Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1966 Eric Ambler: Kvíðvæniegt ferðaiag neskum njósnara sé kunnugt um þetta litla bragð okkar. Við gætum varla ætlazt til, að hann færi að þegja. Þér skiljið, hvað ég er að fara hr. Graham? Ef þér trúið Kuwetli fyrir leyndar- málinu er um leið úti um ein- asta möguleikann, sem þér haf- ið á því að komast aftur til Eng lands, lifandi. Hann brosti ofur lítið. — Þetta er hátíðlegt til að hugsa, finnst yður ekki? Hann stóð upp og gekk til dyranna. — Meira hef ég ekki að segja, hr. Graham. Graham horfði á hurðina falla að stöfum og settist síðan aftur á kojuna. Blóðið hamraði í höfð inu á honum, rétt eins og hann hefði verið á hlaupum. Nú var ekki lengur þörf á neinum upp- gerðarlátum. Hann ætti að hugsa út, hvað gera skyldi. Hann varð að hugsa kalt og ró- lega. En það gat hann einmitt ekki gert. Hann var ringlaður. Hann varð var við titringinn á skip- inu og fór að hugsa, hvort hann hefði bara dreymt þetta, sem gerzt hafði. En þarna var laut í kojunni, þar sem Möller hafði setið og svo var káetan full af reyknum úr vindlingunum hans. Það var Haller, sem var ímynd uð persóna. Hann fann meir til auðmýk- ingar en ótta. Hann var orðinn næstum vanur þessum þrengsl- um fyrir brjóstinu, hamagang- inum í hjartanu í sér og tökum um magann og loks titring í mænunni, en allt þetta voru svör líkamans við ástandi hans. En á einhvern einkennilegan og hræðilegan hátt, hafði þetta ver «5 örvandi .Honum hafði fundizt hann vera að beita viti sínu gegn óvini — hættulegum óvini en þó standandi að baki sjálf- um honum að greind — og með möguleikum á sigri. En nú vissi hann, að þessu var alls ekki þannig varið. Óvinurinn hafði verið að hlæja að honum i laumi. Honum hafði aldrei einu sinni dottið í hug, að gruna „Haller“ neitt. Hann hafði bara setið þarna og hlustað á hann romsa upp úr bók. Guð minn góður, hvað maðurinn mundi halda hann mikinn heimskingja! Hann og Banat höfðu séð gegn um hann, rétt eins og hann væri úr gleri. Ekki einu sinni þessi litlu viðskipti þeirra Josette höfðu farið framhjá þeim. Senni lega höfðu þeir séð hann kyssa hana. Og til þess að kóróna fyr- irlitningu þeirra á honum, þá hafði það verið Möller, sem sagði honum, að Kuwetli væri tyrkneskur njósnari, sem hefði það verk á hendi að vernda hann! Kuwetli! Það gat ekki hlægilegra verið. Þessu mundi Josette hafa gaman af. Hann mundi allt í einu eftir því, að hann hafði lofað að koma aftur inn í salinn. Hún væri far in að vera óróleg. Og þarna í káetunni var hann alveg að kafna. Hann yrði betri að hugsa ef hann væri í almennilegu lofti. Hann stóð upp og fór í yfir- frakkann sinn. José og Banat voru enn að spila — José með vakandi eftir- tekt, eins og hann hefði Banat grunaðan um að hafa rangt við, en Banat var kaldur og rólegur. Josétte hallaði sér aftur á bak 1 stól og var að reykja. Graham hrökk við er hann minntist þess, að ekki var nema tæpur hálf- tími síðan hann fór út úr saln- um. Það var merkilegt, hvað mikið gat komið fyrir huga manns á svona stuttri stundu — hvernig allt andrúmsloftið á tilteknum stað gat breytzt. Hann fann, að nú tók hann eftir ýmsu þarna í salnum, sem hann hafði aldrei haft hugmynd um áður: þarna var koparplata með nafni fyrirtækisins, sem hafði smíðað skipið, blettur í gólfteppinu og hrúga af tímaritum úti í horni. Hann stóð þarna stundarkorrt og glápti á koparplötuna. Mathis hjónin og ítölsku mæðginin voru enn að lesa og litu ekki upp. Hann leit framhjá þeim, og sá, að Josette hafði litið við og var nú