Morgunblaðið - 08.01.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.1967, Blaðsíða 8
MORGtWBLAÐTÐ, SUNNXIDAGUR 8. JANUAR 1987. i * Fagskóli meistarafélags hárskera tekur til starfa í Iðnskólanum í Reykjavík þriðju- daginn 10. þ.m. kl. 5 e.h. FAGSKÓLANEFNDIN. V öruf lutningabíll Yfirbyggður vöruflutningabíll óskast keyptur. Upplýsingar um verð og tegund sendist Morgun- blaðinu fyrir 15/1.’67 merkt: „Vöruflutningabíll — 8638“. Húsnæði til leigu innarlega á Hverfisgötu í Reykjavík, hentugt fyrir skrifstofu, lækningastofu, teiknistofu og þess háttar stærð 88 ferra. HRAFNKELL ÁSGEIRSSON, HDL., Vesturgötu 10, Hafnarfirði, sími 50318. Opið kl. 10—12 og 4—6. Verktakar athugið Fyrirhugað er að bjóða út byggingu nokk- urra einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlis- húsa í Fossvogshverfi og víðar innan skamms. í því sambandi væri æskilegt að fá hugmynd um, hve margir verktakar hafa áhuga á að bjóða í slík verk. Þess er því vinsamlega óskað, að þeir, sem vilja taka þátt í slíkum útboðum, tilkynni það skriflega skrifstofu vorri sem fyrst. Reykjavík, 6. jan. 1967. H.F. ÚTBOÐ og SAMNINGAR Sóleyjargötu 17. Kennsla hefst mánudaginn 9. þessa mánaðar. Nemendur mæti á sama tíma og fyrir áramót. allettskólí atrinaf Guðjónsdóltur LINDASIBÆ Trygging fyrir réttri tilsögn í dansL hKKKA Jtdward Calcagm, ara íklæddur náttfötum stendur í gluggakistunni á heimili sínu í London 4. hæð. Á myndinni til vinstri sést bróðir hans, Louis Calgagni, 54 ára, biðja hann um ao stoKKva eKKi. K.n oæmr Droo urins bomu að engu gagni eins og sjá má á myndinni til hægri, þar sem Edward undirbýr stökk- ið. Hann féll 50 fet niður á stein- steypta gotuna, en var gripmn af slökkviliðsmönnum, sem kom. ið höfðu á vettvang. Hann var færður á spítala með brotna ökla og skrámur á andliti. Prinsessan Gunnar Mattson: Prinsessan, 170 bls. Ragna Ragnars þýddi. Bókaútgáfan Fífili 1966. Prinsessan er að því leyti óvenjuleg bók að hún fjallar um kraftaverk á miðri 20ustu öld. I>etta kraftaverk á ekkert skylt við þá viðleitni hins öfgafulla Maranata-safnaðar í Svíþjóð að lækna fólk með ofsafengnu bæna tuldri og algeru banni við lyfj- um. Og raunar á kraftavegk prinsessunnar lítið skylt við hin skipulögðu trúarbrögð, en þeim mun meira við kærleikann. Saga kraftaverksins er einföld en áhrifamikil. Ung kona er hel- tekin krabbameini og á fáa mán- uði eftir ólifaða. Hún verður ástfangin, giftist, elur barn og verður heilbrigð. Sjúkdómsein- kennin eru horfin á dularfullan hátt. Svo vildi til að þetta krafta- verk gerðist fyrir augunum á ungum og dugmiklum blaða- manni, sem áður hafði skrifað 4 metsölubækur, og því er ekki undarlegt þótt hann settist niður og skrifaði bók um það. Bókin lýsir fyrstu kynnum blaðamanns ins af hinum dauðvona sjúklingi og virtist stofnað til þess kunn- ingsskapar af einskærri með- aumkun af blaðamannsins hálfu. En meðaumkunin verður smám saman að víkja fyrir annarri tilfinningu, sem bæði er dýpri og varanlegri. I>að má heita of- dirfskufullt fyrirbæri að ganga í hjónaband með dauðvona sjúklingi og verður tæpast gert ráð fyrir að allir hafi hugrekki til slíks, einkum og sér í lagi þegar það er gert í trássi við ráðleggingar lækna og heilbrigða skynsemi. í slíku tilfelli er vita- skuld auðveldara að fella dóma en standa við þá, en kannski dytti einhverjum í hug að álykta sem svo að eðlisávísunin hafi vísað til vegar, þar sem mann- leg skynsemi stóð uppi ráðalaus. Svo mikið er víst að kraftaverk- ið hefst um þær mundir er kon- an verður barnshafandi. Ekki allt í einu, heldur smám saman. Hinni helsjúku konu, sem er hjúkrunarkona að atvinnu, er ljóst að fóstrinu stafar hætta af sterkum lyfjum sem henni er gert að taka, og hættir að taka þau. Nú hetfði dauðinn átt að hrósa sigri samkvæmt öllum kokikabókum, en þess í stað hefst hægur bati sem vex dag frá degi