Morgunblaðið - 10.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. FEBRUAR 1967.
3
KLUKKAN rúmlega hálft tvð
í gær kom upp eldur í hús-
inu nr. 7 við Sigtún. í húsinu,
sem er tveggja hæða stein-
hús, er blikksmiðja, Agnars
Breiðfjörs á neðri hæðinni, en
uppi á lofti er vinnustofa Jó-
hannesar Sv. Kjarvals, list-
málara. Þegar slökkviliðið
kom á staðinn í gær stóðu
nokkrir menn fyrir utan hús-
ið og sögðu að maður væri
inni á efri hæðinni, en reyk-
ur væri það mikill, að ekki
væri hægt að fara þangað upp
nema með grímur. Fóru
slökkviliðsmenn upp stigam
og jafnframt upp á við'bygg
ingu hússins og brutu þaða,
rúðu á efri hæðinni og kom
ust þar inn og leituðu manns
ins, sem ekki var þarna. Fljót
lega tókst að slökkva eldinn,
sem var mestur á stigapalli
efri hæðarinnar.
■7
Kjarval, Alfreð Guðmundsson og leigubilstjóri á BSR, virða fyrir sér mynd er stóð rétt þar
hjá er eldurinn náði gegnum þilið.
Litlu munaði aö vinnu-
stofa Kjarvals brynni
— er eldur kom upp í Sigtúni 7 í gær
verkum sem lent höfðu í
vatni og raða þeim upp. Við
spurðum Kjarval hvort
einhverjar myndir hefðu
skemmzt, en hann sagði það
ekki vera, en trönurnar sem
hefðu verið frammi á stiga-
pallinum hefðu brunnið til
ösku.
Samkvæmt upplýsingum
Slökkviliðsins eru eldsupp-
tök ókunn, en miklar líkur
benda til að kviknað hafi í út
frá rafmagni.
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunlblaðsins komu á stað-
inn skömmu eftir að tekizt
hafði að ráða niðurlögum
eldsins, og þá var þar kominn
Jóhannes Kjarval. Gekk hann
um í vinnustofu sinni og
kanhaði skemmdir. Litlu hafði
munað að eldurinn kæmist
inn í vinnustofuna. Hurðin
var sviðin og brunnin að ut-
an og við innstungur á veggn-
um hafði eldurinn aðeins
komizt í gegn.
— Hér er ljótt um að litast,
sagði meistarinn Kjarval, —
og þó var ég búinn að heyra
að það væri enn verra. Ég
var niður í bæ þegar ég frétti
um brunann og var sagt að
allt hefði farið.
Tveir menn voru á staðn-
um og aðstoðuðu við að týna
upp glerbrot, þurrka af mál-
Nýtt skip ti! landsins
Húsavík, 9. febrúar.
NÝTT skip m.s. örfirisey RE
14 kom til Húsavikur í morgun.
Skipið tekur fyrst land í Húsavík,
BÖkum þess að skipstjórinn og
nokkuð af skipshöfninni eru Hús
víkingar. Skipið er smíðað í
Deest í Hollandi, annað af fimm
skipum, sem smíðað er eftir sömu
teikningu Hjálmars Bárðarsonar.
Stærð Skipsins er 310 lestir og
aðalaflvél Listerdísil. Ganghraði
á heimleið var 11 mílur. örfiris-
ey er búin öllum nýjustu tækjum.
Hún hreppti slæmt veður á heim
leið, en reyndist í alla staði vel.
Eigandi er Hraðfrystistöðin í
Reykjavík, Einar Sigurðsson.
Skipstjóri er Kristbjörn Árnason
og 1. stýrimaður Björn Halldórs-
son. Fyrsti vélstjóri er Magnús
Hagalínsson.
Héðan fer skipið á morgun og
mun hefja loðnuveiðar fyrir Suð
urlandi. — Fréttaritari.
„Hér er ljótt um að litast", sagði Kjarval, en gat þó farið
verr.
Skoðið það nýjasta i husgagnagerð...
í verzlun vorri a5 Laugavegi 103. Höfum á boðstólum Verzlnnin
margar gerðir af húsgögnum, innlend og erlend. Seljum VALBJORK
ennfremur málverk og fallega muni til heimilisins. Laugavegii03,Simii64i4
STAkSTEI\AIÍ
Mikið hús
Alþýðublaðið birti athyglis-
verða forustugrein í gær, þar
sem sagði: „Hver er afrakstur
þjóðarinnar af því góðæri, sem
verið hefur nú um skeið? Þannig
spyrja menn að vonum. Stjórn-
arandstaðan breiðir út þá skoð-
un að vegna lélegrar stjórnar
hafi þjóðin nú ekkert nema
vandræði og hrun. Þetta er
sannkölluð þjóðarlýgi, rakalaus
fullyrðing, sem ekki stenzt heið-
arlega athugun. Tekjum þjóðar-
innar má skipta í neyzlu og f jár-
munamyndun. Neyzlan er ekki
aðeins matvæli, klæðnaður,
eldsneyti og þjónusta heldur
einnig fjölskyldubílar og sitt-
hvaða sem ekki á sér langt iíf.
Fjármunamyndunin er það sem
eftir stendur og ætla má, að þjóð
in hafi gagn af til lengri tíma.
Nýlega hafa verið birtar opin-
berar skýrslur um fjármuna-
myndun áranna 1962 til 1965 og
eru þær fróðlegar. Samkvæmt
þeim hefur f jármunamyndun
þessi 4 ár viðreisnarinnar (hálft
stjórnartimabil Alþýðuflokksins
og Sjálfstæðisflokksins) numið
um 17 milljörðum 149 milljón-
um króna“.
17 milljarðar millj.
Landbúnaður 1680
Fiskveiðar 1147
Allur iðnaðaur (þar með fiskiðnaður) 2174
Ýmsar vélar og tæki .... 643
Virkjanir og veitur .... 1238
Flutningatæki (ekki einkabilar) 2042
Verzlunar-, veitinga- .... og skrifstofuhús 905
íbúðarhús 3917
Samgöngumannvirki .... (vegir, hafnir o. fl.) .... 2143
Opinberar byggingar .... 1255
Grettistaki lyft
Og síðan segir Alþýðublaðið:
„Það er erfitt að útskýra háar
tölur en tökum eitt lítið dæmi.
Segjum svo, að þessi 4 ár hefði
öll fjármunamyndu íslendinga
verið sett í eitt sambýlishús,
segjum að 10 íbúðir séu á hverri
hæð og kosti 1 milljón hver. Þá
væri sú bygging 1715 hæðir, það
væri mikið hús. Sannleikurinn
er sá, að fólk er orðið svo vant
stórfelldum framkvæmdum, að
það tekur varla eftir þeim. Hver
lætur sér bregða, þótt reist sé
nýtt stórhýsi, jafnvel heil íbúð-
arhverfi? Hver yrkir ljóð, þó
að heill floti nýrra kaupskipa
og fiskiskipa birtist í höfnum
um allt land? Það mætti ætla,
að iðnaður væri að sálast í land-
inu, þótt fjármunamyndun hans
hafi verið yfir 2000 millj. á 4 ár-
um. Og það streyma sí og æ ný
tæki og vélar til landsins til að
létta okkur lífsbaráttuna. Það
hefur verið lyft Grettistaki und-
anfarin ár, afrakstur góðæris «g
góðs stjórnar er meiri en þjóð-
ina hefði dreymt um fyrir fáum
árum.“