Morgunblaðið - 12.04.1967, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967.
Siglufiröi.
MliCiUm snjó kyngdi niður
her 1 nænum I marzmánuði
síðastliðnum eins og kunnugt
er. Hafði fólk ekki undan að
moka £rá dyrum húsa sin^a.
Þess voru dæmi að fólk gerði
göng frá dyrum sínum gegn-
um snjóinn. Þessi mynd er
tekin af snjóskafli þeim er
dró í fyrir aðaldyr Tunnu-
verksmiðjunnar, en hann náði
allt upp í aðra hæð húss'ns.
Voru grafin göng gegnum
snjóskaflinn og voru þau 5
m. löng. Myndin sýnir starfs
mann verksmiðjunnar vera
að fara inn í göngin
Tvö heSmspekirit
eftir Gunnar Dal
í FLOKKI heimspekirita eftir
Gunnar Dal eru komnar út tvær
nýjar bækur. Sú fyrri fjallar
um Plató, sem af mörgum er
talinn mesti heimspekingur allra
alda. Hin er um lærisvein hans,
Aristóteles. Er þetta tíunda og
ellefta heimspekirit Gunnars, í
þessum flokki, en áður hafa
bomið út eftirtalin rit:
I. „Leitin að Adíti“, sem fjall-
ar um elztu ljóðabók heims:
„Rígvedu", og „Úpanishada". f
„Rígvedu" er að finna elzta vísi
að heimspeki og menningu hins
aríska kynstofns — og minna
ljóðin á „Völuspá" og fl. Eddu-
kvæði. „Úpanishadar" fjalla um
elztu heimspeki Indverja.
II. „Tveir heimar", er tekur
til meðferðar Karmaheimspeki
og Mayaheimspeki Indverja.
m. „Líf og dauði", er fjallar
um kenninguna um framhaldslíf
og fortilveru.
IV. „Hinn hvíti Lotus“, sem
gerir grein fyrir kenningum
Búddismans og „Bagavat Gíta“,
sem mörgum er kunn.
V. „Yóga“, er fjallar um
„Yógasútru Patanjalís“, en það
rit er grundvöllur allra hinna
fjölmörgu og stóru bóka, sem
skráðar hafa verið um Yóga í
tvö þúsund ár.
VI. „Sex indversk heimspeki
kerfi“.
VII. „Grískir heimspeking-
ar“, en þar eru settar fram nýj-
ar kenningar um uppruna grískr
ar heimspeki.
VIII. ,Öld Sókratesar".
IX. „Varnarræða Sókrates-
ar“, í nýrri þýðingu Gunnars,
ásamt formála.
Tíunda og ellefta bók er, eins
og fyrr segir, um Flató og Aris-
tóteles, tvo rismestu heimspek-
inga Vesturlanda.
Gunnar Dal er nú þegar orð-
inn einn mikilvirkasti rithöfund-
ur okkar um heimspekileg efni.
Mun mörgum vafalaust vera for-
vitni á að kynnast þessum bók-
um, sem byggja brú á milli lið-
inna kynslóða og framtíðarinn-
ar.
Hvað verður um Paulo Stangl?
Rio de Jeneiro 5. apríl AP.
AUSTURRÍKISSTJÓRN hefur
nú opinberlega farið fram á
það við stjórnina í Brasilia
að hún framselji Paulo Stangl,
nazistaforingjann, sem var yf
irmaður striðsfangabúða naz-
ista í Póllandi í heimsstyrjöld
inni síðari. Er Sangl sakaður
nm að hafa myrt eða átt þátt
í að myrða 700 þúsund gyð-
inga, sem fluttir voru til Tre-
blinka í Póllandi allstaðar að
úr Evrópu.
Stang var handtekinn af
brasilískum öryggislögreglu-
mönnum 1. marz sl. er hann
var á leið heim frá vinnu sinni
1 Volkswagenverksmiðjunum
í Sao Paulo. Lögreglumennirn
ir sögðu að handtakan hefði
ekki komið Stangl á óvart,
hann hefði sagzt hafa vitað
að það hefði aðeins verið tíma
spursmál hvenær hann yrði
handtekinn. Hann sagði við
lögreglumennina, að hann
hefði engan Gyðing myrt, en
aðeins fært nöfn þeirra í bæk
ur fangabúðanna. Stangl var
handtekinn í styrjaldarlok af
bandamönnum og afhentur
austurrískum yfirvöldum, en
þar var hann fæddur.
