Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967.
27
Unga fólkið ræðir mál-
efni Norðurlandaráðs
HELSINGFORS 5. apríl.
Frá Styrmi Gunnarssyni,
blaðamanni.
Á Norðurlandaráðsfundinum, er
staðið hefur hér í Helsingfors
nndanfarna daga, hafa setið á-
heyrnarfulltrúar frá stjómmála-
samtökum ungs fólks á Norður-
löndum. Af fslands hálfu hafa
sem slíkir setið fundinn Ámi
Grétar Finnsson, formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna og
Björn Tcitsson, fulltrúi Sam-
bands ungra framsóknarmanna.
Fulltrúar stjórnmálasamtaka
unga fólksins á Norðurlöndum
héldu blaðamannafund í dag, þar
sem þeir lýstu afstöðu sinni til
hinna ýmsu mála, sem fram hafa
komið á Norðurlandaráðsfundin-
um.
Árni Grétar Finnsson, formað-
ur Sambands ungra sjálfstæðis-
manna lýsti yfir því á þessum
fundi, að samtök hans styddu
fyllilega óskir Færeyja um aðild
að Norðurlandaráðinu og hið
sama gerði fulltrúi Sambands
ungra framsóknarmanna. Full-
trúar Dana og Norðmanna tóku
í sama streng, en fulltrúi Finna
sagði, að þá yrðu Álandseyjar
einnig að fá aðild.
Áheyrnarfulltrúarnir h ö f ð u
mjög mismunandi sjónarmið
gagnvart starfi Norðurlandaráðs.
Norski fulltrúinn lét í ljós þá
skoðun, að ráðið ætti að fá á-
kvörðunarvald í ýmsum málum
og það sjónarmið kom einnig
fram, að Norðurlandaráð ætti að
einbeita sér að stórum grund-
vallarmálum Norðurlandaþjóð-
anna, en að embættismanna-
nefndin gæti auðveldlega sinnt
ýmsum þeim málum, sem rædd
hafa verið á þessum fundi.
Danski fulltrúinn kvaðst vona,
að Noregur, Danmörk og Svíþjóð
fengju aðild að Efnahagsbanda-
laginu og jafnframt, að ísland
og Finnland tengdust því með
einhverjum hætti.
Nýjar hyrnur og fer-
kantaðar umbúðir
VTÐ fréttum í gær, að nýjar
mjólkurhyrnur væru komnar
í umferð í borginni og hringd-
um til Stefáns Björnssonar,
forstjóra Mjólkursamsölunn-
ar til að kanna málið. Tjáði
Stefán okkur, að þær hyrn-
ur, sem nú eru komnar á
markað, væru ekki um annað
frábrugðnar þeim sem fyrir eru
en að lit, en hins vegar væri
senn að vænta úrbóta í hyrnu-
málum borgarinnar.
Er þar í fyrsta lagi um að
ræða nýja gerð af mjólkurhyrn-
um, sem verða plasthúðaðar
bæði að utan og innan. Þær
hyrnur, sem nú eru á markaði
éru aðeins plasthúðaðar að inn-
an. Þessar hyrnur verða væntan-
lega á markaði hér seint í maí
Mælifell
ekki Blikur
í FRÉTT af skipsstrandi á
Djúpavogi, sem birtist í Mbl.
hinn 4. april sl. stendur, að
Blikur hafi strandað þar eystra
í vetur. Hér mun um ranghermi
að ræða. Það var Mælifell, en
ekki Blikur, sem strandaði. E.'U
Ihlutaðeigendur beðnir afsökun-
eða í júní nk.
Þá tjáði forstjóri Mólkur-
samsölunnar okkur ennfremur,
að ferkantaðar mjólkurumbúðir
væru senn væntanlegar á ís-
lenzkan markað. Standa vonir
til að þær verði komnar hér í
búðir í næsta mánuði.
TundurspiiSar
í heimsókn
HINN 26. þ.m. munu fjórir
tundurspillar koma i heimsókn
til Reykjavíkur. Skip þessi taka
nú þátt í hinum árlegu flotaæf-
ingum Atlantshafsbandalagsins
og er eitt þeirra hollenzkt, eitt
brezkt og tvö bandarísk. Þau
sigla út aftur 29. þ.m.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Teheran, 5. apríl AP.
# íranskeisari og frú fara í
opinbera heimsókn til Banda-
ríkjanna 12. júná n.k. og dvelj-
ast þar tvo daga sem gestir
Johnsons, forseta. Er þetta
fimmta opinbera heimsókn
keisarans til Bandaríkjanna og
þriðja heimsókn keisarafrúar-
innar.
