Morgunblaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1967.
Sjóðsstofnun, sem mun styrkja
og efla norrænt menningarstarf
Á FUNDI menntamálaráð-
herra Norðurlanda, sem hald
inn var í Kaupmannahöfn 3.
október sl., undirrituðu þeir
samning um Menningarsjóð
Norðurlanda, en tilgangur
hans er fyrst og fremst að
styrkja og efla norrænt menn
ingarstarf í heild. Hér er um
merkan menningarviðburð
að ræða og birtir Morgun-
blaðið því samninginn hér í
heild sinni:
„Ríkisstjórnir Danmerkur, Finn
lands, íslands, Noregs og Sví-
þjóCar, sem telja það mikilvægt
að menningarsamstarf Norður-
landa aukist enn og eflist, hafa
með tilvísun til samkomulags
þess um samstarf þessara landa,
sem gert var hinn 23. marz 1962,
og ályktunar Norðurlandaráðs,
nr. 26/65 um norrænan menning
arsjóð, komið sér saman um að
stofna sameiginlegan menningar
sjóð þeirra og orðið þá sammála
um eftirfarandi atriði:
Tilgangur o. fl.
1. gr.
Tilgangur Menningarsjóðs Norð
urlanda er að efla menningar-
samstarf Norðurlanda.
2. gr.
Starfssvið sjóðsins tekur yfir
norrænt menningarsamstarf í
heild. Fé má því veita úr sjóðn-
um til verkefna á sviði vísinda,
menntunar og alþýðufræðslu, svo
og bókmennta, tónlistar, mynd-
listar, kvikmynda og annarra list
greina.
3. gr.
Veita má styrki úr sjónum til:
a) norrænna verkefna, sem stofn
að er til í eitt skipti, svo sem
sýninga, útgáfu, ráðstefnu-
halds, námskeiða og um-
ræðufunda
b) norrænna verkefna, sem var
anlegri eru ,og þá í tilrauna-
skyni í takmarkaðan tíma,
sem stjóm sjóðsins ákveður,
c) kannanna og nefndarstarfa
varðandi norræn málefni og
d) upplýsingastarfsemi á Norð-
urlöndum eða utan þeirra
varðandi norrænt menningar-
Atvinna
Vélainnflytjandi óskar að ráða ungan,
reglusaman mann til standsetningar nýrra
véla og eftirlits véla eftir sölu. — Til greina
kemur aðeins vélvirki, bifvélavirki eða mað
samstarf og norræna menn-
ingu.
4. gr.
Eigi má veita styrki úr sjóðn-
um til verkefna, sem varða færri
en þrjár Norðurlandaþjóðir,
nema sérstakar ástæður séu til.
Fé sjóðsins
5. gr.
Greiða skal árlega í sjóðinn
fjárhæð, er nema samtals þrem
ur milljónum danskra króna, og
leggja Norðurlandaríkin þetta fé
til, hvert, að tiltölu við fólks-
fjölda, þannig að Danmörk legg
ur fram 23 af hundraði, Finn-
land 22 af hundraði íslands 1 af
hundraði, Noregur 17 af hundr-
aði og Svíþjóð 37 af hundraði af
fyrrgreindri upphæð.
6. gr.
Fé það, sem greitt hefur verið
í sjóðinn, er til umráða fyrir
sjóðinn einnig eftir lok þess árs,
er greiðslan fór fram.
7. gr.
Sjóðnum er heimilt að taka við
eignum, sem honum eru gefnar
eða ánafnaðar í arfleiðsluskrá,
enda fylgi ekki neitt það skil-
yrði, sem ósamrýmanlegt er til-
gangi sjóðsins.
Sjórn sjóðsins.
8. gr.
Sjóðsstjórn annast fjárreiður
sjóðsins, úthlutar fé hans og
stjórnar starfsemi hans að öðru
leytL Stjórnin ákveður einnig
um viðtoku gjafar eða arfleiðslu-
skrár, svo og hversu ávaxta skuli
fé sjóðsins.
Stjórnin er skipuð tíu mönn-
um. Fimm þeirra skipar Norð-
urlandaráð, einn frá hverju
landi. Hinir eru skipaðir af
hverri ríkisstjórn. Á sama hátt
er skipaður persónulegur vara-
maður fyrir hvern stjórnar-
mann.
Stjórnarmenn og varamenn
þeirra eru skipaðir til tveggja
almanaksára í senn. Láti stjórn-
armaðúr eða varamaður af
starfi áður en skipunartímabili
hans er lokið skal skipa eftir-
mann hans til loka skipunar-
tímabilsins.
Stjórnin kýs úr sínum hópi
formann og varaformann til eins
almanaksárs í senn. Stjórnarfor-
maður skal vera frá sama landi
í tvö ár samfleytt.
9. gr.
Stjórnarfundur er ályktunar-
fær, þegar formaður eða vara-
formaður og eigi færri en sex
aðrir stjórnarmenn eru viðstadd-
L
Afl atkvæða ræður úrslitum
mála á stjórnarfundi, en séu at-
kvæði jöfn, ræður atkvæði for-
manns. Eigi má þó ákveða fjár-
veitingu úr sjóðnum, ef báðir
fulltrúar einhvers landsins eru
andvígir henni.
10. gr.
