Morgunblaðið - 28.02.1967, Side 4

Morgunblaðið - 28.02.1967, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. BILALEICAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDU M MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftír lokun'slmi 40381 ” ^ tiMi 1.44.44 Hveríisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BILALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f r lí/SA M i5£\/L@7/3&' RAUOARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BÍLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 ÞR0STUR' 22-1-75 Ökukennsla Upplýsingar í sima 14996 Bezt að auglýsa í Morgunblainu Smitberandi kennslutæki. Lesandi skrifar: „Skátasamtökin hafa látið margt gott af sér leiða. T.d. hlutast til um kennslu í lífgun úr dauðadái. Við þessa kennslu eru notuð ýms tæki, eitt þeiirra úr gúmmídúkka, sem raunar að því er virðist æði gagnslítið kennslutæki hins vegar varhugavert. Við að hinda um beinbrot er dúkka þessi gjöjsamlega gagnslaus, því hvergi örlar fyrir beinum. Við kennslu í blástursaðferð getur hún blátt áfram verið smitberi. Börnin eru látin blása 1 vit þessarar dúkku, að vísu er ný lérefts- tuska eða grisja lögð yfir munninn á dúkkunni og þurrk- að af með klút eftir hvert barn, en hér er engan veg- inn um öryggi að ræða og að- ferðin óeðlileg. Mér er kunnugt um að til er kennslutæki (líkan) svo úr garði gert að hægt er að losa munnstýkkið frá andlitinu, þannig að hægt er að skipta um munn á „dúkkunni“ eftir hverja notkun og talið er örugg ast að sjóða þessi munnstykki í 15 mín. eftir hverja notkun og einnig mun vera hægt að skipta um „lungu“ í þessu sama kennslutæki, sem hlýtur einnig að vera mikilvægt, en hvorugt þetta er hægt í dúkk- unni. Nú er mér spurn hvers vegna leyfir skólalæknir eða landlæknir notkun kennslu- tækja, sem geta verið smitber- ar t.d. berkla eins og Umrædd gúmmídúkka hlýtur að geta verið? Jafnvel þótt líkurnar séu e.t.v. ein á móti þúsund. Skátamóðir." ★ Gefið blóð, eða . . . . Lesandi skrifar: „Mig langar til að skrifa þér nokkrar línur í þeirri von að þau megi birtast. Svo er mál með vexti að ég og 3 aðrir kunningjar mínir ætluðum í Blóðbankann á laugardaginn var 11. febr. ’67 til þess að gefa blóð. En eins og öllum er kunnugt er alltaf verið að hvetja fólk til að gefa blóð, og ætluðum við að verða við þeirri beiðni. Jæja, Blóðbankanum er víst lokað kl. 11 f.h. á laugardög- um, en á laugardaginn kom- um við alveg um ellefúleytið og verið að loka. Ég sá eina hjúkrunarkonuna þegar hún lokaði. Úr því að klukkan var ekki nema eina til tvær mínútur yfir ellefu þá ákvað ég að drepa á dyr, og það gerði ég. Hjúkrunarkona kom til dyra og sagði ég henni að ég væri kominn til að gefa blóð, en því miður sagði hún það er búið að loka, og ekki hægt að taka á móti meira blóði í dag, — undarlegt, því klukkan var ekki komin nema eina til tvær mínútur yfir lokunartíma. Eða vantar ekki tilfinnanlega mik- ið blóð? Fyrir skömmu birtist mynd í einu dagblaðanna af þeim blóðbirgðum sem blóðbankinn á, þær voru sáralitlar taldar. Rauðl kross íslands hefur sett þessi orð sem kjörorð: „Gefið blóð — bjargið lífi.“ Sem sagt við ætluðum að reyna að bjarga lífi, en þá er lokað á okkur. Ég ætla ekki að hafa þessi orð lengri, en það er ósk mín og von, að aðrir fái ekki svip- aðar móttökur. Þökk fyrir birtinguna. B. 0.