Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 17

Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. 17 HVAÐA ÁHRIF HAFÐIVÍN LANDSKORTIÐ Á YÐUR? SVO sem kunnugt er af fréttum, er Vínlandskortið til sýnis I anddyri Þjóðminjasafnsins um þessar mundir. Mbl. hefur lagt fyrir nokkra menn spurninguna: Hvaða áhrif hafði það á yður að sjá þetta margumtalaða kort?, og fara svör þeirra hér á eftir. Kortið er dregið með bleki á bókfell og er 27.8 cm á hæð og 41 cm að lengd. Sýningin mun opin til 30. marz. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð minjasafnsins. ■r, sagði: „I>að er alltaf fróðlegt og kitl- andi fyrir forvitnina að sjá hluti, sem mikið hefur verið um talað, í eigin nersónu, og þess vegna er skemmtilegt að hafa fengið Vlnlandskortið til sýnis hér í Pjóðminjasafninu. Ég vona að margir muni koma og líta á það, því að það mun sennilega aldrei koma hingað aftur, og jafnvíst er að margt á eftir að beyrast í ræðu og riti um þennan upp- drátt á komandi árum, og þau tíðindi verða meira virði fyrir þá, sem sjálfir hafa séð gripinn. Annars ér það síður en svo að uppdrátturinn sjáist betur á ikinninu en á þeim prentuðum myndum, sem víða hafa birzt af honum í óteljandi blöðum og bókum um allan heim. Þetta er fyrst og fremst sýning á frægum forngrip, og það er í alla staði gott og gilt, en við því er naum- •st að búast að sýning kortsins hér verði til þess að leysa úr neinu af þeim mörgu vandamál- um, sem því eru tengd. Forn kortagerð er mjög sérlhæfð fræði grein, sem fáir íslendingar hafa •ett sig inn í að gagni, og ekki ▼il ég fyrir mitt leyti látast hafa neitt verulegt vit ó henni. En leyfilegt er að segja hvað manni finnst, þótt það hafi ekki mikið gildi. Mér finnst að kortið muni rera ófalsað. Þó að margt sé óupplýst í sambandi við það og jafnvel tortryggilegt, eins og bezt kom fram í þeim prýðilega fyrirlestri, sem prófessor Kon- •tantine Reichardt flutti í há- •kólanum, þá þartf svo gitfurlega margt, bæði tækni og margvís- lega sögulega þekkingu, til að útbúa fölsun sem þessói, að það er hartnær óskiljanlegt, að nokk ur maður leggi í slíkt eða takist •ð gera það þannig, að ekki verði eitthvað til þess að koma upp um svikin þegar í stað. En hugsanlegt er það vissulega, og •egja má með sanni að sporin hræði, því að á þessari öld hefur komizt upp um undraverðar fals •nir forngripa og listaverka af ýmsu tagi, og bezt er að hafa á •ér allan vara. En setjum nú svo, að kortið ■é ófalsað, eins og mér finnst •ennilegast, og sé frá 15. öld, eins og þeir fræðimenn telja, sem •krifað hafa hina stóru bók um Vínlandskortið. Hvert er þá gildi þess? Sjálfsagt er það þá- mikilsverð 'heimild um korta- gerð og landfræðiþekkingu á miðöldum. en um ferðir íslend- inga til Ameríku í fornöld seg- ir það í rauninni harla lítið nýtt. Um þær eru okkar fornu sögur eftir sem áður merkilegastur. Það «em athyglisverðast er fyrir okk ur er að sá sem korið gerði og ritaði á það skýrin.gargreinar, •egjum niðri í Mið-Evrópu á 15. ðld, hefur haft náin kynni af hinum fornu ísienzku heimild- um, en af því mætti draga þá ólyktun, að sú þekking haíi ver- W mönnum tiltæk á síðmiðöld- im víðar um lönd en venjulega hefur verið talið hingað