Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.04.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1967. 15 Sennur á sviðinu — hamingja heima fyrir ÓperusÖngvararnir Walter Berry og Christa Ludwig ins, víða um heim og jók enn á orð það sem áður fór af honum fyrir hvort- tveggja, dans sjálfs hans og góða stjórn á Konunglega ballettin-um. Flemmin-g Flindt dansar sjálf ur aðalhlutverkið, mandaríninn furðulega, en aðalkvenhlutverk iS er í höndum Vivi Gelker, ungrar dansmeyj ar sem þykir hafa staðizt þessa prófraun sína með stakri prýði og hefur mikið verið hampað síðan „Mandaríninn“ var frumsýnd- ur. Meðal annarra dansara var íslendingurinn Friðbjörn Björns son og hlaut lof fyrir frammi- stöðu sína. Mandaríninn segir sögu létt- úðardrósar er tælir menn til herbergja sin-na þar sem þrír bófar ráðast að þeim og ræna þá. Síðasta fórnarlamb drósar- innar er kínverskur mandarín, forljótur og hokinn. Þykja bæði dans hans áður en drósin kemur til skjalanna og síðan' dans þeirra beggja saman með afbrigðum áhrifamikil atriði og hinn síðari sagður erótískasti dans sem sézt h-efur á sviði Konunglega ballettsins til þessa og það svo að sumum þykir nóg um, en Vivi Gelker og Flindt fá mikið lof af gagn- rýnendum fyrir. Hið furðulega í fari mandar- ínsins kemur fram er bófarnir þrír ráðast á hann. Stinga þeir hann hnífum oft og mörgum sinnum og kyrkja síðan en fá ekki deyddan. Loksins hengja þeir hann, en dugir ekki að heldur unz léttúðardrósin kemst við af tilfinningahita mand-arínsins og vefur hann örmum. Þá fellur af andliti með slikum afbrigðum að nú eru þau talin eitt alvinsælasta söngpar á sviði óperuhússins. Raddir þeirra eru styrkar ug sveigjanlegar og falla einkar vel hvor að annarri í tvísöngs- atriðum, djúpur barítónn Berr ys öruggur og festulegur en mezzósópran Ohristu líkja gagnrýnendur við flos að mýirt og hlýju. Walter Berry er nú 36 ára gamall. iHann hóf söngferil sinn í hinum fræga Vínar- drengjakór en lærði til verk- fræðings á árunum eftir heims styrjöldina síðári og vann þá fyrir sér á kvöldin sem -jazz- píanóleikari og söngvari á skemmtistað í Vín. Verkfræðin lét honum illa, svo illa að k’enn ari hans sá á honum aumur og hé t að láta hann ná prófi ef hann í staðinn lofaði að láta brúarbyggingar og allt slíkt lönd og leið en snúa sér í þess stað í alvöru að tónlistinni og sögnum. Berry gekk að þessuna kostum og fékk fyrsta aðal- hlutverk sitt í Ríkisóperunni í Vín 1953. Þá hafði hann í þrjú ár að námi loknu sungið smá- hlutverk ein, og óx vegur hans stórum við þennan frama. Kona Berrys, Christa Lud- wig, er 32 ára gömul, dóttir þýzka tenórsöngvarans Antons Ludwigs. Hún söng líka» á skemmtistöðum á kvöldin á ár unum eftir heimsstyrjöldi.ia. síðari þegar allir voru fátæk- ir og vann jafnframt að saum- um. Móðir Christu var söng- irin og la-gði á ráðin um söng- kona, mezzósópran eins og dótt feril hennar. Hún réði dóttur sinni eindregið til þess að fella ekki hug til söngvara við lítið óperuhús, „því þá verður þú að skilja h«nn eftir þegar þú Framhald á bls .17 Nýr danskur bailett vekur atbygli FYRIR nokkru var frum- sýndu-r í Kaupmannahöfn nýr dansku-r ballett, „Mand- aríninn furðulegi“, (eða undursaml-egi), s-em Fl-emm- ing Flindt sa-mdi við tón-list Bél-a Bartóks. Hlaut ballett- inn afburða góðar viðtökur og bar hróður skapara síns, sem reyndar er líka forstjóri Konungl-ega danska bal-letts hans gríman sem hann ber, hann losnar úr álögum — og deyr. Flemming Flindt var skipað- ur