Morgunblaðið - 10.02.1967, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1967.
Tveir 15 ára drengir staðn-
ir að innbroti í Glaumbæ
Brotizt inn í skartgripaverzlun — II innbrot hafa verið framin
það sem af er þessari viku
BROTIZT var inn á f jórum stöð-
um í Reykjavík í fyrrinótt, og
hafa þá verið framin 11 inn-
brot í borginni það sem af er
þessari viku.
Vegfarandi, sem átti leið um
Amtmannsstíg snemma í gær-
morgun, veitti því athygli að dyr
á skartgripaverzlun að Amt-
mannsstíg 2 stóðu opnar. Gerði
hann lögreglunni viðvart, og kom
í ljós við rannsókn, að þar hafði
verið stolið níu hringum og háls-
menum af mismunandi gerð,
samtals að verðmæti 13-14 þús.
kr. Fjöldi skartgripa var í verzl-
uninni en þjófurinn hefur látið
sér nægja að láta greipar sópa
um fyrrnefnda muni. Ekki hef-
ur tekizt að hafa upp á þeim,
sem hér var að verki, en málið
er í rannsókn.
I>á var tilkynnt til lögreglunn-
ar sömú nótt, að þjófar væru á
ferli í veitingahúsinu Glaum'bæ.
Handtók lögreglan á staðnum tvo
15 ára gamla pilta. Við yfir-
heyrzlur í gærdag játuðu þessir
drengir, að þetta væri þriðja
innbrotið, sem þeir fremdu á
þessum sama stað. Hið fyrsta var
aðfaranótt 30. janúar, og voru
þeir fimm saman. Stálu þeir þá
12 flöskum af áfengi. Tíu dögum
síðar, eða aðfaranótt miðviku-
dags sl., lögðu tveir piltar úr
þessum hópi aftur leið sína í
Glaumbæ, og höfðu á brott með
sér 7 flöskur af áfengi. Loks foru
tveir þeirra aftur í fyrrinótt til
að verða sér út um meira vín,
en voru þá staðnir að verki, eins
og fyrr segir. Rannsóknarlögregl
an hefur haft upp á drengjun-
um þremur, sem aðild áttu að
fyrri innbrotunum tveimur.
Við yfirheyrzlur yfir piltunum
tveimur í gær kom í ljós að þeir
höfðu komið víðar við um nótt-
ina. Lögreglunni hafði verið til-
kynnt um innbrot í skóverzlun-
ina Rímu, en ekki varð séð að
neinu hafði verið stolið. Rann-
sóknarlögreglumennirnir veittu
því á hinn bóginn atihygli, þegar
fyrrgreinir piltar voru yfir-
heyrðir, að þeir voru á alveg nýj
um skóm. Játuðu þeir þá einn-
ig á sig, að hafa komið við í
Rímu til þess -að fá sér nýjan
skófatnað, áður en þeir brutust
inn í Glaumbæ.
Vöruskipti í des. hag-
stæð um 202.4 millj.
MORGUNBLAÐINU hafa borizt
bráðabirgðatölur frá Hagstofu
íslands um verðmæti útflutnings
og innflutnings í desembermán-
uði sl.
Þar segir m.a., að í desember
hafi verið flutt út fyrir 944.011
þús. kr. en samsvarandi tala í
desember 1965 var 835.370 þús.
kr. Verðmæti útflutnings í janú-
ar—desember námu 6.046.951
Sovétstjo'inin
selur borðbún-
nð Zaronnn
Lundúnum, 9. feb. AP.
Veizluborðbúnaður úr dýr-
asta postulíni. sem Rússakeis-
arar notuðu á sínum tíma verð
ur seldur á uppboði hjá
Christies í Lundúnum í marz
nk. Seljandinn er rikisstjórn
Sovétríkjanna. Borðbúnaður-
inn vegur um þrjú tonn og
samanstendur af 1742 munum.
Talsmaður uppboðsfyrirtækis
ins sagði, að borðbúnaðurinn
muni seljast á milli 30-50.000
pund sterlings. Ekki er vitað,
hvað réði þeirri ákvörðun
sovézku ríkisstjórnarinnar, að
selja þessa dýrgripi í Lund-
únum, en álitið er að Sovét-
menn muni innan skamms
selja á uppboði mörg máiverk
frönsku impressjónistanna og
hinna gömlu meistara.
þús. kr., en samsvarandi tala
1965 var 5.558.880 þús. kr.
í desember 1966 var flutt inn
fyrir 741.559 þús. kr., en heildar-
verðmæti innflutnings janúar—
desember nam 6.852.621 þús. kr.
í desember 1965 var flutt inn
fyrir 732.162 þús. kr. en heildar-
verðmæti innflutnings í janúar
—desember var 5.901.034 þús. kr.