til. Þannig getur kortið styrkt bá trú, sem margir hafa hallazt að, •ð þeir sem fundu hinn nýja heim í lok miðaida, hafi þekkt frásagnir íslenz;kra fornrita um óþekkt lönd fyrir vestan Atlants- haf. En það er tilgangslausrt að teygja hér lopann um þessi efni. Sýningin er til þess að gefa mönnum kost á að sjá frægan og margumtalaðan Muit með eigin augum. Hún verður áreiðanlega til þess að margir íslendingar hugsa meira og skýrar um þetta efni en annars hefði orðið og fylgjast af meiri dómgreind um það, sem um kortið verður rætt í framtíðinni. Og því ber að fagna, að Yale-háskóli læsir ekki kortið niður heldur býður mönn um frjálsiega upp á að sjá það og skoða, og að innan skamms Kristján Eldjárn. verður það fengið í hendur British Museum, þar sem það verður látið ganga undir ströng ustu vísindaleg próf sem hugs- azt geta. eins og prófessor Reichardt skýrði frá í fyrirlestri sínum“. Magnús Már Lárusson prófessor, sagði: „Ekki er hægt að segja, að Vínlandskortið hafi ihaft meiri áhrif á mig en önnur skjöl og gögn liðinna alda. Að vísu er það ætíð svo, að við skoðun gam alla skjala rís hið liðna frammi fyrir mönnum, stundum í gráma og óskýrleika, en stundum í miklum og sterkum litskrúða. Vínlandskortið er fyrir mér ekki hið sama og að sitja með blað úr Heiðarvígu í höndunum, né með kveisublað, sem varðveizt hefur atf hendingu einni saman, né blöð, sem rangt hafa verið skrásett og bundin í Árnasafni svo aðeins sé stiklað á stóru og því, sem telja megi afgerandi frumheimildir. Og þessi dæmi eiga líka það sameiginlegt að rekja megi feril gagnanna að miklu leyti, Vínlandskortið er að því leyti öðruvísi statt. Það er óviðfeldið að leynd skuli ríkja yfir ferli þess og næsta baga- legt, því ferill gagns er afar þýð- ingarmikill. Hafi Vínlandskort- inu verið stolið, en það er hið fyrsta, sem illkvittnin lætur manni í hug koma, þá ætti rétt- ur eigandi nú þegar að hafa fengið kvitt atf því, þar sem frétt in um fund þess hefur verið tal- in til heimsfrétta og á henni hef- ur að auki verið haldið alllag- lega, ef svo mætti segjá. Ekki er það einsdæmi, að bókum og skjölum hafi verið stolið með einum eða öðrum hætti, — því miður. En er um vísindalegar rannsóknir ræðir, þá er eitt frumskilyrði, að vitað verði um feril gangsins. Hann getur gef- ið ómetanlegar upplýsingar og ábendingar. Sem stendur virð- ist ekki mega ljóstra honum upp í sambandi við Vínlandskortið og er það bagalegt og hefur ekki góð áhrif á mig, en sjáltfsagt er ill nauðsyn að baki. Kortið er merk heimild, sem staðfestir að nokkru hinar eiginlegu íslenzku frumheimildir og eykur við ann- ála. En kortið er ekki fullrann- sakað enn. Það er einkennilegt, að uppdrátturinn fylgir ekki hinni norrænu og íslenzku erfi- kenningu um Grænland og gerð þess sem skaga; hins vegar er textinn á kortinu ábending um, að von geti verið um að, að ein- ■hvers staðar finnist skýrsla eða frásagnarstúfur 1 sambandi við Eirík biskup ufsa, en vísbending um feril kortsins gæti ef til vill stuðlað að því. Og fyndist þá eitthvað til viðbótar þekking- unni, sem fyrir er, þá væri gott en er óskadraumur að líkindum. Mörg vandamál eru enn óleyst í sambandi við kortið. Ársetn- ing þess virðist ekki vera