forstjóri Konunglega danska ballettsins fyrir ári og vakti töluverða forundran, því hann var þá ekki nema 29 ára og hafði að vísu getið sér gott orð fyrir danskunnáttu sína en fátt eða ekkert var um það vitað hversu hontim færi úr hendi að semja balletta eða stjórna stór- ettsins hefur verið endurskipu- lagður og þjálfun dansaranna er hagað á annan máta en áður var. Þá hefur Flindt hert sókn- ina eftir góðum innlendum dönsurum en leitar jafnframt fanga erlendis, „því það fást ekki nógir og nógu góðir dans- arar þegar aðeins er úr fimm milljónum Dana að moða“, seg- ir hann. Flindt heldur mjög fram þeirri stefnu að ballett sé ekki einasta dans á sviði heldur jafnframt og ekki síður leikur, en leikur, dans og tónlist eigi að falla saman i eina heild, „total teater“. Hann samdi fyrst lengri ballettverka fyrir Konunglega ballettinn, verk er byggði á sögu Alaxandre Dum- as, „Les trois Musquetaires“, og var með fyrirgangsmestu ball- ettum sem settir höfðu yerið á svið í Kaupmann-ahöfn og þótt víðar væri leitað. Af erlendu ívafi á verkefnaskrá ballettsins eftir þangaðkomu Flindts má nefna „Síðdegi skógarpúkans", sem Bandaríkjamaðurinn Jer- ome Robbins samdi við tónlist Stravinskys, „Card Game“ (Spilað á spil) eftir John Cranko frá S-Afríku, „Aimez- vous Bach?“ eftir Kanada- manninn Brian MacDonald, og Agon, ballett er Eske Holm samdi, einn aðaldansara Kon- unglega ballettsins og skjól- stæðingur Flindts Flemming Flindt lærði fyrst sjálfur hjá Konunglega ballett- inum en fór tvisvar utan og lagði þá leið sína víða um heim og dansaði me"ð mörgum ballett flokkum, síðast með ballett úðardrósarinnar og eitt fórnar- í Parísaróperunnar. Heimkominn hefur hann augljóslega svo mik illi þekkingu að miðla og svo mikinn áhuga á starfi sínu að Konunglegi ballettinn hefur losnað úr fomum viðjum fyrir hans tilstilli og fengið nýtt líf. Um það ber aðsóknin að ball- ettinum gott vitni. Þar er full- setinn bekkurinn kvöld eftir kvöld síðan Flemming Flindt settist þar í forstjórastól. Vivi Gelker í hlutverki létt lamba hennar. um hóp dansara með mikla hefð að baki eins og Konung- lega ballettinum. Danskir gagnrýnendur, sem tóku flestir Flindt m-eð nokk- urri varúð framan af, ljúka nú upp einum munni um ágæti hans og segja að Konunglega ballettinum hafi fleygt fram undir stjórn hans. Verkefnaval hefur breytzt. nýrri verk em komin til sögunnar ásamt hin- um eldri og þekktari, skóli ball „NORN“ segir hann. ,Lydda‘“ anzar hún. „Gættu tungu þinn- ar viljirðu halda henni“, segir hann, „O, svei, þú þyrðir ekkert slíkt", segir hún. Eitthvað á þessa leið gengur það til á sviði nýju Metropoli- tan-óperunnar í New Tork þeg ar baritónsöngvarinn Walter Berry og kona hans, mezzosópr ansöngkonan, Christa Ludwig, eiga þar í orðaskaki fyrir opn- um tjöldum, óperugestum til yndis og ánægju. Það er ekki einasta að sennur þeirra setji svip á daufleg atriði ópervnn- ar „Lohengrin" þar sem þau fara með hlutverk illmennisins Teltramunds og Ortrudar konu hans, heidur syngja þau lika frábærlega vel bæði tvö. Berry og kona hans hafa nú fengið að hella úr skálum reiði sinnar hvort yfir annað á sviði Metrópólitan-óperunnar í fjóra mánuði. Fyrst léku þau og sungu saman í „Die Frau ohne Schatten“ — Skuggalausa kon- an — þar sem Christa lét kven- skass er vill kúga mann sinn til hlýðni og undirgefni. Leik- ur þeirra og söngur þá þótti Stuölar - strik - strengir Mandaríninn furðu’eg! og Flemming Flindt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.