Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 31
Fimmtudagur 17. nðv. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
31
AlþJngí
Framhald af bls. 8
og andstöðu við sjálfan sig, þegar
þeir eru að leika sér að blekk
ingum. Þetta er enginn málflutn
ingur og hv. þm. ósamboðið. I
Ég spyr enn og aftur. Hver !
eru þau skynsamlegu hagstjórnar
ráð, sem ríkisstjórnin hefur ekki
gripið til. Háttvirtur þingmaður i
þarf ekki að svara því strax, '
enda er nógur tími til að svara
því í vetur.
Hv. þm. segir að ég telji eina
verðbólguvaldinn. launahækk-
anir og verði á landbúnaðaraf-
urðum.
Við höfum lesið skýrslu Efna-
hagsstofnunarinnar til Hagráðs,
og ég fæ ekki sé að því hafi
verið mótmælt með rökum, sem
þar er sagt. Þar eru rækilega
borin saman áhrif á tímabilinu
maí 1964 til 1966. Niðurstaðan
er sú að það sé hækkun á land-
búnaðarvörum og ýmisskonar
þjónustu, og þar í eru kauphækk
anir. Ef þetta er rangt, er sjálf-
sagt að sýna fram á það en með
an ekki sýnt fram á það, verð-
um við að hafa það fyrir satt.
Er það rétt að Þórarinn Þór-
arinsson hafi einungis verið
óeigingjarn baráttumaður fyrir
hag verkamanna ogbænda og að
hann vilji einungis að þeir beri |
meira úr býtum af þjóðartekj- I
unum en við hinir hv. þm, vitn- ■
ar í ýmsar tölur máli sínu til
sLuðnings. Nú veit hann vel,
að þessar tölur eru einungis til
viðmiðunar. Gögn eru til alveg
óyggjandi frá 1958 og við skul-
um taka fyrir tímabilið 1960 til
1965. Af þessum tíma hækkuðu
þjóðartekjum á mann um þriðj-
ung en þessar stéttir hafa bætt
sinn hag um 33% til 45%.
Þannig, að þær hafa óneitanlega
bætt sinn hag. Auðvitað verður
að taka fleira til greina, svo sem
skatta, fjölskyldubætur og al-
mannatryggingar. Gegn þessu
stoðar ekki, að kaupmáttur tíma-
kaups sé eitthvað minni heldur
en á einhverjum ákveðnum tíma
bilum, eða að dagkaup nægi
ekki til lífsafkomu.
Þessi hv. þm. hefur sagt það
oft, að verkalýðurinn hafi fært
einhverja stóra og mikla fórn
1964, þegar júnísamkomulagið
var gert, og svo hafi ríkisstjórn-
in svikið loforð sín, og ekki
haldið niður verðlagi. Ég vil taka
það fram, að ríkisstjórnin lofaði
aldrei að halda niðri verðlagi, og
einmitt þess vegna var vísitölu
uppbót á kaupið sett á. Enda
Væri það út í bláinn að setja
slíka ráðstöfun, ef verðlag væri
stöðugt. Nei, verkalýðurinn hef-
ur aldrei gert hagkvæmari samn
inga enda voru þeir raunsæir.
Þess vegna hafa þessi samningar
oiöið verkalýðnum til heilla.
En þarna voru vissir aðilar,
sem voru andstæðir þessu sam-
komulagi, og hafa ætíð barist
gegn því. Og þeir sitja þarna.
Bvk. Voru það þessir menn og
Þetta eru þeir hv .3. og 5. þm.
þeirra fylgifiskar, sem reyndu
að spilla samkomulaginu og bera
þeim verkalýðsforingjum á brýn
linku, sem að samningunum
stóðu. Það eru þessir menn sem
beinlínis vilja nota verkalýðinn
til pólitískrar baráttu gegn ríkis
stjórninni. og ég held að hv. 5.
þm. Rvík, viðurkenni þetta, er
hann segir, að þess sé
ekki að vænta að stéttar-
félögin vilji semja við ríkis-
stiórnina, vegna þess, að þau
SlU á móti stjórnarstefnunni, og
það sé ekki hægt að ætlast til,
að þau semji skynsamlega við
s 'órnina fyrr en hún tekur upp
aðra stefnu. Það er, að sféttar-
félögin eigi að stjórna stefnunni,
en ekki vilji kjósenda. Við lögð-
um fram okkar stefnu í kosning-
um og hún hlaut fylgi kjósenda.
