Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1967. Stjórnarfrumvarp um nýja vörumerkjalöggjöf Merkar breytingar A SÍÐASTA Alþingi lagði ríkis- Btjórnin fram frumvarp til nýrra laga um vörumerki. Er frumvarp -* þetta samið af stjórnskipaðri Tiefnd, en í nefndinni áttu sæti þeir Sigurgeir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður, Páll Pálma son fyrrv. ráðuneytisstjóri og Theódór B. Líndal, prófessor. t tilefni þessa hefur Morgun- hlaðið snúið sér til Sigurgeirs Sigurjónssonar, hæstaréttarlög- manns, sem var formaður nefnd arinnar og hefur hann gefið blað inu eftirfarandi upplýsingar varð andi hið nýja frumvarp: Núgildandi lö^gjöf um vöru- merki er frá árinu 1903 og var hún þegar fyrir löngu orðin al- gerlega úrelt og óviðunandi, ekki aðeins fyrir íslenzka verzlunar- stétt og atvinnurekstur, heldur og þá erlendu aðilja, sem við- -. skipti hafa við ísland og ís- lendinga. Frá því að hin gömlu lög okkar um vörumerki voru sett hafa öll viðskipti og við- skiptahættir, ekki sízt á alþjóða- 'sviði tekið miklum breytingum. Af þessum sökum var það orðin hrýn nauðsyn að samræma lög- gjöf okkar á þessu sviði við lög- gjöf annarra viðskiptaþjóða okk- ar, en löggjöf um vörumerki er einmitt ein sú grein réttarins sem einna víðtækust samvinna hefur náðst um á alþjóða vett- vangi í því skyni, að auðvelda og tryggja alþjóða viðskipti. Er þessi grein réttarins því svipaðs eðlis og t.d. víxil- og tékkrétt- ur, sjóréttur, loftferðaréttur, einkaleyfaréttur o.s. frv. Er það eins og áður segir alkunnugt, að ! íslenzkum samkeppr þróun á sviði alþjóðaviðskipta, vélvæðingar og tækni, hefur ver- ið mjög ör og því hæfir 60—70 ára gömul löggjöf engan veginn þeim kröfum, sem nú verður að gera á þessu sviði. Þess má og geta í þessu sambandi, að á ár- inu 1961 gerðist ísland aðili að hinni svokölluðu „Parísarsam- þykkt“ um vernd eignarréttinda 'á sviði iðnaðar frá 20. marz 1883. er síðast var endurskoðuð í Lon don 2. júní 1934. Einnig af þess- ari ástæðu var nauðsynlegt að koma íslenzkri vörumerkjalög- gjöf í nútímahorf. í þessu sambandi má og geta þess, að verðmæti þau, sem f húfi eru I sambandi við vöru- merki geta oft náð geysilega há- um upphæðum. Þannig eru nokkur þekktustu vörumerki heims, eins og t.d. vörumerkin „Coca-Cola" og „Sunkist" metin ’á mörg hundruð milljón króna. Hvað snertir hinsvegar frum- varp það, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi skal þess getið, að það er að langmestu mestu leyti sniðin eftir núgild- andi dönskum lögum um vöru- merki frá árinu 1960, en þau lög eru aftur byggð á umfangs- miklu samstarfi sérfræðinga frá Danmörku, Finnlandi Noregi og Svíþjóð. Eins og kunnugt er höf- um við íslendingar löngum verið samferðamenn Dana á sviði lög- gjafar og leiðir af því, að ýmis- legt af því, sem munur er á í hinum norrænu vörumerkjalög- unum er tekið upp úr dönskum lögum. Að því er snertir sjálft efni Sigurgeir Sigurjónsson. þessa frumvarps má segja, að einn aðaltigangur þess sé, að koma á jafnvægi milli hagsmuna atvinnurekenda til einkaréttar á verzlunareinkennum sínum ann- arsvegar og hagsmuna þjóðfélags ins í því skyni, að styðja að heil- ’brigðum verzlunarháttum, hins- vegar. Þannig hefur verndin fyr- ir vörumerki og verzlunarein- kenni verið víkkuð frá því, sem áður var, þar sem samkvæmt einu nýju frumvarpi þá nær þessi vernd ekki einungis til skráðra merkja, heldur og til ó- skráðra merkja, ef merkið hef- ur náð markaðsfestu, þ.e.a.s. ef merkið i reynd hefur orðið þekkt sem einkenni á vöru. Annað nýmæli í þessari lög- gjöf, er snýr að atvinnurekend- •um er, að nú verður hægt að öðlast með skráningu vernd fyr- 6 norðurheimskautsferðir til Japan Japan Air Lines getur nú boðið norðurheimskauts- ferðir frá Evrópu til Japan 6 sinnum í viku. Hnattflug Hinar nýju flugleiðir Japan Air Lines frá London ýfir Atlandshafið um U.S. A. ttl Japan, gefa yður ennþá leið til Japan, sem hægt er að sameina með »Sílkileiðinni« um Indland, með frekari möguleikum að fljúga kringum jörðina. Japan Air Lines flýgur frá Evrópu til Japan •6 sinnum í viku yfir Norðurpólin *3 sinnum i viku »SilkiIeiðina« um Indland •2 sinnum i viku yfir Atlandshafið um U.S.A. * 1 tengslum viö Aic France, Alitalia og Lufthansa. Q U/VPAN AiR LiNES KMpaunnahöfn: Imperial-Huaet, V. Simi 113300 • Telex 2494 Hin stöðuga aukntng fjðlda samgðngulelða milli Evrópu og Japan sýnir að fleiri og fleiri fljúga með Japan Air Lines til að njóta hinnar sérstöku