Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 32

Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 32
HYJUNG! hoíeGSÖ NÚMfATAEFNI FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967 hoieSSS ÞARFNAST fjritt STAAUINGA* Tvær konur slas- ast í árekstri UMFERÐARSLYS varð í gær á Sundlaugavegi, skammt frá Otrateig. Voru atvik þau, að fólksbíll var á leið vestur Sund- laugaveginn er börn komu út á veginn frá vinstri að sögn bíl- stjórans. Hann hemlaði þá og sveigði bílnum til hægri, en bíll inn rann til og lenti alveg yfir á hægri kant og skall beint framan á bíl, sem ók austur Sundlauga- veginn. í þeim bil voru tvær konur og skullu þær við höggið á fram- rúðu bílsins, sem mölbrotnaði. Munu konurnar hafa misst með vitund nokkra stund. Þær hlutu allmikla áverka á andliti og auk þess einhverja áverka á fótum. Voru þær fluttar á Slysavarð- stofuna til aðgerðar, en ekki var nánar kunnugt um meiðsli þeirra ar blaðið fór í prentun um kvöldmatarleytið í gær. Rannsaka fuglakomur í Surtsey í vor Fáskastemning í Reykjavík. Myndin tekin í Suðurgötunni í gær. — (Ljósm. Mbl.: S. Þorm). UM næstu mánaðamót hef jast J fuglarannsóknir í Surtsey. Verða I tveir menn staðsettir þar sam-1 fleytt í hálfan annan mánuð, til að fylgjast með farfuglakomum. Það eru þeir Arni Waag og Völdundur Hermóðsson og fara þeir út í eyna fyrir 1. apríl. Verða þeir við almennar fuglaathuganir, fylgjast með farfuglunum er þeir koma og hvort þeir stanza í Surtsey. Og annar þáttur er at- huganir á magainnihaldi þessara Flugfélag Islands ræöur ekki flug- leyfishafa í Færeyjarfluginu ForráÖamönnum þess er óskiljanlegt, ef samvinnan við SAS og áframhaldandi Fœreyjarflug veldur óánœgju Fcereyinga — ÞAÐ er engan veginn á valdi Flugfélags íslands að bola Far- oe Airways frá Færeyjarflugi. Flugfélag íslands hefur ekki ástæðu til að álasa SAS í sam- bandi við Færeyjarflugið fyrir neitt, enda hefur Flugfélagið aldrei búizt við að fá einkaleyfi á FæreyjaflugL Auk þess er það ekki á valdi Flugfélagsins, að hafa afskipti á leyfisaðstöðu Faroe Airways til Færeyjaflugs. Þessar upplýsingar komu fram á fundi með fréttamönn- um, er Örn Ó. Johnson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags ís- lands og Sveinn- Sæmundsson, blaðafulltrúi þess boðuðu í gær. Tilefni fundarins var Fær- eyjaflug Flugfélagsins og þau viðhorf, sem skapazt hefðu um þau mál. Örn Ó. Johson sagði, að í skrifum um málið hefði mann- orð Flugfélagsins blandazt í um ræður og kæmi það Flugfélags- mönnum mjög á óvart, ef vin- sældir félagsins hefðu beðið hnekki við samninga sem það gerði nú nýverið við SAS. Taldi hann að ef þetta reynd- ist rétt, væri það vegna rang- færslu á staðreyndum örn sagði, að strax eftir að Flugfélag íslands hefði hafið utanlandsflug hefði það fengið áhuga á Færeyjum sem lend- ingarstað. Hafi það verið skömmu eftir stríðið. Árið 1954 hafi hann síðan farið ásamt Sig urði Jónssyni frá Loftferðaeft- irlitinu til Færeyja gagngert til þess að kanna aðstæður til lend inga. Sótti flugfélagið þá um lendingarleyfi hjá færeyskum Framhald á bls. 3. fugla, með tilliti til þess hvort þeir geta borið spýrunarhæft Framhald á bls. 31 Er báturinn af þýzka togaranum? Bolungarvík, 22. marz. Mótorbáturinn Einar Hálf- dáns fann í gær mannlausan gúmíbjörgunarbát uppblásinn á reki u.