Skömmu eftir handtökuna
tókst honum að flýja úr haldi
og fór fyrst til Sýrlands, en
síðan til Brasilíu árið 1950,
þar sem hann hefur dvalizt
síðan.
Stangl er númer þrjú á lista
Gyðingaisamtakanna í Vínar-
borg yfir stríðsglæpamenn,
sem enn eru taldir á lífi. Efst
ur á lista er Martin Bormann
og nr. tvö er Heinrich Miill-
Paulo StangL
er, síðasti yfirmaður Gesta-
po. Fregnir af þessum tveim-
ur berast alltaf öðruhvoru og
þá yfirleitt í einhverju S-
Ameríkulandanna. Það var
þannig í Argentínu árið 1961
að útsendarar Gyðinga náðu
Adolf Eichmann, nazistafor-
ingjanum, sem sakaður var
um að hafa átt sök á dauða
6 milljón Gyðinga, Hann var
futtur með leynd til ísrael,
þar sem réttur var settur yfir
honum og hann síðan hengd-
ur.
Hæstiréttur Brasiiíu fjallar
nú um framsalsbeiðni Aust-
urrikisstjórnarinnar, en ekk-
ert er vitað um úrskurð hans.
Heimildir frá Brasilíu herma
að lagalega séð, sé ekki úti-
lokað að Stangl verði látinn
laus. Nelson Hungaria, fyrr-
verandi forseti hæstaréttar
sagði nýlega, að þar sem af-
brot Stangls væru orðin 20
ára gömul sé ekki hægt að
framselja hann skv. brasilísk-
um lögum. Annar lögfræðing
ur heldur því ennfremur fram
að engin heimild sé fyrir
hendi í lögum landsins um
framsal sakborninga í útrým-
ingarmorðum, sem þessum
Hvað sem þessu líður leggja
nú talsmenn framsals Stangls
mjög hart að hæstaréttardóm
urum að verða við ósk Aust-
urríkis. Fregnir herma að Gyð
ingasamtök um allan heim
hafi sent yfirvöldum í Brasi-
líu bænarbréf um að Stangl
verði framseldur.
Á hinn bóginn hefur fjöldi
lögfræðinga tekið sig saman
og skrifað undir beiðni til
hæstaréttar um að Stangl
verði látinn laus og fengin lög
regluvernd.
Ef svo færi að Brasilíustjórn
framseldi Stangl er enginn
hætta á að hann verði tek-
inn af lífi, þar sem dauða-
refsing gildir ekki í Austur-
ríki og ennfremur banna lög
Brasilíu framsal sakamanna
sem eiga dauðarefsingu yfir
höfði sér. Verði Stangl látinn
laus er hætta á að lífi hans
verði sífellt í hættu. Fregnir
herma að öryggislögreglan í
Brasilíu kanni nú fjárreiður
Stangls, en hann er sagður
hafa borizt meira á, en eð®-
legt gæti talizt af verkamanni
og leikur grunur á, að hann
hafi fengið fjárhagsaðstoð frá
öðrum nazistaforingjum.
Deilt um Svetlönu á
indverska þinginu
Nýju Delfí, 7. apríl, NTB.
INDVERSKA ríkisstjórnin
vísaði i dag á bug þeirri
kröfu kommúnista á þingi, að
stjórnin beitti sér fyrir ítar-
legri rannsókn á orsdkum
þess, að Svetlana Alilujeva
dóttir Stalíns flýði Sovétríkin.
Flokksleiðtogi kommúnista,
Bhupesh Gupta, krafðist rann
sóknarinnar og gaf jafnframt
í skyn, að bandaríska leyni-
þjónustan, CIA, stæði bak við
landflótta hennar.
Verzlunarmálaráðherrann, Din
esh Singh, mælti af hálfu ríkis-
stjórnarinar og vitnaði í bréf
Svetlönu til flokksforingja sósil-
ista, Ram Mandhar Lohia, sem
barst honum í hendur á mánu-
dag, þar sem hún kvaðst ein
bera ábyrgðina á flóttanum.
Dinesh er dóttursonur Brijesh
Singh, en Svetlana færði jarð-
neskar leifar hans til Indlands
frá Moskvu. Náið samband var
með Svetlönu og Singh, en þau
voru ekki gift, að sögn Dinesh.