fylli- lega örugg, því pappírinn kann að vera töluvert eldri en upp- drátturinn og ritlhandatfræði er erfið til ársetningar, því ævidag- ar mannsins kunna að vera sjö- tíu ár, svo sem forðum var tal- ið. Siklningurinn á latínutextan- um er og umdeilanlegur — út- leggingin er ekki örugg. Heitið Magnús Már Lárusson. „leiphus erissonius" virðist mér tortryggilegt, þvi Ericus nefnd- ust sumir allþekktir dýrlingar miðalda og konungur og lægi beinna við að rita „(filius) erici". Henricus má túlka sem mislestur forrits í stað Ericus, þ.e. Eiríkur ufsi, og finnst auð- vitað dæmi svipaðra mislestra, auk þess sem fyrir kemur reynd ar, að Eiríkr hafi verið lagt út iHenricus. En þegar svo við bæt- ist „byrnaus", þar sem vænia mátti „bero“ eða svipað, þá verða áhyggjurnar nokkrar. Kynni heimildin að vera munn- leg? Eða er hér klausa, tvinnuð saman úr íslenzkum heimildum og Adam frá Brimum, er nefnir Vínland eyju, og það gert seint á síðmiðöldum eða fyrr? Auð- séð er, að töluvert er ef’tir í rann sókn kortsins. Hins vegar hefur fundur þess orðið til þess að beina alheimsatinygli að fornri menningu íslenzkri og er það gott og gagnlegt. Hún og hennar arfleifð til vor hetfur fengið ódýra auglýsingu úti um álfur. En fundur kortsins hefur ekki orðið til að raska minni rósemi, né tregðu til að kyngja hverju, sem vera skal“. Eiríkur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, sagði: „Ég merkti éngin sérstök álhrif, þegar ég sá Vínlandskort- ið, fram yfir þá kennd atf lotn- ingu, sem ég og margir finna oftast til andspænis fornum hand skrifuðum ritum. Þetta er Ijós- litað og lítt notað handrit, eins og erlend skinnhandrit eru mjög oft, og virðist hafa komið í fárra hendur. Er það að þessu leyt.i ólíkt íslenzkum handritum, sem aftast eru blökk og nokkuð slit- in af mikilli handfjöttun og lestri. Er ólíkt áhrifameira, a.mk. fyrir fslending, að sj'á íslenzkt handrit, bæði af því að etfnið er oft harla merkilegt á þessum íslenzku skræðum, og svo líta þær út eins og þær séu nýkomn- ar utan úr mannlífinu, — okkur finnst sem andar horfinna kyn- slóða svífi yfir þessum dökku blöðum. En yfii hvítu, útlendu og ólesnu handritum svífur ekki neitt — kannski þegar bezt læt- ur andi munksins, sem skrifaði handritið og skreytti og lét það síðan inn í skáp. Ég fæ alls ekki skilið, að Vin- landskortið sé neitt geysimerki- legt sögulegt plagg. Það segir ekki neitt fram yfir það, sem við íslendingar höfum vitað fyrir víst í tíu aldir, annað en það, að kortagerðarmaðurinn, hver sem hann var, hefur þekkt bæði heimildir Adams frá Brimum og íslenzkar heimildir um Vinland. Sennilegt er, að hann hafi haft þetta frá einlhverjum fslendingi. Kortið segir vitaskuld ekkert Eiríkur Hreinn Finnbogason. um, hvort einhverjum fleiri en honum hatfi verið þessi vitneskja kunnug, og fremur virðist útlit kortsins mæla gegn því, að álhritf þess hafi orðið ýkja mikil til útbreiðslu þessarar þekkingar. Við erum auðvitað jafnnær um Kolumbus eftir sem áður. ólfk- legt er, að hann hafi þekkt þetta kort og ætlað sér að fara til Vín- lands eftir tilvísun þess — hann hefði þá varla lagt út fbá Kana- ríeyjum og siglt beint í vestuir. En ekki er þar með sagt, að hann hafi ekki þekkt