Morgunblaðið - 08.01.1967, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 190T.
Skyndisala
Gerið góð kaup
Húsbyggjendur
Kaupið miðstöðvarofnana þar sem úr-
valið er mest og bezt. Hjá okkur getið þér
valið um 4 tegundir:
Helluofnínn
30 ára reynsla hérlendis.
Eiralofninn
úr áli og eir sérstaklega hent-
ugur fyrir hitaveitur.
Panelofninn
Nýjasta gerð, mjög hagstæð
hitagjöf.
JA-ofninn
Norsk framleiðsla — fáanlegur
með fyrirfram innstilltum krana.
Stuttur afgreiðslufrestur — Leitið tilboða.
h/fOFNASMIÐJAN
EINHOLTI 10 — SÍMI 21220
FOTO - KINO
Myndavélar og kvikmynda-
tökuvélar:
Kodak Instamatic 104 74,-
Kodak Retinette lb 325,-
Minolta SR 7 m/f:2-53 mm
655,-
Minolta S m/1,8 389,-
Minolta Autocord
m/CDS-ljósmæli 598-
Konica EE-matic sjálfv. 298,-
Konica Auto S2 sjálfv. 438,-
Yashica Minister D 279,-
Canon QL 25 % sjálfv. 295,-
Topcon RE-2 m/f:l,8-58 998,-
Euming Vienette 788,-
Minolta Autopak 8K3 715,-
Canon Zoom 318 699,-
Yashica model 25 558,-
Sýningavélar t/5x5 dia
og t/Super 8
Liesegang FAN m/jodl 248,-
Liesegang FAN m/jodl
sjálfv. 425,-
Hanimex-1000 m/jodl.
sjálfvirk 448,-
Eumig model MARK-M 634,-
Bolex 18-5 876,-
Rafmagnsflass.
Braun F.200 258,-
Metz Mecablitz 116S 166,-
Metz Mecablitz 162 295,-
Litfilmur ásamt framköliun.
Afgacolor CT 18 135-36 17,95
Afgacolor CT 18 120 12,95
Perutzcol. C 18 135-36 17,95
Kodachrome 11 135-36 28,35
Kodachrome 11 dobb.
8 mm. 23,75
Kodachrome 11 Super 8 28,45
Afgacolor dobb. 8 mm. 23,75
Afgacolor Super 8 28,25
Svart/Hvítar filmur:
Ektachrome x 135-36 15,25
Ektachrome x 120 7,95
Anscochrome 135-36 15,45
Litfilmur, negativ:
Kodacolor x 135-12 7,45
Kodacolor x 135-20 9,25
Kodacolor x 120 6,95
Kodacolor x 126 6,95
Afgacolor CN 17 135-36 10,75
Afgacolor CN 17 135-20 8,35
Afgacolor CN 17 120 6,75
Patron 36 mynda 5,45
Ilford, Afga, Kodak.
Patron 36 opt. 5,45
120 film. 6x6, 6x9 2,45
Allt til myndatöku í svart/hvítu og Lit —
gefum 15% afslátt.
I»ar sem ekki er möguleiki að telja upp allar vörur
okkar í FOTO-KINO erum við ávallt reiðubúnir að
gefa yður upplýsingar varðandi þær vörur, sem þér
óskið eftir.
ATH.: Munið að taka fram hvort senda eigi vörurnar
með flugpósti eða sjópósti.
K. E. s. FOTO-KINO v/K. E. JACOBSEN,
Ordrupvej 61C2, Charlottenlund
Kpbenhavn, Danmark.
-^HcOué. 'TTI&uAahS* :
Tak þér í hönd
ÞEGAR Montaigne var borg-
arstjóri í Bordeaux og gegndi
með sóma skyldustörfum sín-
um við erfið skilyrði sagði
hann eitt sinn þessi athyglis-
verðu orð: „Ég er fús til að
taka mér málefni þeirra í
hönd, en kæri mig ekki um
að taka þau í lifur og lungu“.
í>að sem hann átti við var:
„Ég er reiðubúinn að vinna
hin nauðsynlegu verk, ég mun
sinna málefnum ykkar af
kostgæfni og ábyrgð en neita
að eyðileggja heilsu mína
vegna þeirra".
Mjög skynsamleg afstaða,
sem ég ráðlegg þér að taka til
vandamála tilfinninga og heim
ilislífs. Hlutverk þitt í fjöl-
skyldunni og á heimilinu er
jafnmíkilvægt og hlutverk
borgarstjórans. í>ú ættir að
skila því til fullnustu eftir
hæfileikum þínum. Þess er
vænzt af þér, að þú búir til
góðan mat, takir vel á móti
vinum, annist bréfaviðskipti
og hafir bófchaldið nákvæmt.
Ætlazt er til að þú hlustir með
þolinmœði og samúð á kvart-
anir manns þíns, sem á í erfið
leikum í starfi sínu, vandmál
dóttur þinnar, sem lifir í ó-
hamingjusömu hjónabandi og
á kveinstafi sonar þíns, sem
leggur ást á konu án þess að
tilfinningar hans séu endur-
goldnar.
Gott og vel. Allt er þetta
hluti af starfi þínu sem eigin-
fcona og móðir. Þú verður að
taka þér allar þessar aðstæð-
ur í hönd. Þitt er að ráð-
leggja, samhry ggj ast og
hugga. En gættu þess vel, að
talka þér ekkert í lúngu og
lifur. Margar toonur, sem
standa í þínum sporum láta
undan þeirri freistingu. Ég
þekki því miður nokkrar, sem
verða með tímanum guggnar,
horaðar og önuglyndar. Ég
spyr þær: „Hvað gengur að
þér? Ertu lasin?“
„Það er svo sem nóg til að
gera mann lasinn. Dóttir mín
á í skilnaði. Hún á tvö börn.
