Morgunblaðið - 23.03.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 23.03.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. Sjötugur á laugardag; Sigurður Ágústsson alþm. LAUGARDAGUSTN 25. þ. m. á Sigurður Ágústsson, alþingis- maður í Stykkishólmi, sjötugs- aifmæli. Hann er fæddur í Stykk- ishólmi og síðan hefur lögheknili hans verið þar. Hólmurinn og 'Sigurður eru orðnir svo sam- grónir að fjöldanum finnst að hvorugur geti án annars verið. Það mun sannmæli að engum einum manni má eins þakka vel- gengni Stykikishólms og honum, enda hefur hann átt því láni að fagna að hafa haft mörg tæki- færi til þess að auka hróður hans. Tel ég á engan hallað þó þetta sé sagt. Sigurður á til góðra að telja. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Ásgerður Arnfinnsdóttir og Ágúst Þórarinsson, kaupmað- ur, sem bjuggu allan sinn búskap 1 Stykkishólmi. Þeim gleymir enginn, sem var svo lánsamur að kynnast þeim, kcana á heimili þeirra og eignast vináttu þeirra. Ungur byrjaði Sigurður að vinna við verzlun. Hefur það síð- an verið snar þáttur í lífi hans. í 34 ár rak hann hér umsvifa- mikla verzlun og um tíma útibú víða. En um sl. áramót afhenti hann ungum mönnum verzlunar- reksturinn. Þá hefur hann rekið útgerð hér í Stykkishólmi og öll- um kauptúnum á Snæfelsnesi meira og minna, á hér veglegt og fullkomið hraðfrystihús með miklum afköstum, sem nú síðast hefur fengið nýjar flökunarvélar af beztu tegund. Þá hefur hann starfrækt síldar- og fiskimjöls- verksmiðju, fyrst einn og síðan í félagi við aðra. Áætlunarbifreið- ir, á leiðinni Reykjavík—Stykkis hólmur, hefur hann stanfrækt í félagi við aðra um áratugaskeið. Fyrr á árum fékkst hann mjög við loðdýrarækt, þegar sá at- vinnuvegur var mest freistandi. Fjölda mörgum trúnaðarstörfum hefur hann gegnt, bæði í héraði og á landsvísu. Hér hefur hann verið um áratugi í hreppsnefnd, sýslunefnd og hafnarnefnd, svo eitthvað sé nefnt. Um fjölmörg ár var hann í stjórn Sparisjóðs- ins og bókasafn kauptúnsins hef- ur hann látið mjög til sín taka. Sl. 18 ár hefur hann setið á Al- þingi og getur nú með ánægju litið yfir farinn veg og séð að þessi ár hafa verið mestu fram- faraár á Snæfellsnesi, svo sem víðar um land. Er honum mikil hamingja að hafa tekið þótt í þeirri þróun. í stjórn Síldar- verksmiðja ríkisins, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sambandi Skreiðarframleiðenda hefur hann verið í fjölda ár. Sigurður er þannig gerður að hann vill hvers manns vandræði Jeysa og hefur mér oft og tíðum fundizt, að hann reisl sér þar hin erfiðustu viðfangsefni og ég hefi Undrazt yfir hvaða árangri hann hefur náð. Það er eins og hann hafi alltaf tíma til alls. Hann er ljúfmenni og framkoma hans þannig að vegfarandi hlýtur að veita honum sérstaka eftirtekt. Það fer e-kki hjá því að jafn at- hafnasamur maður og Sigurður er, hafi orðið fyrir gagnrýni og oft er það ekki þakkað sem skyldi hvað hann hefur orðið mörgum að liði. Sannast þar sem oftar að laun heimsins geta verið vanþakkklæti. Hann má ekkert vera að því að bíða eftir þökk- unum, því annað verkefni blasir þegar við. Hann er umdeildur, eins og aðrir athafnamenn, og í því sambandi kemur mér í hug Mrot úr kvæði Guðmundar á Sandi, sem hann orti á sinni tíð um sr. Sigurð í Vigur: Stendur um stóra menn, stormur úr hverri átt. Veður næm verða enn ■ vaðberg er gnæfa hátt Sigurður er kvæntur Ingi- ^ björgu Helgadóttur, Eiríkssonar frá Karlsskála og Sesselju Árna- dóttur frá Kálfatjörn. Heimili