Morgunblaðið - 12.04.1967, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1SK37.
Völsungur á Húsa-
vík 40 ára í dag
ÍÞRÓTTAFÉI. AGlf) Völsungur á
Húsavík verður 40 ára í dag, 12.
appríl. Það var stofnað af 28
drengjum á aldrinum 11—14
ára 12. apríl 1927. Fyrsti for-
maður þess var Jakob Hafstein,
en Jóhann Hafstein tók við af
honum og var formaður í all-
mörg ár.
í sýslumannshúsinu, heimili
þeirra Hafsteins-bræðra, var fé-
lagið stofnað og þar stóð vagga
þess undir öruggri vernd sýslu-
mannshjónanna. Drengirnir voru
ungir en áhugafullir, og var þá
gott fyrir hina ungu félaga að
njóta leiðsagnar barnavinarins
Júlíusar Havsteens.
Fyrstu stjórn skipuðu auk
Jakobs þeir Jón Bjarklind, Jó-
hann Hafstein, Helgi Kristjáns-
Jakob Hafstein.
son, Ásbjörn Benediktsson og
Benedikt Bjarklind. Nú eru í
félaginu á þriðja hundrað manns
og starfandi félagar rúmlega
200.
Völsungur hefur íþróttasal
skolanna á Húsavík til frjálsra
afnota á kvöldin, en félagið hóf
starfsemi sína þar seinni hluta
vetrar 1959. Alla vetrarmánuð-
ina frá því um miðjan okt. til
apprilloka hafa síðan æft þar á
vegurrv félagsins á annað hundr-
að manns vetur hvern ýmsar
innanhússíþróttagreinar. f vet-
ur eru þátttakendur 196 og þjálf
arar P.
Áhugi á skíðaíþróttinni hefur
farið mjög vaxandi hin síðari
ár og félagið á nú efnilegt ungt
skiðafólk, sem getið hefur sér
gott orð á landsmótum. Á sumr-
um er mest stundað knattspyrna
í hinum ýmsu aldursflokkum og
handknattleikur.
Lokið var byggingu útisund-
laugar á Húsavík 1961. Síðan
hefur verið æft sund á Húsavík
á vetrum sem sumrum, og nokkr
ir efnilegir sundmenn komið
fram.
Völsungur hefur átt félaga,
sem orðið hafa landskunnir
íþróttamenn svo sem Ásmund.
Bjarnason Ingvar Þorvaldsson
og Stefán Sörenson. Starfsemi
félagsins hefur farið sífellt vax-
andi hin síðari ár. fþróttaáhugi
og íþróttastarfsemi hefur aldrei
verið jafnmikil á Húsavík og nú.
Félagið mun minnast afmælis
síns með ýmsum hætti. f kvöld,
á afmælisdaginn, verður hátíða-
fundur í samkomuhúsi Húsavík-
ur og annað kvöld, miðvikudag,
sýning í íþróttasalnum. Ýmis
íþróttamót sem félagið mun
halda síðar á árinu verða til-
einkuð afmælinu og skíðamóti
Norðurlanda, sem háð verður lð.
og 16. appríl helgað því.
Stjórn Völsunga skipa nú:
Þormóður Jónsson formaður, og
með stjórnendur eru Halldór
Ingólfsson, Vilhjálmur Pálsson,
Freyr Bjarnason og Stefán Bene
diktsson.
— FréttaritarL
21.46 og
65.15 m
RANDY Matsson, heimsmet-
bafi í kúluvarpi vann frá-
bær afrek á íþróttamóti á
þriðjudaginn. Hann varpaði
kúlunni 21.46 m. sem er að-
eins 4 cm. frá heimsmeti
hans o g kringlunni kastaði
hann 65.15 m. og er þar einn
ig höggvið nærrl heimsmet-
inu. Er þetta bezta seria (í
kúlu og kringlu) sem nokkur
maður hefur náð. l
Körfuknotf-
leikur í kvöld
í KVÖLD verður 1. deildar móti
körfuknattleiksmanna . haldið
áfram í íþróttahöllinni og verða
leiknir tveir leikir. Fyrst leika
ÍR og Stúdentar og síðan KFR
og ÍKF. Langt er nú liðið á mot
ið og eru ÍR-ingar eina liðið án
taps, en úrslitin koma til með
að standa milli ÍR og KR og þarf
aukaleik vinni KR þann leik.
Hl\l-lið Englands nær
Óbreytt gegn Skotum
SKOZKA landsliðið í knatt-
spyrnu sem leikur gegn heims-
meisturum Englendinga n.k.
laugardag er skipað þessum
mönnum: (talið frá markverði
til v. útherja) Simpson, Celtic;
Gemmell, Celtic, McCreadie,
Chelsea; Greig, R/angers, Mc-
Kinnon, Rangers, Baxter, Sund-
erland, Johnston, Celtic, Bremn-
er, Leeds, McCalliog, Sheffield
Wednesday, Law, Manchester
Utd, og Lennox, Celtic.
Enska liðið er heldur ekki á-
rennilegt, en það er heimsmeist-
araliðið með einni breytingu,
Greaves 1 stað Hunt. Enska lands
liðið gegn Skotum er skipað
þessum mönnum: Banks, Leicest
er; Cohen Fulham, Wilson, Ever
ton; Stiles, Manchester Utd. Jack
Charlton, Leeds, Moore, West
Ham (fyrirliði); Ball, Everton,
Greaves, Tottenham, Bobby
Charlton Manchester Utd., Hurst,
West Ham og Peters, West Ham.
