Morgunblaðið - 28.04.1967, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1967.
13
Olafur Jónsson
fró Sandgerði
ÞEGAR maður er kominn yfir
•extugt — eins og ég — finnst
manni liðin tíð vera aðeins ör-
stutt stund — og að 60 ára mað
ur sé eiginlega á bezta aldri —
ef til vill er þetta blekking —
en það er þá þaegileg blekking.
Satt að segja finnst mér Ólaf-
ur Jónsson frá Sandgerði vera
ennþá svipaður því og þegar við
hittumst fyrst í Sandgerði í
„gamla daga“ — en í dag er
Ólafur einmitt 60 ára.
Ólafur er fæddur á Akranesi,
sonur hjónanna Guðlaugar
Gunnlaugsdóttur og Jóns Gunn
laugssonar, útvegsbónda í
Bræðraparti. Eiguðust þau 5
börn og var Ólafur annað í röð
inni. Frá byrjun urðu störf Ól-
afs hvers konar störf við sjó-
inn, bæði á heimilinu og utan
þess eftir því hvar vinnu var
að fá.
Eftir að Ólafur lauk Verzl-
unarskólanámi varð hann fast
ur starfsmaður hjá Haraldi
Böðvarssyni á Akranesi, fyrst
lem skrifstofumaður og
eíðar fulltrúi og framkvæmda-
atjóri við eignir Haraldar í
Sandgerði. Kom Ólafur til Sand-
gerðis árið 1931. Nokkru síðar,
eða árið 1938, gerðist Ól-
afur, ásamt Sveini Jónssyni,
*em þá starfaði hjá Lofti Lofts
«yni, meðeigandi Haraldar að
fyrirtæki hans í Sandgerði, og
ráku þeir það þrír saman þar
til árið 1941 að Ólafur og Sveinn
kaupa hluta Haraldar í eignun-
um. Stofna þeir þá hlutafélag-
ið Miðnes sem yfirtekur þess-
ar eignir. Ráku þeir félagar sið
an þetta fyrirtæki saman þar til
Sveinn Jónsson lézt sl. haust.
Hefur þetta fyrirtæki þeirra
alltaf verið rekið af miklum
myndarbrag, stórhug og for-
•jálnL
Það má segja að Olafur sé
vaxinn upp í útgerð og hvers
konar vinnslu sjávarafurða —
það hefur verið honum mikill
akóli — og hann hefur verið
góður nemandi. Ég þekki engan,
aem er jafn vel heima á öllum
aviðum þessa atvinnuvegs og öl-
afur er því það er alveg sama
hvort viðkemur útgerð báta,
vinnslu aflans í hvaða verkunar-
•ðferð sem er, eða nýtingu eða
kostnað á hverju stigi — að
hann veit það allt, er eiginlega
eins konar alfræðibók í þess-
um efnum.
Ekki leið á löngu, að menn
veittu Ólafi athygli, og það kom
svona bara aí sjálfu sér að hann
lenti í fylkingarbrjósti, þegar
þurfti að berjast fyrir ýmsum
hagsmunamálum útgerðarstétt-
arinnar. Hvert það mál, sem
hann hefur beitt sér fyrir, hef-
ur hann sótt og varið af krafti
— en þó aðeins beitt sanngjörn
um röikum.
Þegar þurft hefur að gera
samninga erlendis um sölu ís-
lenzkra sjávarafurða, hefur
hann hvað eftir annað verið til
kvaddur til að taka þau störf að
sér — og ætíð skilað sínu starfi
mjög vel — og oft náð mikið
betri árangri en hægt var að
gera ráð fyrir. Ég vil segja, að
íslenzka þjóðin á honum mikið
að þakxa fyrir þá gjaldeyris-
öflun sem hann hefur aflað með
því að fá hækkað verð á íslenzk-
um útflutningsvörum.
Árið 1931 giftist Ólafur Láru
Guðmundsdóttur frá Akranesi.
Eignuðust þau 6 börn, og eru
5 þeirra á lífi, elzta barnið,
dreng, misstu þau þegar hann
var 3ja ára.
Konu sína missti Ólafur
1962. Lára var sérstæður per-
sónuleiki sem maður laðaðist
að, hrein og bein í allri um-
gengni og þroskuð kona í hugs
un. Það var mikið áfall fyrir
Ólaf og böniin að missa Láru
svona fljótt, — eiginlega á
bezta aldri.
Ég hef hér að framan rætt
um Ólaf og íslenzkan sjávarút-
veg og smávegis drepið á þátt
hans á þeim vettvangi — en
það er sama hvar knúið er dyra
hjá Ólafi — hann er fjölfróður
og skemmtilegur í viðræðum —
og þar að auki mjög snjall hag
yrðingur, sem lætur stundum í
vinahóp fjúka í kviðlingum —
og þá kveða ekki aðrir betur.
Hann er sterkur persónuleiki
sem gott er að kynnast, góður
vinur og tryggur vinur vina
sinna.
Beztu afmælisóskir!
Huxley Ólafsson.
Ólafur dvelur nú erlendis og
er heimilisfang hans:
Ólafur Jónsson
Kuranstalten Gl.
Skovridergaard
Silkeborg — Tel 514
Danmark.
Verkstæðis- og verzlunarpláss
150—200 fermetrar á jarðhæð óskast á leigu. Til-
boð sendist Mbl. merkt: „1440 — 2265“ fyrir 10.
maí.
Baðskápar
Meðalaskápar
nýkomnir.
ÍLZ
á
REYKJAVÍK
Hafnarstræti 21 — Sími 1-33-36.
Suðurlandsbraut 32 — Sími 3-87-75.
FERMINGARGJAFIR
Speglar
Hver getur verið án spegils?
Lítið á úrvalið hjá okkur áður
þér ákveðið fermingargjöfina.
r w
LUDV STOI IG 1 *R J
jí
Speglabúðin.
Sími 1-9635.
Mjög skeimntileg
íbúðarhæð til sölu 120 ferm neðarlega við Miklu-
braut. Tilboð leggist á afgreiðslu Morgunblaðs-
ins fyrir 5. maí merkt: „Góður staður 2480.“
Vélritun og símvarzla
óskum að ráða sem fyrst stúlku eða eldri konu til
ofangreindra starfa. Umsækjandi þarf að geta vél-
ritað ensk verzlunarbréf eftir dictaphone. Nánari
upplýsingar í síma 24140.
ýeoMtx
DREG1ÐÍ1FL0KKIÁ UM 300 STÓRVINNINGA
7 BIFREIÐAR
292 VINNINGAR
HÚSBÚNAÐUR
5-50 ÞIJS. KR.
HAPPDRÆTTI
DAS 1967 8 1
MtOAR ERKUNNA AÐ LOSNA
VEROASELDIR
tHÁDEGI
NÚ MÁ ENGINN GLEYMA AD ENDURNÝJA