Frk. Gutarp með nokkrum n emenda sinna. — (Ljósm. Mhl. Sv. Þ.)
Husqvarnasöluenenn Bæra
viðgerðir og meðfferð
FYRIRTÆKIÐ Gunnar Ásgeirs-
son h.f. bauð fyrir skömmu um-
boðsmönnum sínum víðs vegar
af landinu til Reykjavíkur, til
að kynna sér meðferð og við-
gerðir á Husqvarnasaumavéium.
Var þar sérstaklega tekin fyrir
Husqvarna 2000, fullkomnasta
vélin. Tveir sænskir sérfræð-
ingar komu hingað til lands til
að stjórna námskeiðinu, þau
fröken Gutarp, deildarstjóri
Horfir iila
með fóður*
birgðir
ÆRLÆK 5. apríl. — Frá 20.
febrúar hefur verið argasta ótíð
með frosti og stórhrið. Jarðbönn
hafa verið um allt og vegir ó-
færir. í gær og dag er verið að
moka Kópaskersveg vegna fóð-
urvöruflutninga.
í gær lögðu nokkrar jeppa-
bifreiðar með fólk og flutning
frá Kópaskeri suður Axarfjörð,
en þá skall á ofsa norðvestan
stórhríð. Hlóð niður fönn svo að
bílarnir komust ekki nema að
Núpsmýri. Fólkið náði að Núpi
til gistingar. Tveir bílanna eru
bilaðir.
í dag er gott veður svo að von-
andi kemst fólkið áfram. Horfur
með fóðurbirgðir eru ekki góðar.
— Fréttaritari.
Athugasemd v/ð
Jbáttinn ,Ur verinu'
í GREININNI „Úr verinu“ sl.
sunnudag ræðir Einar Sigurðs-
son m.a. um sölur sjö togara
í Bretlandi í sl. viku og segir:
„Skipunum var fyrst haldið 2
sólarhringa án þess að fá að
selja vegna forgangs brezkra
togara. Þegar kom að því, að
þeir máttu selja, var helming-
urin af aflanum orðinn skemmd
ur. Hér er aðeins talið það magn,
sem seldist.“
Þessi frásögn er mjög villandi
að því leyti, sem í henni er rætt
um skemmdan fisk. Það er rétt,
að söluörðugleikar voru miklir
og var mikið af aflanum óselt,
eða selt til söltunar eða vinnslu
1 dýrafóður, þótt neyzluhæft
væri, en þó var hjá skipunum
nokkuð, en mismikið magn
skemmt, og má vera að biðin í
Bretlandi hafi átt sinn þátt í því.
Verð á fiski til söltunar og til
dýrafóðurs er miklu lægra en á
fisM tll venjulegrar neyzlu, en
þó margfalt betra en á fiski sem
fer í mjölvinnslu. Þegar fiskur
er óseldur á markaðnum, er það
vegna þess, að enginn áhugi er
á kaupum á honum, þótt neyzlu-
hæfur sé, og er þá ekki um ann-
að að ræða en að selja hann til
mjölvinnslu á sama verði og
skemmdan fisk.
Til glöggvunar fer hér á eftir
yfirlit yfir fiskmagn skipanna í
tonnum, eftir því hvernig því
var ráðstafað, svo og söluverð.
sölureikningum umboðsmann-
anna í Englandi.
Um bið skipanna eftir löndún
í Bretlandi er það að segja, að
b.sv. Röðull og Svalbakur
þurftu að bíða, b.v. Harðbakur,
Sigurður og Egill Skallagríms-
son biðu löndunar einn dag, en
b.v. Sléttbakur og Víkingur tvo
daga.
í sambandi við frásögn Ein
ars um aflahæsta skip Breta árið
1966, „skottogarann” Somerset
Maugham, skal þess getið til
fróðleiks, að hér er ekki um
skuttogara að ræða, heldur
venjulegan síðutogara. Er hann
789 brt. að stærð, smíðaður í
Beverley í Bretlandi árið 1961.
Þetta skip hefir tvívegis áður
verið aflahæsta skip brezka tog-
araflotans.
kennsludeildar verksmiðjanna
og Vinquist, deildarstjóri við-
gerðardeildar. íslenzki aðilinn
sem kennsluna annaðist var
Erla Ásgeirsdóttir en hún hef-
ur annast þessa kennslu í átta
ár fyrir G. Ásgeirsson.
