Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 28

Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. Sögulegt 0 r eítir Stephen SUmarfn Ransome j..—— -— - — — --——— — Það er bersýnilegt, að einhver hefur ætlað að brjótast hingað inn til mín. heiman, nema rétt meðan hann var við laganámið. Efri hluta hússins hefur venð breytt í íbúð ir, svo að aldrei hefur hann ver- ið einn í húsinu, en einmanalegt hlýfcur nú samt að vera þarna. Ég fór að velta því fyrir mér, hvort hann mund'. nú flytja í ný- tízkulegri skrifstofu á torginu eft ir að hafa hlotið þessa forfröm- un, sero saksóknari — þó ekki væri nema settur — og það fyr- ir minn tilverknað. Ég sá dyrnar á skrifstofu Mil- es opnast — hægt. Ljósið skein út og breikkaði, en mjókkaði svo aftur. Það var ofurlítil vindgola. Maðurinn, sem ég hafði séð flýta sér svona mikið út, hafði ekk| lokað almennilega á eftir sér. Ég horfði á hurðina hreyfast til og sá þá, að mér hafði ekki skjátlazt. I>að var Brad, sem ég hafði séð fara. Ég gekk að dyrunum og inn I biðstofu Miles — sem var forn- leg og með leiðinlegum húsgögn um og krukluðum skírteinum á veggjunum. Þarr.a var dauða- þögn. Ekkert hljóð nema utan af götunni. Enginn var að tala þarna fyrir innan. Ég opnaði inn 1 innri skrifstof una og stóð snögglega eins og stirðnaður I sömu sporum. Miles lá á gólfinu hjá skrif- borðinu sínu. Hann var jakka- laus og hvít skyrtan var með sex blóðblettum. >að var ljótt sár á hálsinum á honum og blóð- pollur undir. Það hafði verið rótað í skrif- borðinu hans. Þunnur reykui var utn stof- una. Hann hafði komið frá ofn- inum. Eitthvað hafði verið brennt þarna og spjaldið ekki opnað. Þetta gráa. sem lá í eldstæðinu var pappirsaska. Ég laut yfir Miles og tók á slagæðinni. Hún var veik, en þó varð hennar vart. f þetta sinn hafði morðing- inn verið of hroðvirkur — hon- um hafði mistekizt. Gapandi sár- ið á hálsinum á Miles hafði ver- ið gert með einu hnífshragði, en eitt hnífisbragð hafði bara ekki nægt. Barkinn var í sundur en aðalslagæðin ósnert. Aftur á móti blæddi mikið úr smærri æðunum. Ef Miles fengi ekki hjálp eftir fáar mínútur yrði hann dauður, þarna fyrir augun- um á mér — en ef til vill var enn hægt að bjarga honum. Ég hljóp að simanum, hringdi og sagði: — Sjúkravagn eins fljótt og hægt er í Hirðstræti 124. Svo fór ég út. Ég flýtti mér ekkert, en gekk þangað sem bíll Brads hafði stað ið. Hann var farinn. Ég var kominn inn í bílinn minn, þegar sjúkrabíllinn kom á tveim hjólum fyrir hornið, með rauða ljósið uppi og bjöll- unna í fullum gangi. Hann var kominn að Kendallhúsinu og ég af stað samtímis. Rétt við Feyju hornið náði ég í Brad og elti hann svo eftir það og gætti þess að missa ekki sjónar af honum. Hann stanzaði við bílahliðið og þegar hann steig út úr bilnum sínum, var ég þegar stiginn út og beið hans. — Tók nokkur annar eftir þér Brad? ........Hlustaðu á mig, Brad. Tók nokkuð annar eftir þér. Þú ert í smóking. Hann leit niður eftir sér og var of utan við sig til þess að evara, og sannfærðist um, að hann væri í smóking. — Þú verður mér nú kannski ekki þakklátur fyrir það, en Vg kallaði á sjúkrabíl. — Sjúkrabíl? Til hvers? Hann var steindauður. — Nei, ekki alveg. — Mér sýndist hann dauður þegar ég sá hann, sagði Brad, hásum rómi. — Ég gekk þarna inn og þar lá hann á gólfinu. Skorinn á háls, svo að ég gat ekki efazt um, að hann væri dauður. — Hann kann að deyja. En ef hann lifir þetta af, er málinu lokið. Því að auðvitað veit hann þá, hver gerði það. — Ég fann hann svona, tafs- aði Brad, — og ég hélt hann væri dauður. Hann sneri sér og gekk gegn um myrkrið til vinnustofu sinn- ar. Þar fór hann inn og læsti á eftir sér. Ég horfði á eftir hon- um og minntist þess, sem hann hafði sagt við mig þar fyrir nokkrum