að horfa á spilið. Hún hafði komið auga á hann. Hann gekk út að dyrunum, sem lengra voru í burtu og svo út á þilfarið. Hún mundi fljótlega koma til hans til þess að fá að vita, hvern ig honum hefði gengið. Hann gekk hægt eftir þilfarinu og velti því fyrir sér, hvað hann gæt sagt við hana, hvort hann ætti að segja henni frá Möller og „kostunum" hans. Jú, hann skyldi segja henni það. Hún mundi segja honum, að þet.ta væri allt í lagi og Möller væri bara að gabbá hann. En ef hann væri nú ekki að gabba? „Þeir munu gera sitt til að sjá um, að svo verði. Hvað sem er, hr. Graham! Skiljið þér það?“ Og ekki hafði Haki gert ráð fyrir neinu gabbi. Sárið undir ljótu umbúðunum, líktist eki neinu gabbi. Og ef Möller væri nú ekki að gabba, hvað átti þá hann — Graham — til bragðs að taka? Hann stanzaði og horfði á Ijós in í landi. Þau voru nú komin nær — nógu nærri til þess að hann sá, hvernig skipið hreyfð- ist, ef miðað var við þau. Það var ótrúlegt, að þetta skyldi geta komið fyrir hann. Óhugs- andi! En kanski var sárið frá Istambul verra en hann hafði haldið og þessir hugarórar stöf- uðu út frá því? Kannski yrði hann búinn að fá meðvitund aft ur bráðlega og fyndi þá sjálfan sig í sjúkrahúsrúmi. — En hand riðið, sem hann studdi núna hendinni á, var nægilega raun- verulegt. Hann þreif í það, snögglega reiður við sína eigin heimsku. Hann ætti að vera að hugsa, brjóta heilann, finna ein hver ráð, ákveða sig, í staðinn fyrir að standa bara eins og ræfill. Möller hafði yfirgefið hann fyrir einum fimm mínút- um og hér stóð hann og var að reyna að sleppa frá sínum eigin skilningavitum in í eitthvert draumaland spítala og svæfinga. Og hvernig átti hann að snúast við honum Kuwetli? Ætti hann að snúa sér til hans, eða bíða etfir, að hann kæmi að fyrra bragði? Hvað.........? Nú „heyrðist hratt fótatak á þil farinu að baki honum. Það var 31 Josette, sem hafði fleygt loðkáp unni yfir herðar sér, en andlitið var fölt og áhyggjufullt í drauga legri birtunni frá þilfarsljósinu. Hún greip í handlegginn á hon- Aukavinna Ungur reglusamur maður með Samvinnuskóla- menntun óskar eftir aukavinnu á kvöldin og- eða um helgar. Allt kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ,.8886“. Gröfumaður Vantar gröfumann vana JCB-3C gröfu. Mulbikun hf. Suðurlandsbraut 6 — Sími 36454 og 30422. STERKBYGGfl.TRAUST OG SPARNEYTIN TORFHRU DG LANDBÚNAflARBIFREIfl SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA Kalt? Það er ekke.t kalt hérna um. — Hvað hefur skeð? Hvers vegna varstu svona lengi? — Ég fann enga byssu. — En hún hlýtur að vera þar. Það hefur eitthvað komið fyrir. Þegar þú gekkst inn í salinn áð- an, var eins og þú hefðir séð draug, eða ætlaðir að fara að kastað upp. Hvað var það, elsk- an? — Ég fann enga byssu, endur tók hann. Ég leitaði vandlega að henni. — Þú hefur ekki sézt? — Nei, það sá mig enginn. Hún andvarpaði. af létti. — Ég varð svo hrædd þegar ég sá framan í þig....... Hún þagn- aði. — En sérðu það ekki, að þetta er allt í lagi? Hann er með enga byssu. Það er engin byssa í káetunni hans. Hann hefur enga byssu. Hún hló. Kannski hefur hann pantsett hana. Æ, vertu nú ekki svona alvarlegur elskan mín. Hann kann að ná sér í byssu í Genúa, en þá verður það bara orðið um seinan. Það getur ekkert komið fyrir þig. Þetta verður allt í lagi hjá þér. Hún setti upp eymdarsvip. — Það er ég, sem núna er í vand- ræðum. — Þú? — Þessi vellyktandi vinur þinn er slyngur spilamaður. Hann er að græða peninga af José. Og José líkar það ekki. Hann verður að hafa rangt