“ Holl lesning Móðir skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að vekja at- hygli á bók, sem 10 ára syni mínum var gefin fyrir skömmu. Bókin heitir Aimée „Á leið til Agra“, og er eftir Sommerfelt, þýdd á ágæta íslenzku af Sig- urlaugu Björnsdóttur. Sagan gerist á Indlandi og segir frá tveimur systkinum, 13 ára dreng og 7 ára telpu, sem leggja af stað fótgangandi í 300 mílna ferðalag — til Agra í því skyni að leita telpunni lækningar við augnveiki, þar eð hún átti á hættu að verða blind, ef ekkert yrði að gert. Ástæðan til þess, að drengur- inn leggur á sig þessa löngu og erfiðu ferð, þar sem marg- víslegar hættur 6teðjuðu að þeim systkinunum, var þó ekki eingöngu sú, að hann vildi forða systur sinni frá því að missa sjónina. Henni hafði sem sé verið heitið því, að hún skyldi fá sæti í skóla næsta vetur, og drengurinn sem hafði sjálfur aldrei fengið að fara í skóla, hafði einsett sér að nema af systur sinni allt það, sem henni yrði kennt. Sagan greinir svo frá því, hvernig þeim systkinunum reiddi af á ferðalaginu. Mér virðist sem þessi bók hafi flesta kosti góðrar barna- bókar. Hún lýsir lífinu í landi, sem er íslenzkum börnum mjög framandi og vekur það vafalaust til umhugsunar um margt, sem þau hafa aldrei hugsað um áður. Hún flytur hinum ungu lesendum fagran boðskap hjálpsemi og samúðar með þeim, sem eiga bágt, og auk þess er hún spennandi og skemmtileg aflestrar, því að vitanlega lenda börnin í mörg um ævintýrum og hættum á ferðalagi sínu. Bókin hefur vakið verðskuld aða athygli erlendis, því að hún hefur verið þýdd og gefin út í 17 löndum, auk íslands, og hlotið 10 mismunandi verð- laun frá ýmsum menningar- stofnunum í þessum löndum. En því vildi ég vekja athygli á henni hér, að ég hef hvergi séð á hana minnzt, enda þótt ég sé þess fullviss, að þessi litla fallega bók sé óvenju hollt og skemmtilegt lestrarefni 9—- 13 ára drengjum, og vafalaust munu talsvert eldri telpur hafa ánægju af að lesa hanau Með þökk fyrir birtinguna. Móðir.“ 'A Verðhækkun? Lesandi skrifar: „Kæri Velvakandi! Má ég, samkv. beiðni hátt- virtra yfirvalda, benda á að ekki er hlaupið að því að hafa hemil á verðhækkunum þrátt fyrir lögin. Lýsi er eitt af því, sem mikið er notað á mínu heimili og mun verða, þrátt fyrir nýja og verulega verð- hækkun. Nú er farið að selja lýsi í þunnum glerflöskum, sem ekki eru teknar aftur, mér er spurn hvers vegna ekki?, og þegar mælt er lýsismagnið í þessum flöskum, kemur í ljós að rétt um 30% minna magn er í þeim heldur en var í plast- flöskunum. Þetta er dálagleg vérðhækkun og með öllu ó- skiljanleg þar sem ég veit ekki til þess að sjómenn fái 30% meir fyrir lifrina né munu starfsmenn Lýsi hf. fá 30% hærri laun nú en fyrir verð- stöðvun. Sama verð er á þess- um flöskum og plastflöskunum. Má biðja forsvarsmenn Lýsi hf. um skýringu. Flatabúi“ Allt á sama stað TIL SÖLU Morris 1100 ’65 Volkswagen ’62. Hillmann Huasky ’64. Commer Cob. ’66. Hillmann Super Minx Station ’66. Útvarp, tvöfaldur dekkjagangur. Ford Fairlane ’58. Hillmann IMP. ’66. Singer Vogue ’65. Opel Caravan ’64. Willy’s jeep ’46. Willy’s jeep með Egilsstálhúsi ’66. EGILL VILHJÁLMSSOIM HF SÍMI 22240. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Enginn vatnskassi Ekkert vatn, sem getur soðið @ Engar lekar vatnshosur ^ Ekkert ryð @ Engin vatnsdæla © Enginn frostlögur Engar sprungnar blokkir Sími 11687 21240 V.W. 1300 — 50 ha. vél — Kr. 153.000,- V.W. 1500 — 53 ha. vél — Kr. 162.000,- Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.