Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 22
22
MORG.UiNBXAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1067.
t
Valdimar Stefánsson,
stýrimaður,
Holtgotu 39,
lézt 22. marz.
Hólmfríður Helgadóttir.
t
Unnusta mín, dóttir okkar
og systir
Áslaug Axelsdóttir
Hlíðarvegi 1, Kópavogi,
andaðist 11. marz. Jarðarförin
hefur farið fram. Þökikum
auðsýnda samúð.
Unnusti, foreldrar
og bróðir.
t
Eiginkona mín
Guðfinna Jóna
Jóhannsdóttir,
Langholtsveg 51,
andaðist 21. marz.
Einar Ermenreksson.
t
Eiginmaður minn
Ágúst Guðmundsson
frá Vestmannaeyjum,
sem andaðist 18. marz si. verð
ur jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 28. marz
1967 kl. 1,30 e.h.
Ingveldur Gísladóttir.
t
Maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Guðleifur ísleifsson
skipstjóri,
Kirkjuveg 28A, Keflavík,
sem andaðist 20. þjn. verður
jarðsunginn frá Keflavíkur-
kirkju laugardaginn 25. marz.
Athöfnin hefst með bæn að
heimili hins látna kl. 3 e.h.
Sveinhiidur Helgadóttir,
börn, tengdabörn og
barnabörn.
t*
Eiginmaður minn, faðir okk
ar, tengdafaðir og afi,
Sigurður Sigurðsson
fyrrv. kennari,
lézt 15. þ. m. Jarðarförin hef-
ur farið fram. Þökkum auð-
sýnda samúð.
Kristín Friðriksdóttir,
Arnþór Sigurðsson,
Arndís Arnadóttir,
Erling Jón Sigurðsson,
Kolbrún Gunnarsdóttir,
Þorgerður R. Sigurðardóttir,
Hákon Magnússon
og barnabörn.
Sæmundur Gíslason
fyrrv. lögregluþjónn
f GÆRDAG var til grafar bor-
inn Sæmundur Gíslason, fyrrv.
lögregluþjónn. Hann var fæddur
í Reykjakoti í Ölvusi 20. júlí
t
Faðir okkar,
Sigurður Ólafsson,
kennari,
lézt að hieimili sínu, Tjarnar-
braut 3, Hafnarfirði, miðviku-
daginn 22. marz.
Börnin.
t
Jarðarför
Harðar Jónssonar,
Hlíðarvegi 25, ísafirði,
sem lézt 15. þ. m. fer fram frá
ísafjarðarkirkju Laugardaginn
25. marz kl. 2.
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Jón Valdimarsson,
börn og tengdabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
faðir okkar og tengdafaðir,
bróðir og afi,
Janus Guðmundsson
verkstjóri,
Rauðarárstíg 24,
verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 28.
þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni
verður útvarpað.
Jóhanna Ásgeirsdóttir,
Guðrún Janusdóttir,
Jensína Janusdóttir,
Óli Sigurðsson,
Jóhannes Guðmundsson,
Janus Ólafsson.
1888 og lézt á Hrafnistu 14. þ.m.
Þeim fækkar nú óðum, sem
voru starfsfélagar mínir í lög-
regluliðinu á fyrstu árunum eft-
ir 1920. Flestir þeirra mætu
manna eru nú horfnir af sjónar-
sviðinu eftir vel unnin störf og
dygga þjónustu, og minnist ég
þeirra ætíð með virðingu og
þakklæti í huga.
Þann 1. febrúar 1921 gekk
Sæmundur í lögreglulið Reykja-
víkur og gegndi því starfi óslitið
til ársloka 1958, er hann hætti
stönfum fyrir aldurs sakir. Við
Sæmundur vorum samstarfsmenn
í lögreglunni í 37 ár og mörg
fyrstu árin í náinni samvinnu
við næturvörzlu í bænum. Lög-
reglan var fámenn í þá daga og
illa búin að tækjum, en oft sukk-
samt á köflum, og þá kom sér
oft vel, hvað Sæmundur var mik
ið karlmenni að burðum. Ekki
hafði næturvakt lögreglunnar
bifreið til umráða fyrstu árin,
og kom þá stundum fyrir, þegar
fjarlægja þurfti menn af al-
mannafæri, sem ekki voru fær-
ir til gangs, að Sæmundur tók
þá á öxlina og hélt á þeim heim
til þeirra eða í fangahúsið, eftir
því sem efni stóðu til' Tel ég, að
hann hafi haft tveggja manna
afl til allra átaka. Sæmundur var
glæsilegur maður á velli og létt-
ur í spori. Hann var ágætur sam-
starfsmaður, ósérhlífinn og æðru
laus, stilltur og prúður í fram-
komu, bæði í lögreglustarfinu og
utan þess, og vildi hvers manns
vanda leysa, ef hann átti þess
kost. Sæmundur hafði mikið
yndi af hljómlist og var gæddur
frábærri söngrödd. Á yngri ár-
um mun hann hafa stefnt að því
að fara til Ítalíu til söngnáms,
en orðið að hætta við þá ákvörð-
un vegna fjárskorts. Sæmundur
var einn af stofnendum Lög-
reglukórs Reykjavífcur. Fyrsti
söngstjóri kórsins var hinn þjóð-
kunni söngstjóri og tónskáld,
Brynjólfur Þorláksson, organ-
leikari, og sagði hann í samtali
við mig, að Sæmundur hefði svo
mikla hæfileika frá náttúrunnar
hendi, að hann hefði getað náð
langt á listabrautiinni sem tenór-
söngvari, hefði hann hlotið góða
þjálfun á því sviði. Mun Sæm-
undur löngum hafa harmað það
að geta ekki notið þessara hætfi-
leika sinna til hlítar, þó að hann
hefði þar um fá orð, því að hann
var dulur maður og fámædtur um
eigin hagi.