Þessi yfirlýsing hv. þm. segir
að einstakir hagsmunahópar eigi
að ráða en ekki meirihluti kjós-
enda.
Nú dettur þeim ekki í hug, að
vinstri stjórn geti leyzt vand-
ann, nú er það þjóðstjórn. Því
fer svo fjarri, að ég sé á móti
þjóðstjórn, það getur vel verið
þannig aðstæður, að það þurfi
Tíu valdamestu
menn
Tokíó, 16. nóv. — AP.: |
í FKÉTT, sem kínverska frétta
stofan „Nýja Kína“ birti um
heimkomu kínverskrar sendi-!
nefndar frá Albaníu „kemur
fram vísbending — að sögn sér
fræðingar í Tokíó um kínversk
málefn, — um að fjölgað hafi
verið í fastanefnd framkvæmda
stjórnar kínverska kommúnista- .
flokksins.
Skýrði fréttastofan svo frá, að
meðal þeirra, sem tóku á móti
nefndinni á flugvellinum hafi ver |
ið Li Fu-shun, sem tekið hafi
sæti í umgreindri fastanefnd. Og j
þar sem hann hefur frá því á
miðstjórnarfundinum í sumar,
verið talinn tíundi í röð valda- :
manna kínverskra draga sérfræð ;
ingar þá ályktun að Liu Shao-
chi forseti og Chu Teh, hershöfð
ingi, hafi einnig tekið sæti í nefnd
inni en þeir voru taldir númer
átta og níu í röð valdhafanna í
sumar. í fastanefndinni voru áð
ur aðeins sjö menn.
Áður en miðstjórnarfundurinn
var haldinn, var Liu Shao-chi
forseti, talinn annar mestur
valdamaður í Kína, en að hon-
um loknum kom í ljós, að Lin
Piao landvarnaráðherra hafði tek
ið sæti hans og Liu Shao-chi var
talinn hinn áttundi. Sérfræðing
ar telja röð valdamanna nú
þessa: 1. Mao Tze tung, formað
ur fastanefndarinnar og fram-
kvæmdastjrnarinnar, 2. Lin Piao
landvarnaráðherra, varaformað-
ur, 3. Chou En-lai forsætisráð-
herra, 4. Tao Chu, yfirmaður á-
róðursdeildar miðstjórnarinnar,
5. Chen Po-ta, framkvæmda-
stjóri menningarbyltingarinnar,
6. Teng Hsiao-ping, aðalritari
kommúnistaflokksins, 7. Aung
Sheng, 8. Liu Shao-chi, forseti, 9.
Chu Teh og 10. Li Fu-shun.
Li Fu shun er einn af þrettán
varaforsætisráðherrum landsins
og formaður áætlananefndar rík
isins.
Þjoðleikhúsið hefur nú sýnt U npstigningu, leikrit Sigurðar
Nordal tíu sinnum við góða aðsókn. Myndin hér að ofan er
úr leikritinu.
þjóðstjórn. Framsóknarflokkur-
inn stóð eitt sinn á móti mynd-
un slíkrar stjórnar, en ég hef
bent á, að þjóðstjórn getur kom-
ið til mála til að leysa vandann.
ef hann er um skamman tíma, en
vandamál ísl. efnahagslífs eru
þannig, að ef þjóðstjórn ætti að
leysa þann vanda, yrði hún að
vera um áratugi. Vegna þess. að
vandamálin eru svo margþætt að
það tekur ár og áratugi að leysa
þau. Þau verða ekki leyst með
neinni skyndilækningu.
Hv. þm. sagði að það væri rétt
að frysting sparifjár væri víða
notuð til að berjast á móti verð-
bólgu, en hins vegar væri þar
öðruvísi ástatt. En munurinn er
sú, að frysting sparifjár, er not-
uð til að koma í veg fyrir of
miklar framkvæmdir. Og henni
er jafnvel beitt þar sem at-
vinnuleysi er, eins og t.d. í Banda
ríkjunum, en þar er atvinnu-
leysi 3-4%. Til að fá verðlagið
niður er stefnt að atvinnuleysi.