Dinesh fór þess á leit við
stjórnarandstöðuna, að hún gerði
landflótta Svetlönu ekki að póli-
tísku máli. Spurði hann stjórnar
andstöðuna hversvegna hún hefði
ekki tekið upp mál Svetlönu,
þegar hún var stödd á Indlandi
og vitað var, að hún æskti þess
að setjast þar að.
Stjórnarandstaðan dró í efa
þau ummæli Dinesh, að Svetlana
hefði staðið í vináttusambandi
við móðurbróður hans, en þau
hefðu ekki verið gift. Vitnaði
andstaðan í fyrrnefnt bréf Svet-
lönu, þar sem hún ræddi um
Brijesh sem eiginmann sinn.
Fasteignasalan
Hátúni 4 A, Nóatúnshú.sið
Sími 2-18-70
Ibúðir óskast
Höfum sérstaklega verið beðn
ir að auglýsa eftir eftir-
töldum fasteignum:
Húsi í Mosfellssveit, helzt I
smíðum.
2ja—6 herb. íbúðum og ein-
býlishúsum á hvers konar
byggingarstigi í Reykjavík,
Kópavogi, Seltjarnarnesi og
Garðahreppi.
2ja herb. íbúð í háhýsi, góð
útborgun.
3ja herb. góðri íbúð, um stað-
greiðslu gæti verið að ræða.
4ra herb. hæð, helzt að bíl-
skúr fylgi. Útborgun um
ein milljón.
5 herb. sérhæðum í borginni.
Mjög góðar útborganir.
Höfum kaupanda að góðu
einbýlishúsi í Reykjavík,
staðgreiðsla.
HilmaT Valdimarsson
fasteignaviðskiptL
Jón Bjarnason
hæstaréttarlögmaður.
íbúð óskast
Höfum kaupanda að 6—7
herbergja íbúð með bílskúr,
helzt í borginni. Mikil útb.
Til rgeina getur komið að
skipta á nær fullgerðri 6 herb.
íbúð.
Fasteignir
og fiskiskip
Hafnarstræti 19.
Fasteignaviðskipti,
Björgvin Jónsson.
Sími 22822 - 19775.
Pottamold
Blómaáburður
Fasteignir til sölu
Einbýlishús við Hjal'labrekku
o. v.
Fokheldar 5 herb. hæðir við
Alfhólsveg. Allt sér, bíl-
skúrar.
Hæð og ris við Efstasund.
Bilskúr.
2ja og 3ja herb. íbúðir við
Bergþórugötu o. v.
Fallegt 3ja herb. rishæð við
iÞnghólsbraut. Fagurt út-
sýni.
5 herb. hæðir við Gnoðavog,
Efstasund, Ásgarð, Difranes-
veg o. v.
3ja herb. hæð við Hagatnel.
2ja herb. íbúð við Lauganes-
veg.
2ja herb. íbúð við Baldurs-
götu. Verð 450 þús. Útb. 120
þúsund.
Ný einbýlishús í Þorlákshöfn,
Eyrarbakka og Hveragerði.
Gudm. Þorsteinsson
IðgglHur (ariulgnaiail
Austurstræti 20 . Sfrni 19545
Til sölu
2ja herb. íbúffir, 70 fm. og um
50 ferm. í sambýlishúsi við
Ásbraut. Vandaðar íbúðir.
Sameign frágengin.
2ja og 3ja herb. íbúðir við
Ljósheima, Hátún, Sólheima
Stórholt og víðsvegar í
borginni og Kópavogi.
4ra herb. nýlegar íbúðir við
Álftamýri, Háaleitisbraut,
Miðbraut og víðar.
5 herb. efri hæð við Kópa-
vogsbraut. Þvottahús á hæð-
inni, sérinngangur, nýteppa-
lögð. Laus til. íbúðar. Lóð
frágengin, bílskúrsréttur.
Raðhús um 160 ferm., gólffl.,
4 svefnherbergi, fullgert,
sunnanvert í Kópavogi.
Raðhús (Sigvaldahús) og rað-
hús í smíðurn í Reykjavik
og Kópavogi.
Einbýlishús 1 smíðum við
Fagrabæ og á Flötunum
Garðahreppi.
Einbýlishús 140 ferm., full-
gert. Skipti á góðri 4ra herb.
íbúð koma til greina.
FASTEIGNASAl AN
HÚS&EIGNIR
BANKASTRÆTI é
Símar 16637.
40863 og 4039«