Morgunblaðið - 12.04.1967, Qupperneq 32
Lækjargötu 2.
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1967
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
ísíenzkt blað
Drukknaði í höfninni
FIMMTfU og átta ára gamall
sjómaður frá Eyrarbakka, Magn-
ús Guðlaugsson, fannst drukkn-
aður í Reykjavíkurhöfn laust
fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt.
Magnús var skipverji á mb. Hafn
arberg, RE-04. Þegar báturinn
ætlaði að leggja úr höfn um tvö-
leytið um nóttina, kom í ljós
að Magnús vantaði og var hans
beðið. Hann hafði verið hjá
kunningja sinum þá fyrr um
kvöldið en farið þaðan milli tíu
og ellefu og þá ætlað niður í
bát. Maður, sem var á gangi við
höfnina sá svo Iíkið á floti og
tilkynnt það lögreglunni. Líkið
var krufið og dánarorsökin úr-
skurðuð drukknun.
Lo&nuvei&um a&
mestu loki&
Heildaraflinn lélegri en i fyrra
Loðnuvertíðinni mun nú að
mestu vera lokið, og eru allflest-
ir loðnubátanna búnir að skipta
yfir og farnir á þorskanót.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiski-
fræðingur, tjáði Mbl. í gær, að
hann væri nýkominn úr stutt-
um rannsóknarleiðangri með
suðurströndinni. Hefði verið lóð
að víða með ströndinni og vart
orðið við loðnu grunnt með land
inu. Hér væri þó um að ræða
miklu minna magn en áður, og
taldi hann að loðnan væri að
Lóan er
komin
ÞAÐ fer vart á milli mála,
að vorið heldur innreið sina
um þessar mundir, því að í
gær sáust fyrstu vorboðarn-
ir. Voru það fjórar lóur, sem
spókuðu sig makindalega á
Laugarnestúninu við Klepps
veg. Það var einn af heima-
mönnum í Laugarnesbúinu,
sem varð var við lóurnar.
mestu leyti gengin hjá, þótt ein-
staka bátar gætu e.t.v. enn feng-
ið góð köst.
Samkvæmt upplýsingum Fiski
félags íslands var heildaraflinn
á loðnuvertíðinni orðinn 95.841
tonn, en var á sama tíma í fyrra
124.933 tonn. Þess ber þó að
gæta í þessu sambandi að mun
færri bátar gerðu út á loðnu-
veiðar núna, eða um 50 talsins,
en voru um 70 í fyrra. Hæstu
löndunarstöðvarnar nú eru: Vest
mannaeyjar með 30.100 tonn,
Reykjavik með 20.880 og Kefla-
vík með 14.387.
Myndin er tekin fyrir nokrum mánuðum í Moskvu, en þar ræðir Ishkov ("annar frá vinstri)
við þá Emil Jónsson, utanrík isráðherra, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóra og Kristin Guð-
mundsson, sendiherra.
Ishkov, fiskimálaráð-
herra Rússa í heimsókn
RÚSSNESKI fiskimálaráðherr- i ast í vikutíma í boði Eggerts G.
ann, A. A. Ishkov var væntan- Þorsteinssonar sjávarútvegsmála-
legur til landsins seint í gær- herra.
kveldi, en hér mun hann dvelj- | Meðan Ishkov dvelst hér mun
hann skoða m. a. Reykjavíkur-
borg og fara til Vestmannaeyja
og Akureyrar í kynnisferð, svo
og um Suðurnes. Mun hann
skoða hið markverðasta á hverj-
um stað, og heimsækja fisk-
vmnslustöðvar.
Hann mun einnig ræða við
helztu framámenn hér á sviði
þjóðmála og útvegsmála, svo
sem fulltrúa útvegsmanna, frysti
húsaeigenda og verkalýðs- og
sjómannasamtakanna.
í fylgd með Ishkov eru þeir
N. T. Nosov, ráðuneytisstjóri og
A. I. Filitov, forstjóri.
ENDANLEGT UPPGJOR KOMMUNISTA
— við Hanníbal Valdemarsson og fylgismenn hans
— Framboðslistinn hreinn flokkslisti kommúnista
— Hvað gerir Hanníbal?
EINS og skýrt var frá í Mbl.
í gær biðu Hanníbal Valde-
marsson og fylgismenn hans
hina háðulegustu útreið á
aðalfundi Alþýðubandalags-
félagsins í Reykjavík, sem
haldinn var sl. mánudags-
kvöld, er tillaga þeirra um
framboðslista Alþbl. í Reykja
vík var kolfelld og hlaut 81
Halldór á Maí hefur veitt
fyrir 15 millj. á 4'/2 mán.