En ég segi það alveg hiklaust,
að svo mikið sem ég met þessar
ráðstafanir, met ég meira að
halda uppi atvinnu í landinu.
Hér eru aðrar aðstæður. Hér
er skortur á vinnuafli, og við
þurfum ekki að óttast atvinnu-
leysi, þótt einhver samdráttur
verði. Ef hins vegar væri aukið
fé á lánamarkaðinn myndi það
leiða til aukinna framkv. Þetta
myndi því auka verðbólguna. En
ef þessir menn mundu segja, að
þeir væru að berjast fyrir verð
bólgu eru þeir virðingarverðir,
en annars ekki.
Það er naumast svaravert, þeg
ar hv. þm. segir, að ég boði van
trú á landið. En ég reyni að-
eins að gera mér grein fyrir sér
stæðum sem ísland hefur, og
framsóknarmenn hafa kennt, að
séraðstæður gilda á fslandi á sum
um sviðum. Því fer svo fjarri, að
ég boði vantrú á atvinnuvegina.
Ég segi þvert á móti: Það er eitt
af undrum veraldar, sem hér hef
ur gerzt á þessari öld. Þetta er
það, sem aðrir menn eiga svo
erfitt að skilja, að við gátum
gert.
Nýr doktor í rcaf-
magnsfræði
Nýlega varði íslenzkur raf- ( ár við California Institut of teck
ciarj 35iii sk®f-
varðliðcsnna
Moskvu, 15. nóv. — AP: —f
TASS fréttastofan segir í dag,
að Rauðu varðliðarnir hafi ráð-1
izt á kínsverska íþróttamenn og
sakað þá um að vanrækja menn
ingarbyltinguna og láta undir
höfuð leggjast að sinna verkum
Mao Tze tungs sem skyldi. ;
Segir fréttastofan, að málgagn
varðliðanna ,Rauði varðliðinn"
hafi beint þessum ásökunum
gegn borðtennisliði ríkisins, sem
hafi orðið heimsmeistari oftar
en einu sinni í borðtennis. Áður
höfðu kínversk blöð lýst því yf
ir, að liðið ætti velgengni sína
að þakka því, að liðsmenn hefðu
kynnt sér vel og rækilega kenn |
ingar Maos. Nú segir hinsvegar i
„Rauði varðliðinn“, að þeir hafi
látið hjá líða að hafa daglegar
lestrarstundir og umræðustund-
ir um kenningar Maos.
Þá hefur blaðið, að sögn Tass,
ráðizt á varaformann svonefndr
ar líkamsræktar- og íþróttanefnd
ar ríkisins, Jung Kao Tang, að
nafni, — kallað hann glæpa-
mann, sem reynt hafi að leggja i
steina í götu menningarbylting-
arinnar.
Loks segir Tass, eftir fréttarit
ara sínum í Peking, að stærsta
iþróttablað Kínverja Tiyui Pao,
hafi ekki komið út frá því 2.
nóvember sl. og hafi talsmenn
Rauðu varðliðanna talið það sig
ur fyrir sig.
— Tillaga um
Framhald af bls. 32
síldveiðiílotans nú þegar, var {
fundarlok dregin til baka eftir
miklar umræður. Töluðu margir
bæði með lienni og móti.
Það sem vitað var, að ekki
næðist algjör samstaða um slíka
tillögu, en ræðumenn höfðu
lagt áherzlu á mikilvægi slíkrar
samstöðu, drógu tillögumenn
sig til baka eftir eð skoðanakönn
un um stöðvunina hafði farið
fram, m.a. í skipunum í gær-
kvöldi og dag. Meðal þeirra 70
skipa, sem liggja hér í höfninni
tjáðu einungis 18 skipshafnir sig
meðmæltar algerri stöðvun
síldveiðiflotans.
magnsverkfræðingur doktorsrit-
gerð við tækniháskólann í Ziirich
Heitir hann Baldur Elíasson og
er fædur í október 1937.