Námskeið petta er haldið m.
a. til þess að umboðsmennirn-
ir geti sjálfir lagfært smávægi-
legar bilanir, sem verða kunna,
þannig að ekki þurfi að eyða fé
og tíma í að senda vélarnar suð
ur. Á fundi með fréttamönnum
sagði Gunnar Ásgeirsson að nýj
ar og fullkomnar saumavélar
væru nokkuð dýr tæki og fólk
ætti tvímælalaust heimtingu á
því að öll þjónusta væri góð,
bæði í sambandi við viðgerðir
og kennslu. Því hefðu þeir t.d.
þann háttinn á að láta kaupend
um í té ókeypis kennslustundir,
auk þess sem alltaf er hægt að
ná sambandi við Erlu ef nán-i
ari leiðbeininga er þörf.
Sparikaup, nýtt
greiðslukerfi
GUNNAR Ásgeirsson h.f. hefur
tekið upp nýja söluaðferð sem
hann nefnir „Sparikaup“ og er
til þess ætluð að auðvelda kaup
á ýmsum hlutum, sem fólk
þarfnast en á í erfiðleikum með
að eignast vegna fjárhags sins.
Gunnar Ásgeirsson tók sem
dæmi unga stúlku, sem væri í
þann veginn að fara að gifta
sig. Hún gerði samning við fyr
irtækið á þá leið, að í átta mán
uði greiðir hún mánaðarlega
1/14 hluta af andvirði vélarinn-
ar. Að þeim tíma liðnum fær
hún vélina afhenta og greiðir
eftirstöðvarnar á næstu sex
mánuðum.
Gagnstætt því sem er með af
borgunarskilmála, sagði Gunnar
kemur enginn aukakostnaður til
greina, hluturinn er fenginn á
staðgreiðsluverði.
Ef til þess kæmi að til pen-
inganna þyrfti að grípa í neyð-
artilfelli, er hægt að rifta kaup-
samningum, þá er það fé sem
búið var að borga inná, end-
urgreitt með. Að vísu er hlut-
urinn ekki afgreiddur fyrr en
eftir átta mánuði, en þá kemur
til.
heldur engin aukagreiðsla
aðeins staðgreiðsluverð.
Þeir sem eru að koma sér upp
íbúð eða húsi eiga oft í erfið-
leikum þegar kemur að því að
kaupa heimilistæki, sagði Gunn
ar. Þeim yrði greinilega mikil
hagræðing að því að byrja á
Sparikaupum átta mánuðum
áður en íbúðin á að vera ti 1-
búin og greiða svo eftjrstöðv-
arnar á næstu sex.
Gunnar kvaðst hafa látið
reikna út sparnað við Spari-
kaup, miðað við afborgunarskil-
mála, þar sem einn þriðji er
borgaður út og eftirstöðvarnar
á átta mánuðum. Á Husqvarna
saumavél (cl. 2000) sparast. 940
krónur, á Blaupunkt sjónvarps-
tæki Palermo 1900 krónur, á
eldavélasamstæðu, fjögurra
hellna, 1200 krónur og á þrett-
án feta bát með Utanborðsmót-
or, 1400 krónur.
Sparikaup hafa rutt sér mjög
til rúms víða um heim og nú
er vart sá hlutur til sem ekki
er hægt að fá með því móti.
Fólk er jafnvel farið að leggja
fyrir fé á þennan hátt til sum-
arferðalaga.
Selt Seltí Óselt, Skemmt,
til salt og fór í fór í
Nafn skips Sölud. Heildarm. neyzlu dýraf. mjölv. mjölv. Söluv.
Röðull 28/3 168.1 98.1 26.5 38.7 4.8 8.538,—
Svalbakur 28/3 154.5 121.1 30.5 2.9 10.073,—
Harðbakur 30/3 223.5 137.9 34.1 28.6 22.9 10.485.—
Sigurður 30/3 184.2 25.3 14.9 38.8 105.2 4.882,—
Egill Skallgr. 31/3 192.7 108.6 43.9 1.0 39.2 8.246,—
Sléttbakur 31/3 160.1 111.4 28.3 6.9 13.5 7.090,—
Víkingur 31/3 270.2 89.3 109.5 37.0 34.4 8.909 —
Mest af óselda fiskinum var
5. apríl 1967.
í gær var no’-ðan áttin að
ganga niður austan til á land
inu en heldur vaxandi A-
kaldi á Vesturlandi. Víðast
var léttskýjað siðdegis en
smám saman að þykkna upp
vestanlands. Lægðm við
Hvarf fer norðaustur. Ætti
að vera slydda og rigning á
vestanverðu landinu fyrst í
dag, en sennilega mun vind-
ur svo verði suðlgar með
rigningu eða súld.
steinbítur. Taflan er gerð eftir Fél. isl. botnvörpuskipaeigenda. J-