Mikil spenna ríkir um þenn-
an leik eins og reyndar alltaf,
en þó meiri fyrir þá sök að
Skotar verða að sigra til að kom
ast „áfram“ í Evrópukeppni
landsliða, en nægir ekki jafn-
tefli, þar eð Englendingar hafa
4 stig en Skotar 3 í landskeppni
Bretlandseyja. frar hafa hlotið
eitt stig og Wales ekkert, en
landsleikur milli þessara þjóða
fer fram n.k. miðvikudag.
'
I / 'M
Dave Patrick kemur í mark í 880 yarda hlaupi. Jim Ryun er að baki hans (í beygjunni)
Þegar sá „ósigrandi" tap
aði fyrir ungum stúdent
— komust menn oð Jbví oð methafar eru mannlegir
JIM Ryun hinn ungi bandariski
heimsmethafi í miluhlaupi hefur
átt óslitna sigurbraut síðan í
ágúst 1965. Á bandaríska stú-
dentamótinu í sl. mánuði varð
hann að láta í minni pokann og
segir Þorsteinn Þorsteinsson sem
skrifað hefur mér skemmtileg
bréf frá bandarískum mótum frá
þessu hlaupi — og hinni „mar-
tröð Ryuns“.
Þorsteinn segir að kannske sé
hlaup þeirra það áhrifaríkasta
sem farið hafi fram í Bandaríkj-
unum sl. kennslutímabil. í fyrra
hafi verið sagt að enginn myndi
sigra Jim Ryun. Nú sé talað um
„Patrick og Ryun‘“ svo viðhorf-
in séu breytt. Sumir bendi þó
á að þjálfari Ryun hafi viljandi
látið Ryun vera í slakari æfingu
til þess að geta byrjað í vor að
byggja þjálfun hans upp fyrir
OL 1968. En dýrkeypt var það,
þvi nú veit að minnsta kosti
Patrick að Ryun er ekki ósigr-
andi. Og hér hefst orðrétt frá-
sögn Þorsteins.
Eftir að Dave Patrick náði
3,59,3 í New York í febrúar varð
auðséð að aðalgreinin á NCAA
mótinu yrði persónuleg barátta
milli þeirra Patricks og Ryuns,
en Patrick gat nokkuð vel valið
í hvaða grein hann vildi hlaupa
á móti methafanum. Hann valdi
880 yarda hlaupið (804,5 m.) og
Sundmeistara-
mót Selfoss
SUNDMEISTARAMÓT Selfoss,
verður háð í Sundhöll Selfoss,
laugardaginn 22. apríl kl. 15.00.
Greinar: 100 m baksund karla,
100 m baksund kvenna, 100 m
skriðsund karla, 10 m skriðsund
kvenna, 20 m bringusund karla,
200 m bringusund kvenna, 50 m
flugsund karla, 50 m flugsund
kvenna, 4x50 m fjs karla, 4x50 m
fjs kvenna, 50 m bringusund sv.
14 ára og yngri, 50 m bringu-
sund telpna, 50 m skriðsund sv.,
50 m skriðsund telpna.
Þátttaka skilist til Hrafnhild-
ar Guðmundsdóttur í síma 1501
Selfossi fyrir 17. þ.m.
Svíarnir hrifust
af gosi
SÆNSKU handknattleiksmenn-
irnir taka nú lífinu með ró eftir
tvo erfiða leiki við íslendinga.
í gær fóru þeir m.a. til Hvera-
gerðis og fengu mjög gott gos
úr Grýtu. Voru þeir hinir ánægð-
ustu með förina.
Síðdegis í gær voru þeir gestir
sænska sendiherrans Gunnars
Granberg ásamt forystumönnum
handknattleiks hér og gestum.
í Crýtu
í dag fara fararstjórar til
Laugarvatns í boði fþróttafull-
trúa en leikmenn eiga frídag. —
Svíarnir halda heim á fimmtu-
dag.
Meðfylgjandi mynd er frá
leikjum við Svíana og sýna að
leikmenn fara ekki mjúkum
höndum hverir um aðra í æsing
leiksins.
Dave Patrick
fór ekkert í míluna. Á föstudag-
inn þurftu báðir að hlaupa und-
anrásir í 880 yards síðari hluta
dagsins en Ryun þurfti að hlaupa
í undanrásunum í mílunni (1609
m.) tveim tímum áður en úrslit-
in í 880 yds. voru. Það er Mk-
legt að sú míla (4:08) hafi þreytt
hann eitthvað.
Um leið og keppni þeirra byrj-
aði tók Patrick forustuna. Hann
vissi að hann gæti ekki treyst
á að vinna Ryun á endasprett-
inum, svo að hann yrði að
þreyta hann frá byrjun. Ryun elti
hann ekki og Patrick hafi náð
30 metra forskoti eftir 400 metra.
Millitíminn' var 52,4 sek. Svo
hélt Patrick ferðinni svo til alLa
leið í mark og sigraði með 15
m. mun á 1:48,9 mín. sem er
nýtt met á innanhústrébraut.
Næstá dag kom vafalaust ein-
hver huggun í því fyrir Jim
Ryun að geta hefnt sín á klukk-
unni með því að hlaupa 3:58.6
í mílunni, en met Tom O’Hara
var aldrei í hættu. Patrick hljóp
í tveim boðhlaupssveitum og skil
aði 4:00,6 í mílunni 1 fyrra skipt-
ið en eftir hálftíma hvíld gerði
bann ekki betur heldur en 2:05
í 880 yds. og þá var hann líka
alveg uppgefinn.
Eftir á sagði Ryun að þetta
kæmi endanlega til að vera gott
fyrir sig: „Þá sér fólk að ég er
mannlegur". En fyrir Patrick var
þetta bara byrjunin.