Dr. Baldur stundaði fyrst verk
fræðinám við Háskóla Islands í
eitt ár, en fór utan til Sviss
árið 1958. Doktorsritgerð Baldurs
fjallaði um útbreiðslu á hátíðni
raf magnsbylg j um.
Dr. Baldur tjáði Mbl. í stuttu
viðtali í gær að hann væri nú
á förum vestur til Bandaríkjanna
þar sem hann er ráðinn i eitt
— Johnson
Framhald af bls. 1
hás í nokkrar vikur og lækn-
arnir hafa lagt algert bann við
því, að forsetinn haldi ræður
næstu fimm til sex vikurnar.
Bil D. Moyers, blaðafulltrúi
forsetans skýrði blaðamönnum
frá líðan forsetans, er uppskurð-
unum var lokið og lýsti því,
hvernig þeir hefðu farið fram.
Fjórum klukkustundum síðar
fengu blaðamenn að sjá forset-
ann sem snöggvast. Virtist hann
þá hinn hressasti, sat uppi í rúmi
sínu með púða við bakið og var
að lesa einhver skjöl. Hann
benti á hálsinn og sagði: „það
er sárt“. Blaðamenn spurði for-
setafrúna, Lady Bird, hvort hún
hefði nokkurn tíma vitað for-
setann mállausan og svaraði
hún því neitandi, „enda ætlum
við að nota okkur það sem bezt
núna“.
Að sögn Moyers hafði forset-
inn skrifað á blað, þegar öllu
var lokið, eindregna og ítrek-
aða ósk um að fá að vita gjörla
hvernig uppskurðirnir hefðu
gengið og hver úrslitin væru.
Hafði hann greinilega haft af því
áhyggjur, hvort æxlið í hálsin-
um væri illkynja — hann sagði
á blaðamannafundi í síðustu
viku, að það væri óþægilegt að
vita ekki hvort heldur væri.
„Óvissan hangir yfir mér eins
og tjald“, sagði hann þá.
Þess er getið í NTB frétt, að
forsetanum hafi borizt skeyti
frá Charles de Gaulle, Frakk-
landsforseta, þar sem hann ósk-
aði honum góðs bata. Ennfrem-
ur fylgir fregninni, að verðbréf
á kauphöllinni í New York hafi
hækkað í verði er fréttist
hversu vel aðgerðirnar á forset-
anum tókust .
Johnson verður á sjúkrahúsi í
j nokkra daga, en heldur senni-
lega síðan til búgarðs síns i
i Texas, til þess að ná sér.
nology og mun hann vinna þar
við radiostjörnufræði.
Aðspurður hvað tæki við að
þesu ári liðnu, sagði dr. Baldur
Dr Baldur Elíasson.
að enn lægi það ekki Ijóst fyrir
en helzt vildi hann starfa á ís-
landi, en hér væru sem stendur
engir atvinnumöguleikar á sviði
þeirrar menntunar, sem hann
hefði hlotið.
RlCjmi forstöSu-
maSiir Lýðháskóla
NorSiirlanda
STAÐA forstöðumanns við
hinn fyrirhugaða Lýðháskóla
Norðurlanda (Nordens folkiga
akademi) í Kungálv í Svíþjóð
var auglýst laus til umsóknar
s.l. vor. Bárust alls nær 40 um-
sóknir frá Norðurlandaríkjunum
öllum. Á fundi stjórnar stofnun-
arinnar, sem haldinn var í Kaup-
mannahöfn 15. þ.m., var ákveð-
j ið að ráða Danann Niels Ilöjlund
fyrsta forstöðumann stofnunar-
; innar. Ni ls Höjlund er fæddur
1931, lauk cand. mag. prófi frá
Árósaháskéla 1958 og hefur sið
an 1959 verið kennari í sögu og
þjóðfélagsfræðum við lýðskól-
ann í Askov.
Lýðháskóla Norðurlanda er
á:tlað að véra miðstöð, þar sem
fjallað verði um málefni, er
miklu skipta fyrir alþýðlega
fræðslustarfsemi og æskulýðs-
starf á Norðurlöndum. Er fyrir-
hugað að stofnunin taki til starfa
í ársbyrjun 1968 í tengslum við
Norræna lýðskólann, sem fyrir
er í Kungalv.
(Frá nicmnamálaráðuneytinu).