Morgunblaðið - 28.02.1967, Síða 10

Morgunblaðið - 28.02.1967, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1967. I Gríptu: Bjórkassarnir flugu þéttar en flugur á hásumardegi. tonn áður en við komum til Cuxhaven og þegar svoleiðis er selt fæst fyrir aflann hæsta verð sem er á markað- inum þann daginn. Yfirleitt er byrjað að selja klukkan Aflaskipið Maí kemur í höfn. Maí kemur úr metsúluferð TOGARINN MAf kom til Hafnarfjarðar sl. laugardag eftir metsöluferðina til Cux- haven. Það var margt manna á bryggjunni og allir broshýr ir og glaðir nema fréttamenn, sem stóðu og börðu sér í kuld anum. Við komum inn í brúna mátulega til að heyra skipstjórann hrópa þrumu- röddu: „Ertu búinn að binda, Guðmundur Marteinsson?“ Halldór Halldórsson, skip- stjóri á Maí, hefur vakið mikla athygli vegna aflasæld ar sinnar, í vetur, og hefur nú kórónað fyrri afrek með því að selja tæp 290 tonn af karfa fyrir 307,793 mörk og 1 pfenn ing. Þetta vakti að sjálfsögðu athygli hér heima, og ekki síður í Þýzkalandi því að Maí var fyrsta skipið sem seldi ferskfisk í Cuxhaven fyrir meira en þrjú hundruð þús- und mörk. Flykktust því þýzk ir blaðamenn um borð til að ræða við Halldór og honum var gefin forláta stytta í við- urkenningarskyni. — Við vorum um 24 daga að þessu öllu saman, segir Halldór, — fórum út um síð- ustu mánaðamót og á miðin við Austur-Grænland. Þar fengum við strax sæmilegan afla en fórum af þeim miðum vegna veðurs og fikruðum okkur heim á leið. En á heimamiðum var ekkert að fá svo við héldum aftur til Grænlands á svipaðar slóðir. Vorum þar einskipa lengst af, en Sigurður og Víkingur komu svo í restina. Það var svo farið inn til Keflavíkur áður en við héld- um til Þýzkalands því að nokkrir menn voru að fara í frí. Við vorum 26 sem sigld- um, en venjuleg áhöfn er 31 maður. — Þeir fóru í frí, en er annars sama áhöfn hjá þér? Halldor Halldorsson, skipstjori, með styttuna sem hann fekk fyrir sölumetið. Sælgætisdós datt í sjóinn, og var veidd upp aftur. — Já, það eru alltaf mikið til sömu menn, prýðisdrengir allir saman. í>að er ekki síður þeim að þakka að við fáum gott verð fyrir fiskinn. Verð- ið fer mikið eftir því hvernig farið er með vöruna um borð, og meðferðin fer mikið eftir mannskapnum. Ég hefi aldrei orðið fyrir því að koma með skemmdan fisk á erlendan markað, jafnvel þótt það tæki allt að 24 daga að koma hon- um þangað. — Nú, við vorum seinir á markaðinn, komum ekki fyrr en klukkan fimm um nóttina en ákváðum að byrja strax að landa. Við vorum raunar búnir að selja rúm hundrað átta á morgnana en við seld- um tvisvar, fyrst klukkan átta og svo klukkan tíu. Þetta var frekar stór karfi, jafn og góður. Nú vilja þeir fá mig aftur til Cuxhaven 17. til 21. marz því að þá verður góður mark aður. Ég vona svo bara að heppnin haldist. Þessir síð- ustu fjórir túrar hafa verið mjög góðir. Tvö fullfermi, 17.100 punda sala í Englandi og svo þetta. — Og hverju viltu þakka þessa veiðisæld þína? — Tja, ég fer mínar eigin leiðir og jafnvel helzt þar sem engin önnur skip eru. Ef menn eru sjálfstæðir — og leita vel — þá gengur þetta ágætlega. Iðnaðarhúsnæði Til sölu er réttur til að byggja 2. hæð, að stærð 250 fermetrar, ofan á iðnaðarhús á góðum stað í Reykjavík. Með kaupunum fylgir allt mótatimbur. Áml Stefánsson, hrl. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. — Sími 14314. Bifvélavirkjar Óskum eftir bifvélavirkjum. Uppl. gefur Matthías Guðmundsson. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Laugavegi 118. — Sími 22240.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.