og endar með fullri heiisu. Af þessari stuttu efnislýsingu verður séð, að höfundur gerir enda tilraun til að nýta krafta- verkið sem yrkisefni og bókin verður fyrir bragðið hvorki skáldsaga né listaverk. Reynsla höfundar sem blaðamanns hefur kennt honum að lýsa af sam- vizkusemi því sem fyrir augu i>er og það er greinilega þefcta. sem fyrir honum vakir, þegar hann setzt niður til að skrifa bókina um prinsessuna. Blaða- menn hafa fen-gið þjálfun í að skrifa um vofveiflega atburði án þess að láta þá rugla dómgreind sína eða blanda hana tilfinninga- semi. Gunnar Mattson stendur hins vegar frammi fyrir því erfiða verkefni að skrifa um fjölskyldu sína og þar með sjálfan sig. Og þrátt fyrir leiðar- ljós blaðamennskunnar tekst honum ekki að útiloka persónu- lega tilfinningasemi, enda kann- ski til of mikils ætlazt. Vaknar þá sú spurning hvort ekki hefði verið heppilegra fyrir bókina að einhver annar blaðamaður hefði skrifað hana. Óhjákvæmilegt er einnig að sú spurning leiti á lesandann, hvers vegna Gunnar Mattson skrifaði þessa bók. Eins og áður er sagt, leitast hann ekki við að skapa listaverk. Efni bóikar- innar er svo óvenjulegt, að það í sjálfu sér hlaut að leiða til mikillar sögu. Hins vegar neitar Gunnar Mattson því afdráttar- laust að hann hafi verið að sækjast eftir peningum og bend- ir á að hann hafi verið all vel stæður fyrir, eftir 4 metsölu- bækur. Hann segir blátt áfram: Ég hefði verið lélegur blaða- maður ef ég hefði látið undir höfuð leggjast að segja sögu prinsessunnar. Og ekki neitar hann því að frægðarlöngun hafi komið nokkuð við sögu. Og frægðin hefur ekki látið standa á sér, því að saga prinsessunnar varð brátt á allra vörum, bókin varð metsöiulbók í sérfldkki í mörgum löndum og hefur nú þar að auki verið kvik- mynduð. Myndin var frumsýrxl hér í Gautaborg á annan í jól- um við góðar undirtektir. En á saga prinsessunnar erindi til almennings? Höfundur svarar ekki þeirri spurningu. Hins veg- ar segist hann hafa fengið ákafa löngun til að leggja lið barátt- unni gegn krabbameini í Finn- landi og taldi sig helzt geta orðið að liði með pennanum. Með því að reyna að vinna gegn algerri útskúfun krabbameins- sjúklinga og draugadómi. Og vissulega getur bókin hjálpað krabbameinssjúklingum til að fá trú á sjálfan sig að nýju, aukið baráttuþrek og lífsvilja. Auta þess sýnir bókin mjög áþreifan- legt dæmi um áhrif hugar og tilfinninga á líkamann. I>rátt fyrir alla þekkingu mannkynsina á mörgum sviðum þá erum við sorglega fáfróð um einíhvem þýðingarmesta þátt mannlegs lífs: um eðli hugsunar og til- fininga. Þrátt fyrir mismunandl skoðanir á efni og anda hljóta flestir að viðurkenna að hugur og tilfinning búi yfir duidum eða að minnsta kosti óþekktum mætti, sem við kunnum ennþá ekki að hagnýta okkur nema þá ósjálfrátt. Bókin um prinsessuna sýnir okkur eitt dæmi (að vísu torskilið) um áhrifanvátt þessa óþekkta afls. Og það er ekki einskis virði. Hins vegar verð ég að játa að mér þykir ósmekta legt af höfundi að halda ál'ram að nota kraftaverk prinsessunn- ar sér til lífsviðurværis. Hann h-efur nefnilega nýlega sent frá sér sjöttu bók sína. Hún heitir Prinsinn og fjallar um son þeirra hjóna. Um íslenzkan búning Prinsess unnar er það að segja að mér þykir þýðing Rögnu Ragnars helzt til snöggsoðin eins og hún væri unnin á skömmum tíma. Koma þar við sögu hæpin orða- sambönd og á stöku stað mis- skilningur á merkingu orða. Gautabong 29. des. 1966 Njörísr F. Njartvik. Skrifstofuhúsnæði óskast fyrir verkfræðiskrifstofu, 2 herb. alls um 30 ferm. koma til greina. REIKNITÆKNI OG FORSKRIFTIR Súni 31321. Til sölu við Álfheiina 6 herb. vönduð íbúð á 1. hæð 150 ferm. Teppi á gólfum, sér inngangur og hiti (hitaveita). 9 metra langur bílskúr. Frágegngin lóð. Laus 10. febrúar. Upplýsingar í síma 33753. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.