Morgunblaðið - 10.02.1967, Page 31

Morgunblaðið - 10.02.1967, Page 31
IVIUKUUiNtíL»A4JlU, fOÖIUUAUUn iU. Jf MLJÖKUAK ÍWT. 31 Mikil óeining um afstöðu gagnvart W-Þýzkalandi Utanrikisráðherrar Varsjár- bandalagsins á fundi Varsjá 9. febrúar - NTB. PÓLLAND gerði í gær tilraun til þess að bjarga einingu A- Evrópuríkjanna, en hún. hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli, eftir að Rúmenía kom í sl. viku > á stjórnmálasambandi við Vestur- Þýzkaland. Er þetta haft eftir áreiðanlegum heimildum í höf- uðborg Póllands, en þar komu utanríkisráðherrar aðildarrikja Varsjárbandalagsins á fund í gær. Mjög mikil leynd hvílir yf- ir fundinum, en frétzt hefur, að því hafi verið neitað af pólskum •tjórnvöldum, að þau ríki, sem Viðurkenni V-Þýzkaland, verði þegar í stað rekin úr Varsjár- bandalaginu. Á sama tíma réðst pólski kommúnistaleiðtoginn, Wfcady- slaw Gomulka samt sem áður harkalega á V-Þýzkaland og lýsti því yfir, að stjórnmáilasam- band milli V-Þýzkalands og eósíalistaríkja myndi ekki verða til þess að bæta andrúmsloftið í Evrópu á neinn hátt, ef vestur- þýzka stjórnin breytti ekki gagn- gert afstöðu sinni til allra þeirra aðalvandamála, sem snerta mik- ilvægustu hagsmuni sósáalista- ríkjanna. Gomulka, sem hélt ræðuna á flokksfun-di í Katovice umi 320 km suðvestur af Varsjá, sagði, að Bonn hefði haft stjórn- málasamabnd við Moskvu í mörg ár, án þess að það hefði orðið til þess að bæta með nokkrum hætti öryggisástandið í Evrópu. Á meðan Gomulka talaði í Katowice, hélt rúmenski utan- ríkisráðherrann, Corneliu Man- esou ræðu í Briissel, þar sem hann lét í Ijós allt aðrar skoð- anir. Manescu, sem er í opin- berri heimsókn í Belgíu, en lætur varautanrikisráðherrann koma fram fyrir sína hönd í Varsjá, hélt dyrum opnum fyrir nýjum samningum milli Rúm- eníu og ríkja Vestur-Evrópu. Manescu sagði, að stofnun •tjórnmálasambands milli Rúm- eníu og Vestur-Þýzkalands væri - íþróttir Framhald af bls. 30. sýndi skemmtileg tilþrif. Hjá Ármenningum var Kristinn Pálsson einna líflegastur en Birgir Örn skoraði flest stigin eða 10, og átti mjög góðan varn arleik. Dómarar í leiknum voru Davíð Jónsson og Hilmar Ing- ólfsson. ÍR — ÍS I. deild, 62-44. Flestir höfðu búizt við að stúdentarnir yrðu ÍR-ingum auð veld bráð en framan af leikn- um var leikurinn mjög jafn og yfirburðir ÍR alls ekki afger- andi. Voru það einkum Hjörtur, Grétar og Björn sem héldu uppi ÍS liðinu og átti það nú sinn langbezta leik í vetur. ÍR liðið var ekki eins sannfærandi í leik sínum og venja er til og var Agnar eini leikmaður þess sem var virkilega í essinu sínu. í síðari hálfleik skildu tíu stig á milli liðanna lengi vel en undir lokin taka ÍR-ingar góðan sprett og sigruðu með 18 stiga mun 62-44, og voru allvel að þeim sigri komnir. Langbeztan leik hjá ÍR átti Agnar og skoraði hann 18 stig og náði fjölda frá- kasta. Hjá stúdentum var Hjört ur beztur og gerði mikinn usla í vörn ÍR-inga. Dómarar voru Guðmundur Þorsteinsson og Jón Eysteinsson. Staðan í fyrstu deild er nú jákvætt skref I því skyni að draga úr spennunni í