Sæmundur var mikill hesta-
maður og hestavinur og eignaðist
hann marga góðhesta um æfina
og annaðist hann þá af mikilli
nákvæmni, bæði í húsi og á
t
Þakka af alhug auðsýnda
samúð við andlát og jarðaríör
konu minnar
ferðalögum, enda var hann
mikill dýravmur. Munu það hafa
verið sannar sólskinsstundir í lifi
hans, er hann átti þess kost að
ferðast um landið á gæðingum
sínum í góðra vina hópi.
Ég ætla ekki að hafa þessi
kveðjuorð til vinar míns öllu
fleiri. Vammlaus heiðursmaður
hefur fengið hvíld frá strífll
þessa jarðneska Ufs, og vil ég
færa honum innilegustu þakkir
fyrir ánægjulegt samstarf, dreng-
skap og vináttu og árna honum
fararheilla til fagurra framtíðar-
landa. Konu hans og ástvinum
öllum votta ég dýpstu samúð.
Guðbjörn Hansson.
Jón L. Guðmnndsson
— Kveðja —
Fæddur 2. júlí 1949;
fórst með mb. Freyju 1. marz 1967.
ÞAÐ var okkur sorgarfrétt, þegar okkur
skildist, að þú hefðir kvatt þennan heim.
Við höfðum saknað þín í okkar hópi í vet-
ur, fullan af æskufjöri og áræði, svo ung-
ur, lífsglaður og bjartsýnn á komandi
daga. Við munum ávallt minnast þín
þannig. Unnustu, foreldrum, systkhuim og
öðrum ástvinum vottum við okkar inni-
legustu samúð, þér virðingu og þökk.
Dunar við eyru gnýr af bylgjubroti,
byrðingurinn lemur koldimm norðan hríð.
Mannlegri orku beint gegn bana þroti,
brimskaflar rísa, háð er lokastríð.
Öldurnar brotna, bát í djúpið soga,
baráttu lokið, tregi hjörtun sker,
flogin að mönnum ör af bana boga,
brimsúgur kaldur gegnum hugann fer.
Liggur að baki sautján ára aldur,
æskunnar vor í brjósti þínu hló.
Nú ertu horfinn, hafsins faðmur kaldur
huldi þig, vinur, djúpri grafar ró.
Unnustu og móður megi Drottinn styðja,
er mannlegu þreki sorgin gengur nær.
Við skulum öll til Guðs um bætur biðja,
blæðandi sár hans miskunn læknað fær.
Yngstur þú varst af áhöfninni, vinur,
örlög þér skópu gröf í votum reit.
Niður að grunni gleði mannleg hrynur,
glataðar vonir, brostin fyrirheit.
Þökkum við samleið, nemendur að Núpi,
náðarríkt vor í sporum þínum grær.
Sofðu nú rótt, þó dimmt sé yfir djúpi,
Drottinn þig blessi. Lifir minning kær.
E.Þ.
Alþjóðlegur boðskapur
SJÖTTI Alþjóðaleikhúsdagurinn | veruleikans með skemmtilegum,
er þann 27. marz 1967. í tiléfni ■ viturlegum og viðfelldnum hætti,
af honum sendir Alþjóðaleikhús-; sem gerir því fært að viður-
málastofnunin út ávarp, sem hin kenna veruleikann. Við, fólto
fræga leikkona Helene Weigel leikhússins, reynum með starfi
hefur samið og hljóðar þannig: | Framhald á bls. 24
Leiklistin og systurlistgreinar
hennar geta aldrei metið skyldur
sínar við mannfélagið um of.
Áhrifamáttur okkar er mikill og
ekki háður landamærum. Við
bjóðum fólki til leikhúss okkar
til þess að sýna því eftirmynd
Kærar þakkir til allra, sem
minntust mín á afmælisdag-
inn 26/2 s.L með heimsóknum,
Þakka hjartanlega allan
þann hlýhug sem til mín hetf-
ur streymt á sjötugsafmæli
mínu. Bið öllum Guðs bless-
unar og friðar.
Gyðríður Pálsdóttir
Seglbúðum.
t
Hjartans þakkir til allra
þeirra mörgu nær og fjær,
sem sýnt hafa okkur samúð
og vinarhug við andlát og
jarðarför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og
afa
Tryggva Siggeirssonar.
Lára Guðlaugsdóttir,
Helga Tryggvadóttir,
Agnar Tryggvason,
Lára Þorsteinsdóttir
og barnbörn.
Ásdísar Ólafar
Þórðardóttur.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Benjamínsson
Grund.
t
Þökkum innilega saanúð og
hjálp við andlát og jarðarför
Kristínar Þorsteinsdóttur
hjúkrunarkonu.
Fyrir hönd aðstandenda.
Hólmfríður Þorsteinsdóttir.
gjöfum og heillaskeytum. Lif-
ið heil.
Guðmundur Jónsson,
Innra-HólmL
Hjartanlegar þakkir færi ég
þeim sem glöddu mig með
gjöfum og skeytum á 85 ára
afmæli mínu.
Ólafur Auðunsson.
Ég þakka af alhug vinum
og velunnurum, nær og fjær,
alla þá vinsemd og vildargjaf-
ir, er ég varð aðnjótandi á
sextugasta afmælisdegi mín-
um þ. 15. þ. m.
Sérstaklega þakka ég gömlu
húsbændunum mínum og öðr-
um félögum á Morgunblaðinu
fágæta tryggð og rausn vifl
gamlan starfsmann, sem legið
hefur í lamasessi í 17 ár.
Sá er vinur. er í raun reyn-
ist trúr.
Helga Jónasardóttir
írá HólabakL