Morgunblaðið - 08.01.1967, Blaðsíða 16
MORGtÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 1’967.
1«
Útgefandi:
F ra mkvæmdas tj óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigur'ður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjórn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
7.00 eintakið.
MILLILIÐAKOSTN-
AÐUR OG FRAM-
LEIÐSLA
Svíar taka upp
hægrihandar akstur
— frá og með 3.september nk.
— Heimssögulegur viðburður
T¥ér á landi hefur oft verið
mikið rætt um „milliliða-
gróða'* og hann talinn eiga
allt of mikinn þátt í fram-
leiðelukostnaði landsmanna.
Þessar umræður hafa oft og
einatt mótast meir af fullyrð-
ingum og sleggjudómum en
rökum og raunhæfum upp-
lýsingum.
Til þess að fá skorið úr
um það, hver sannleikurinn
væri í þessu máli fluttu sjö
þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins á Alþingi árið 1&56 þings
ályktunartillögu um rann-
sókn á milliliðakostnaði. Var
þessi tillaga samþykkt. jt
stórum dráttum var hún á
þá leið, að Alþingi ályktaði
að kjósa fimm manna nefnd,
sem hefði vald samkv. ákvæð
um 39. gr. stjómarskrárinn-
ar, til þess að rannsaka hvers
ksonar, mi 1 li li ðastarfsemi í
landinu í þeim tilgangi að
fá úr því skorið, hve mikinn
þátt sú starfsemi eigi í fram
leiðslu'kostnaði landsmanna.
Jafnframt skyldi rannsaka,
hvort og þá hvemig hægt sé
að lækka milliliðakostnað-
inn.
í til'lögunni var einnig lagt
til að nefndin skyldi leita
upplýsinga um hliðstæðan
milliliðakostnað í nálægum
löndum og gera sem nákvæm
asta samanburð á milliliða-
kostnaði hér og í þessum
löndum. í niðurlagi tillög-
unnar var svo lagt til að
nefndin hraðaði rannsókn
sinni eftir því sem við yrði
komið. Skyldi hún síðan gefa
næsta reglulegu Alþingi
skýrslu um störf sín, þótt
þeim yrði þá ekki lokið.
Nefndin var síðan kosin og
áttu sæti í henni fulltrúar
allra stjómmálaflokka. Safn
aði hún allmiklu af gögnum,
en skilaði aldrei nefndaráliti.
Vinstri stjómin var mynduð
sumarði 1956, en hún virtist
engan áhuga hafa á starfi
nefndarinnar. Þess vegna fór
sem fór, að ekkert nefndar-
álit kom fram.
'k
1 greinargerð þingsálykt-
unartillögu Sjálfstæðis-
manna, sem flutt var af al-
þingismönnunum Sigurði
Bjarnasyni, Magnúsi Jóns-
syni, Sigurði Ágústssyni,
Jóni Sigurðssyni, Kjartani J.
Jóhannssyni og Ingólfi Flyg-
enring, var m.a. komist að
orði á þessa leið:
„Því er einnig mjög haldið
fram, að hin bága aíkoma út-
flutningsframleiðslunnar
spretti af óhóflegum gróða
ýmiskonar milliliða, þarfra
og óþarfra, þessir milliliðir
valdi framleiðslunni stórkost-
legum auknum útgjöldum og
mergsjúgi hana á ýmsa lund.
Nauðsynlegt er að fá úr því
skorið, hvort þessu sé þannig
varið. Þjóðin má einskis láta
ófreistað til þess að bjarg-
ræðisvegir hennar séu reknir
á heilbrigðum og traustum
grundvelli. Ef það sannast, að
óþarfir milliliðir raki saman
fé á kostnað framleiðslunnar,
verður hiklaust að koma í
veg fyrir slíka fjárplógsstarf-
semi.
Með tillögu þessari er lagt
til að sérfróðum mönnum
verði falið að rannsaka þátt
milliliða í framleiðslukostn-
aði þjóðarinnar til lands og
sjávar, þannig að úr því fáist
skorið, hvort hann sé óhæfi-
lega mikill eða hlutfallslega
hærri en í nálægum löndum.
Er ætlast til, að nefndin afli
sér fylstu gagna um hliðstæð-
an milliliðakostnað, t.d. á
Norðurlöndum, Þýzkalandi og
Bretlandi, og geri sem ná-
kvæmastan samanburð á hon
um þar og hér. Yrði sá sam-
anburður birtur í álitsgerð
nefndarinnar".