Evrópu og lagði áherzlu á, að Rúmenía vildi auka og efla tengsl við rílk- isstjórnir annarra Evrópuríkja, án tillits til stjórnskipulags þeirra. Skírskotaði hann til hinna vinsamlegu samskipta Rúmeníu við nágrannaríkin Grikkland og Tyrkland og til stofnunar viðskipta- og ræðis- mannssambands við Spán. Hann sagði enn fremur, að aðild að hernaðarbandalögum ætti ekki að hafa hindrandi áihrif á við- leitnina í því skyni að bæta sam- búð tveggja ríkja, sem hvort um sig tilheyrðu sitt hvoru banda- laginu. Nefndi hann samskipti Rúmeníu og Belgíu sem jákvætt dæmi um þennan hugsunarhátt. Gomulka hins vegar staðhæfði í Katowice, að þar til Vestur- Þýzkaland félli frá kröfu sinni um það, að það kæmi fram fyrir alla þýzku þjóðina, hætti öllum landakröfum sínum í Austur- Evrópu og öllum tilraunum sín- um í þá átt að öðlast yfirráð yfir kjarnorkuvopnum, yrði að segja nei og aftur nei við allri vestúr- þýzkri viðleitni, sem miðaði að því að koma á stjórnmálasam- bandi við lönd Austur-Evrópu. Gomulka minntist ekki á ut- anríkisráðherrafundinn í Varsjá og starfsmenn pólska utanrikis- ráðuneytisins neituðu því í gær að þekkja nokkuð til ráðstefn- unnar. Júgóslavneska fréttastof- an Tanjug skýrði samt sem áður- frá því í gærkvöldi, að fundur- inn hefði hafizt og myndi hann standa yfir fi-am til laugardags. Þá var haft eftir heimildum í Varsjá, að fundurinn hefði átt að hefjast formlega í dag. Samkvæmt frásögn Tanjug munu þátttakendurnir í ráð- stefnunni ræða öryggismál Evr- ópu með tilliti til þeirrar þró'Un- ar, sem orðið hefur að undan- förnu í vestur-þýzkum stjórn- málum. Segir, að utanríkisráð- herrarnir muni hefja viðræður — Kina sínar með því að ræða um þann skilnings og samkomulagsvilja, sem leikur um Evrópu nú. Fréttastafan neitar því, að það sé stofnun stjórnmálasambands milli Vestur-Þýzkalands og sósí- alistaríkjanna sem sé ástæðan fyrir ráðstefnunni. Aðaláherzlan verður lögð á afstöðu stjórnar V-Þýzkalands gagnvart hinu nýja viðhorfi í Austur-Evrópu og þau vandamál, sem úrslitum ráða í því skyni að draga úr spennunni og fyrir öryggi Evr- ópu. Þau riki, sem þátt taka í ráð- stefnunni, eru Búlgaria, Tékkó- slóvakía, Austur-Þýzkal., Ung- verjaland, Sovétríkin, Rúmenia og Pólland. þessi: KR 2 2 0 0 162:98 4 ÍR 2 2 Q 0 107:81 4 Á 2 1 0 1 106:88 2 IKF 2 1 0 1 130:127 2 KFR 2 1 0 1 131:151 2 ÍS 2 0 0 2 99:142 0 Framhald af bls. 1 burðir gerðust þar og einungis fáir hópar reyndu að afhenda ályktanir til kinversku sendi- ráðsstarfsmannanna, sem hafa haldið sér innilokaðir innan dyra sendiráðsbyggingarinnar siðan á mánudag. Aftur á móti höfðu þúsundir Rússa safnazt saman til þess að kveðja beizk- , ir í bragði kínverska stúdenta, sem fóru með lest frá Moskvu í dag. Starfsmenn kínverska sendi- ráðsins, sem fylgdu stúdentun- um á járnbrautarstöðina, urðu að ganga milli hrópandi og spottandi Moskvubúa, sem einn- ] ig köstuðu í þá snjóboltum, er þeir hlupu aftur að bifreiðum sínum, sem lagt hafði verið fyr- ir utan járnbrautarstöðina. Var þetta í fyrsta sinn, síðustu fjóra daga, sem mótmælaaðgerðir hafa