við og það kemur honum alltaf í vont skap. Hann segir, að það sé svo slæmt fyrir taugarnar í sér. En hann vill græða, af því að hann spilar betur. Hún þagn- aði en bætti svo við: — Bíddu eftir mér. Þau voru komin þilfarið á enda. Hún stanzaði og sneri beint að honum. — Hvað geng- ur að þér, elskan? Þú hlustar alls ekki á það, sem ég er að segja. Þú ert að hugsa um eitt- hvað allt annað. Hún setti á sig stút. — Já, nú veit ég það. Þú ert að hugsa um konuna þína. Nú þegar þú ert ekki lengur í neinni hættu, þá ferðu að hugsa um hana. — Nei. — Ertu viss? — Já, ég er viss. Hann vissi nú, að hann vildi ekki segja henni frá Möller. Hann vildi láta hana tala við sigí þeirri trú, að hættan væri liðin hjá og hann gæti gengið niður land- ganginn í Genúa, alls óhræddur. Hann þorði ekki að framkvæma sína eigin óskhyggju, en hann gat lifað á hennar óskhyggju. Honum tókst að brosa. — Þú mátt ekki vera neitt að hugsa um mig, Josette. Ég er bara þreyttur. Þú veizt, að það er lýjandi að leita í annarra manna híbýlum. Hún varð strax öll að ein- tómri meðaumkun. Veslingur- inn! Þetta er allt saman mér að kenna, en ekki þér. Ég gleymi, hvað þú hefur átt erfitt. Eigum við að fara aftur inn í salinn og fá okkur einn lítinn? Hann- hefði nú viljað flest til drykkjarins vinna nema það að fara inn í salinn, þar sem hann átti von á að sjá Banat. — Nei. Segðu mér, hvað við eigum fyrst að gera þegar við komum til Parísar. Hún leit snöggt á hann og brosti. — Ef við göngum ekki, verður okkur kalt. Hún tróð sér í loðkápuna og tók hann sva undir arminn. — Svo að við ætl um þá til Parísar saman? — Vitanlega. Ég hélt, að það hefði verið fastráðið. — Jú, en....... Hún þrýsti arminum að síðunni á hor.um. — Ég hélt ekki, að þér heíði verið alvara. — Þú skilur. hélt hún áfram, varfærnislega. —- Svo margir menn tala um það, sem eigi að ske, en svo eru þeir ekki alltaf til í að muna það, sem þeir hafa áður sagt. Þao er ekki af því að þeim sé ekki al- vara, heldur af hinu, að tilí'inn- ingarnar þeirra eru svo breyti- legar. Þú skilur mig, elskan? — Já, ég skil. — Ég vil líka, að þú skiljir, hélt hún áfram, — af því að það er mér svo áríðandi. Ég er dansari og verð líka að hugsa um starf mitt og frama. Hún sneri sér að honum með ákefð. — En þú heldur, að ég sé eigin- gjörn, og það Vildi ég sízt láta þig halda. Það er bara svona, að ég kann svo vel við þig og vil ekki, að þú farir að gera neitt, bara vegna þess, að þú hefur lofað því. Meðan þú skil- ur það, er allt í lagi. Við töl- um svo ekki um það meira. Hún smellti fingrunum. — Sjáðu tiL Þegar við komum til Parísar, förum við beint í gistihús, sem ég þekki. Það err mjög nýtízku- legt og skikkanlegt, og ef þú vilt, getum við haft baðherbergi. Það er ekkert dýrt. Svo fáum við kampavíns-kokteil í Ritz- barnum. Þeir kosta bara níu franka. Og meðan við erum að drekka getum við ráðið það við okkur, hvar við borðum. Ég er orðin svo svekkt á tyrkneskum mat og mér verður illt ef eg sé ravioli. Við verðum að fá góð an franskan mat. Hún þagnaði en bætti svo við, hikandi: Ég hef aldrei komið í Silfurturninn. — Þá skaltu fá að koma þang að. — Er þér alvara? Þá ætla ég að éta þangað til ég er orðin svínfeit. Og á eftir byrjum við. — Byrjum? — Það eru til ýmsir litlir stað ir, sem eru opnir, hvað sem lög- reglan segir. Ég skal kynna þig einni vinkonu minni. Hún var sous-maquécée í Moulin Galant, þegar Boulanger hafði staðinn, og áður en glæpamennirnir komu. Þú veizt, hvað sous-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.