Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 30. ótea. ÍMC JgtorgUttMðfófr Útgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigux. Matthías Johannessen. Kyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjöm Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti ð. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. í lausasölu kr. á mánuði innanlands. Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið. „HUGSANIR MAO TSE-TUNG* egar Bandarfkin, Sovétrík- in, Bretland og f jölmarg- ar aðrar aðildaþjóðir Sam- einuðu þjóðanna gerðu með sér samning fyrir nokkrum árum, um bann við kjarn- orkusprengingum í andrúms- loftinu, var því almennt fagn- að um heim allan. Hinar tíðu k j arnorkusprenging ar stór- veldanna höfðu verið öllu Ériðelskandi fólki þyrnir í augum. Nýjustu stórspreng- ingar Sovétríkjanna höfðu haft í Jör með sór mjög veru- iega aukningu á geislavirkni í andrúmsloftinu, og talið var, að ef áfram væri haldið gaeti það haft í för með sér veruiega hættu og uggvæn- leg áhrif á heilsufar mann- kynsins. Þvf miður rufu Frakkar samtök stórveldanna um bann við kjarnorku- sprengingum í andrúmsloft- inu, Stór vel disdr a u mar Ðe Gaulie leiddu til þess að Frakkar lögðu hart að sér til þess að geta tekið þátt í kjarn erkukapphlaupinu og kom- ist í „kjarnorkuklúbb* stór- veldanna í veetri og austri. Nokkru síðar sprengdi Rauða Kína svo sína fyrstu kjarn- 'orkusprengju í andrúmsloft- inu. Síðan hafa Kínverjar haldið áfram að sprengja. — Hafa þeir nú samtals sprengt iimm kjarnorkusprengjur, þá ■íðustu fyrir tveimur dögum. Hefur hin opinbera frétta- *tofa kínverska kommúnista- flokksins lýst því yfir að þessi kjarnorkusprenging sé „nýr sigur hugsana Mao Tse- tung“. Enda þótt kjarnorkutil- raunir Frakka vektu von- brigðí eftir að samkomulag hafði náðst milli stórveld- anna um tákmarkað bann við kjarncwkutilraunum, verður ¥> að teljast ólíklegt að arf þeim stafi hætta fyrir heims- friðinn. Franska þjóðin viil ekki iáta etja sér út í nýja stórstyrjöld, sem öllu hlyti að eyða. Öðru máli gegnir um Rauða Kína. Kínverskir kommúnist- ar hafa lýst því yfir að Kín- verjar sé eina þjóðin, sem geti lifað af kjarnorkustríð. Kínverjar geti þolað það að missa 3—4 hundruð milljónir manna í kjarnorkustyrjöld. Aðrar þjóðir mundu þurrkast út í slíkum átökum, og væri brautin þá rudd til heims- yfirráða kínverskra kommún- ista. Það er þessi skelfilegi hugs unarháttur, sem komið hefur fram hjá leiðtogum Rauða- Kína, er veldur kvíða og á- hyggjum um víða veröld í dag. Sovétríkin eru að sjálf- sögðu trú útþensiustefnu hins alþjóðiega kommúnisma. En margt bendir til þess að þau vilji fara v-arlegar en Rauða- Kína, með þann ógnareld sem í kjarnorkusprengjunni er falinn. Um það þarf heldur ekki að fara í neinar grafgöt- ur, að Rússar eru feeknir að óttast kínverska árás á Sovét- rfkin. Núverandi valdhafar f Rússlandi áfelldu Nikita Krúsjeff fyrir það á sínum tíma, að hann hefði verið of hvassyrtur og harðakeyfetur gagnvart Pekingstjórninni. En nú er svo komið að and- rúmsloftið milH Rauða-Kína og Sovétríkjanna, er orðið miklum mun kaldara en það var á valdadögum Krúsjeffs. Rússneskir blaðamenst og menntamenn eru reknir frá Peking og rússnesk skip verða fyrir áreitni í kín- verskri landhelgi. Margt bend ir til þess að Rauða-Kína Múi á Sovétríkin sem höfuðóvin sinn, þráit fyrir allar svívirð- ingar kínverskra koramún- ista um Bandaríkin. En hvað sem því líður, þá hljóta þær „hugsanir Mao Tse-tung“, sem birtast í stöð- ugum kjarnorkusprengingum Pekingstrjórnarinnar að vekja ugg og kvíða meðal friðsams fólks um heim allan. FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN OG ERLENT FJÁRMAGN Að undanförnu hafa enn á ný birzt skrif í málgagni Framsóknarfiokksins, þar sem leitast er við að ala á hinum gamla ófeta íslendinga við erlent fjármagn til upp- hyggingar atvinnuvegum hér