Morgunblaðið - 08.01.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1967, Blaðsíða 17
MORGTJNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR ÍSCT. 17 Foringjaskipti varnarliðsins f Skiljanlegt er að menn greini á um nauðsyn þess að hafa er- lent varnarlið í landinu. Af feng- inni reyns'lu hefur , mikill meiri- hluti íslendinga sannfaerzt um það, að eins ag nú Ihorfir tjáir ekki að hafa ísland varnarlaust, fremur en önnur þjóðlönd. Enn hefur það lítinn sem engan byr hlotið, að landsmenn taki sjálfir a'ð sér varnirnar. Er þá ekki um annað úrræði að velja en að hafa hér erlent vamarlið. Á með an svo er, hiijóta allir góðvilj- aðir menn að óska þess, að af dvöl iþess leiði sem fæst vand- kvæði. Auðvitað verður aldrei (hjá því komizt, að einhverjir örðugleikar verði af lausn varn- armálanna, hver sem bún er. Mjög mikið veltur þess vegna á því, að hæfir menn veljist tii atjórnar varnarliðsins. Má segja, að þar þurfi á frálbærum mönn- ! um að halda, svo óvenjiuieg úr- tausnarefni sem hér eru að !REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. jan. ýms'U leyti. Um flesta æðstu yf- irmenn liðsins er sannmæli, að þeir hlafi verið vanda sínum vaxnir. Á engan hinna er hallað, þótt fullyrt sé, að Ralpfti Wey- mouth fflotaforingi, sem nú er á förum héðan, sé þeirra fremst- ur. Þegar hann var gerður að flotaforingja — admiral — áður en hann kom hingað. var hann hinn yngsti í þeirri stétt í heima- »andi sínu. í störfum sínum hér hefur hann sýnt röskleika, ein- urð og stjórnsemi ásamt lipurð og skilningi á íslenzkum aðstæð- um. Hann og hans ágæta kona, •em er frönsk að uppruna, eiga átta börn og hafa sex þeirra dvalið hér hjá þeim að staðaldri. f>au hafa á tveggja ára tímaíbifli farið víðar um landið og kynnzt þvtí betur dn fflestir heimamenn gera á iangri ævi. Það er rétt, «em kunnugur maður sagði, að úrslitaástæða til þess, að Wey- mouth flotaioringja hefur tekizt •vo vel sem raun ber vitni er sú, að til vfðfbótar ágæfcum hæfideik- um kemur sönn vinátta til lands og þjóðar. Hverjir eru að yameríkaníserast6? ( Aðalhættan af dval hins banda ííska varnarliðs á íslandi er af ýmsum sögð vena sú, að íslend- ingar séu að „aimeníkaníserast.“ . Á þessu er látlaust hamrað af iitlum hópi hérlendna manna og undir það er tekið af nokkrum útlendingum, eihum á Norður- Jöndum, sem láta sér tátt um norræna menningu en þekkja lítt til hér á landi. Nú er því sízt •ð neita, að á íslandi hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum ©g skoðunum manna eftir að ein- angrun landsins laulk. Um ein- angrunina átti vi’ð hið forn- kveðna, að fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Hún átti sinn þátt í að varðveita íslenzka tungu og halda við minningunni um þúsunda ára gamla menningu, en sjálf hafði einangrunin nær gengið af þjóð- inni dauðri. Það er og vissulega rétt, sem Ásmundur Sveinsson myndhöggvari sagði í mjög •kemmtilegum sjónvarpsþætti á dlögunum, að fornritin urðu ekki til vegna einangrunar heldur vegna þess, að ísflendingar þekktu þá gjörla til menningar vfðsvegar í Norðurálfu vegna ; ferðalaga og dvalar þar. Ein- angrunin er nú úr sögunni. Við því verður ekiki gert, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ðvöl erlendra manna hér í landi, »ð visu mjög misjafnlega margra, mú nokkuð á þriðja áratug, hef- «r kennt þjóðinni nauðsynflega varúð vegna hinna breyttu við- korfa. Hennar vegna Skiljum við hætturnar betur en ella, svo að við etium stöðugt á verði um að láta ekki gleypa okkur. Hið nor- ræna sjónvarp á gamlárskvöld varð holl kennslustund í þessu. Eftir þá kynningu hijóta marg- ir áð spyrja, hverjir séu í raun og veru í mestri hættu um að „amerikaníserast.