahasgbandalag- inu. Þróun síðustu mánaða hefur orsakað að mikið er nú í húfi fyrir V-Þýzkaland. Verði ákveðið að draga enn úr her- styrk Vesturveldanna í Þýzka landi verða Þjóðverjar sjálfir að auka sinn styrk. Þegar í dag líta Rússar hernaðarupp- byggingu V-Þýzkalands alvar legum augum. Af þeirra hálfu virðast menn helzt óttast að styrkur NATO aukizt með samvinnu við Þjóðverja ~ og einnig er rætt um áhættuna á hefndarstyrjöld af hálfu V-Þjóðverja og umfram allt lagst gegn hverskonar tillög- um um yfirráðarétt þeirra yfir kjarnorkuvopnum NATO. Þessi andstaða Rússa hefur aftur á móti hert baráttu V- Þjóðverja um að fá yfirráð yfir þessum vopnum. Hægt er að gera sér grein fyrir eðli vandamálsins án þess að benda á lausn þess: Það þarf að koma á sameiningu Þýzka- lands, án þess að hún raski stöðu Evrópu ef slík lausn yfir leitt er hugsanleg. Þýzkalandsmálinu er bund- ið annað vandamál svipaðs eðlis, þ.e.a.s. framtíðarstaða A-Evrópuþjóða. Hin síauknu viðskipti A og V-Evrópu hafa í för með sér aukið samband landsmanna. Erfitt er að gera sér grein fyrir afleiðingunum, en hvað sem öllu líður má ekki styrkja aðstöðu komm- únistaríkjanna. Markmið De Gaulles Frakk landsforseta er að innlima með tímanum kommúnistarík in í eitt allsherjarefnahags- bandalag Evrópu, en heldur er ólíklegt að Sovétríkin fall- izt á slíkt bandalag, auk þess sem það striðir gegn mark- miði kommúnista. Eini grund- völlurinn fyrir slíkri banda- lagsstofnun er að Rússar komi þar hvergi nálægt. Bæði þessi vandamála hafa í för með sér mikilvægar hernaðarlegar á- hættur. Líkurnar fyrir staðbundn- um átökum í Evrópu hafa mikið verið ræddar. Stofnun hinna svonefndu öryggissveita NATO er sönnun þess að Vest urveldin gera ráð fyrir að hugsanlegt sé að til staðbund- inna átaka geti komið í Ev- rópu. Þessar sveitir má ein- ungis kveða út á staðbundin Evrópu svæði, þar sem mótaðilinn hef ur hafið árás. Eins og málum er nú hátt- að á sviði hernaðar eru litlar líkur fyrir að til átaka komi í Mið-Evrópu, en áhættan er meiri á framlínum NATO í suðri og norðri. Ef staða Norðurlanda breyttist myndu líkurnar fyrir staðbundnum átökum jafnframt aukast. í Svíþjóð hefur því oft ver- ið haldið fram, að líkurnar fyrir staðbundnum átökum í Evrópu væru hverfandi litlar, vegna valdajafnvægisins, sem kjarnavopnin hafa í för með sér. Þegar slíku er haldið fram, er litið á valdajafnvæg- ið sem tölfræðilegt. Þetta jafnvægi er ekki einhlítt. Stórveldin geta gripið til hernaðaraðgerða í vissum til- vikum, án þess að eiga á hættu að gripið verði til gagnaðgerða þegar í stað. í sambandi við þessar stað- hæfingar Svía má benda á skrif sovézks hernaðarfræð- ings um þetta mál. Maður þessi heitir Pochlebkin og nefndi hann ritgerð sína „Eystrasalt, haf friðar“. Hann segir þar m. a. að hugsanlegt sé að ríki utan Eystrasalts- svæðisins geli hafið landvinn- ingastyrjöld þar til þess að geta ráðizt á kommúnistarík- in, eða einnig geti Eystrasalts- þjóð, sem hefur opinberlega lýst yfir óánægju sinni með aðstöðu á svæðinu eftir lok heimsstyrjaldarinnar, þ.e.a.s. V-Þýzkaland. Hann heldur áfram: Eins og málum er nú háttað á Eystrasaltssvæðinu yrðu hernaðaröflin í Bonn að fá aðstöðu á hlutlausa svæði Eystrasalts, þ.e.a.s. sænsku ströndinni, til þess að koma herjum sínum í hernaðarað- stöðu og stjórna þaðan styrj- aldaraðgerðum á sjó og í loíti á Eystrasaltssvæðinu. Hvernig sem á þessi um- mæli er litið, hljóta þau að vekja athygli í ummælum um staðbundin átök. Lauslega þýtt úr Dagens Nyheter. * * s s I I ! i að á þann hátt væri treystur sá mikli ávinningur, sem þjóð in hefði náð á undanförnum árum í bættum lífskjörum. Líklega gerðu fáir ráð fyr- ir því sl. vetur, þegar deil- urnar um álbræðsluna stóðu sem hæst, að þess mundi skammt að bíða, að það kæmi fram í raun hvor aðilinn hefði á réttu að standa í þessum deilum. Nú hefur forstöðumaður Efna- hagsstofnunarinnar vakið at- hygli á hinum neikvæðu á- hrifum verðlagsþróunarinnar erfendis á þjóðarbúskap okk- ar í heild, en jafnframt bent á að hinar miklu raforkufram kvæmdir og bygging ál- bræðslu mundu vega nokkuð upp á móti hinum neikvæðu áhrifum þessarar þróunar á þ j óðarbúskapinn. Það er því þegar komið í ljós, að hyggilegt var að ráð- ast í byggingu álbræðslunnar og hinar miklu raforkufram- kvæmdir við Búrfell. Ef svo fer, að verðlagsþróunin er- lendis heldur áfram að verða okkur óhagstæð og erfiðleika tímabil er framundan, munu hinar miklu framkvæmdir í Straumsvík og við Búrfell vissulega verða þjóðarbú- skapnum í heild mikil lyfti- stöng. Björgunarþyrltvr rakust saman Matsuyama, 15. nóv. AP. • f gærkveldi rákust saman tvær þyrlur, sem tóku þátt í leit að farþegum þeim, sem saknað var af japönsku flugvél- inni YS-11, er fórst sl. sunnu- dag. Fórust báðar þyrlurnar og með þeim fjórir menn. Þyrlurnar voru ásamt öðrum að leit að 27 manns, sem enn er saknað af farþegum japönsku vélarinnar. Önnur þeirra var eign félagsins All Nippon Air- ways (ANA) í Tokíó, hin »ar frá lögreglunni. YS-11 farþegavélin fórst á sunnudagskvöld, er hún reyndi að nauðlenda á vatni einu. Með vélinni voru fimmtíu manns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.