Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1967.
Minning tveggja Blönduósmanna
TVEIR mikilsmetnir og vinsælir
Ibúar Blönduósskauptúns, Björn
Einarsson, trésmíðameistari, og
Hjalti Þorvarðarson, verzlunar-
maður, urðu fyrir skömmu bráð-
kvaddir með tveggja sólarhringa
millibili og fór jarðarför þeirra
fram sameiginlega þ. 15. apríl
síðastliðinn. Vil' ég minnast
þeirra með fáum orðum.
Björn Ágúst Einarsson var
fæddur að Læk á Skagaströnd
8. ágúst 1886. Foreldrar hans
voru hjónin Einar smiður (d.
1936) Guðmundsson í Þverárdal,
Einarssonar — af Skeggsstaðaætt
— og Sigurlaug Þorbjörg, dótrtir
Marka-Björns Helgasonar frá
Gröf — af ætt Sigurðar sterka
í Holti, og er gerð nánari grein
fyrir þessum ættum báðum í
Föðurtúnum. Bjuggu þau lengi
síðar á Síðu í Refasveit og voru
jafnan kennd við þann bæ. Ein-
ar hafði numið trésmíði í Kaup-
mannahöfn á yngri árum og
stundaði þá iðn jafnan, en Sigur-
laugar (d. 1932) heyrði ég getið
í ungdæmi mínu sem mikillar
búkonu. Björn fluttist misseris-
gamall til ömmu sinnar í móður-
ætt, Elísabetar Erlendsdóttur, og
síðara manns hennar, Björns
Sölvasonar, og ólst upp með
þeim í Valdarási, þar til þau
fluttu til foreldra hans að Síðu
árið 1897. Dvaldist Björn þar til
fullorðinsára og nam trésmíði af
föður sínum, en siðar í tvo vetur
í Reykjavík hjá Stefáni Eiríks-
syni hinum oddhaga og lauk hjá
honum prófi í iðn sinni.
Þann 10. jan. 1910 kvæntist
Björn Hallberu Jónsdóttur frá
Fróðholtshjóleigu í Rangárþingi
og bjuggu þau fyrst eitt ár á
Svangrund í Refasveit, síðan í
fimm ár í Neðri-Lækjardal, en
fluttust svo aftur að Svangrund
og bjuggu þar til 1930, er þau
brugðu búi og fluttust til Blöndu
óss. Keypti Björn nokkrum ár-
um síðar svonefnt Hillebrandts-
hús, sem var áður verzlunarhús
Iflokks al prentun hliða lýs —
leitið UDD
inc ta * 1 leitíð
J$j5 tilboða MYNDPRENT skipholti 35 simi 31170
Hvert viljið þér fara?
Nefnið staðinn. Við Jlytjum
yður, fljótast og þœgilegast.
og elzt húsa þar á staðnum, inn-
réttaði það sem íbúð og verk-
stæði, fékk sér trésmíðavélar og
stundaði iðn sína eingöngu upp
frá því. M.a. smíðaði hann í tvo
áratugi utan um svo að segja
alla Austur-Húnvetninga, sem
létust heima í héraðL
Hallbera kona Björns var ljós-
móðir í Engihlíðarhreppi, meðan
þau bjuggu þar í sveit, en síðar
í Blönduóss- og Torfalækjar-
hreppum, meðan heilsa hennar
entist, en hún var öryrki all-
mörg hin síðari ár. Rækti hún
ljósmóðurstörf sín af mklum
dugnaði, sem ekki veitti af, með-
an Laxárdalur var fullsetinn, en
hann er harðbýlastur sveita þar
um slóðir og varð hún oft að
fara fótgangandi í ófærð, stund-
um vanfær sjálf, því að þau
Björn eigr.uðust átta börn. Mun
hagur þeirra hafa verið næsta
þröngur á þessum árum, því ð
Svangrund var rýrðarkot, enda
nú komið í eyði, Björn um of
bundinn við bú og börn til að
geta stundað smíðar að ráði, en
ljósmóðurstarfið mjög illa laun-
að, er föst laun Ijósmæðra voru
framan af öldinni einar 50 krón-
ur, en ekki fast eftir gjaldi geng-
ið hjá fátæklingum. Hafa og fáir
unnið fórnfúsara mannúðarstarf
en margar ljósmæður. Sýslu-
nefnd Austur-Húnavatnssýslu
veitti líka Hallberu nokkur eftir-
laun, er hún lét af störfum, f
viðurkenningarskyni fyrir vel
unnin verk.
Björn hafði jafnan ærið að
starfa við iðn sína, eftir að hann
fluttist til Blönduóss, og vænk-
aðist þá hagur hans, svo að hann
gat t.d. látið það eftir sér að
eignast allmikið af bókum. Eftir
að kona hans missti heilsu stóð
Jónina, yngsta dóttirin, fyrir
heimilinu og annaðist hún föður
sinn, eftir að hann varð ekkju-
maður, en Hall'bera andaðist 14.
apríl 1962.
Björn Einarsson var dökkur á
brún og brá, fríður sýnum,
grannholda og hvikur á fæti,
léttur í lund og smákíminn.
