Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. 5 Flugfreyjur en ekki flugþernur 23 nýjar flugfreyjur hjá Flugfélagi íslands NÚ eru flugfreyjurnar hjá Flugfélögunum óðum að Ijúka við undirbúningsnám- skeiðin og hefja starfsferil sinn í fluginu. Blaðamaður við Mbl. og ljósm. voru á ferð við flugvöllinn nýlega og hittu þar fyrir tvær nýjar flugfreyjur hjá Flugfélagi ís- lands, þær Hjördísi Gunnars dóttur og Elísabet S. Ottós- dóttur. Þær voru að fara í sína þriðju flugferð og nú til Vestmannaeyja. Sögðust þær enn sem komið er hafa flog ið tvær flugferðir síðan þær hófu starfið, tii Akureyrar og Hornafj arðar. -- Hvað tók undirbúnings- námskeiðið ykkur iangan tíma? — 6 vikur. Við byrjuðum í apríl og vorum að ljúka. — Þið lærið ýmislegt á þessu námskeiði? — Já, við lærum mjög margt bæði skemmtilegt og fróðlegt, m.a. iærum við aS taka á móti börnum. Við fylgdumst með þríburafæð- ingu á „slides“ myndum, og auk þess höfum við lært öll nauðsynlegustu atriði í hjúkr un. Þá þurfum við einnig að kunna allt það helzta um vél viðkomandi flugvélar og auk þess vera vel að okkur í öll- um öryggisútbúnaði. Flugfreyjustarfið hefur löngum heillað marga stúlk- una, og hefur ástæðan fyrir því í flestum tilfellum verið tilbreytingin, sem starfinu fylgir. Þegar við spurðum þær Hjördísi og Elísabet um ástæðuna fyrir áhuga þeirra á starfinu, svöruðu þær. eins og við var að búast, tilbreyt- ingin. Elísabet hvað það vera ánægjulegt að komast fra skrifstofustarfinu, a.m.k. svona um tíma, Hjördís setn vann í bókabúð, sagðist hafa löngun til að skoða sig um í heiminum. Við tókum eftir því, að flugfreyjubúningurinn er mjög svipaður því og hann hefur alltaf verið og spurð- um þvi stúlkurnar, hvort að- eins væri um eina tegund búnings að ræða. Þær kváðu svo vera. Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugfélags- ins, sem var þarna staddur, sagði okkur að buningurinn hefði breytzt nokkuð frá því fyrst t.d. væri jakkarnir nú beinir niður, en voru áður aðskornir. Þá hefur „bátur- inn“ einnig breytzt, og svo hafa pilsins auðvitað stytzt nokkuð, þó ekki sé þau sam- kvæmt allra nýjustu tízku. Þá sagði Sveinn okkur í gam ansömum tón að bandaríska flugfélagið Braniff væri með 6 mismunandi flugfreyjubún inga og á löngum ferðum skipta stúlkurnar um allt að 6 sinnum og halda þá uppi um leið nokkurs konar tizku sýningu. Hjördís og Elísabet sögðu okkur að yfirflugfreyjan Kristín Snæhólm hefði lagt á það áherzlu á námskeiðinu að þjónusta flugfreyjunnar væri meira lík þjónustu hús móður á góðu heimili en þjónustustúlku, og því er það, að við erum kallaðar flugfreyjur en ekki flugþern ur. Sveinn sagði okkur að með altími flugfreyjunnar í starf inu væri um 3 ár. Flesta: eru þær á aldrinum 20-30 ára. Af 67 stúlkum, sem sóttu um á síðasta námskeiði, kom ust aðeins 23 að. Sú skemmtilega spurning bar á góma, hvort aðsókn myndi minnka, þegar Boeing vélarnar færu að fljúga „non-stop“ ferðir, þ.e.a.s. fljúga utan án millilendinga. Ekki kvaðst Sveinn álíta að svo yrði. Flugfélag íslands hefur samband við erlend flugfélög, sem