þ.b. 20 mílur frá Kóp. Báturinn var án allra auð- kenna, en fullútblásinn og ekkert í honum af tækjum, matvælum eða öðru, sem venjulega er í björgunarbát unum. Einar Hálfdáns tók bátinn upp og kom með hann hingað í nótt og verður hann sendur til Reykjavíkur. Ekki vita menn hvaða skipi björgunarbátur þessi kann að hafa tilheyrt, en þess hefur verið getið til hér, að hann gæti verið frá þýzka togaran- um Johannes Kruss, sem horf inn er og síðast heyrðist í ná- lægt Grænlandi. IVIinnisblað lesenda Fyrsti minkurinn drepinn á Fjöllum Grímsstöðum, 22. marz. I DAG var drepinn fyrsti minkurinn, sem næst hér um slóðir. Þegar bændur á Ný- hóli komu í húsin í morgun, sáu þeir á slóðum kringum húsin, að minkur mundi vera Kominn í hiöðu, sem áföst er við fjárhúsin. Þeir lokuðu þá öllum útgönguleiðum og gátu eftir dálítinn tíma unnið á honum. Minkurinn hafði ekkert gert af sér þarna. í nóvember í haust varð fyrst vart við slóðir eftir inink hér á Fjöllum. Þykja þetta ill tíðindi hér, því að skilyrði fyrir mink eru góð hér, allir lækir fullir af sil- ungi, og erfitt að fylgjast með miknum, ef hann kæmi hér að ráði. Hér snjóar látlaust og er Kominn mikill gaddur. Virð- ist ekki batna með einmán- aðarkomunni. — Benedjkt. MORGUNBLAÐIÐ hefur að venju leitað upplýsinga, sem handhægt getur verið fyrir les- endur að grípa til um páskahátíð ina. Auk þeirra almennu upp- lýsinga, sem eru í dagbókinni skal þessara getið: Slysavarðstofan, sjá Dagbók. Læknavarzla, sjá Dagbók Tannlæknavarzla: Tannlækna- félag íslands gengst fyrir þjón- ustu við þá, sem hafa tannpínu eða verk í munni. Skírdagur: Eyjólfur Búsk, Laufásveg 12, sími 10452 frá kl. 10 — 12 og 14. — 16. Föstudagurinn langi: Hörður Einarsson, Austurstræti 14 (Tannlæknastofa Halls L. Hallssonar, sími 11866) frá kl. 9 — 11. Laugardagur 25. marz: Eyþór Ó. Þórhallsson, Lauga- vegi 20B (Tannlæknastofa Gunn ars Þormars, sími 19368) frá kl. 10 — 12 og sama dag Engilbert Guðmundsson, Njálsgötu 16, sími 12547 frá kl. 13 — 14. Páskadag- ur: Hörður Sævaldsson, Tjarnar götu 16, sími 10086 frá kl. 14 — 16. Annar í páskum: Hængur Þorsteinsson, Bolholti 4, sími 35770 frá kl. 14 — 16. Lyfjavarzla, sjá Dagbók. Messur, sjá Dagbók. Útvarp, dagskráin er birt í heild á bls. 13 í blaði II. Sjónvarp, dagskráin er birt í heild á bls. 16 í blaði II. Rafmagnsbilanir tilkynnist í síma 18230. Símabilanir tilkynnist í sima 05. Hitaveitubilanir tilkynnist í síma 15359. Vatnsveitubilanir tilkynnist í sima 35122. Matvöruverzlanir verða lokað- ar skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan páskadag. Hins vegar eru þær opnar til kl. 12 laugardaginn 25. marz. Söluturnar verða lokaðir föstu daginn langa og páskadag, en opnir skírdag, laugardaginn 25. marz og annan páskadag til kl. 23:30 eins og venjulega. Benzinafgreiðslur verða opnar skírdag frá 9.30 — 11.30 og 13 15, laugardag 25. marz til kl. 22.30, páskadag frá kl. 9.30 11.30 og frá kl. 13 — 15 og ann- an páskadag frá kl. 9.30 — 11.30 og frá kl. 13 — 18, auk þess mun unnt að fó afgreitt benzín nokk- uð lengur á benzinafgreiðslunni við Vitatorg. Mjólkurbúðir verða opnar skírdag frá kl. 9 — 13, lokaðar föstudaginn langa, opnar laugar daginn 25. marz frá kl. 8 — 13, páskadag lokaðar, en opnar á annan í páskum frá kl. 9 — 12. Strætisvagnar Reykjavíkur aka um páskana sem hér segir, en frekari upplýsinga er að leita í síma 12700: Skírdagur Á öllum leiðum kl. 9 — 24. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 7 — 9 og kl. 24 — 1. Föstudagurinn langi. Á öllum leiðum kl. 14 — 24. Á þeim leið- um, sem ekið er á sunnudags- morgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kl. 11 — 14 og kl. 24 — 1. Laugardagur Á öllum leiðum kl. 7 — 17,30. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum verður ekið frá kl. 17.30 — 1. Auk þess ekur leið 27 — Ár- bæjarhverfi — óslitið til kl. 8 e.m. Páskadagur Á öllum leiðum kL 14 — 1. Á þeim leiðum, sem ekið er á sunnudagsmorgnum og eftir miðnætti á virkum dögum: kL 11 — 14. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.