Á sl. ári voru flutt inn skip og
flugvélar fyrir 554.7 milljónir
kr. Þar af fiskiskip fyrir 180.0
milljónir, önnur skip fyrir 83.4
milljónir og flugvélar fyrir 291.0
milljónir kr. Árið áður voru skip
og flugvélar flutt inn fyrir 583.7
milljónir kr., þar af fiskiskip fyr
ir 119.0 millj. kr., önnur skip fyr
ir 196.5 millj. og flugvélar fyrir
268.2 milljónir kr. f desember sl.
voru skip og flugvélar flutt inn
fyrir 166.1 milljón, en í des. árið
áður fyrir kr. 115.7 millj.
Vöruskiptajöfnuðurinn í des-
ember 1966 var hagstæður um
kr. 202.452 þús., en var á sama
tíma árið áður hagstæður um
103.208 þús. Á hinn bóginn var
vöruskipajöfnuðurinn janúar—
desember á sl. ári óhagstæður
um 805.670 þús. kr., en var árið
áður á sama tímabili óhagstæð-
ur um 342.154 þús. kr.
Leiðrétting
SÚ prentvilla kom fram í frá-
sögn af þriðja banaslysinu í
Reykjavík í gær, að þar stóð að
hin látna kona, Jónína Ragnhild-
ur Jónsdóttir, hefði verið 75 ára
að aldri, en átti að vera 72 ára.
Upp úr hádeginu var sunn-
an hvassviðri eða stormur og
rigning um vestanvert landið,
og á Stórhöfða var rok, eða
10 vindstig. Norðaustan lands
var ennþá kaldi eða stinnings-
kaldi og úrkomuiaust. Hiti
var 2-8 stig á láglendi.
Djúpa lægðin yfir vestan-
verðu Grænlandshafinu
hreyfðist NA eftir og mun
valda V-stormi, eða roki með
éljagangi vestan til á landinu
í dag.
Loks var hurð á reiðhjóla-
verkstæði Fálkans sprengd upp
í fyrrinótt, en engu virðist hafa
verið stolið þaðan.
Á fimmtudag í fyrri viku gekk Robert öldungadeildarþing-
maður Kennedy á fund Páls Páfa VI. í Páfagarði að ræða Vi-
etnam-málið og hvernig finnamætti á því lausn. Var myndin
tekin er lauk þessum fundi Ke anedys og páfa.
Barnamúsikskólanum
bersf rausnarleg gjöf
frá utanríkisráðuneyti Ve$tur-i>ýzk&lands
é Barnamúsíkskólanum í
Reykjavík hefur borizt stór-
gjöf frá vestur-þýzka utan-
ríkisráðuneytinu, með milli-
göngu sendiráðs V-Þýzka-
lands á íslandi. Er það hljóð-
færaflokkur, — svokölluð
Orff-ásláttarhljóðfæri, eða
tréspil, málmspil og pákur,
sem mikilsverð eru fyrir
kennsluna í skólanum og um
það bil 30.000 ísl. króna virði.
4 Skólastjóri Barnamúsik-
skólans, Stefán Edeistein, boðaði
blaðamenn á sinn fund á fimmtu
dag og skýrði frá gjöfinni. —
Minnti hann á, að skólinn hefur
áður fengið stórgjafir frá vestur-
þýzka utanríkisráðuneytinu, m.
a. hljómplötusafn, sem sérstak-
lega er sniðið fyrir unga hiust-
endur og u.þ.b. tvö hundruð
binda bókasafn um músíkfræði
og bamamúsíkuppeldi. — Væri
ætlunin að reyna að efla þessi
söfn eftir megni svo að orðið
gæti til verulegs gagns fyrir
skólann.
Toiir ó
flugumferð
MIKLAR tafir urðu á innan-
landsflugi hjá Flugfélagi íslands
í gær, en einnig lá allt flug minni
fiugvéla frá Reykjavík niðri
vegna hvassviðrisins og rigning
arinnar, sem gekk yfir vestnavert
landið.
f gærmorgun var flogið til
Akureyrar og Sauðárkróks en
vélin, sem fara átti til Patreks-
fjarðar sneri við. Hætt var við
fhtg til Vestmannaeyja, ísafjarð
ar, Húsavikur, Raufarhafnar,
Þórshafnar og Egilsstaða.
Allt flug lítilla flugvéla frá
Reykjavíkur lá niðri. Millilanda
flug gekk eðlilega, en Pan Ameri
can-flugvél hættí við að lenda á
Keflavíkurflugvelli og fór áleið-
is til New York.