veita starfs- fólki félagsins farmiða með góðum kjörum. Hafa flest flugfélög gert með sér þann- Það var nokkuð rok á flugv ellinum þegar ljósm. Mbl. (S. Þ.) tók þessa mynd af tveim nýjum flugfreyjum hjá Flug- félagi Islands, Hjördísi Gunnarsdóttur, til vinstri, og Elísabet S. Ottósdóttur. ig samninga, sem greri starfs fólki félaganna kleift að ferð ast á milli staða án mikils kostnaðar. Eftir nokkra vikna reynsluflug innan- lands, byrja flugíreyjur fé- lagsins að fljúga til annarra landa. Fulbrightstofn- unin veitir ferðastyrki MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna á Islandi (Fulbrightstofn- unin tilkynnir, að hún muni veita ferðastyrki íslendingum, sem fengið hafa inngöngu í há skóla eða aðrar æðri mennta- stofnanir í Bandaríkjunum á námsárinu 1967-’68. Styrkir þessh munu nægja fyrir ferða- kostnaði frá Reykjavík til þeirr ar borgar sem næst er viðkom andi háskota og heim aftur. Með umsóknum skulu fylgja afrit af skilríkjum fyrir því, að umsækjanda hafi verið veitt innganga í háskóla eða æðri menntastofnun í Bandaríkjun- um. Einnig þarf umsækjandi að geta sýnt, að hann geti staðið straum af kostnaði við nám sitt og dvöl ytra. Þá þarf umsækj- andi að ganga undir sérstakt enskupróf á skrifstofu stofnun- arinnar og einnig að sýna heil- brigðis-vottorð. Umsækjendur skulu vera íslenzkir ríkisborg- arar. Umsóknareyðublöð eru af- hend á skrifstofu Menntastofn- unar Bandaríkjanna, Kirkju- torgi 6, 3. hæð. Umsóknirnar skulu síðan sendar í pósthólf stofnunarinnar nr. 1059, Reykja vík fyrir 30. apríl n.k. Stal skammbyssu — en missti lúðurnar sínar BROTIZT var inn í íbúðar- húsið að Stóragerði 17 að- faranótt þriðjudagsins, en hið eina er þjófurinn hafði á brott með sér var skamm- byssa. Þjófurinn hafði komizt inn í húsið með því að brjóta glugga í kjallara, en fann fátt fémætt utan skammbyssuna, sem hann stakk á sig. Mað- ur, sem býr í húsinu, varð var við ferðir þjófsins og veitti honum eftirför. Hafði þjófurinn með sér poka, sem manninum tókst að ná af hon um, en á hinn bóginn tókst honum ekki að handsama sjálfan þjófinn. Er maðurinn opnaði pokann kom í ljós, að hann hafði að geyma tvær lúður. Kom í ljós, síðar um nótt- ina er lögreglan handsamaði þjófinn, sem reyndist véra Norðmaður að hann var sjó- maður og hafði ætlað að selja lúðurnar um kvöldið. Ekki hefur tekizt að hafa upp á skammbyssunni, og kveðst Norðmaðurinn ekki muna, hvað hann gerði við hana, en hann var mjög ölvaður. fdersl velklædt -InderstJ ock< m Jockey IMærfötin eru þekkt um allan heim fyrir snið og gæði H E RRADE I L D Pósthússtræti — Laugavegi. HAPPDBÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Á mánudag verður dregið í 4. flokki. 2.100 vinningar að fjárhæð 5.800.00 krónur. Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn. Happdrætti Hásköia Ssiands 4. FLOKKUR. 2 á 500.000 kr. 1.000.000 kr. 2 - 100.000 — 200.000 — 52 - 10.000 — 520.000 — 280 - 5.000 — 1.400.000 — 1.760 - 1.500 — 2.640.000 — Auka vinningar: 4 - 10.000 kr. 40.000 kr. 2.100 5.800.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.