JAL-þjónustu i hinum nýtízku DC-8 þotum. Auk þess fljúga Japan Air Lines flugvélar stytztu leið til Japan, Moskvu-Tokyo yfir Síberíu með TU-114. Brottför frá Moskvu hvern mánudag. Segið Japan Air Lines við ferðaskrifstofu yðae. ír merki, er notuð eru í sam- bandi við hverskonar verk eða þjónustu, eða svokölluð „þjón- iustumerki“. Til þessa flokks vöru tnerkja heyra t.d. merki, er not- uð eru í sambandi við auglýs- ingastarfsemi, tryggingar- og fjárm.starfsemi, byggingarstarf- semi, póst- og síma> og hvers- konar aðra þjónustustarfsemi, en hingað til hefur ekki verið unnt að öðlast lagavernd hér á landi fyrir merki, er notuð hafa verið á þennan hátt. Þá nær verndin og samkvæmt hinu nýja frum- varpi til svokallaðra „vígorða" (slogans), sem nú eru mjög not- aið af atvinnurekendum. bæði hér á landi og erlendis sbr. ýmiss kunn verzlunarvígorð, svo sem: „Látið blómin tala“, „Guinness is good for you“ og hin kunnu íslenzku verzlunarvígorð: „Allt á sama stað“. „Opið allan sólar- hringinn", Allt með Eimskip”. Loks má nefna það nýmæli frum varnsins. að nú Peta vörumerki ekki aðeins verið myndir, orð eða orðasambönd. heldur einnig búnaður vöru eða umbúðir henn- ar. Eru allar þessar breytingar í hinu nýja frumvarpi mjög til hófta fvrir atvinnurekendur og alla þá. sem á vörumerkjum þurfa að halda i atvinnurekstri sínum. Á hinn bóeinn innibeldur frum varpið einnig ýmis ný ákvæði, er miða að þvi að vernda almenn ing gegn því að vörumerki séu notuð á villandi eða sviksamleg- an hátt. Sé merkið þvi til þess fallið að villa fyrir mönnum er óheimilt að skrá það. Er og hverj um þeim, er hefur lögmætra hags muna að gæta, rétt að höfða mál gegn eiganda merkisins í því skyni að slik merki verði af- máð, eða að mótmæla fyrirfram skráningu slíkra merkja. í þessu sambandi má geta þeirra ný- mæla, að samkvæmt fumvarp- inu er tekin upp sú regla að toirta skuli opinberlega í Stjórn- artíðindum, eða sérstöku blaði, sem ríkisstjórnin gefur út hverja nýja umsókn um skráningu vöru- merkis. Er mönnum svo gefinn tveggja mánaða frestur til skrif legra andmæla gegn skráning- unni í því tilfelli að þeir telji, að væntanleg skráning merkis- ins brjóti í bága við vörumerkja- rétt sinn. Er þetta ákvæði mjög til bóta, þar sem hingað til gat almenningur ekki fylgst með um sóknum um skráningu vöru- wierkja fyrr en eftir að búið er að skrá þau og birta. Eftir það var hinsvegar engin önnur leið fær til að fá þau afmáð en að höfða mál fyrir dómstólum i þvl skyni, en töluverður kostnaðúr. er ætíð samfara slíkum mála- ferlum. Af öðrum nýmælum þessa frumvarps má svo að lokum nefna, að vörumerki skulu nú skráð í ákveðnum flokki eða flokkum vara. Greiningu í vöru- flokka ákveður svo ráðherra og auglýsir. Um þessa skráningu I flokka má almennt segja, að til ■gangur hennar er að skipa svip- uðum vörútegundum í sama flokk þannig að flokkunin verður þá það, sem miða ber við þegar deilur kunna að rísa út af vöru- merkjum um líkindi milli vöru- tegunda. Þá stuðlar þessi flokk- un og að því, að vörumerki verði ekki skráð fyrir fleiri vöru tegundir en bráðnauðsynlegt er. Ýmiss önnur nauðsynleg ný- mæli eru og í frumvarpi þessu, sem ekki er ástæða til að fara nánár út í hér. Hinsvegar er ekki nokkur vafi á því, að með hinu nýja frumvarpi er bætt mjög úr brýnni þörf á sviði ís- lenzks samkeppnisréttar, en hann hefur að því, er vörumerkjalög- gjöf snertir orðið mjög útundan í langan tíma. Sama má segja um þörfina á fullkominni lög- ■gjöf fyrir vernd á sviði iðnað- ar, svo sem svokallaðri „mynst- ur"-vernd. Hafa íslenzkir iðnað- armenn mjög eindregið óskað eftir íslenzkri löggjöf á þessu sviði. Þykir mér í því sambandi rétt að geta þess að Iðnaðar- málaráðuneytið hefur falið sömu nefnd og undirbjó framangreint frumvarp um vörumerki að und- irbúa og semja frumvarp um „mynstur“-vernd og mun væntan lega mega búast við því, að frum varp um það efni verði lagt fram á næsta Alþingi, sagði Sigurgeir Sigurjónsson að lokum. Einbýlishús — Hafnarfjörður Höfum til sölu einbýlishús á góðum stað í Hafn- arfirði. 3 svefnherbergi og bað á efri hæð, sam- liggjandi stofur, eldhús, rúmgóður skáli og snyrti- herbergi á neðri hæð, 2 herbergi, þvottahús, geymsl ur og 2 herbergi á jarðhæð. Ræktuð og girt lóð. Bílskúrsréttur. Skip og fasfeignir Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftirlokun 36329. SALAMANDER Nýkomnir Herraskór nýjasta tízka Skór hinna vandlátu. Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.