k
Þannig lögðu þingmenn
Sjálfstæðisflokksins þetta
mál fyrir. Þeir vildu fá sann-
leikann á borðið, en ekki láta
sijta við sleggjudóma eina og
rakalausar fullyrðingar. En
það hlálega gerðist, eins og
áður er sagt að vinstri stjórn-
in hafði engan áhuga á um-
ræddri rannsókn á milliliða-
gróða. Þess vegna rann starf
nefndarinnar, sem skipuð /ar,
út í sandinn. En þótt svo færi
hefur þó ýmislegt áunnizt
með fyrrgreindri tillögu. Það
hefur sannazt að þeir sem
mest fjölyrtu um milliliða-
gróða höfðu lítinn eða engan
áhuga á að sannleikurinn
yrði leiddur í ljós. Þannig
hefur raunar oft farið þegar
brotið hefur verið til mergj-
ar hjal hinna svokölluðu
vinstri flokka um einstök
þjóðfélagsmál. En þjóðin þarf
ekki að fara í neinar grafgöt-
ur um það, hver afstaða Sjálf
stæðismanna var og er í þess-
um efnum. Sú afstaða kemur
greinilega fram í greinargerð
fyrrgreindrar tillögu og yfir-
lýsingum leiðtoga flokksins
fyrr og síðar. Sjálfstæðis-
MESTI alþjóðlegi nmferðar-
viðburðurinn á þessu ári er
hiklaust sá, er Svíar taka upp
hægrihandarakstur hinn 3.
september. Þann dag nefna
þeir H-dag: hægri-dag.
Aldrei fyrr á tímum vélvæð-
ingarinnar hefur ein þjóð,
sem býr við jafn háþróað um-
ferðarkerfi (næst á eftir
Bandaríkjunum og Kanada)
tekið jafn örlagaríka ákvörð-
un. Málið snýst ekki ein-
göngu um umferðina sjálfa
heldur og það sem dýpra
iiggur: sálræn viðbrögð fólks,
aðlögunarhæfni þess.
Árið 1955 fór fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla um hvort
skipta skyldi yfir á hægri ak-
rein. Af þeim 89% kjósenda,
sem atkvæði greiddu, sagði
meirihlutinn nei. Nú aftur á
móti hefur fengizt naumur
meirihluti með hægri akstri
og hann dugði. Hinir eru
svartsýnir og líta með kvíða
fram til H-dagsins.
Enskir umferðarsérfræðing
ingar kalla þessa ákvörðun
Svía „dirfsku án fordæma".
Á hipn bóginn segja sænsku
sérfræðingarnir, að þetta sé
spor í áttina að því að sam-
hæfa sænska og samevrópska
lifnaðarhætti og einnig að út-
rýma þeirri hindrun, sem
verið hefur tíð orsök slysa,
bæði þegar Svíar hafa verið
erlendis og er erlendir ferða-
menn koma til Svíþjóðar.
Þeir kalla þetta „borgara-
Moskvu, 6. jan. — NTB
DAGBLAÐIÐ Trud, málgagn
sovézku alþýðusamtakanna, birt
ir í dag grein um ástandið í
Kína. Segir þar að Kína sé óska
land fyrir auðkýfinga og efna-
menn telja heilbrigða sam-
keppni í verzlun og viðskipt-
um beztu trygginguna fyrir
eðlilegri og góðri þjónustu-
starfsemi, hvort heldur er á
sviði viðskipta eða öðrum
þjóðfélagssviðum.
En það er nauðsynlegt að
óessi saga um rannsókn á
milliliðakostnaði sé rakin og
liggi fyrir, þannig að aknenn-
ingur í landinu viti hverjir
/að voru sem í raun og sann-
leika hindruðu að hún væri
framkvæmd og bæri tilætlað-
an árangur.
stríð“, stríð Svía til að sigrast
á sjálfum sér.
1 Svíþjóð er 1 bíll á hverja
3.5 íbúa. Könnun sem fram
fór í Svíþjóð og Danmörku
sannaði, að þótt helmingi
fleiri bifreiðar séu í notkun
1 Svíþjóð, eru slys í umferð-
inni ekki að öllum jafnaði
fleiri (hér eru ekki um hlut-
fallstölur að ræða.) Það er
haft fyrir satt, að Danir séu
manna varfærnastir við aksf-
ur, en Svíar séu allra þjóða
slyngastir ökumenn. Hér er
þó um mjög ólíkar kringum-
stæður að ræða í hvoru landi.
/ Forstöðumaður umferðar-
öryggisdeildar hægrihandar-
akstursnefndarinnar. G. Erik
Hallin stríðsráð, segir að
áhyggjurnar fari þverrandi
eftir því sem nær dregur H-
degi. Fram til síðasta dags
skal ekið á vinstri akrein og
sænskum ökumönnum er mjög
eindregið ráðið frá því að aka
í Danmörku í æfingarskyni.
Nefndin með langa nafnið
hefur haft í frammi mikinn
áróður með tilstuðlan blaða,
útvarps og sjónvarps til að
vekja ökumenn til vitundar
um ábyrgð sína, enginn skal
vera óafvitandi um hana,
þegar H-dagur rennur upp,
segir Hallin. Þeir hafa komið
á laggirnar velþjálfuðu lög-
regluliði og eiga aðgang að
þúsundum aðstoðarmanna.
Kostnaðurinn við skipting-
una nemur um 4800 milljón-,
um ísl. kr. Þennan kostnað
hagslegt Víti fyrir verkamenn.
Að sögn blaðsins voru á síðasta
ári 1,2 milljónir auðkýfinga í
Kína, og hafa þeir ekki orðið
fyrir barðinu á „menningarbylt-
ingunni."
