Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 3

Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. r Skoruðu á sovézk yfirvöld a& náða Sinyavsky og Daniel Halldór Laxness segir frá stjórnarfundi i Sam- félagi evrópskra rithöfunda HALLDÓR Laxness er nýkom in til landsins Irá ftalíu, en þar sat hann stjórnarfund í Commita Europea Degli Scritteri, eða Samfélagi ev- rópskra rithöfunda, en hann er einn af forsetum sambands ins. Fréttamaður Mbl. hitti skáldið að máli á heimili hans í gaer og spurðist frétta af þessum fundi, af útgáfum á verkum skáldsins erlendis o. fl. Barst talið fyrst að fund- inum og um hann fórust Hall dóri Laxness m.a. orð á þessa leið: — Samfélag evrópskra rit- höfunda er félag rithöfunda frá öllum Evrópuþjóðum, bæði úr áustri og vestri. Félag ið var stofnsett fyrir átta ár- um til að skapa viðræðugrund völl fyrir rith. úr ólíkum löndum Evrópu, þ.e.a.s. rithöf unda bæði úr austri og vestri og um leið menn, sem koma sinn úr hverri áttinni í stjórn málum, t.d. frá Spáni, Portú- gal og öllum Austur-Evrópu- löndunum. Þetta félag er lög- fræðilega séð heimilisfast á Ítalíu og forseti þess er ítalska skáldið Ungaretti. Varaforset-. ar eru þrír og er ég einn þeirra. Stjórnin er skipuð mönnum úr ýmsum löndum. Eitt aðalhlutverk þessara samtaka er að vernda þá menn, sem eru fulltrúar hins skrifandi orðs, án tillits til þess, hvaða hugmyndir þeir hafa að öðru leyti og hvaða skoðanir þeir aðhyllast. Afleið ingin af því er, að við hreyf- um alltaf sterkum andmælum, hvenær sem rithöfundum er svarað með ofsóknum hvort heldur er í austri eða vestri. Við höfum aftur og aftur hreyft mjög sterkum andmæl um í þeim löndum þar sem yf irvöldin hafa mætt skrifuðu orði með fangelsunum á hend ur rithöfundum. Félagsmenn þeir, sem tilheyra þessum hópi rithöfunda, telja sig skuld- bundna til að taka upp bar- áttu gegn yfirvöldunum hver i sínu landi, ef þau taka upp á því að hefta frelsi rithöfunda og banna hið ritaða orð. Þetta mál varð sérstaklega aðkallandi fyrir hálfu öðru ári í þeim málaferlum, sem hafin voru gegn Sinyavsky og Dani el í Sovétríkjunum og þá krafðist stjórn félagsins þess, að fulltrúar Sovét-Rússlands í okkar félagi gerði ráðstafan- ir til að mótmæla fangelsis- dómunum, sem framkvæmdir voru á stéttarbræðrum þeirra í þeirra eigin landi. En þeg- ar þetta mál stóð sem hæst, fannst okkur ekki að sovézk- ir rithöfundar gengju nógu fast fram að mótmæla fang- elsun stéttarbræðranna í Sov étríkjunum. Náttúrlega voru margir góðir rithöfundar í Sov étríkjunum. Náttúrlega voru þessum fangelsunum sem ein- staklingar, en það tókst ekki að fá nógu sterka mótmæla- öldu rithöfunda til þess að mótmælin bæru tilætlaðan árangur. Af þessu urðu nokk- ur átök í samtökum okkar, sem urðu til þess, að félagið lamaðist og hefur verið lam- að í hálft annað ár síðan þessi réttarhöld voru á enda kljáð. En síðan hefur orðið vart við það, að afstaða mjög mdk ils hluta rithöfunda í Sovét- ríkjunum hefur linazt í þessu máli og stefnt í frjálslyndari átt. Og í vetur tilkynntu þeir fyrirsvarsmenn sovézkra rit- höfunda, að þeir væru til við- tals aftur. í þeirri von, að ein hver breyting kynni að eiga sér stað, kallaði stjórnin sam- an nýjan fund eftir hálfs ann menn, þá Tvardovski, ritstjóra Novy Mir og Surkov, sem er oddamaður sovézkra bók- menrita bæði heirria og á út- lendum vettvangi. Tvardovski er með réttu talinn helzti mál svari frjálslyndrar stefnu í bókmenntum í Sovétríkjun- um, og stendur oft í harðri baráttu heima fyrir út af þess um málum. Hann er mikilsvirt ur og áhrifaríkur maður í sínu landi. Eftir þriggja daga storma- saman fund í stjórn þessa fé- HMHHÉRÉ . •- Daniel Sinyavsky ars Srs hlé til að ræða við sovézku fulltrúana og það var sá fundur, sem ég sat nú. Á þennan fund sendu sov- ézkir rithöfundar sína sterk- ustu fyrirsvarsmenn og odda- lags, þar sem Rússarnir komu fram af sanngirni og virðu- leik, var samþykkt með þeirra atkvæðum og staðfest með þeirra undirskrift ásamt allra annarra stjórnarmeðlima, yfir lýsing í þessu máli til að bera fram við sovézk yfirvöld. Þessi yfirlýsing inniheldur í raun réttri áskorun til sov- ézkra yfirvalda að náða þessa menn. — Teljið þér von til þess, að þessi áskorun beri árangur? — Mér virðist mikil breyt- ing hafa orðið í frjálslyndis átt meðal rithöfunda í Sovét ríkjunum á síðustu árum og við vonum það bezta. — Nóbelsverðlaunaskáldið Sjolokov var ekki á því að sýna neina linkind þegar hann ræddi þessi mál. Halldór Laxness — Nei, afstaða Sjolokov er kunn, bæði heima fyrir og erlendis. Hann er