dögum. Hann hafði sagt: — Miles veit það ekki, en hann er að biðja um að verða skorinn á háls. Ég gekk inn í húsið bakdyra- megin, til þess að forðast Glendp og Kerry, og gekk upp bakdyrastigann. Nú hef ég ver- ið að horfa til vinnustofunnar út um giuggann hjá mér. Brad er þar enn, aleinn og gestirnir eru farnir að brjóta heilann um, hvað það geti verið, sem hefur spillt skemmtuninni, sem þeir bjuggust við þetta kvöld. En það verður ekki langt þang að til okkur berast fréttimar. Vitanlega hefur þegar verið kall að á lögregluna. Og á göngun- um í sjúkrahúsmu í Crossgate láta menn vafalaust dæluna ganga. Og fregnin er vitanlega kiomin út um allan bæinn. Og nú verða ekki yfirvöldin neitt væg, ef þau hreyfa sig á annað borð. Það er ekki mikill vafi á þvi, að áður en nóttin er liðin, verður Brad kominn í varðhald. Já, í varðhald. Nú dugar eng- in trygging. Silkihanzkarnir hafa verið teknir ofan. Brad verður lokaður inni fyrir fullt og allt. Og ástæðan? Jú, hún er auð- sæ. Sem varúðarráðstöfun. Þrjú fórnardýr eru alveg nóg, ekki sízt þegar það þriðja og síðasta er saksóknarinn sjálfur. 30. kafli. Sunnudagsnótt kl. 1.00. hlusta á þetta segulband mitt. Meðan ég var úti í kvöld, hef- ur einihver spilað rúlluna á enda, og ef til vill meira — það síð- ast og það sem hefur mesta ásök un í sér fólgna — það er að segja uppljóstranir Brads um Joyce — öðru nafni Zellu — og eins skýrslu mína um morðtil- raunina við Miles Kendall. Þetta var gert meðan ég fór til Crossgate — í annað sinn sömu nóttina. Og ég fór til Crossgate, vegna þess hve Óhugnanlegt mér fannst það. að engar fréttir skyldu hafa borizt þaðan. Réttvísin á staðn- um ætlaðj augsýnilega að veiða vel, áður en nokkur gæti áttað sig. Við þorðum þó ekki að verða á undan henni á nokkurn hátt, heldur þurftum við að fara okkur sem hægast. En þegar mið nættið var komið. án þess að ég vissi, hvort Miles væri lifandi eða dauður, þóttist ég neyddur til að leika djarfan leik — sem sé að fara til borgarinnar og hlusta á mál manna. Þeir sem voru að drekka við skenkiboiðið, virtust forðast mig eftir því sem hægt var og stein-> þögnuðu þegar ég nálgaðist. Ég sá fljótt, að vænlegasta aðferðin var sú að sýna ekki af mér neina forvitni — heldur láta sem minnst á mér bera, en reyna að hlusta á það sem hægt væri. Á þennan hátt komst ég brátt að því, að Miles hafði komizt t sjúkralhúsið með lífsmarki. Hann hafði hitt svo á ,að Buck- er, bezti skurðlæknirinn okkar, stóð þveginn og sótfhreinsaður, reiðubúinn til að fremja keisara- skurð. Annar læknir tók við því af honum, en Bucker tók til starfa með nálar, umbúðir og sótfchreinsunarlyf, og tókst að bjarga lífi Miles. Hálsinn á hon- um er nú saumaður saman og hann kemst yfir þetta. Það getur vel verið, að það verði honum vonbrigði. Hitt hefði verið ólikt áhrifameiri út- ganga af sviðinu. og hann missti af henni svo að ekki munaði nema hársbreidd. Oppþvottavélin, sem þcr hafið bciHi) eftir fáenwood Kenwood uppþvottavélin ER FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK. KENWOOD uppþvottavélin tekur í einu fullkominn borðbúnað fyrir 6. KENWOOD uppþvottavélin getur verið hvar sem er í eldhúsinu, innbyggð —- frí- standandi, eða uppi á vegg. Verð kr. 15.400,00. , Viðgerða og varahlutaþjónusta. S'im! 11687 21240 Laugaveqi 170-172 1 ínrt Dmr.ni * Laugardag 1 | I> Á L 1 V w DlllUvi KL. 8.00 L 11/ U ÍJRVALS SKEMMTIATRIÐIÐ KEMUR FRAM í HLÉI Glaesilegasta páskamatarbingó ársins Spilaðar verða 15. umferðir. Aðal vinningur: SKATTHOL og ARMSTÓLL ásamt Stórkostlegir vinningar. Matur fyrir alla fjölskylduna Borðpantanir eftir kl. 4 í dag í síma 35936. MATARPAKKA. F. F. ÍDÓ 1 RINChl A Laugardag 1 f |> Á L Dlllllv* KL. 8.00 L 1 1/ U

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.