Morgunblaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.01.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR il' JANÚAR f<*7. I ‘ lyd ia f Effir | £. V. Cunningham { gjöf, og þú segir, að Sar'bine baái drepið þennan gamla mann vegna peninga, og mundi hafa myrt mig, og þessi maður þarna Jét iífið í járnbrautargöngunum vegna peninga, og þú situr hérna, vegna þess, að þú hefur von um peninga fyrir það — æ, ég er orðin svo dauðþreytt á þessu öllu saman, Harvey, að ég ætla alveg að fara að gubba. Sástu, hvar kvennaherbergið var, Harvey? — Það er úti í ganginum. fcg skal fylgja þér þangað. — Út í kvennaklósettið? sagði hún og glotti. — Nei, bíddu held ur hérna, Harvey, ég kem strax aftur. — Peninga? — Það fór hrollur um hana. Hún var þreytt og úttauguð stúlka, sem hafði horft á þetta vandlega byggða spilahús sitt hrynja í grunn, en samt var eitt hvað dáeamlegt og aðdáunarvert og dugnaðarlegt í fari hennar. En jafnframt sá hann, að Uf bennar mundi aldrei geta gengið etfir venjulegum, rólegum eða fyrirsjáanlegum leiðum. Hún mundi halda áfram að sökkva bílum í botnlausar tjarnir, berj ast við vindmyllur, hefna sín á vondum mönnum, eins og lestr- arefni hennar í benrsku hafði kennt henni, ráðgera hlægilega „fullkomna“ glæpi, leika krakka leiki með bjánalegum suðræn- um málhreim — en aldrei ánægð með að kaupa hlutina aðlilegu verði. En nú minnti hún mig á, að meðal vissra stétta væri það sið ur herrans, þegar daman viki sér afsíðis, að stinga fimmtíu dölum í veskið hennar. — Fyrir vikaskildinga og þessháttar, sagði hún til skýringar. — >ú ert svo fjandans nízkur, Harvey, sagði hún lágt. — Ég kem strax aftur. Láttu þá ekki taka glasið mitt frá mér. Ég sat eftir við borðið og lagði saman tvo og tvo, og veUi því fyrir mér, hversu mikið ég ætti að gefa Lydiu af fundarlaunun- um. Ég veiti þessu og velti í hug anum, þangað til allt í einu, að mér varð litið á úrið mitt og sá, að Lydia var búin ag vera stund arfjórðung í burtu og ekki kom- in ena. 9. kafli. Meðan ég var að bíða eftir reikningnum, fór taugaóst.yrkur inn hjá mér vaxandi. Nú voru komnar tuttugu mínútur. Ég gekk út I ganginn og þar var hún ekki, og ég kallaði í herbergið hennar, en fékk ekkert svar. Skelton-hótelið var ekki sér- lega fínt, heldur eitt þessara mið lungs-gistrhúsa, sem hafa sæmi- lega aðsókn, af því að þau halda verðlaginu niðri, og þau bera sig með því að spara á öllum sviðum, þar sem sparað verður. Gangurinn hafði enn dálítið af sínum upprunalegu fínheitum, svo sem marmaragólf, látúns- skraut og dýr setustofuhúsgögn, en á þessum tima, rétt eftir mið nættið, var þar enginn sála að undanteknum þunnháerðum ung um manni, sem var að dreyma frá sér æskuna yfir eintaki af NEWS. Hann varð önugur þegar ég óskaði upplýsinga. Ég mundi vilja halda því fram, að átta af hverjum tíu svona afgreiðslu- manna í gistihúsum, væru rell- óttar, kúgaðar skepnur sem fyrt ast ef hattur dettur á gólfið. — Ég hef nú ekki alltaf aug- un á "kvennaherberginu, sagði hann. — Það er hvorki vani minn né skylda. Hlið við hlið beint andspænis honum, voru tvær hurðir. Á annarri stóð KARLAR, en á hinni, sem var til hægri við hana, KONUR. — Ég sé nú ekki, hvernig þér gætuð komizt hjá því, sagði ég. — Ef stúlkan yðar er þar inni, hlýtur hún að koma út aftur. Það gera þær allar. Hún getur hvorki búið þar né borðað. Og þá ekki sofið. — Þér eruð fjandans hjálpleg ur, er það ekki? Er nokkur um- sjónarmaður hér nokkurs staðar nærri? — Þetta er nú ekki Waldorff, kall minn. — Þésr skuluð hvorki kaRa mig „kall minn“ né reyna að vera fyndinn. Ég hef nú lítið verið í áflogum um