“ Þeim sem kunnugir eru á hinum Norður- lönduinum kom það engan veg- inn á óvart, að sú hætta er víða 'bersýnilega meiri en hér. Hjartað það var gott Svo er að sjá sem Magnús Kjartansson hafi orðið sérlega móðgaður út af því, að Bjarni Benediktsson talaði í áramóta- grein sinni 'bér í blaðinu um það „glórulausa ofetæki“, sem lýsti sér í því að ása'ka rikisstjórnina fyrir, að hún stefndi að því að skapa atvinnuleysi í því skyni að útvega nægan mannafla til álbræðslunnar. Sársaukafull gremja Magnúsar ber vitni meiri viðkvæmni en hann vill láta aðra vita, að hann búi yfir. Magnús vill líta út sem mikil byltingarhetja. Þess vegna gerir hanin sér far um að hafa í frammi gífuryrði og hót- anir ásamt þvá sem hann beitir ritleikni sinni til að útmáfla illt innræti andstæðinga sinna. Bylt- ingahamurinn fer Magnúsi þó ekki miklu betur en dýrinu, sem hélt, að það væri orðið fljón, þegar það skreið undir Ijóns- húð. Magnús vantar hvorki vilj- ann né getuna til að hafa hátt, en þegar á reynir, þá er þa’ð 'hjiartað, viðkvæmnin, sem stjórn ar gerðum hans. Um Svein dúfu var sagt: „— lélegt þótti höfuð hans, en hjiartað það var gott.“ Það á Síður en svo við um Magnús Kjartansson, að höfuð ‘hans sé ‘lélegt. Hitt er meira en líklegt, að hjarta (hans sé svo gott, að það geri hann liðónýtan byltingaforingja. „Þurfum sannar- lega ekki að blygð- ast okkar44 Þó að Magrnús Kjartansson vilji spmast allra manna grimm- astur og harðskeyttastur, er hann trúlega borgaralega sinnáðasti maður af öllum þeim, er niú hafa skipti af íslenzkum stjórnmálum. Næst séra Gunnari Árnasyni, rit- sbjóra Kirkjuritsins, er hann, eins og skrif sýna, tví- mælailaust biblíufróðastur allra ritstjóra og blaðamanna þessarar kynslóðar. Hin helga bók ihefur ekki einungis mótað rithátt hans faeldur og allt hugarfar. Þegar Magnús gáir ekki að sér, þá kem ur í ljós, að hann er oft með óiíkindum sanngjam. Binar Ol- geirsson bilar á því, að greind- in gerir hionum ómögulegt enda- laust að segja tóma vitleysu. Þess vegna afsannar hann venju flega fyrir lok sinnar löngu ræðu megihhluta þess, er hann ætlaði sér að halda fram. Hjá Magnúsi er það hjartalagið, meðfædd sanngirni, sem knýr hann öðru hvoru tál játninga, er ómerkja áratuga byltinga-áróður. Hann hefur eytt langmesbum hluta starfsævi sinnar til að svívirðe lislenzkt þjóðskipulag. En enginn hefur gefið því ibetri vitnisburð en einmitt hann á Alþmgi hinn 15. des. 1966, þegar hann sagði: „Við þurfum sannarlega ekki að blygðast okkur í samanburði við aðra fyrix þá efnahagsþró- un, sem hér hefur orðið á und- anförnum áratugum. Og efna- hagslega séð erum við ibetur fær ir tifl þess en nokkru sinni fyrr að ráðast í ný verkefni." Engum stuðningsmönmum lýð- ræiðs og frjáls framtaks hefur í tveimur setningum tekizt betur að lýsa árangri stefnu sinnar en andstæðingi þeirra, Magnúsi, tókst að þessu simni. Þarna er þjappað saman meginkjarna þess, sem verjendur íslenzks þjóð skipulags hafa haldið fram: Við þurfum sannarlega ekki að blygð ast okkar fyrir efnahagsþróun- ina hér að undanförnu. Enginn efast um, að ör þróun hefur orð- ið víðar. En fórninnar, sem við höfum þurft að færa hennar vegna eru smáræði miðáð við það, sem vdðast