þeirra í Stykkishólmi er þjóð- kunnugt fyrir gestrisni, reisn og alúðlegt viðmót. Þangað hafa margir komið og öllum liðið vel. Vinarhugir stefna nú til Sig- urðar á hans merkisdegi því þann dag verður hann heima í Hólminum og deilir gleði sinni með ágætum vinum. Með þess- um línum vil ég óska þeim hjón- um alls hins bezta í komandi framtíð og að við fáum sem lengst að njota þeirra. Þeir eru margir, sem undir þá ósk taka. Árni Helgason. f HINUM fagra höfuðstað Breiða fjarðar, Stykkishólmi, hafa menn ing og siðfágun löngum verið aðalsmerki íbúanna. Allt frá dög um einstakra afreksmanna eins og Árna Thorlacíusar og fram á okkar daga hafa Hólmarar átt á að skipa slí'ku úrvali mannkosta- og hæfileikamanna, að til ein- dæma mætti telja. — Um alda- mótin síðustu og á fyrsta þriðj- ungi tuttugustu aldar ber einna hæst í forystusveit Hólmara menningarmanninn ágæta, Ágúst verzlunarstjóra Þórarinsson. Þó að Ágúst væri látinn fyrir nokkru, er við áttum heima vestra, kynntist ég menningar- viðhorfum hans allnáið, þar eð í minn hlut kom að ‘ skrásetja bókasafnið hans góða, er hann og kona hans gáfu Barna- og miðskólanum í Stykkishólmi. Fyrir nokkrum árum gerði ég í útvarpsperindi örlitla grein fyrir kynnum mínum við þennan á- gæta fulltrúa íslenzkrar alþýðu- menningar, bróður séra Árna, og bókasafn hans. Það er mælt, að eplið falli sjaldan Iangt frá eikinni. Og pó að Sigurður Ágústsson sé ef til vill að flestra áliti einkum og sér í lagi útgerðarmaður og kaupsýslu, þá hefir mér löngum virzt, að hin menningarlegu verð mæti væru honum þó öllu öðru hugstæðari. Minnist ég djarfrar og einarðrar baráttu hans fyrir skólamál í Stykkishólmi, óþreyt- andi áhuga á málefnum Amts- bókasafnsins þar, að ógleymdum fjölmörgum skemmtilegum og fróðlegum viðræðum við hann um menn og málefni liðins tíma. En sögumaður er hann frábær eins og frændur hans margir. Mér er minnisstætt kvöld eitt vestra fyrir um það bil áratug. Deilt hafði verið um, hvort reist skyldi heimavist við Miðskólann í Stykkishólmi. Margir töldu frá- leitt að sameina heimavistar- og heimangönguskóla. Sigurður Ágústsson var ötull stuðnings- maður heimavistarhugmyndar- innar eins og annarra þeirra mála, er til framfara horfðu og menningarauka vestra. Og sím- inn hringir. Það er Sigurður Ágústsson, sem talar frá Reykja- vík. Fyrsta áfanga er náð. Veitt hefir verið fé til heimavistar- byggingar við Miðskólann í Stykkishólmi. Á raddblænum skynjaði ég falslausa gleði Sig- urðar yfir að hafa komið þessu máli fram. Og ég þykist viss um, að ánægðari hefði hann ekki verið, þó að hann hefði verið að skýra frá væntanlegri frystihús- byggingu eða mokafla báta sinna. Slíkur er Sigurður Ágústsson. Með öðrum orðum: Honum er bókasafn hugstæðara en beina- verksmiðja. — Og þó mun fáum ljósara en honum, að hin efnis- legu verðmæti eru jafnan undir- staða framfara og mennta. Á sjötugsafmæli Sigurðar Ágústssonar sendum við hjónin honurn óskir heilla og hamingju, þökkum vinarþel og biðjum Hólmurum og raunar Breiðfirð- ijigum öllum þess, að dugnaðar og hæfileika hans og frú Ingi- bjargar Helgadóttur megi þeir njóta sem lengst. Ólafur Haukur Árnason. ÞEGAR ég fluttist til Stykkis- hólms haustið 1919, þekkti ég lítið til Stykkishólms. Þótt leiðin frá Snorrastöðum til Stykkis- hólms sé aðeins um 60 km., þá var það löng leið á þeim timum, enda vpru á þeim árum öll verzlunarviðskipti bundin við Borgarnes, eftir að upphleyptur akvegur var gerður fró Borgar- nesi vestur um