— liom með 500 tonn í gær
HI N N frábæri aflamaður
Halldór Halldórsson, sannaði
enn hæfni sína þegar togar-
inn Maí kom til hafnar í gær
með fimm hundruð tonn al
karfa og þorski. Lestarnar
voru fleytifullar og tuttugu
tonn á dekki Aflinn fer til
frystingar í mörg hús þann-
ig að það eru fleiri en áhöfn
togarans og útgerðin, sem
njóta góðs aí, fjöldi manns
fær v.nnu við að verka afl-
ann og búa nann til útflutn-
ings.
Halldór á Maí hefur undan
farna fjóra og hálfan mánuð
fiskað fyrir minnsta kosti
fimmtán milljónir króna, svo
að ekk er furða þótt sagt sé.
að hann sé að endurvekja
traust á togurunum. Frétta-
maðu-. Morgunblaðsins hitti
Halldór að máli þegar skipið
lagðist að bryggju.
— Já þetta eru ein 500
Halldór Halldórsson
tonn. Af því eru líklega 35
af þorski, hitt er karfi, ágæt-
ur karfi. Við vorum sautján
daga > öllum túrnum og þar
af fórc níu dagar í stím fram
og til baka, þannig að við
fyllturr. skipið á átta dögum.
Við vorum á Ritubanka, við
Nýfundnalana og á svipuð-
um sióðum mestallan tímann,
fengum mest allt á sama stað.
Við vorum einskipa lengst
framar af og þegar við fórum
var kominn is yfir svæðið.
Júpítei kom rétt áður en við
héldurr heim á ieið. Hann fór
aðeins sunna- og fékk ágæt-
an afla þar. sérstaklega í dag.
Við fengum mest 35—40 tonn
í hali. Þetta »ekk mjög greið
lega, við gerum ráð fyrir að
aflaverðmætir, núna séu 2
milljónir króna
— Já þette er eins og í
gamla daga á Nýfundnalands
míðum Ég veit þó ekki hvort
þau eru ð vinna sig upp aft-
Framhald á bls. 31.
atkv. en listi kommúnista
fékk 254 atkv. Hanníbal Valde
marsson lýsti því yfir á fund-
inum að hann óttaðist að nú
væri búið að ganga af Al-
þýðubandalaginu dauðu.
Með aðgerðum þessum
hefur Sósíalistaflokkurinn
framkvæmt endanlegt upp-
gjör við samstarfsaðila sína
í Alþýðubandalaginu, Hanní-
bal Valdemarsson og stuðn-
ingsmenn hans með þeim
áhrifaríka hætti að hinir síð
arnefndu hafa beðið algjöran
og endanlegan ósigur og eru
nú algjörlega upp á náð
kommúnista komnir.
Sú kalda og óhagganlega stað
reynd blasir við Hanníbal
Valdemarssyni og stuðnings-
mönnum hans, að kommúnistar
hafa valið stund og stað til upp-
gjörsins og látið kné fylgja kviði.
Enn einu sinni liggja í valnum
menn, sem hafa látið glepj-
ast til samstarfs viðkommúnista
í þeirri barnslegu trú, að þeir
gætu náð undirtökunum í slíku
samstarfi
Alþýðubandalagsfundurinn,
sem ákvað framboðið mun vafa
laust einsdæmi í stjórnmálasögu
síðustu ára vegr.a þess að slíkt
níð og -svívirðingar, sem þar
féllu um samstarfsaðila komm-
únista mun varla þekkjast í sam
skiptum manna nú á dögum.
Kommúmstar höfðu undirbúið
þennan fund vel Þeir settu 1
upphafi fram úrslitakosti, sem
þeir hvikuðu aldrei frá. Þeir
biðn þess að framboð Alþbl. í
öðrum kiördæmum hefðu verið
tilkynnt sérstaklega í Vestfjarða
kjördæm' og Norðurlandi eystra.
Þegar þau voru komin fram
Framhald á bls 19.
Kjósarsýsla
Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn
Ingólfsson Kjósarsýslu heldur
félagsfund mánudaginn 17. apríl
n.k. að Fólkvangi, KjalarnesL
Kosnir verða fulltrúar á lands-
fund Sjálfstæðisflokksins.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra og þingmenn kjördæm-
isins mæta.
V-fsIendingar gefa
Kanada veglega gjöf
— i tilefni 100 ára afmælis Kanada
HINN 14. apríl verður afhent í
Ottawa stór tafla frá Vestur-
íslendingum, sem þeir færa
Kanadastjórn að gjöf í tilefni
af 100 ára afmæli ríkisins. Eru
á töflunni áletranir á íslenzku,
ensku og frönsku úr frásögn-
um af fundi Vínlands, og er
yfirskriftin á töflunni: „Chapt-
er In Canadian History.“ Verð-
ur töflunni síðan væntanlega
komið fyrir í nýju bókasafnl i
Kanadaþingi.
Af þessu tilefni verður mik-
il viðhöfn í Ottawa, og er 1
deiglunni að Pearson, forsætis-
ráðherra, veiti gjöfinni mót-
töku. Pétur Thorsteinsson,
sendiherra verður viðstaddur
athöfnina og ýmsir vestur-ít-
lenzkir framámenn.