dagana, en það þýðir ekki sama sem ég gæti ekki byrjað á því, og þá ekki sízt við svona horaðan, ves- ældarlegan væskil, sem mér væri ánægja að þurrka gólfið með. — Gott og vel, bara rólegur, sagði afgreiðslumaðurinn. — Þér megið ekki springa í Joft upp þó að ég tæki ekki eftir stúlkunni yðar. Það er ekki mér að kenna. í sama bili opnuðust dyrnar á einni lyftunni og afgreiðslu- maðurinn hóaði í lyftumanninn. — Franky, hérna er náungi, sem missti stúlkuna sína frá sér fyrir svo sem klukkutíma og heldur því fram, að við séum að fela hana. Lyftumaðurinn horfði á mig, skuggalegur á svipinn, rétt sem snöggvast, en svo spurði hann mig, hvernig stúlkan hefði litið út. — Méðalhá, fremur grönn, dökkt hár, stuttklippt, vel vax- in, í kjól úr sirsi og með lága hæla. — Jú, hana sá ég. — Hvert fór hún? Hún fór inn í dömuherbergið og kom svo út aftur, og mér fannst hún ekki líta vel út, og þegar þær líta svo illa út, þarf ég stundum að þurrka upp, svo að ég sagði (við hana, að hún mundi hafa gott af að fá sér frískt loft, svo að hún gekk út um hverfidyrnar, en rétt fyrir utan voru tveir kallar, sem tók-u sinn undir hvorn handlegg á fienni og settu hana inn í bíl. Já, svona var það. Hún brauzt eitt- hvað um, eða svoleiðis. Ég veit ekkert, hvort þetta voru ein- hverjir kunningjar hennar, eða BIFVELAVIRKJAR Dagana 17. — 26. febrúar verður haldin sýning í Kaupmannahöfn á bifreiða- verkstæðum og áhöldum til viðgerða á bílum. Sýna þar allir helztu fram- leiðendur í þessum iðnaði framleiðslu sína þ. e. áhöld, varahluti, mæli- tæki og önnur hjálpartæki auk bílanna sjálfra. Sýningin er haldin í Forum á 9000 fermetra gólffletL Við munum efna til ferðar til Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar 15. — 23. febrúar n.k og er flogið báðar leiðir. í Svíþjóð skoð- um við verksmiðjur SAAB (Troll háttan og Gautaborg) og Volvo (Gautaborg). í Danmörku verða skoðaðar verksmiðjur General Motors og Mercedes Benz auk sjálfrar sýningarinnar, Verð ferðarinnar er frá kr. 8.750.- og þá innifalið — allar ferðir, gistingar með morgunverði, farar- stjórn og söluskattur. Þátttaka óskast tilkynnt sem fyrst í síma 24314, þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður. FEKÐASKKIFSTOFAINI LðlMD & LEIÐIR ÍXf.i'.lí.1'“ Aðalstræti 8 — Sími 24314 — 24315. hvað þelr voru. Og svo óku þeir burt. Við erum í New York, kall minn, og þar getur nú gerzt sitt af hverju. — Já, heldur betur. Og þú ert borgari, kunningi. Bærileg- ur skáti. Fjandinn hirði þig! Hann þaut upp og gerði sig vígalegan. Við mig gat hann þor að að vera hugaður, og nú spurði hann, hvað ég vildi. — Ég hefði kanski átt að leggja í þessa dólga? Til hvers? Til þess að fá afreksmerki fyrir það? Ég gaf honum allnákvæma lýsingu á sjálfum honum, en hann glotti bara bjánalega, en var þó eitthvað órólegur. — Það er ekki sunnudagur í dag, sagði hann. — Ef þig langar að pre- dika, þá er hérna kirkja neðar í götunni, sem stendur tóm. Ég gaf mér ekki tíma til að tala meira við hann. Tíminn rann eins og sandur milli fingr- anna á mér, og auk þess mátti ég skamma sjálfan mig fyrir bölvaða heimskuna. Ef ég þá fengi tækifæri til þess. En sá sem þessu stjórnaði var ekki van ur að lofa mönnum að reyna aft ur. Ég þaut út um þessar bölv- aðar dyr, og úti fyrir, þar sem bíll hafði staðið í níu skipti af hverjum tíu, var nú enginn. Ég sárbölvaði sjálfum mér, en eft- ir tíu mínútur gat ég loks nað í bíl, og þegar ég loks fleygði mér inn í hann, sneri ekillinn visnu gamalmennisandliti að mér. — 626, Park Avenue, sagði ég við hann. — Ef þú setur hraða- met, skaltu fá fimm dali auka- lega. Vot augu hans horfðu á mig með þolinmæði er hann svaraði: — Við erum stutt lifandi en lengi dauðir, sonur sæll. — Æ, í guðsbænum farðu nú ekki að predika. Stúl'kan min kann að vera að gefa upp önd- ina á þessari stundu. — Gott 'og vel ,sagði hann. — Við skulum komast þangað óskaddaðir og fljótt og vel. Hvar sagðirðu, að þetta væri? — Milli 65. og 66.