Mýrarnar, vestur í Hnappadalssýslu. Ég hafði þó aðeins séð nokkra af helztu for- ystumönnum kauptúnsins og má meðal þeirra nefna: Pál V. Bjarnason sýslumann, Guðmund Guðmundsson lækni og kaup- mennina Ágúst Þórarinsson, Hjálmar Sigurðsson o,g Sæmund Halldórsson. Unga fólkið, á aldur við mig, þekkti ég lítið, en hafði þó að- eins kynnzt því lítið eitt á dans- skemmtunum að Fáskrúðar- bakka, En einn var þó af ungum mönnum í Stykkishólmi, sem ég hafði aðeins kynnzt og talað við, og það var ungi maðurinn Sig- urður Ágústsson, sem nú er sjö- tugur. Verzlun Tang & Riis í Stykkis- hólmi hafði á þessum tísmum úti- búi í Skógarnesi. En þar er lög- gilt höfn og því aðstaða til verzl- unar. Ágúst Þórarinsson var þá verzlunarstjóri Tangs-verzlunar í Stykkishólmi og fór Sigurður Ágústsson snemma að vinna við verzlunina og varð síðar fulltrúi hjá pabba sínurn. Á vordögum 1912 eða 1914 var ég á ferð í Skógarnesi, og þá var þar staddur ungur maður úr Stykkishólmi, og var mér sagt að hann væri sonur Ágústs Þór- arinssonar verzlunarstjóra. Hef- ur þá Sigurður verið 16—18 ára. Mér er hann enn liifandi í minni frá þessum fyrsta fundi okkar. Hann var þá mjög glæsilegur ungur maður. Mér virtist hann í hærra meðallagi á vöxt, grann- vaxinn, sviphreinn og brosmild- ur. Þegar ég kom til Stykkishólms í september 1919, vann ég fyrsta mánuðinn við verzlunarstörf hjá Hjálmari kaupmanni Sigurðs- syni, því að unglingaskólinn, sem ég var ráðinn við, gat ekki byrj- að fyrr en 1. nóvember, er mestu haustönnum var lokið. Það fór því svo, að ég kynntist þennan fyrsta mánuð aðallega verzlunar- mönnunum. Þá strax um haustið kynntist ég Sigurði Ágústssyni og jafn- framt hans ágæta heimili hjá foreldrum hans. Sigurður Ágústs son var þá 23 ára, ókvæntur heima hjá foreldrum sínum, á- samt systur sinni Ingigerði og bróður sínum Haraldi, 12 ára. — Guðrún Olga var þá nýgift. — Haraldur var væntanlegur nem- andi minn í unglingaskólanum. — Var þetta heimili á þessum árum mjög glæsitegt og ógleym- anlegt öllum, sem þar komu. Við fyrstu kynningu um haust- ið, kynntist ég strax beztu eðlis- kostum Sigurðar Ágústssonar. Hann var glæsimenni í útliti, kurteis, góðhjartaður og hjálp- samur, og fljótur að átta sig á hverju máli. Hann naut sérstaks trausts, bæði hjá ungum og gömlum, og var snemma kosinn í hreppsnefnd og stjórn spari- sjóðsins, — og mjög mörg önnur opinber störf hlóðust á hann. Áður en hann náði þrítugsaldri, var hann þegar orðinn einn af aðalforystumönnum kauptúns- ins. Þegar verzlun Tang & Riis hætti árið 1931, keypti Sigurður eignir verzlunarinnar, setti þar upp verzlun og rak jafnframt út- gerðarfyrirtæki og síðar frysti- hús. Öll þessi fyrirtæki hefur hann rekið fram á síðustu ár, en mun nú hafa selt verzlunina, sem rekin verður áfram í sömu húsa- kynnum. Það er ekki ætlun mín með þessari afmæliskveðju, að fara að rekja frekar starfssögu Sig- urðar Ágústssonar, en ég vil taka það fram, að þrátt fyrir marg- brotin störf, langan vinnudag og oft stranga lífsbaráttu, þá hefur glaðlyndi æskuáranna aldrei brugðizt honum. — Enn er hann vinfastur, hjálpsamur og dreng- skapanmaður í viðskiptum. Um aldarfjórðungsskeið áttum við samleið í StykkLshólmi og margskonar samskipti. Ekki vor- um við ætíð sammála og í sum- um málum andstæðingar, en aldrei man ég eftir að sikuggi félli á okkar persónulegu vin- áttu. Og ef mér hefði legið mikið við í einhverju máli, hvort sem snert hefði fjárhag eða annað, þá hefði ég hiklaust leitað hans