annars staðar hef ur orðið, t.d. í Sovétríkjunum, þar sem óumdeilt er, að millijón- um, ef ekki milljónatugum manina var „gereytt" tifl að koma kommúmismanum á. Þrátt fyrir al'lar þær fórnir, hefur þar í landi þó gengið rtiun hægar en hér að bæta kjör almennings. „Búksorgir ekki eins nærgöngular46 Að vísu getur það alfla hent, að þeir tali af sér og segi ann- að en þeim raunverulega býr í brjósti. En hin, ef svo má segja, biblíulega sanngirni ritstj. Þjóðv., hefur oftar en í þetta skipti ó- merkt 'byltingarhjafl blaðs hans. Á gamlársdag lét Einar Olgeirs- son móðan mása á sfðum blaðs- ins og fjölyrti um allar þær bú- sifjar, siem ís'lenzk alþýða hefði orðið fyrir af vaildhöfunum og hvernig efnahagur þjóðardnnar væri nú komin að hruni ef ekki þegar í algerri auðn. Hinn sama dag skrifaði „m“ forystugreín I blaðið undir nafninu „Að horfa fram“. Segir þar m.a.: „Sumum kann að virðast það furðulegt verkefni að gefa út blað af 'hugsijón, starfrækja fyr- irtæíki sem vitað er a'ð muni verða rekið með reikningslegum halla, leggja á sig þungar byrð- ar til iþess að jafna þau met. Ekkert er fjær anda neyslu- þjóðfélags og lífsþæginda- græðg'i, því viðhorfi að meta allt til fjár, telja svokallaðan gróða algildan mælikvarða. Mörgum hættir einnig við því á tímum, þegar búksorgir eru ekki eins nærgönguiar og endranær að týna niður félagslegum viðhorf- um og hefja eftirsókn eftir vindi. En einstaklingar sem sökkva sér niður í því líka singirni fá áð sanna þá fornkveðnu speki að það stoðar litið að eignast heim- inn ef menn fyrirgera sálu sinni. Hverjum einstaiklingi sem vill lifa heilu og frjóu lífi er nauð- synlegt að eiga markmið, hug- sjónir, utan þrengstu einkahaga sinna, og leggja nokkuð í söl- unrar fyrir þær — að öðrum kosti deyja menn andlega langt fyrir aldur fram. Á sama hátt er hverju þjóðfélagi, sem ekki vill staðna nauðsynlegt að eiga Jvarð- snúið lfð þvillíkra vökumanna; annars getur tímabundin vel- sæld snúist í hnignun á skömm- um tíma.“ Víst er þarna vel að orði kom- ist og allir sjá hvert meginboð- skapurinn er sóttur, sá að það stoðar lítið að eignasfc heiminn, ef menn fyrirgera sálu sinni. Hugsun ritstjórans þegar hann sækir þessa tilvitnun í hina helgu bók, er þó enn eftirtekt- arverðari. Hún gengur lengra í að halda því fram, að íslending- ar 'haffl „eignast heiiminn“ en flestir aðrir mundu gera. Þvi fer og því miður fjarri, að búk- sor.gir séu úr sögunni hér á landi. Hitt er rétt, að þær eru nú „ekki eins nærgöngular og endra nær.“ Hagur almennings hefur aldrei verið neitt viðlíka góður sem nú og á hinum allra sf^ustu árum. Mikilsvert er, að fá viðurkenningu þessa frá ein- um gífuryrtasta gagnrýnanda núverandi stjórnarstefnu, og þó enn mikilsverðara, að þessi stað- reynd skuli vera svo rik í huga hionum, að hann telur þörf á eldlegri hvatningiu til sjálfs sín og annarra um að láta ekiki alla baráttu niður falLa vegna þess hversu afkoman sé orðin góð! Maðurinn, sem sér svart Út af fyrir sig er e.t.v. skilj- anlegt, að maður, sem er svona sanngjarn í eðli, bregðilst reiður iyið, þegar hann er sakaður um „glórulaust ofstæki" í öðrum ummællum sínum. Undir niðri veit hann ósköp vel, að þar er einungis um að ræ'ða hrinur, sem eiga að gefa til kynna, að eðli 'hains sé alit annað, en hann í raun og veru veit, að það s*. Rétt er að rifja það upp, að þegar Þjóðviljinn taldi „nið- urlægmgu" sjávarútvegs og iðn- aðar vera ríkiisstjórninni „kær- komið ástand“ til þess að út- vega nægilegt vinnuaffl til ál- bræðslu, þá taldi Bjarni Bene- diktsson skýringu á þvá „glóru- lausá ofstæki“, sem í slíkum ásök unum lýsti sér, vera þá, að þeir, sem þær bæru fram, væru haldn ir 'kommúnískri kreddutrú. Nú er komið á daginn, að það er ekki Þjóðviljinn einn, sem ber fram svo glórulausar ásakanir. Eysteinn Jónsson vill einnig í þessu ekki láta á sér standa um öfgar í samkeppni við komm- únista. f áramótagrein sdnni í Tímanum segir hann: „Á engu nýju hefur bólað svo teljandi sé, þegar frá er skilin álverksmiðja útlendinga í StraumS’VÚk. Er ætlunin að ’horfa aðgerðar- laust á það, að grundvöllur út- gerðarinnar haldi áfram að grotna sundur, til þess að losa vinnuafl í þess konar nýjungar? Margt af þvi sem sagt er og gert um þessar mundir gæti bent í þá átt, og ekki áðeins aðbúiv* aður að sjávarútvegi, hellur einnig iðnaði og landlbúnaði.“ Sjálfur sagði formaður Fram- sóknar fyrir rösku ári á Al'þingi, að þör'f mundi á að „folása þok- unni eittlhvað frá.“ Samkv. ræðu hans nú á fflokksafmælinu og áramótagreininni hefur honum þó enn sortnað fyrir augum. Fiskiskip og tertu- botnar Svartsýni Eysteins Jónssonar um þessar mundir er raunar auðskilin. Þrátt fyrir allt gortið út af úrslitum sveitarstjórnar- kosninganna á sl. vori, urðu Framsóknarmenn þá fyrir sárum vonbrigðum. Einn helzti maður flokksins, Helgi Bergs, hafði tal- áð í þá átt, að ef stjórnarfflokk- arnir misstu ekki meirihluba við Iþær kosningar, merkti það, að þingræði á íslandi félli á prófi! Framsóknanmönnum var ekki nóg, að stjórnarflokkarnir skyldu tapa meiritalutia, heldur ætlaði Framsókn sjálf að vinna svo á, að hiún hlyti ámóta mikið al- menningsfylgi og Sjálfstæðis- flokkurinn. Þetta átti að verða fyrir stórkostlegt fylgistap stjórn arflokkanna og upplausn Alþýðu bandalagsins. Úrslitin urðu þau, að Alþýðuflókkurinn vann á, Al- þýðuibandalagi'ð hélt velli og Sjálfstæðisfloflclkiurinn tapaði nokkru fylgi frá sveitarstj órna r- kosningunum 1962. f heild höfðu stjórnarfflokkarnir báðir saman milli 53 tii 54% af fylgi kjós- enda, og er það mun hærra hlut- falil en flestar stjórnir í vest- rænum lýðræðisríkjum styðjast við. Nú taflar Eysteinn Jónsson ekki svo mjög um fylgisþurrð stjórnarflokkanna meðal kjós- enda heldur um nauman meiri- hluta þeirra á Alþingi. Rétt er, að þar má litlu muna. Þar veldur mestu um skipting þingsins í deildir. Jafnframt því, sem Ey- steinn Jónsson byggir mú auðsjá- anlega allar sínar vonir á því, að þetta fyrirkomiulag geti orðið til þess, að fylgi meirihluta kjós- enda fái ekki ráðfð, hælist hann um yfir þeim nauma meirihlufca, sem stjórn Framsóknar og Al- þýðuflokks hafi stuðzt við á Al- þingi 1934, í fyrsta skipti þegar 'hann varð ráðherra. Þá réði hlut- kesti í Skagafirði úrsflitum. Sú stjórn ha.fði á meðal kjósenda ek'ki meira fylgi en 44—45%. Nú ibyggir Framsókn von sína á því, að þeir flokkar sem hafa rífleg- an meirihluta kjósenda hljóti þó e.t.v. ekki nægan meirihluta á Alþingi! Eystein Jónsson fýsir aftur til þeirra tíma, þegar 44 til 45% kjósenda höfðu öll ráð á þingi með þeim árangri, að 'hann sjálfur fjandskapaðist jafn mikið við kaup á fiskiskipum til landsins og á tertulbotnum nú. 'Spurning er, hvort hann skilur enn, a'ð ásfcæðan til þes-s að menn hafa efni á að kaupa sér tertu- 'botna er sú að ekki er lengur ‘hindrað að menn megi nota fé sitt til að kaupa fislkiskip.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.