Hann var lengst af heilsuhraust-
ur, en hafði síðast legið um tíma
á Héraðshælinu. Hann hafði aft-
ur náð fótavist, er hann varð
bráðkvaddur að kvöldi þess 9.
magabelti
nýkomin.
Austurstiæti 7
(Silla & Valda húsinu)
apríl.
Af átta börnum Björns og
Hall'beru lifa sjö: Sigurlaug
Margrét, gift Konráð Gíslasyni
í Kópavogi, Einar Halldór í
Rvík, kvæntur Valgerði Tómas-
dóttur, Hallbera Sigurrós, gift
Hermanni Búasyni í Borgarnesi,
María Björg, gift Aðalsteini Guð
jónssyni í Reykjavík, Birna Elísa
bet, gift Johan Sterling óðals-
bónda á Sjálandi, Magdalena
Elísaebt, matselja á Héraðshæl-
inu, og Jónína Þorbjörg, báðar
ógiftar á Blönduósi.
—O—
Hjalti Þorvarðarson var fædd-
ur á Strjúgsstöðum í Langadal
22. des. 1916. Foreldrar hans eru
Þorvarður, nú á elliheimilinu í
Hveragerði, Árnason, Jónssonar
á Steiná, sem mikil ætt er af,
Jónssonar, og Magnea Björnsdótt
ir frá Strjúgsstöðum, ættuð úr
Skagafirði og Eyjafirði. Hann
ólst upp með móður sinni, en
fór ungur að vist að Hofi í
Vatnsdal. Innan þrítugs veiktist
hann af lungnaberklum, var á
Vífilsstaðahæli 1946—1950 og
var þá gerður á honum rifja-
skurður. Fékk hann við það
nokkra heilsubót, var þó vist-
maður að Reykjalundi næstu
fjóra vetur, en fyrir norðan á
sumrin. Eftir það átti hann
heima á BlönduósL
Hjalti heitinn gekk lengst af
ekki heill til skógar. Fyrstu
kynni okkar voru þau, að ég
skar hann upp við bráðri botn-
langábólgu og 2—3 árum síðar
við garnengju í sambandi við
svokallaða Meokels-totu og var
hann þá mjög þungt haldinn.
Hann varð að nokkru leyti
KUNNUR Reykvíkingur af eldri
kynslóðinni, Gestur Árnason
prentari, Miðstræti 5, á 85 ára
afmæli í dag. Fæddur er hann
á Fossi í Staðarsveit, en hefur
alið mestallan aldur sinn hér í
borginni. Hann byrjaði að læra
prentverk árið 1897 í Dagskrár-
prentsmiðju, en skömmu eftir að
prentsmiðjan Gutenberg tók til
starfa, árið 1905, réðst Gestur
þangað, og hafði ekki vistaskipti
eftir það, unz hann var að hætta
prentstörfum, er hann varð sjö-
tugur. Gestur var þá enn og
lengi síðan við beztu heilsu and-
lega og líkamlega, og hefur feng-
izt við ýmiss konar störf þau 15
ár, sem síðan eru liðin, þar til
nú fyrir fáum vikum, að hann
heimagangur á spítalanum, því
að móðir hans annaðisí þvott-
ana þar alla mína læknistíð og
var einnig oft til aðstoðar á
skurðarstofu, eins og ég gat um,
er ég skrifaði afmæJisgrein um
hana áttræða fyrir tveimur ár-
um. Þau sumur sem hann dvald-
ist heima, eftir að hann fór á
Reykjalund, þoldi hann ekki
erfiða vinnu, og tók ég hann þá
sem hjálparmann við afgreiðslu-
störf í lyfjabúðinni, að fyrstu
hálfan daginn. Því starfi gegndi
hann svo til dauðadags af mik-
illi trúmennsku og við vinsæld-
ir héraðsbúa, því að hann var
hið mesta prúðmenni og snyrti-
menni í allri framgöngu. Má
segja að hann væri hvers manns
hugljúfi.
Mjög kært var með Hjalta og
móður hans og í þakklætisskyni
við hana fyrir langan og vel
ræktan starfsferil lét spítala-
nefndin hann fá herbergi í
starfsmannaíbúð Héraðshælisins,
er það tók til starfa, svo að þau
gætu átt saman heimili. Síðustu
kenndi lasleika og hefur verið
rúmfastur.
Gestur Árnason kvæntist árið
1909 Ragnheiði Egilsdóttur,
ágætri konu. Þau áttu þrjú börn.
Margrét dóttir þeirra er látin
fyrir nokkrum árum, en synirn-
ir, Árni stórkaupmaður og Egill,
eru kunnir og atSiafnasamir borg
arar hvor á sínu starfssviðL
Gestur Árnason er vinsæll
maður af starfsfélögum sínum og
öðrum, sem kynni hafa af hon-
um haft, og á sjálfsagt engan
óvin. Hann er greindur vel,
minnugur og fróður, manna létt-
astur í lund og hefur jafnan
gamanyrði á vörum, er kunn-
ingjarnir hitta hann á förnum
vegi. Samferðamennirnir munu
Þing sambands
ísl. bankamanna
Gestur Árnason
prentari - 85 ára
DAGANA 7., 8. og 10. apríl hélt
Samband ísl. bankamanna þing
sitt hér í Reykjavík.
