Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 23

Morgunblaðið - 12.04.1967, Page 23
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967. 23 Vélaverzlun G.J. Foss- berg orðin fjörtíu ára VELAVERZLUN G. J. Fossberg átti 40 ára afmæli fyrir skömmu síðan. Gunnlaugur J. Fossberg lærði vélfræði í Kaupmanna- höfn og hafði verið vélstjóri á fyrstu skipum Eimskipafélags íslands og eimskipum Willemoes og Borg, sem ríkissjóður átti — þegar hann setti upp verzlun sína í Hafnar^træti 18, þann 27. marz 1927. Á þeim árum var mikil gróska í sjáyarútveginum. Togarar voru þá afkastamestu veiðiskipin og línuveiðararnir hvað flestir. Mótorbátum fjölgaði stöðugt og iðnaður ýmiskonar var farinn að skjóta upp kollinum þótt í smáum stíl væri. Gunnlaugur Fossberg sá að grunvöllur toafði skapazt fyrir rekstri vélaverzl- unar, sem hafði á boðstólum ýmsar vörur og varahluti, sem nauðsynlegir eru til viðhalds og viðgerða á vélum og tækjum slíks skipaflota. Einnig til hag- ræðis fyrir vélsmiðjur, sem tekn ar voru til starfa eða að rísa upp á flestum stærstu útgerðarstöð- unum, til þess að annast þá við- gerðarþjónustu, sem þessi véla- kostur þarfnaðist. Efnisvörur voru á þeim árum einkum keypt ar frá hinum Norðurlöndunum og þá aðallega í Danmörku. Fæst verkstæðin höfðu fjártoags- legt bolmagn til að eiga miklar og fjölbreyttar birgðir, heldur urðu að láta sér nægja takmark- að magn af því allra nauðsynleg- asta. Það var tafsamt og óhag- kvæmt að sækja varahluti eftir hendinni til annarra landa, ekki sízt ef viðgerð bar brátt að hönd- um, og nauðsynlegir varatolutir voru ekki til á verkstæðunum. Samgöngur þá voru ekkert svip- aðar því sem þær eru nú á dög- um, og leið því oft langur timi þar til varatolutir bárust. Yéla- verzlun í Reykjavík bætti mjög úr þessum vandræðum. Verzlun- in var til húsa í Hafnarstræti fram að árinu 1935 að hún var flutt að Vesturgötu 3 í kjallar- ann, en skrifstofurnar á hæðina fyrir ofan Það var þó skamm- góður vermir, því að brátt var mjög þröngt um starfsemina þar og aðstæður erfiðar. Vöru- geymslur voru á fleiri stöðum i bænum, og skortur á bílastæð- um olli viðskiptavinum oft miklum erfiðleikum. Árið 1962 var svo hafizt handa við bygg- ingu verzlunartoúss við Skúla- götu 63 og í það var svo flutt 1965. Enn er þó rekið útibú að Vesturgötu 3, sem aðallega er til þjónustu við viðskiptavini verzlunarinnar við höfnina. Fyrirtækinu var breytt i hluta- félag árið 1963 og er fjölskyldu- fyrirtæki. Formaður félags- stjórnar er frú Jóhanna Foss- berg en framkvæmdastjóri Bjarni R. Jónsson. Hjá fyrirtæk- inu vinna nú fjórtán manns. ÞAKJÁRN ÞAKPAPPI VÍRNET SAUMUR J. & IVorðmann hf. Skúlagötu 30. Sjálfvirkt 44 steina 100% vatns- og rykþétt úr með dagatali Verksmiöjuábyrgð Merkið tryggir gæðin! Ursmiður MAGNÚSGUÐLAUGSSON Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 46., 47. og 48. tbl. Lögbirtiriga- blaðsins 1966 á hluta í Hjallavegi 15, hér í borg, þingl. eign Sæmundar Guðlaugssonar fer fram eft- ir kröfu Jóns Finnssonar hrl., Axel Einarssonar hrL, Vilhjálms Árnasonar hrl., Búnaðarbanka ís- lands og Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mánudaginn 17. apríl 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Fundarboð til allra St.-Georgs gildisfélaga í Reykjavík. Fundur verður miðvikudaginn 12. þ.m. í æsku- lýðshöllinni við Lækjargötu kl. 8.30 e.h. Hörður Sophaníasson félagsforingi í Hafnarfirði flytur er- indi. ÖUum fylkisforingjum skátafélaganna í Reykja- vík er sérstaklega boðið á fundinn. Sýndar verða litskuggamyndir. Kaffi. GildisineistarL ILMURINN ERINDÆLL OG BRAGÐIÐ EFTIR Mfl VeggOísoi Brezkar CARTER-PILKINGTONS POSTULÍNSFLÍSAR. Fjöldi lita og blæbrigða. J. Þáilákssson & Itlorðmann hf. Bankastr. 11 - Skúlagötu 50. Fastur starísmaður óskast til dyravörzlu og fleiri starfa. Uppl. í síma 15457. ifKzaaiaa 100% vatnsþétt. Verksmíðjuábyrgð. Gœðin eru óvéfengjanleg. Ura- og skartgripaverzlun MAGNÚS ÁSMUNDSSON Ingólfsstræti. Matsveinn - framreiðslustúlka Ung hjón óska eftir atvinnu við hótel eða mötu- neyti úti á landi. Upplýsingar í síma 82851 eftir kl. 5 á daginn. FIRMIHGAROJAFIR SPEGLAR - Hver getur verið án spegils? Lítið á úrvalið hjá okkur áður en þér ákveð- Speglabuðin. ið fermingargjöfina handa fermingarstúikunni. sími 1-9635.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.