Borgarastéttin lifir á því að
misnota verkalýðinn, segir blað-
ið. Auðmenn fá verulegar upp-
hæðir frá ríkinu í skaðabætur
fyrir þjóðnýttar og upptækar
eignir. Þessum bótagreiðslum
átti að Ijúka árið 1962, en þeim
var framlengt til 1966. Nú hefur
verið skýrt frá því, að bóta-
greiðslum verði haldið áfram
næstu tíu árin. Að sögn Trud
hafa margir auðmannanna
áhrifastöður hjá því opinbera.
Sem dæmi nefnir blaðið auð-
valdssinnann Liu Ne-i. Hann
starfar sem forstjóri verksmiðju
sem hann átti sjálfur áður í
Shanghai. Að launum hlýtur
hann tíföld verkamannalaun, eig
in einbýlishús og bifreið. Fyrir
eignir þær, sem gerðar voru
upptækar, fær hann bætur, er
greiða ökumenn, einungis
um 400 kr. á ári í 4-5 ár. Það
þykir ekki mikið í þvísa
landi. Nú standa yfir breyt-
ingar á 8000 strætisvögnum
og langferðabílum. Vega-
skiltum, aðvörunarmerkjum
af ýmsu tagi verður komið
fyrir um allt landið.
Hallin segir, að nefnd sín
beri hvað mestar áhyggjur
vegna hjólreiðamanna og fót-
gangandi fólks, það sé þetta
fólk, semt skapað geti mestu
hættuna sökum þess að
„vinstrihefðin“ sé mun ríkari
í því en ökumönnunum sjálf-
um.
Fyrsta mánuðinn eftir H-
dag verður hámarkshraði
minnkaður. Hann verður 30
km. í bæjum og borgum og
nágrenni þeirra. Úti á þjóð-
vegum verður hann 60 km.
eða rétt rúmlega það.
Hinn örlagaríka dag verð-
ur allur einkaakstur bannað-
ur frá því kl. 1 um nóttina
til kl. 6 um morguninn, í
sumum _ stórborgum nokkuð
lengur. Öll umferð á þjóðveg
um skal stanza kl. 5.45. Þar
eiga ökumenn að halda kyrru
fyrir í 10 mínútur og hafa út-
varpið opið til þess að fylgj-
ast með leiðbeiningum varð-
andi umferðina. Nákvæm-
lega kl. 5 skulu þeir aka var-
færnislega yfir á hinn helm-
ing vegarins, — og hægri-
handarakstur í Svíþjóð er
genginn í garð.
Það var af hernaðarástæð-
um, að Svíþjóð innleiddi
vinstri umferð á miðöldum.
Það var einfaldlega til að hafa
óvininn á hægri hönd. Það er
af friðsamlegum, framþróun-
ar- og samevrópskum orsök-
um að þeir skipta nú um.
Með þessu verður fylgzt í
gjörvöllum hinum siðmennt-
aða heimi sem sögulegum við
burði. Svíar hafa enga fyrir-
mynd í þessum efnum og
enga reynslu annarra þjóða
til að byggja á. Það er því
full ástæða til að óska þeim
farsæls nýs árs.
nema 450.000 yuan á árl. Á Liu
að hafa Ijóstrað því upp að það
væru ekki lengur verkamennirn
ir og kommúnistaflokkurinn,
sem stjórnuðu rekstrinum í
Shanghai, heldur -fyrrverandi
kapítalistar.
Frásögn blaðsins hefst á
skuggalegri lýsingu, sem minnir
á kjör þau, er rússnesk alþýða
bjó við fyrir byltinguna. Segir
þar, að verkamenn séu niður-
bugaðir af gífurlegri fátækt, og
að Mao Tse-tung og sveinar
hans hafi í hyggju að rýra enn
kjör verkamannanna. Vísar Trud
í frásögn kínversks blaðs þar
sem sagt sé að þessi lífskjör séu
nauðsynleg vegna þess að Kín-
verjar verði að vera viðbúnir
styrjöld og öðru böli.
Launakjör í Kína eru þau
sömu og voru árið 1956, segir
Trud. Meðallaun eru um 50—60
yuan á mánuði, og margir verka-
menn verða að láta sér nægja
20—40 yuan. Samkvæmt opin-
berri gengisskráningu eru sjö
yuan í sterlingspundi. Af því
leiðir að 60 yuan eru um 1.020
krónur (ísl.), og 20 yuan utn
340 kr.
Trud heldur því fram að fram
fæði þriggja manna fjölskyldu
í Peking kosti 59—60 yuan á
mánuði, og að Kínverjar hafi
nú — vegna „menningarbylting-
arinnar" — fengið boð um að
borða minna. Eina leiðin fyrir
Verkamann til að fá aukagreiðsl-
ur er að skara fram úr í þekk-
ingu á hugsunum Maos, segir
Trud að lokum.
Sovésk lýsing á
eymdinni í Kína
Málgagn sovézku alþýðusamtakanna
segir Kína óskaland auðkýfinga