Þingið sóttu 59 fulltrúar frá
níu starfsmannafélögum banka
og sparisjóða. Forsetar þingsins
voru kjörnir þeir Svavar Jó-
hannsson, Búnaðarbanka og
Vilhelm Steinsen, Landsbanka.
Ritarar voru kjörnir Sigurborg
Hjaltadóttir, Búnaðarbanka,
Guðjón Halldórsson, Útvegs-
banka og Símon Þór Ragnars-
son, Samvinnubanka.
Formaður sambandsins, Sig-
urður Órn Einarsson, flutti
skýrslu stjórnar yfir síðasta kjör
timabil, sem er tvö ár.
Þingið stóð í þrjá daga eins
og að framan greinir og voru
rædd ýmis mál, er stéttina varða
og gerðar ályktanir um nokkur
þeirra. Ber einkum að nefna
kjaramál og í því sambandi lok
un bankanna á laugardögum um
sumarmánuðina. Ályktun var
gerð um skóla- og fræðslumál
stéttarinnar. Lýisti þingið ánægju
sinni yfir þeim áfanga, sem
bankamannaskólinn hefur náð
og hvatti til aukinnar starfsenii
skólans. Þingið fagnaði því einn-
ig að norræna bankamanna-
sambandið hefur tekið fræðslu-
mál stéttarinnar upp á sina arma
og skipað samnorræna nefnd til
athugunar og samræmingar á
þeim málum. Þá var gerð álykt-
un um samræmingu á kjörum
þeirra eítirlaunasjóða er starfs-
menn banka og sparis’óða eru
aðilar að, og talið mjög áríðandi
að allir bankamenn búi við sem
jöfnust eftirlaunakjör.
Gestir fundarins voru:
Jóhannes Nordal, seðlabanka-
stjóri, sem flutti erindi er hann
nefndi Efnahagsmálin og bank-
arnir. Kom hann víða við og tal-
aði meðal annars um það mál,
sem nú er mjög á dagskrá hjá
bankamönnum, þ.e. menntun
bankamanna og bankamanna-
skólann.
C. A. Weisser-Svendsen, vara-
formaður norska sambandsins,
árin gekk hann með leiðslu-
truflanir í hjarta, sem komu 1
köstum (tachycardia paroxys-
malis) og var hann einkum þjáð
ur af þeim framan af síðasta
vetri. Virtist hann þó hafa náð
sér nokkuð, er vora tók, og gekk
til herbergis síns glaður og reif-
ur að kvöldi þess 11. apríl, en
fannst örendur við rúmstokkinn
næsta morgun.
—O—
Útför þeirra Björns Einarsson-
ar og Hjalta var gerð sameigin-
lega frá Blönduóskirkju þ. 15.
apríl, en áður hafði farið fram
kveðjuathöfn við kistu Hjalta 1
samkomusal Héraðshælisins.
Svo fjöknennt var við jarðar-
förina, að margir komust ekki
í kirkjunna og var því atihöfn-
inni þar útvarpað bæði á Hótel
Blönduósi og gegnum útvarps-
kerfi Héraðshælisins. Bar það
fjölmenni ljósan vott um vin-
sældir þessara látnu heiðurs-
manna.
P. V. G. Kolka.
allir senda honum og konu hans
hlýjar kveðjur á þessum af-
mælisdlegi með ósk um það, að
hann megi fá aftur bót á heilsu
sinni og njóta enn um sinn góðra
stunda á ævikvöldinu.
M. Á.
sem flutti erindi um menntun
bankamanna. Weisser-Svendsen
er formaður nefndar, sem athug-
ar samræmingu á menntun
bankamanna á Norðurlönd im.
Gunnar Svendborg, ío.*m.
sænska sambandsins, sem flutti
skýrslur norræna bankamanna-
sambandsins í fjarveru G. P.
Bergström, framkvæmda.-stjóra
þess.
Kristján Thorlacius, sem flutti
kveðjur BSRB.
Gunnar Kjær, varform. dmska
sambandsiens, sem flutti k /.-3j-
uc danskra bankamanna.
Bankamenn héldu nú þia;ið
í eigin húsnæði í fyrsta si.m, að
Laugaveg 103, efstu hæð.
Stærð þessa húsnæðis er um
200 fermetrar og er það sé-rfak-
lega innréttað með þarfir sam-
bandsins fyrir augurru Þarna er
salur, sem rúmar milli 60 og 70
manns 1 sæti, auk tveggja skrif-
stofuherbergjcL, snyrti'herbergja
og lítils eldhúss.
Svalir eru með allri suður-
hliðinnþ eða meðfram endilöng-
um salnium, stórar og rúmgóðar.
Þetta húsnæði er jafnframt
notað til skólaihalds og skiptir
hreyfanlegur skilveggur salnum
í tvaar rúmgóðar og bjartar
Framh. á bls. 31
/