Morgunblaðið - 23.03.1967, Síða 30

Morgunblaðið - 23.03.1967, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. IR vann Armann 50:48 Á ÞRIÐJUDAG voru leiknir tveir leikir í fyrstu deild fslands mótsins í körfuknattleik. KR sigi-aði ÍS með 65 stigum gegn 3€ og ÍR vann Ármann með 50 stigum gegn 48. Eins og við var að búast höfðu KR-ingar ekki mikið fyrir að víhna stúdentana. Þó áttu þeir flestir fremur lélegan leik og virðist þreytu vera farið að gera vart við sig hjá liðinu, en prógrammið hefur verið nokkuð erfltt hj'á þvi undanfarið. Það er fyrst eftir 10 mínútna leik að KR tekur af skarið og breytir stöðunni úr 14:10 í 27:10. Voru þar mest að verki varamennirnir sem fengu nú að koma inn á stund og stund. í hálfleik var staðan 30:16 og breikkaði bilið jafnt og þétt allan síðari hálf- leik, en leikurinn endaði, eins og fyrr segir, 65:36 fyrir KR. Beztur KR-inga var Brynjólfur, sem skoraði 16 stig, en Einar var stigihæstur með 18. Hjá stúdent- um voru Steindór og Hjörtur einna beztir og skoruðu 10 og 14 stig. Dómarar voru Guðmundur Þorsteinsson og Ólafur Geirs- son. í síðari leiknum hafði Ár- menningum nærri tekizt að sigra ÍR, en þeir komu ÍR-ingum oft í opna skjöldu með góðum leik sínum. fR hafði 3-4 stig yfir mest allan hálfleikinn, en u-ndir lok- in tókst Ármenningum að kom- ast eitt sig yfir 28,27. Seinni hálfleikur var mjög jafn. ÍR-ing- ar komust yfir 33:32, en Ár- menningar jafna 38:38. ÍR nær 44:38 en þá skora Ármenningar 7 stig gegn 2, 48:45. í»á skora ÍR- ingar 4 stig gegn 3 og þannig endaði leikurinn, 50:48. fR-ing- ar léku nú langt frá sínu bezta, en Ármenningar, sem hafa ekki tekizt sem bezt upp hingað til i mótinu, léku nú ágætlega og sönnuðu, að einhver lífsneisti leyndist með þeim enn. Fyrir ÍR skoraði Hólmsteinn 11 stig, Agn- ar 10, Birgir 9 og Jón 7. Hjá Ár- manni var Hallgrímur stiga- hæstur með 12 stig, Birgir skor- aði 11. Dómarar voru Gunnar Gunnarsson og Kristinn Stefáns- son. 4 skozkir skíðamenn keppa á Stefánsmótinu STEFÁNSMÓTIÐ svonefnda í svigi og stórsvigi verður hald- ið við skála KR í Skálafelli 1. og 2. apríl. Meðal keppenda á mótinu eru 4 skozkir skíðamenn en á undanförnum árum hef- ur verið efnt til bæjakeppni FH drengir heimsækja KFK Á LAUGARDAGINN kemur leggja 40 FH drengir á aldrinum 10, 11 12 og 13 ára upp frá Hifn- arfirði i keppnidheimsókn til fél^ga sinna í K.F.K. í Keflavík. Siða-stliðin tvö sumur hafa FH og KFK haft mjög náið sam- starf með æfingaleiki yngri knattspyrnuflokka félaganna, og í fyrra vetur komu K.F.K. dreng ir og kepptu við vini sína í FH í Hafnarfirði, og eru nú FH- dTengirnir að endurgjalda þeim heimsóknina frá I fyrra. Lagt verður af stað frá leik- fimisihúsinu við Lækjarskólann í Hafnarfirði kL 1. e.h. á laugar- daginn. Fararstjóri verður Geir Hallsteinsson, en hann hefir þjálfað drengina í vetur. milli Reykjavíkur, Glasgow og Voss í Noregi en nú verður ekki af þeirri keppni, en Skotarnir koma hingað. Á mótinu verður keppt í svigi og stórsvigi og verða karlaflokk ar tveir, 17 ára og eldri og 16 ára og yngri. Tveir flokkar verða einnig meðal kvenna, 16 ára og eldri og 15 ára og yngri. Mótið er haldið á vegum KR, mótsstjóri verður Bogi Nilsson. Mótið er opið öllum til þátttöku en hana þarf að tilkynna fyrir fimmtudagskvöld 30. marz. Um páskana verður margt um manninn í Skálafelli. Þegar er allt gistirými fullskipað og aðrir en þeir sem þegar hafa gengið frá pöntunum sínum komast ekki að. Hins vegar er veitingasala alla daga og ferðir til og frá skálanum. Mikill sn.iór er þar sem annars staðar og færi hið ákjósanlegasta. IJrslit á . þriðjudag Á ÞRIÐJUDAGINN varður leik- inn fimmti og síðasti leikurinn i keppninm milli Reykjavikurúr- valsins í körfuknattleik og úr- vals úr varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli. Verður leikið í íþróttahöl'linni í Laugardal og hefst leikurinn kl. 8.15. Hvort lið um sig hefur unnið tvo leiki, og verður þetta þvi úrslitaleikur inn í keppninni, en það lið vinn- ur, sem vinnur þrjá leiki af fimm. Keppt er um veglegan bikar, sem James K. Penfield hefur gefið. Brynleifur íslendingur varð nr. 4128 Vasagöngunni sænsku Pressuleikur á annan páskadag Á ANNAN páskadag verður efnt til „Pressuleiks" í hand- knattleik og fer hann fram i fþróttahöllinni kl. 8.15. Verður þetta liður í lokaæfingum lands- liðsins fyrir landsleikina við Svía 9. og 10. apríl. „Landsliðið" í þessum leik verður þannig skipað: Þorsteinn Björnsson Fram, Logi Kristjánsson Haukum, Gunnl. Hjálmarsson Fram, Ingólfur Öskarsson Fram, Sigurður Einarsson Fram, Geir Hallsteinsson FH, Örn Hallsteinsson FH, Hermann Gunnarsson Val, Stefán Sandlholt VaL Jón Hjaltalín Víking, Einar Magnússon Víking. Blaðamenn völdu þann kost- inn, þegar búið var að taka „kanónur'- allra liða, að velja liðið með uppistöðu frá Haukum, sem ekki höfðu fundið náð hjá „einræði'sherranum“. Liðið er þannig skipað: Kristófer Magnússon FH, Finnbogi Kristjánsson Val, Viðar Símonarson Haukum, Þórarinn Ragnarsson Haukuna, Mattlhías Ásgeirsson Haukum, Þórður Sigurðsson Haukum, Sig. Jóakimsson Haukum, Stefán Jónsson Haukum, Páll Eiríksson FH, Auðunn Óskarsson FH, Fyrirliði liðsins utan vallar Halldórs Björnsson KR. Fyrirliði utan vallar verður Jóhannes Sæmundsson. Þess skal getið að Ragnar Jóns son og Einar Sigurðsson eru báð ir forfallaðir og komu af þeim sökum ekki til greina. I Brynleifur Steingrímsson læknir vekur athygli í Sviþjóð fyrir skíðaferðir HÉR kemur læknirinn 1 Hultsfred á skíðum á 30 fcm, brautinni á sunnudagsmorgni. Brynleifur Steingrímsson héraðslæknir getur borið sig saman við 'Lapplandslækninn hvað viðkemur þjálfun og aefingu. Hann er núna að æfa á skíðum undir þátttöku í Vasagöngunni 5. marz . Brynleifur læknir myndi ekki hika við að spenna á sig skíðin og skunda af stað í læknisvitjun gegnum skóginn til sjúklings í stóra læknis- héraðinu i Hultsfred um miðja nótt, ef þörf krefði. Því að þegar flestir borgarbúar eru gengnir til náða og hafa slökkt Ijósið má stundum sjé glampa á ennisljós á milli trjánna í skógarjaðrinum. Þá er það Hultsfredlæknirinn, sem er úti og æfir sig i skóg- unum til að geta betur sinnt læknisskyldum sínum. Dukla og Dynamo unnu DANSKA meistaraliðið í hand- knattleik var slegið út i Ev- Nýr maður — Ég hætti að reykja og byrjaði í þess stað að þjálfa mig í skógunum, segir Bryn- leifur læknir — Frá þvi 1 fyrravor hef ég hlaupið minnst 30 km. á viku og auk þess leik ég tennis. Þetta geri ég auðvitað allt á kvöldin eftir að Iæknisstörfum er lok ið. Venjulega er liðið langt á kvöldið þegar ég kemst út á æfingabrautirnar, en ég hef einnisljós svo að þetta gengur vel. Nú meðan snjórinn er, fer ég auk þess á skíði á laue- ardögum og sunnudögum. í dag hef ég gengið þrjár míl- úr og þjálfa mig fyrir fyrstu þátttöku í Vasagöngunni 5. marz. Ég byrjaði að æfa til að geta betur sinnt læknisskyld- unum, og ég er orðinn nýr maður. Ég get mælt með þess rópubikarkeppninni og komst ekki í undanúrslit. Liðið mætti Dynamo Bukarest. Töpuðu Dan ir fyrri leiknum með 8 marka mun í Rúmeníu en í síðari leikn um sigruðu Danir með 21-16. Munurinn varð því 3 mörk. Leit vel út fyrir Dani í fyrri hálf- leik síðari leiksins. Þeir skor- um æfingum sem heilsubótar meðali fyrir alla menn. Svo kom keppnisiöngunin upp í mér og ég ákvað að æfa fyrir Vasagönguna. Hultsfred hefur því bezt þjálfaða lækni í sýslunni. En héraðið er lika stærsta lækn- ishérað sýslunnar og anna- samast, með 9000 mannis og auk þess skóla með 1700 nem- endur. Frá og með nýári bæt- ist svo Málilla-hérað við, því að þangað hefur enginn sótt. Það þarf góða líkamsþjálfun til að afkasta læknisstarfinu. Þjálfunin færst með því að ganga á skíðum, hlaupa og leika tennis. Eitthvað af þessu gerir Hultsfredslæknir inn á hverju kvöldi og hann hefur aflað sér vinsælda í íér aðinu. Tvö kvöld er leikinn tenniis í íþróttaihöllinni og þrjú kvöld er gengið á skíð- um út í skóginn. Auk þess er gengið á skíðum um helgar. ★ í annarri frétt segir, að Brynleifur hafi gengið Vasa- gönguna (85 km.) með rúm- lega sex þúsund öðrum og ver ið nr. 4128 á 9 klst. 24 mín. (Úr sænskum biöðum). uðu 6 fyrstu mörkin og síðar varð staðan 10-2. En Rúmenarn ir náðu að minnka bilið. Þá vann DHFK Leipzig lið Dukla Praag með 14-9 í síðari leiknum en Dukla hafði unnið fyrri leikinn 21-10 rvo fram- hald Dukla var tryggt. Leipzig liðið er handhaíi Evrópubikars- ins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.