Sjóðsstjórnin nýtur aðstoðar
Norrænu menningarmálanefnd-
V erzluiiarhúsnæði
60—100 ferm. verzlunarhúsnæðí óskast. —
Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 21. janúar nk.,
merkt: „8714“,
ur með reynslu í viðhaldi véla. —
Tilboð, merkt: „8825“ sendist afgr. Mbl.
sem fyrst.
Byggingarlóð til sölu
Af sérstökum ástæðum er til sölu eignarlóð undir
einbýlishús á góðum stað í suðvesturhluta borgar-
innar. Lóðin liggur að sjó. Hefja má byggingu á
léðinni þegar í stað.
VAGN E. JÓNSSON
GUNNAR M. GUÐMUNDSSON
bæstaréttarlögmenn.
Austurstræti 9 — Símar 21400 og 14400.
Lönguhlíð.
Milli Miklubrautar og Barmahlíöar.
Bókasafnarar
Sjaldgæfar bækur í góðu ástandi til sölu. —
Listhafendur leggi nöfn sín til afgr. Mbl., merkt:
„Bækur — 8677“
Fræsari
Tréfræsari óskast til kaups. — Má vera frekar
lítill. — Upplýsingar í síma 33590.
Til kaups óskast
Veðskuldabréf
Fasteignatryggð. Tilboð sendist afgr. Mbl.
fyrir nk. fimmtudag, merkt: „Hagkvæm
viðskipti — 8720“.
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, verða bif-
reiðirnar Y-407, Y-782, Y-1448 og Y-1521, seldar á
opinberu uppboði, sem haldið verður við Félagsheim
ili Kópavogs við Neðstutröð í dag, þriðjudaginn
17. janúar 1967 kl. 15,00.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
arinnar, sem er henni til ráðu-
neytis og hefur tiliögurétt.
11. gr.
Ef þörf gerist, er stjórninni
heimilt að leita álits sérfræð-
inga um máL
12. gr.
Stjórnin má ráða sér ritara og
annað starfslið eftir þörfum og
ákveða starfsliðinu laun.
13. gr.
Ferðakostnað og dagpeninga
stjórnarmanna og starfsUðs, er
reikna skal samkvæmt reglum,
er stjórnin setur, svo og þókn-
un, er stjórnin ákveður sérfræð-
ingum, og annan kostnað vegna
starfs stjórnarinnar og umsýslu
sjóðsins, skal greiða af fé sjóðs-
ins.
Aðsetur stjórnarinnar er í þvl
landi sem formaður sjóðsstjórn-
ar er fulltrúi fyrir.
15. gr.
Stjórnin setur sér starfsreglur
með nánari ákvæðum um starf-
ið.
Reikningsskil og endurskoðun.
16. gr.
Almanaksárið er reikningsár
sjóðsins.
17. gr.
Norðurlandaráð kýs tvo end—
urskoðendur og varamenn til
tveggja reikningsára í senn til
að endurskoða fjárgæzlu sjóðs-
ins og reikninga hans.
18. gr.
Sjóðsstjórnin skal árlega eigi
síðar en hinn 15. febrúar af-
henda endurskoðendum skýrslu
um starf sitt á næstliðnu alm-
anaksári ásamt reikningum.
Endurskoðendurnir eiga að skila
stjórninni endurskoðunarskýrslu
sinni eigi síðar en hinn 15. marz.
19. gr.
Skýrslur stjórnar og endur-
skoðenda skulu eigi síðar en hinn
1. apríl afhentar ríkisstjórnun-
um og Norðurlandaráði. Norð-
urlandaráð tekur ákvörðun um
samþykkt reikninga sjóðsins.
Lokaákvæði.
20. gr.
Samning þennan skal fullgilda
og senda fullgildingarskjöl hið
fyrsta til varðveizlu í utanríkis-
ráðuneyti Danmerkur.
Samningurinn tekur gildi
fyrsta dag þess mánaðar, sem
næstur hefst eftir þann dag, er
fullgildingarskjöl allra samnings
aðila hafa borizt. Ákvæðum
samningsins má þó beita tfl
bráðabirgða frá og með 1. janú-
ar og með 30. júní 1967.
21. gr.
Vilji einhver samningsaðila
segja samningnum upp, skal
skrifleg tilkynning um það send
dönsku stjórninni, er þegar í stað
skal tilkynna þetta hinum samn
ingsaðilunum og hvaða dag upp-
sagnartilkynningin hafi borizt.
Samningurinn gengur úr gildl
frá og með byrjun þess almanaks
árs, sem næst hefst eftir upp-
sögnina, hafi uppsagnartilkynn-
ingin borizt dönsku stjórninni
eigi síðar en 30. júní, en að öðr-
um kosti frá byrjun næsta alm-
anaksárs þar á eftir.
•Þegar samningurinn er geng-
inn úr gildi, skal skipta eignurn
sjóðsins og skuldum milli samn-
ingsaðila í því hlutfalli, sem
greinir í 5. grein.
Saroningurinn skal varðveitt-
ur í utanríkisráðuneyti Danmerk
ur og danska utanrikisráðuneyt-
ið skal senda hverjum aðila stað
fest afrit. Til staðfestingar þessu
hafa undirritaðir fulltrúar, sem
til þess hafa umboðsskrifað
undir þennan samning.
Gert í Kaupmannahöfn hinn
þriðja október nítján hundruð
sextíu og sex í einu eintaki á
dönsku.
K. B. Andersen (sign.)
Ele Alenius (sign.)
Gylfi Gíslason (sign.)
Henrik Bargem (sign.)
’tagnar Erlendsson (sign)“