Morgunblaðið - 28.02.1967, Side 5

Morgunblaðið - 28.02.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. 5 Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, á Alþingi í gœr: Stór gæzlu- og björgunar- þyrla kostar 40 milljónir — Cetur leyst af hólmi Sif og minni varSskipin — Land- helgisgœzlunni falin nákvœm athugun JÓHANN Hafstein, dóms- málaráðherra, gerði Efri deild Alþingis í gær, ítarlega grein fyrir framtíðarviðhorfum í tækjakaupuin Landhelgis- gæzlunnar og las m.a. skýrslu sem honum hefur borizt frá forstjóra Landhelgisgæzlunn- ar, Pétri Sigurðssyni um þessi mál. í skýrslu þessari kemur fram, að stór tveggja hreyfla þyrla mundi geta annað þeim verkefnum, sem flugvél land helgisgæzlunnar hefur með höndum svo og væntanlega einnig verkefnum minni varð skipanna. Slík þyrla mundi kosta um 40 milljónir króna og af- greiðslutími hennar 12—14 mánuðir. Dómsmálaráðherra skýrði frá því i ræðu sinni. að hann hefði falið forstjóra Land- helgisgæzlunnar að gera ná- kvæma áætlun um reksturs- kostnað slíkrar þyrlu, afla ákveðinna upplýsinga um stofnkostnað og jafnframt rekstri hverra tækja Land- helgisgæzlunnar. sem nú eru i notkun, hægt er að hætta við tilkomu slíkrar þyrlu. — Hér fara á eftir kaflar úr skýrslu þeirri, sem Jóhann Hafstein las upp á Alþingi í gær: „í>egar Landhelgisgæzlan fyr- ir tæpum 15 árum síðan hóf fyrstu tilraunir sínar með reglu- legt gæzluflug, kom fljótt í ljós, að flugvélar mundu vera mjög hagkvæm tæki til almennrar fiskveiðigæzlu hér við land auk þess, sem þær eru um leið til- tækar til aðstoðar við björgunar- störf o. fl. Af þessu leiddi, að þáv. dómsmrh.. dr. Biarni Bene- diktsson, heimilaði Landhelgis- gæzlunni að kaupa Katalína-flug bátinn, TF-Rán og útbúa hann sérstaklega til þessara starfa. Var Rán síðan notuð i þessu skyni frá 1956 til ársins 1962, en þá var komið að svo umfangs- mikilli flokkun á flugbátnum, að talið var hagkvæmara að leita eftir kaupum á nýrri flugvél. Um sama leyti hætti líka Flug- félag íslands rekstri flugbáts sömu tegundar, en milli þess fé- lags og Landhelgisgæzlunnar hef ur alla tíð verið mikil samvinna í flugrekstri, t.d. lán á varahlut- um eða flugmönnum, ef á hefði þurft að halda. Var Landhelgis- gæzlunni því heimilað að hætta rekstri Ránar og kaupa nýja flugvél af Skymastergerð, TF- Cif í hennar stað og hefur hún verið í stöðugri notkun siðan um áramótin 1962—1963. Sem kunn ugt er, hafa báðar þessar gæzlu flugvélar verið mjög farsælar í starfi sínu og orðið Landhelgis- gæzlunni til ómetanlegs gagns. Hafa á þessum árum frá 1956— 1966 verið flognar að meðaltali rúmlega 372 klst. á ári við gæzlu og björgunarstörf, 182 fiskiskip staðin að ólöglegum veiðum, þar af 20 erlendir togarar og það, sem mest er um vert er, að með þessari starfsemi hefur eflaust verið komið í veg fyrir fjölda annarra brota. En eins og með Rán tekur Sif nú að eldast og verða jafnt og þétt óhagstæðari í rekstri eins og hinar yngri fiugvélategundir auk þess, sera nú styttist óðum í dýra flokkun hennar. Um sl. áramót voru rúmlega 1200 flugstundir eftir eða um þriggja ára venjuleg notkun Landhelgisgæzlunnar. Hins vegar má gera ráð fyrir allt að tveggja ára undirbúningi, ef skipta ætti um flugvél. Hagkvæmt að endurnýja flugvélakost með þyrlu Af þessum orsökum hóf Land- helgisgæzlan því fyrir nokkru síðan athuganir á hvern hátt hagkvæmast yrði að endurnýja Sif, þegar þar að kæmi og kom þá fljótt í ljós, að ef þyrla eða þyrlur gætu annað þeirri þjón- ustu, sem Sif veitti nú, mundi það verða Landhelgisgæzlunni sem heild mjög hagkvæmt vegna hæfni þyrlanna til þess að fram- kvæma ýmis önnur aðkallandi verk, sem hvorki Sif né nein önnur svipuð tegund getur ekki unnið í dag. Eins og kunnugt er hefur Landhelgisgæzlan lengi haft áhuga á notkun þyrla og hefur hún reynt að fylgjast með þróun þeirra eftir föngum. Arið 1960 varð t.d. varðskipið Óðinn byggt með þyrluþilfari og um svipað leyti var einn af flug- mönnum Landhelgisgæzlunnar, Björn Jónsson, sérþjálfaður til þyrluflugs í Bandaríkjunum. — Leiddi það síðan um nokkurra ára bil til sérstakrar þyrlusam- vinnu við varnarliðið á Keflavík urflugvelli, þar sem Björn hélt áfram þjálfun sinni á þyrlum varnarliðsins, en þær