neinar sögusagnir um lönd fyrir vestan haf. Annað hvort er þetta kort föls un frá 19. eða 20. öld, (því að það hefði þurft framsýni og hug myndaflug til þess að láta sér detta í hug að falsa slíkt kort fyrir þann tíma) — eða kortið er ekki yngra en vesturför Kol- umbusar. Mér finnst svo mikil rök hafi verið færð fyrir því, að kortið sé ófalsað, að óhætt sé að gera ráð fyrir því, þangað til annað sannast. Mönnum finnst Grænland tortryggilega líkt sjálfu sér, en lönd eins og Bret- landseyjar og Norðurlönd ólík veruleikanum. En má ekki alveg eins líta á þetta sem meðmæli með því, að kortið sé ekta, eins og hið gagnstæða? Væri það ekki einkennilegur falsari, sem lé'ki sér að því að gera kort sitt tortryggilegt með þvi að breyta Grænlandi lítið, fyrst hann var að hafa fyrir því að breyta öðr- um löndum? Virðist m'ér liggja beinast við að álykta, að hér séu öllu lönd dregin eftir beztu vit- und, Vínland t.d. samkvæmt Adam frá Brimum og skipt eft- ir íslenzkum heimildum í Hellu- land, Markland og Vínland o.s. frv. En þó að sögulegt mikilvægi kortsins sé ef til vill ekki ýkja- mikið, er það vissulega verðugt viðfangsefni kortasérfræðingum, og þá ekki síður uppdáttur Asíu landa en Evrópu- og Amerfku- lönd. Bíða margir óþreyjufullir eftir niðurstöðum þeirra rann- sókna“. Ólafur Helgi Jónsson, fram- kvæmdastjóri, sagði, er við hitt- um hann í Þjóðminjasafninu, þar sem hann var að skoða kort- ið og þau fylgirit, sem með þvf eru sýnd: „Ég hef séð mörg gömul kort, en ekkert eldra en þetta. Á þvl má sjá að þær hugmyndir, sem menn hafa haft á lögun heims- ins, hafa mikið breytzt og eru allt öðru vísi en nú. Á kortinu sést einnig hluti Vesturáltfu eða sá staður, sem álitið er að þeir félagar Bjarni og Leifur hafi komið að landi á víkingaöld. Kortið er furðu nákvæmt. T.d. vekur það athygli, hve Grænland er líkt sjálfu sér. Einn ig eru ísland, Færeyjar og Vest- ur-Evrópa furðu vel dregin. Ég verð að segja, að mér finnst kortið trýverðugt, þegar höfð er í huga sú tækni, sem menn réðu yfir, þegar kortið var gert.“ Skákþings- fréttir FIMIMTA umferð í landsliðs- fflokki var tefld í gærdag í Dom- us Medica, hinum vistlegu húsa- kynnum lækna við Egilsgötu. Úrslit urðu þessi: Bragi Kristjánsson vann Guna ar Gunnarsson. Ingvar Ásmundsson vann Jón Þór. Haukur Angantýsson varm Gylfa Magnússon. Jafntefli gerðu Trausti Björna- son og Arinbjörn Guðmundsson. Jónas Þorvaldsson vann Brag* Bjömsson. Biðskák varð hjá Halldóri Jónssyni og Bimi ÞorsteinssynL Sjötta umferð var tefld í gær- kvöldi, en úrslit voru ekki kunn er blaðið fór í prentun. Eftir fimm umferðir er staðan þessi: Bragi Kristjánsson er efstur með 314 vinning, Haukur Angan- týsson hefur 3, Bjöm Þorsteins- son 214 og 2 biðskákir, Gunnar Gunnarsson 214 og 1 biðskák, Gylfi Magnússon og Trausti Björnsson hafa 214 hvor, Ingvar Ásmundsson og Jónas Þorvalds- son 2 og eiga 1 biðskák hvor. Arinbjörn Guðmundsson hefur hlotið 114 og á 2 biðskákir, Hall- dór Jónsson 1 og 4 biðskákir, Jón Þór 14 og 1 biðskák og lest- ina rekur Bragi Björnsson með 14 vinning. í dag verður sjöunda umferð tefld og hefst kl. 11 f. h. og bið- skákir í kvöld kl. 7. Á föstudag- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.