verið hafðar í frammi gagn vart Kínverjum, að svo virðist sem þær yrðu stjórnlausar, en j Kínverjarnir brostu og virtust j ekki láta það, sem gerðist, á sig fá. ' Izvestija, málgagn sovézku stjórnarinnar, ásakaði í dag Kína um að gera allt, sem í þess | valdi væri, til þess að koma í I veg fyrir vöruflutninga frá Sovétríkjunum til Norður-Viet- nam, en þetta gæti leitt til þess, að hernaðarframlag Norður-Vi- etnams yrði fyrir tjóni, sökum þess að vörur frá Sovétríkjun- um kæmust ekki leiðar sinnar. Er þetta fyrsta beina ásökun Sovétríkjanna af þessu tagi. Æöstu herstöövar NATO á nýjum stað Flytja til Casteau í Belgíu eftir fáar vikur Lyman Lemnitzer, yfirhers- höfðingi Atlantshafsbandalags- ins, (í miðju), forsætisráðherra Belgíu, Paul van. den Boeynants ít.h.) og belgíski varnarmálaráð- herrann, Charles Poswick, heim- sækja hinn nýja aðsetursstað yfirherstjórnarinnar í Casteau. í baksýn sjást framkvæmdir við hinar nýju byggingar. NÚ eru aðeins fóar vikur þangað til yfirherstjórn Atl- antshafsbandalag'sins (Shapel flytur í hinar nýju stöðvar sínar í Belgíu, en það mun verða hinn 1. april nk. Um þessar mundir er rétt ár liðið síðan de Gaulle forseti gcif þær yfirlýsingar á blaða- mannafundi, sem leiddu til flutnings herstöðvanna úr ná- grenni Parísar, þar sem þær hafa nú staðið í nokkuð á annan áratug. ★ Hinum nýju herstöðvum var valinn staður í Casteau skammt frá borginni Mons, en þar er 500 ekru skógivaxið svæði, sem bandalagið mun 1 r‘w zsm.vswví rk ■v:V W.TSK' íg»:S:TCÍHS • njw," ’’ r tíwóa? er [xir 1 cS ^ Xv. ■■ ■•• - L-uMW / SuSCS ^ • Minningartaflan sem afhjúp uð var hinn 17. nóvember sl. fá til afnota. Allar fram- kvæmdir við hinar nýju byggingar hafa gengið frá- bærlega vel. Ek'ki leið nema tæpur mánuður frá því að á- ætlanirnar höfðu verið full- gerðar, unz hafizt var handa á staðnum. Og þegar hátíðleg vígsluathöfn var haldin þar hinn 17. nóv. sl. voru fyrstu byggingarnar þegar risnar af grunni. 1 ræðu, sem forsætisráð- herra Belgíu, van den Bo- eynnants, hélt við það tæki- færi lýsti hann sérstölkum fögnuði yfir flutningi her- stöðvanna til lands síns. Og hvað belgisku þjóðina styðja þá ráðstöfun heils hugar. Lemmnitzer yfirheróhöfðingi lét m. a. svo ummælt, að meira en 17 þúsund manns hefði heimsótt SHAPE á síð- asta ári. Fyrir þetta fólk og margar milljónir meðal hinna 15 ríkja bandalagsins væri aðsetur herstjórnarinnar hið sanna hjarta varna Atlants- hafsbandalagsins í Evrópu. Bæði Belgíumönnum og öðr- um væri áreiðanlega kapps- mál, að hjartaslög þess yrðu sem styrkust og traust- ust. Með samstarfi belgískra stjórnvalda og annarra að- ildarrikja bandalagsins yrði hægt að koma herstöðvunum upp þannig, að þær yrðu stolt þessa mikla bandalags. Þess vegna mundi bandalaginu á- fram takast að gegna hinu mikilvæga hlutverki sínu — að tryggja varnir Evrópu. Fyrsta skóflustungan á hin- um nýja aðsetursstað yfir- herstjórnarinnar var tekin hinn 10. okt. sl. Og þegar meðlimir hermálanefndar bandalagsins komu á staðinn í lok þess sama mánaðar leyndi sér ekki að verkið var kornið