ráða og treyst á drengskap hans. Sigurður Ágústsson hefur ver- ið hamingjumaður í sínu einka- lífi. Hann er ágætur heimilisfað- ir, gestrisinn og vinsæll. Haustið 1923, hinn 27. október, kvæntist hann sinni ágætu konu, Ingi- björgu Helgadóttur, Eiríkssonar. Hafa þau hjón í sameiningu myndað heimili, sem er í allra fremstu röð íslenzkra heimila, bæði um híbýlaprýði og gest- risni. Síðan ég flutti frá Stykkis- hólmi eru nú liðnir tveir áratug- ir. Á þessum tveimur áratugum hefur margt gerzt í lífi Sigurðar Ágústssonar, sem til tíðinda má telja. Hann bauð sig fram til þings haustið 1949, fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, er Gunnar Thor- oddsen hætti þar þingmennsku, og vann glæsilegan kosningasig- ur. Hefur hann jafnan verið end- urkosinn síðan. — Ég ætla ekki að fella neinn dóm um þingstörf hans, en ég er þess fullviss, að við þau störf hafa hans beztu eðliskostir notið sín, eins og í öðrum störfum hans í opinberu lífi. Ég vil svo að lokum senda þeim hjónum, Sigurði og Ingi- björgu, mínar beztu kveðjur og heillaóskir í sambandi við þessi tímamót og þakka þeim ágæta kynningu, bæði fyrr og síðar. Stefán Jónsson. ÞEIR fslendingar sem lifað hafa sín manndómsár á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, hafa án efa séð rætast stærri drauma og meiri framfarir og hagsæld skap ast í landi voru, en dæmi eru til um áður, allt frá því fynsta er landið byggðist. Um þetta munu allir íslendingar sammiála í dag. Sú mikla umbreyting sem orð ið hefur á högum lands og þjóð- ar á þessu tímabili, á án efa rætur sínar að rekja til marg- víslegra orsaka. — Einn áhrifa- ríkasti þáttur þessa framfara- tímabils, er vafalítið sú upp- bygging atvinnulífsins, sem átt hefur sér stað. Einn þeirra mætu manna, sem þar hafa lagt virxa hönd að verki, er Sigurð'ir Ágústsson alþm. en hann verður sjötugur þann 25. marz n.k. — Sigurður er löngu þjóðkunnur at hafnamaður, bæði fyrir störf sín og framkvæmdir I heimahögum á Snæfellsnesi, og einnig fy ír aískipti sín um 18 ára skeið & Alþingi, af margvíslegum fram- faramálum þjóðarinnar. — Um afskipti Sigurðar af fram- faramálum Snæfellinga, væri hægt að rita langt mál. Það verð ur þó ekki gert að þessu sinái, en á Snæfellsnesi hefur hann ált mörg áhugamálin, og komið þeim í framkvæmd, með sinni óbilandi þrautseigju og starfs- orku, sem ég hygg að eigi fáa sína líka. Sigurður Ágútsson er mikið ljúfmenni og mannkostamað ir, hann vill hvers manns vandræði leysa, hefur það komið sér vel fyrir ýmsa sem leitað hafa ráða hans og aðstoðar, í margvísieg- um vandamálum. Á Snæfells- nesi má víð sjá minnisvarða um þennan ágœta mann, sem standa munu um langa framtið, sem merki um framisýni hans, dugn- að og atorku, við framkvæmd þeirra mál, sem hann taldi sér skylt að berjast fyrir og ko.na í farsæla höfn. Sigurður Ágústsson hefur ver- ið mikill lánsmaður í lííinu, — giftur er hann ágætis konu, Ingi bj'örgu HelgadóUur, — og eiga þau einn son, Ágiúst, og vinnur hann við fyrirtæki föður síns. Hefur heimili þeirra Sigurðar og Ingibjargar alla tíð verið með hinum mesta höifðingsbrag. Þangað eru allir velkomnir og finna að þeir eru þar í vinahönd um og aufúsugestir. Ég lýk svo þessum fáu línum, með því að árna þessum go3a vini mínum, og heimili hans, allra heilla og Guðsblessunar á ókomnum árum, í von um sð honum megi enn endast aldur til að vinna áfram að sínnm hugðarmálum fjrrir land og þjóð. Jón Árnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.