á landi. Ekki eru nema nokkrir mánuðir liðnir síðan Framsóknarflokkurinn, ann- ar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar barðist af mik- illi hörku gegn byggingu ál- verksmiðju á íslandi í sam- handi við stórvirkjun við Búr fell. En með þeirri afstöðu ávann Framsóknarflokkurinn sé-r virðingarheitið: mesti aft- urhaldsflokkur á íslandi. En ástæða er til þess að láta FramsÓknarflokkinn njóta sannmælis engu að síð- ur. Framsókna-rflokkurinn varð nefnilega fyrstur ís- lenzkra stjórnmálaflokka til þess að taka inn í opinberar stefnuyfirlýsingar sínar, sam- þýkktir um það, að vinna skyldi að öflun erlends fjár- Nuoc Mam LYKTIN af því ©r því líkust s«m flutniugabíU hlaðinn á- burtfi aeki yfir skúnk fyrir ftraman hvalvinnslustöð i papp írsverksmiðjubæ á rigningar- degi (og þeir sem ekki þekkja tU skúnka geta bara marg- faldað einhverja aðra ólykt- ina í staðinn). Það heitir Nu- oe Mam og i návist þess er öðrum óráðlegt að draga djúpt andann en innfæddum Vietnömum eða mónnum sem dvalizt hafa langdvölum í Suð austur-Asiu. Nuoc Mam er einkennislykt Vietniam, þessa striðshnjáða landis, megn kryddsósa gerð úr amiáfiski sem Vietna.mar nota sem útálát á annan mat eða á daglegan hrísgrjóna- skamanit sinn. Vesturlandafbú- um verður flestum svo um lyktina þegar þeir finna hana fynsta sinni að þeir gætu ekki smakkað sósuna þótt þeir ættu iífið að leysa, en Vietnömum or Nuoc Mam ámóta og Kín- verjum er sojasósan. Nuoc Bandariski hermaðurinn James Burgess er einn þeirra fáa vestrænu manna, sem komizt hefur yfir óþefinn af nuoo mam og líkar vel við bragðið. Hér er hann með fisksósuna i flöskum. Fiskurinn þurrkaður áður en búið er til úr honum nuoc mam. Maim er nau’ðsynjavara og Mx us sem veitir fjólda m.anna vinnu og ótai öðrum hreysti og auð og er eitt atf JBáu sem kommiúnis-tar og andstæðing- ar þeirra eru algerlega sam- mála um. Fyrir nokkru gafst flokkur skæruliða Viet Cong uipp fyr- ir stjórnarherdeild í óshólm- «n Mekong-árinnar atf því iþeir áttu efcki mei-ra Nuoc Miam og frétzit hefur á skot- spónuim að N-Vietnamáher geri niú tilraunir með Nuoc Mam diuft, sem herlið þeirra geti haít með sér í frumskóginum harmkvælaiaust Sumir Vesturlanda/búar I Vietnam hafa tekið upp háttu þarlendra og nokkrir gengið svo langt að setja Nuoc Mam í Martini-kokkteilana sina í staðinn fyrir Vermútinn. Sá drykkur kallast Nuoc-tini og segja þeir sem til þekkja að fágaet sé önnur eins óiytot af svo ljúffengum drykk — og reyndar sé drykkurinn allt annað en Ijúffengur framan af, en svo.... , Stríðið gerir Nuoc Mam skráveifur eins og öðru hér um slóðir. Þess eru dæmi a’ð titringur atf völdum skobhríð- ar stórskotaliðs Bandaríkja- manna hér hleypi aftur af stað gerjun í sósunni þar sem hún er í krukkum á hiHum kaup- mannaibúða í þorpunum og sprengi krukkurnar. Þá kem- Framhald á bls. 21. magns til atvinnuuppbygg- ingar hér á landi. Þetta var fyrir fáeinum árum en síðan er greinilegt að afturhalds- öflin hafa náð tökum á Fram sóknarflokknum á ný, og hef- ur verið stigið aftur á bak og Framsóknarmenn, yngri sem eldri ,stunda nú þá iðju að vekja upp ótta og tortryggni við allt það sem erlent er, sem vissulega tilheyrir liðnum tíma. Þróun mála í sjávarútvegi okkar á undanförnum mán- uðum hefur glögglega sýnt að þeir menn höfðu rétt fyrir sér, sem töldu nauðsynlegt að skjóta meiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf, m.a. með byggingu álverksmiðju í Straumsvík. Auðvitað ber okkur að halda áfram á sömu braut, þó jafnan innan hóf- legra marka og með það í huga að veita erlendu fjár- magni ekki óeðlileg áhrif hér á landi. En Framsóknarflokk urinn hefur markað sína stefnu í framfarasókn ís- lenzkrar þjóðair á síðari hluta tuttugustu aldar hefur hann valið sér það hlutverk að berjaist á móti og þvælast fyrir, vera afturhald nútíma íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.