á góðan rekspöd. Á- ætlunin um byggingu hinna nýju herstöðva verður fram- kvæmd í þrem áföngum: í fyrsta áfanga eru byggingar þær, sem herstjórnin mun hafa aðsetur sitt í, auk þess vatnsleiðslur, rafleiðslur, síma leiðslur o. fll. Það er þessi áfangi sem ætlunin er að ljúka fyrir 1. apríl nk. Annar áfangi felur í sér bygg- ingu hins svökallaða „A SHAPE-þorps“, þ. e. skóla- bygging, læknamiðstöð, sam- komustaður og fleira. Er ráð- gert að ljúka þeim áfanga hinn 1. sept. nk. Þriðji áfangi er svo fólginn í því að full- gera svæðið að öðru leytL ★ Þeir menn, sem starfa í að- alstöðvum bandalagsins, eru ánægðir með þær aðstæður, sem þeim verða búnar á hin- um nýja stað. Og þó að svo miklar framkvæmdir á svo skömmum tíma krefjist að sjálfsögðu mikils átaks, þá ríkir mikil bjartsýni I röðum þeirra sem að málinu starfa. Belgíski diplomatinn De Kerchove greifi hefur áreið- anlega mælt fyrir munn margra þeirra, þegar hann sagði fyrir nokkru: „Það var allt í lagi með Rocquencourt en Casteau verður miklu betra“. — Kennedy Framhald af bls. 1 Hann fullyrti, að Bandaríkin hafðu enga raunverulega p*óli- tíska stefnu varðandi Kína og skoraði á ríkisstjórnina, að beita sér fyrir aukinni aðstoð til styrk ár þeim löndum, sem liggja að Kina. Þá sagði Kennedy: — Við megum búa okkur und- ir þann möguleika, að við stönd um andspænis óvinveittu Kína, þegar ró er komin á í landinu. En það má ekki hindra Banda- ríkin í að gera tilraunir til að komast í tengsl við Peking, né letja aðrar þjóðir til að reyna slíkt hið sama. Þá sagði Kennedy, að það væri lítil stjórnvizka, að halda að sér höndum í von um, að Formósa muni „frelsa“ meginlandið. Það væri í versta falli hættuleg í- myndun. Hið sama gilti um fyrri tilraunir Bandaríkjanna að reyna að einangra kinverka alþýðu- lýðveldið. Viðey Framhald af bls. 32 farin, en þó eru veggir góðir og þakið heilt. í þakinu eru góðir viðir og munu þeir eigi þurfa mikillar viðgerðar. Innrétting og gluggar eru hins vegar illa farin og mun kosta töluvert fé að lag- færa það hvorttveggja. Ráðgert mun að taka bað vandamál upp sérstaklega, en í náinni framtíð verður svo gengið frá henni, að hún skemmist eigi meir en orðið er. — í heimavör við bæjarhúsin í Viðey var bryggja, en hún hefur nú brotnað niður í sjógangi, en væntanlega verður gert við vör- ina í sambandi við viðgerð á Viðeyjarstofu. í Viðeyjarstofu voru áður sjö herbergi, eitt búr og tvö 4ldhús og voru ofnar í öllum herbergj- um, en slíkt mun eigi hafa tíðk- azt á 18. öld. Var Viðeyjarstofa eitt hið glæsilegasta hús á land- inu á sínum tíma, og standa von- ir til að endurreisn hennar geti nú hafizt áður en langt um líður. — Kol og Salt Framhald af bls. 32 að hluta, með sömu kjörum og aðrir. Þyki því varhugavert að dæma útburð á hendur fyrirtæk inu að svo komnu máli. Beri samkvæmt þessu að fella áfrýjaðan úrskurð úr gildi. Dóms orð er því: Hinn áfrýjaði úrskurð ur er úr gildi felldur og er synj- að útburðar. Málskostnaður fyr- ir fógetadómi og Hæstarétti fell- ur niður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.