-götu. — Gott og vel, sonur sæll. Sittu nú bara rólegur og láttu fara vel um þig. Hvíldu þig bara vel. Það þýddi ekkert að fara að æpa að honum, og heldur ekki að fara að segja honum, hvers- vegna ég þyrfti að flýta mér. Hann gat ekki flýtt sér, hvort sem var. Kannski voru í allri borginni fáeinir leigubílstjórar, sem er alveg fyrirmunað að flýta sér, og þá hafði ég lent á einum þeirra, og ef ég vildi ekki bara borga honum og reyna við annan, gat ég ekkert gert annað en taka þessu með þolinmæði og láta mér nægja að bölva honum í hljóði. Ég var nógu lengi að því að deyja hundrað sinnum, nógu lengi að hugsa um, hvað fyrir Lydiu gæti komið, en loks komum við nú samt á áfangastaðinn og ég borgaði gamla manninum, og hlustaði á hann geta þess, að hófsemi vaeri skilyrðið fyrir langlifL — Ekki of hart, ekki of hægt — ekki of mikið, ekki oí litjó. Það er vegurinn tfl farsældar, sonur sæll. Ég gerði enga tilraun titl að svara honum, en gekk yfir gang stéttina, þar sem dyravörðurinn og einn lyftumaðurinn voru J alvarlegum viðræðum. — Hver ræður hér húsura síðla nætur? spurði ég. — Það mundi nú vera ég, sagði dyravörðurinn. Hann var magur og pervisalegur maður, um hálfsjötugt. T Gæti ég talað við yður and artak? spurði ég og braut sam- an fimm dala seðil í lófanum og hélt honum þannig, að hann gæti séð upphæðina, og renndi honum svo í vasann á einkennis- búningnum hans svo að hann gæti verið viss um að hafa ha;\n. — Þú ert búinn að borga við- talið, sagði hann og dró mig innan í ganginn. Ég sýndi honum skilríki mín. Ég sagði honum frá Homer Clapp, sem ég kvað vera eins og fóstbróður minn. — Það breytir engu, hvað mig snertir, sagði hann. Sjálfur hét hann Mike Gamsey. — Ég veit nú ekki, hvað getur nokkru breytt hjá þér. Ég veit bara það eití, að ég þarf að fé lykilinn að í'búðinni hans Sar- bine. — Hvað þurfið þér, herra minn? — Þú heyrðir, hvað ég sagðL — Snáfaðu þá út. Eða á ég kannski að kalla á löggguna? Þú kemst ekki neitt með mig, svona skitinn tryggingaspæjari — og mér finnst þú furðu djarfur að fara að biðja mig um lykil. Hann ætlaði burt frá mér, en ég lagði arminn um axlirhar á honum og hélt aftur af honum. — Mike, sagði ég lágt. — Nú skal ég segja þér dálítið um sjálf an mig. Ég lít út fyrir að vera skikkanlegur náungi. Segðu mér .....hefurðu nokkurn tíma heyrt nefnt nokkuð, sem heitir karate? — Áttu við þessa japönsku glímu? — Rétt. Japönsk glíma er það. Drepur betur en nokkur byssa —- bezta morðaðferð, sem til er. Ég var í þessu í ellefu ár. í hern um skilurðu. Drap sextán menn með því — bara eitt högg með handarjaðrinum. Nú er ég með hægri handlegginn um þig, svo að þú skalt ekki hreyfa þig, Mike, ekki einu sinni brjótast um, því að þá brotnar á þér hálsinn eins og þurr grein. Reyndu það ekki, Mike. Þú hef- ur aldrei á ævinni verið nær dauðanum en núna. Og veiztu, hvers vegna ég mundi ekki hika við að drepa þig? — Hversvegna? stundi hann upp vesældarlega. — Af því að stúlkan mín er þarna uppi í íbúðinni hans Sar- bine ásamt tveimur dólgum, sem ætla að drepa hana. Svo að þú gætir alveg eins verið feigur, Mike — því ekki það? — Æ, hafðu þig hægan í herr- ans nafni! — Sástu þau fara upp — Já. é« sá tU bein a. k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.