Tryggvi Helgason fór á einni
flugvél sinna í sjúkraflug til
Hólmavíkur í gær. Var átta stiga
vindur á flugvellinum á Hólma-
vík, en Tryggvi hafði þar stutta
viðdvöl og kom sjúklingnum á
sjúkrahús á Akureyri,
Tildrög þess, að skólanum eru
gefin þessi hljóðfæri nú, eru þau,
að sl. haust var haldið námskeið
í notkun Orff-ásláttarhljóðfæra
á vegum Söngkennarafélags ís-
lands, Fræðsluskrifstofu Reykja-
víkur og Fræðslumálaskrifstof-
unnar. Kom þá til tals, að nauð-
synlegt væri fyrir skólann, sem
áður hefur notað ýmis konar
Orff-ásláttarhljóðfæri, að fá til
eignar fullkomna hljóðfæra-
samstæðu eða fjölskyldu. Jafn-
framt áikvað borgarstjórn Reykja
víkur að verja nokkru fé til
kaupa á slíkum tækjum til
barnaskólanna í borginni.
Orff-ásláttarhljóðfærin eru
sem fyrr segir tréspil og málm-
spil, þannig útbúin, að hljóm-
stafir með mismunandi tónhæð
hvíla á endurvarpskassa og eru
hljómstafirnir lausir, þannig, að
unnt er að fjölga og fækka tón-
um í hljóðfærunum eftir getu og
þroska nemendanna. Einnig eru
minni sláttarhljóðfæri með ó-
ákveðinni tónhæð og pákur eða
svokallaðar ketilbumbur. Kjarn-
inn í hópkennslu Barnamúsík-
skólans byggist einmitt á notkun
þessara hljóðfæra og er honum
Umhveríis land-
ið ó Bronco
RÍKISÚTVARPIÐ skýrði frá því
í gær að tveir Reykvíkingar
hefðu í gær komið til Hafnar í
Hornafirði á Ford Bronco-bif-
reið, en þeir félagar ætla á bif-
reiðinni umhverfis landið.
Félagarnir, Ingólfur Sigurðs-
son og Ragnar Haraildsson lögðu
af stað frá Reykjavík kl. 15 í
fyrradag og komu að Hólmi í
Landbroti kl. 21 í fyrrakvöld.
Þaðan lögðu þeir af stað kl. 7
í gærmorgun og kcxmu að Svína-
felli í öræfum um hádegisbil í
gær. Að sögn þeirra félaga eru
Núpsvötn og Skeiðará auðar og
vatnslitlar, erf þeir föru á ferju
yfir Jökuiká á Breiðaanenkur-
sandi.
í gær kvöldi ætluðu þeir að
halda ferð sinni áfram til Djúpa-
vogs. Ingólfur Sigurðsson mun
hafa farið umhverfis landið á
líkum árstíma fyrir fjórum ár-
UlTO
því afarmikils virði að fá svo
mörg góð hljóðfæri til eignar, að
því er skólastjóri sagði. „Við
höfum haft smærri og ódýrari
hljóðfærin úr þessari fjölskyldu
en hikað við að kaupa bassa-
hljóðfærin, þár sem þau eru svo
miklu dýrari. En nú höfum við
sem sagt fengið þau líka“, sagði
Stefán Edelstein.
Hann gat þess að lokum, að í
ráði væri að halda annað nám-
skeið í notkun ásláttarhljóðfæra
við kennslu eftir tvö til þrjú ár
og hefðu stjórnendur menningar
sjóðs vesfUr-þýzka utanríkis-
ráðuneytisins haft góð orð um
að taka þátt í kostnaði við það.
Kvað hann forráðamenn Barna-
músíkskólans afar þakkláta
sendiherra V-Þýzkalands á ís-
landi, Henning Thomsen, og
fyrsta sendiráðsritara, dr. Klaus
Ruscher, fyrir milligöngu þeirra,
að því er við kæmi þessari rausn
arlegu gjöf, sem hefði mikið upp
eldislegt gildi fyrir tónlistar-
menningu landsins.
— Jarðskjálftar
Framhald af bls. 1
um Venezuela, sem liggja að
landamærum Colombia, og
þustu þar sömuleiðis þúsundir
manna eftir götunum. Ekki hef
ur fregnast um manntjón frá
þessum borgum.
Lögregla, sjúkralið og slökkvi
lið starfaði að björgunarstörf-
um í Bogota fram eftir degi,
en eins og fyrr segir eru þús-
undir manna þar heimilislausir
og hundruð slasaðir. Ríkisstjórn
Colombia hefur lýst yfir neyðar-
ástandi í þeim land^blutum. sem
verst urðu úti, og hvatt fólk til
að sýna stillingu.
Seint í kvöld var kunnugt um
24, sem farizt höfðu í Tolima-
fylkinu, sem er I grennd við
upptök jarðskjálftans, en engar
fregnir hafa borizt frá fylkinu
Marino, sem trúlega hefur orðið
harðast úti.
Bergen, 9. febr. NTB.
Jarðskjálftastöðin í Bergén-
háskólanum mældi kröftugar
jarðhræringar kl. 2,37 e.h. í dag.
Ekki var unnt að reikna út fjar-
lægðina á skömmum tíma, en
tíminn er sá sami, er jarðskjálft-
arnir miklu urðu í Bogota í
Colombia.