Hjónabandið virtist ætla að
blessast svo vel! Við getum
ekki áfellzt piltinn fyrir
neitt“.
„En dóttirin getur það“.
„Já, svo segir hún og er á-
kveðin . . . Hvilík vandræði!
Fyrir mig hefur það verið eins
og höfuðhögg. . . Ég get efcki
sofið lengur á nóttunni. Ef
þessu heldur áfram neyðist ég
til að leggjast í rúmið“.
Einmitt þetta ætti að forð-
ast. Þú býður heim lifrasjúk-
leika, þegar dóttir þín, eigin-
maður og barnabörn þarfnast
þín mest. Hvernig getur reiði
þín, óánægja og tilfinningar
megnað að leysa svo mörg
knýjandi vandamál? Þau
ætlast hvorki til tára né maga
krampa af þér, heldur heil-
brigðrar dómgreindar, raun-
hæfra skoðana og stöðugs
glaðlyndis.
„Þú talar eins og ég hafi
veikst af ásettu ráði. Ekki er
lifrasjú'kleiki mín sök?“
„Það er að nofckru leyti
yðar sök, frú. f stað þess að
líta „vísindalega á ástandið
og segja við sjálfa yður:
„Hvað get ég gert til að koma
að gagni?“ Þér hafið gefið
yður örvæntingunni á vald
með vissri ánægju. . . Ójá. . .
Til eru fconur, og ég er hrædd
ur um, að þér séuð ein þeirra,
sem geðjast sorglega að harrn
leikjum á heimilinu. Þær
leika eitthvert hlutverk og
sogast inn í harmleikinn. Þær
ættu að leitast við að gera
atvik þessi eins einföld og
auðið er en hafa þvert á móti
ánægju af að ýkja þau. Ef
þú þarft að leika hlutverk,
er betra, að það sé í góðum
gamanleik.
„Hvernig get ég tekið þvf,
sem kernur mér úr jafnvægi,
með glaðværð?“
„Þér getið að minnsta kosti
tekið þvi með hugrekki, og
tekið það yður í hönd, frú,
en hvorki í lifur, hjarta né
lungu!“
DALE CARNEGIE
NÁMSKEIÐIÐ!
Nýtt námskeið er að hefjast. — Innritun hafin.
Meðal annars fjallar námskeiðið um:
-fc Öðlast öryggi og sjálfstraust.
-jfc Beita sannfæringakraftinum.
•fc Muna nöfn.
-jíy Fljóta og auðvelda aðferð til að halda ræðu.
-fc Halda áhyggjum I skef jum og draga úr kvíða.
•fc Þjálfa hæfileika sína, að umgangast fólk.
^ Losna úr viðjum vanafestunnar.
Komast lengra í sínu starfi og afla meiri
tekna.
Dale Carnegie námskeiðið hófst í Bandaríkjunum
1912. Starfar nú um allan heim og hafa yfir
1.000.000 karla og kvenna útskrifazt.
Hringið í síma 3-0216 og leitið frekari upplýsinga.
KONRÁÐ ADOLPHSSON.
P.O. Box 82. — Reykjavík.
Bætt samskipti
Madrid, 6. janúar. NTB.
STJ6RN Francos á Spáni er nú
að koma á eðlilegu sambandi við
ríki Austur-Evrópu. Fyrsta skref
ið í þessa átt var stigið með
því, að undirritaður var í Paría
í gær samningur um ræðis-
manns- og verzlunarsamband
milli Spánar og Rúmeníu.
í Madrid er gert ráð fyrir
því, að á tiltölulega skömmum
tíma verði gerður sams konar
samningur við önnur ríki Aust-
ur-Evrópu. Spánn kom einnig
aftur á samlbandi við Kúbu eftir
byltingu Fidels Castros og hefur
á síðustu árum aukið útflutning
sinn til kommúnistaríkjanna I
verulegum mæli.
Það verður hins vegar erfið-
ara að koma á eðlilegu stjórn-
málasambandi við Sovétríkin. f
Madrid er ekki álitið, að þetta
verði unnt, fyrr en búið verði
að koma á samíbandi við hin
ríkin í Austur-Evrópu, enda þótt
verzlunar- og menningarsam-
band milli Madrid og Moskvu
hafi eflzt verulega að undan-
förnu. Enn eru samt fyrir hendl
jafn erfið deilumál eins og krafa
Spánar um, að afhent verði aftur
gullforði spánska ríkisins, sem
lýðveldisstjórnin í Madrid sendi
til Sovétríkjanna, áður en húu
beið ósigur.
Konungur
Innritun 5-8 eh.
Lesothos frjáls
Lcerið talmól erlendra þjóða í fómennom flokkum
Enska-danska-þýzka-franska-spanska-róssneska
Málakunnótta er öllum nauðsynleg
MÁLASKÓLI
Maseru, 6. janúar. — NTB.
STJÓRNIN í Lesofcho lét í dag
lausan úr stofufangelsi fconung-
urinn MoghoeShoe II, eftir að
hann hafði undirritað samning
um, að hann skyldi ekki fram-
ar reka áróður fyrir því, að völd
hans yrðu aukin. Undirritaði kon
ungurinn samninginn í gær.
Samfcv. áreiðanlegum heimild
um mun það vera óek konungs
að fara erlendis, eins fljótt og
auðið er, í því skyni að halda
áfram námi sínu. Hefur fconung
urinn sem er 29 ára gamall, I
hyggju að fara til Toronto og
nema stjórrwfaindi.