réttlínumað ur, nánast Stalínisti. Nú berst talið að útgáfum á verkum Halldórs Laxness erlendis, en á heimleið kom hann við í Gautaborg til að aðstoða við þýðingu á íslend- ingaspjalli á sænsku. — Jú, íslendingaspjall er að koma út í Svíþjóð. Upp- haflega stóð til að það kæmi sem hluti af Skáldatíma, en þegar sænskir útgefendur míri ir sáu handritið ákváðu þeir að gefa það út í sérstakri bók að þessu sinni. Gerpla, Salka Valka og Brekkukotsannáll koma einnig út í Svíþjóð í haust. Brekkukotsannáll kom út í New York fyrir skemmstu og Islandsklukkan kom út í Sovétríkjunum í stóru upp- lagi í síðasta mánuði. Sú út- gáfa er á gregorísku. Þá kom Atomstöðin út í Noregi í vet- ur og er væntanleg í Dan- mörku. Þar er einnig að koma út nú á næstunni bók mín um Svavar Guðnason listmál- ara. — Hvernig líkar yður þær viðtökur, sem fslendinga- spjall hefur fengið hér á landi? — Ég er nýkominn til landsins og sá ekki bókina fyrr en í fyrradag. Ég hef því ekki getað fylgzt með undir- tektum, en það sem ég hef heyrt og séð hefur mér líkað mjög vel. Ég las um bókina í Reykjavíkurbréfi og eins grein eftir Ólaf Jónsson, og ég er mjög ánægður með und irtektirnar. _________ STAKSTHMAR Blómlegt atvinnulíf Engum sem ferðast um Faxa- flóasvæðið og Reykjanes eða aðra landshluta, blandast hugur um, að á síðustu árum hefur raunveruleg stökkbreyting orðið í uppbyggingu atvinnufyrirtækja hér á landi. Á árunum fyrir við- reisnina urðu atvinnufyrirtækin að kúldrast í of litlum og óhent- ugum húsakynnum vegna þess að þau fengu ekki leyfi til þess að byggja nýtt húsnæði fyrir starfsemi sína. Á sama hátt urðu þau atvinnufyrirtæki, sem á ný- tízkulegum vélakosti þurfa að halda að sætta sig við að búa við gamlan og úreltan vélakost, vegna þess að ekki var hægt að fá gjaldeyri til þess að flytja inn nýjar vélar. Hafði þetta að sjálf- sögðu neikvæð áhrif á sam- keppnisaðstöðu fyrirtækjanna gagnvart innfluttum vörum. Á þessu hefur orðið gjörbreyting. Hvort sem menn aka um Reykja- vík og aðra iðnaðarbæi eins og Akureyri, Kópavog, Hafnarfjörð og sjá þar hin glæsilegu iðnaðar- hús búin fullkomnum vélakosti, sem risið hafa upp á allra síðustu árum, eða aka út um landsbyggð ina í sjávarplássin víðsvegar um landið og sjá hin glæsilega báta flota, sem þar leggur á land, nýj ar fiskverkunarstöðvar, nýjar síldarverksmiðjur og söltunar- stöðvar, verður ljóst, að atvinnu- fyrirtækin, sem áður var haldið niðri af þröngsýnum stjórnar- völdum hafa nú á síðustu árum ekki aðeins fengið tækifæri til þess að byggja upp ný hús og afla nýrra tækja, heldur einnig haft efní á því. Rekstraxfé Stjórnarandstæðingar reyna hins vegar að mála þessa mynd hinum svörtustu litum og halda því fram, að öll atvinnufyrirtækl í landinu séu að komast á vonar- völ vegna rekstursfjárskorts. Það er gömul saga og ný á íslandi, að fjármagn skortir til margra hluta og óhætt er að fullyrða, að núverandi stjórnarandstöðuflokk ar mundi ekki treysta sér til þess að benda á neitt tímabil í hinum miklu umbreytingatímum á fs- landi síðustu áratuga, þegar ekki hefur skort nægilegt rekstursfé til atvinnurekstursins einfaldlega vegna þess að f jármagnið er ekki fyrir hendi í landinu. En reksturs fjárskortur hefur ekki orðið til þess að íslenzkur einkaatvinnu- rekendur hafi gefizt upp, þeir hafa af djörfung og hugrekki tekizt á við vandann og með einstæðum dugnaði hafa þeir byggt upp blómlegan atvinnu- rekstur allt í kring um Iandið. Þdttur ríkisvaldsins Stjórnarandstæðingar halda því einnig fram, að ríkisvaldið hafi með stefnu sinni í peninga- málum stuðlað að rekstursfjár- skorti. Slíkt er víðsfjarri öllum sanni. Allar tölur henda ótvírætt til þess, að bankarnir hafi aukið útlán sín langt um fram það, sem skynsamlegt væri einmitt til þess að létta undir með at- vinnurekstrinum og sparifjár- bindingin svonefnda, sem stjórn arandstæðingar halda fram, að þýði að mikið fjármagn sé fryst í Seðlabankanum, hefur annars vegar farið til þess að gefa at- vinnufyrirtækjunum tækifæri til þess að geta gengið inn í gjald- eyrisbankana og kaupa þar gjald eyri til þeirra þarfa, sem þeir þurfa á að halda og hins vegar til að auka stórlega afurðalánin, undirstöðuatvinnuvegunum tU geysilegra hagsbóta. Þetta eru staðreyndir málsins og þess vegna er gagnslaust fyrir stjórnar andstæðinga að tala svo sem ríkis stjórnin hafi skipulagt einhverja „lánakreppu." Það er þvert á móti, ríkisstjórnin og yfirvöld bankanna sem hafa með öllu móti leitast við að svara vaxandi rekstur fjárþörf atvinnufyrir- tækjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.