æfðu aft- ur lendingar og flugtök á Óðni. Lauk því með vel heppnuðum sameiginlegum björgunarleið- angri til Grænlands til þess að sækja sjúkling árið 1962. Reynslan af XF-EIR í framhaldi af þessu heimilaði svo Jóhann Hafstein dómsmrh. Landhelgisgæzlunni árið 1964 að kaupa til reynslu litla þyrlu, TF- Eir af gerðinni Bell-47 J2A í samvinnu við Slysavarnafélag ís lands, og hefur hún verið í stöð- ugri notkun síðan í ársbyrjun 1965. Á þessum tíma hefur Eir verið notuð við framkvæmd hinna fjölbreyttustu verka víða um land, bæði um borð í þeim varðskipum, sem hafa þyrluþil- far eða ein sér í landi. Hafa samtals verið flognar rúml. 22 þús. sjómílur á 438 flugstundum og fluttir 431 farþ. stundum við hin erfiðustu skilyrði, bæði sjúklingar, leitarmenn, vísinda- menn svo og verkfræðingar í sambandi við framkvæmdir og margt fleira auk þess, sem þyrl- an hefur oft tekið þátt í leit að týndu fólki og jafnvel eftirleitar- fé fyrir bændur. Til Landhelgis- gæzlu hefur Eir hingað til verið lílt notuð nema rétt með strönd- um fram við Suðvesturland, sem stafar einvörðungu af smæð hennar og þeim takmörkunum, sem af því leiða eins og t. d. ein- um hreyfli og litlu flugþoli, því að reynslan af slíkri notkun hennar hefur verið með afbrigð- um góð svo langt, sem hún nær. Hafa starfsmenn Land'helgisgæzl- unnar þannig á undanförnum ár- um öðlazt álit allra þeirra, sem unnið hafa með þyrlum, að þær geti orðið Landhelgisgæzlunni hið mesta þarfaþing. Kostir þyrlunnar Fyrir öll gæzlu- og björgunar- störf hafa þyrlurnar nefnilega þá miklu kosti umfram venjulegar flugvélar að geta lent eða hafið sig til flugs hvar sem er, hvort heldur á sjó eða landi, svo og verið kyrrar í loftinu yfir þeim stað, sem verið er að athuga. Enn fremur hefur reynslan sýnt, að þær eru bæði mjög góðar til sjónflugs í slæmu skyggni og sérstaklega stöðugar í órólegu veðri, sem er afar mikilvægt við flug í veðrasömu fjallalendi eins og hér. Hins vegar ber því ekki að nei'.a, að þyrlur hafa til skamms tíma haft mun minna flugþol en venjulegar vélar svip- aðrar stærðar. en á móti þvl vegur, að þar sem þyrlurnar eru óháðar flugvöllum, eiga þær auð- veldara með að auka á eldsneyt- isforða sinn frá nærtækri lands- stöð eða varðskipi. Er þetta miklu þýðingarmeira atriði en virðist í fljótu bragði, því að þegar flugskilyrði eru erfið hér á landi, hafa venjulegar, stórar flugvélar hingað til átt margra kosta völ um örugga lendingar- staði. Gæzluflugvélar hafa þvi yfirleitt farið af stað búnar til langflugs, svo að þær gætu lent á erlendum flugvöllum í neyðar- tilfellum. Þetta atriði þyrfti gæzluþyrla hins vegar ekki að taka tillit til og má því skipu- leggja flug hennar á mun óbundnari og hagkvæmari hátt en hinna. Við leit að týndum bátum langt undan landi eða við eftirför erlendra fiskiskipa, er þó ekki alltaf hægt að skreppa frá til áfyllingar eldsneytis og getur þá mikið flugþol verið nauðsyn- legt nema önnur flugvél sé til- tæk til þess að leysa hina af. Slík tilfelli hafa þó ætíð verið fá og voru leyst þannig, að á fyrstu árum gæzluflugsins, að leigð var heppileg farþegaflug- vél til slíkra ígripa og látin halda áfram leitinni eða eftirförinni undir stjórn yfirmanna Land- helgisgæzlunnar. Siðan Sif var tekin í no*kun, hefur það þó ekki þurft vegna þess mikla flugþols hennar. Ekki er þó síður hægt að gera slíkt nú en þá, ef á þyrfti að halda. í þessu sambandi er rétt að benda á, að það er mjög líklegt, að hægt sé að láta gæzlu- þyrlu beita skotvopnum á sama hátt og varðskip, til þess að stöðva grunuð skip eða fá þau til að fylgja settum fyrirmælum og þar með stytta eða koma í veg fyrir langa eftirför. Stór þyrla ætti að hafa jafngóðar eða jafn- vel betri aðstæður til þess en venjulegt varðskip. Orsök þess að Landhelgisgæzlan hefur hing- að til ekki talið ráðlegt að láta gæzluflugvélar sínar nota skot- Framhald á bls. 22. 1967 Peugeot 1967 £04 404 5 mamia kr. 242 þús. Sterkbyggbir Sparneytnir Háir frá vegi 204 7 manna station kr. 265 þús. Frábærir aksturseiginleikar — Ódýrastir sambærilegra bila 20^ 5 manna station kr. 225 þús. 5 manna kr. 208 þús. HAFRAFELL HF Brautarholti 22. Símar 23511 og 34560.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.