Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 25

Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1967. 25 - MINNING Framh. af bls. 23 dómslegum hans. Söknuðurinn er því að vonum sár og ást- vinirnir sitja hljóðrr hérna meg- in við tjald óvissunnar og bíða þess að senn komi röðin að þeim að stíga yfir þröskuld ókunn- Ieikans. En meðan á biðinni stendur, er það vissan um ör- ugga endurfundi, sem er lækn- irinn mikli allra harma, sem græðir sárin og bætir meinin. Persónulega á ég Halldóri, móður- og fósturbróður mínum, miklar þakkir að færa fyrir vin- áttu og ættrækni við mig, allt £rá bernsku og uppvaxtarárum mínum. En þótt ég eigi hér á bak að sjá einlægum vini og frænda, skal ekki um sakazt þótt hérvist hans yrði styttri en ég hafði vonazt eftir. Og okkur er vissulega kennt, að við megum vænta endurfunda að hérvistar- dögum loknum. Ég get að lok- um fullvissað vin minn um það, eð í dag og í framtíðinni er eiginkona hans vafin styrkum og ástríkum örmum barna sinna og vina. Og nú er komið að skilnaðin- um um stund, kæri móðurbróðir. En þegar ég svo að lokum ræ veikbyggða fleyinu mínu upp að fyrirheitna landinu, þá vænti ég, eð þú verðir þar kominn ásamt öðrum ættingjum og vinum til eð taka á móti mér. Og þá heíi ég hugsað mér ef ég fæ ein- einhverju um það ráðið að merkja fleytuna mína með ein- kennisstöfunum E. 105. Það kynni að minna þig á þægileg- en hátt á manndómsárin þín á Akranesi. Vertu svo blessaður og sæll elskulegi frændi minn, og lifðu heill í faðmi frelsara þíns. Kristján Þórsteinsson. Hjartkæri afi, horfinn ertu sýnum, hvað það er margt, sem þakka ber og kanna, því allt það, sem bezt ég á í huga mínum er umvafið kærleikans geislum minninganna. þú varst mér ljós á lífs míns æskuvegi, ljós, sem ég vona að aldrei daprast megi. v Sigríður Guðjónsdóttir. Kveðja frá eiginkonu, börnum og barnabörnum. Er dauðinn hjá oss dyra kveður, hve dapurt verður hjörtum í, og ástvinanna banabeður þá breytir ljósi í harmaský. Er blessuð sumarsólin skín, hve sárt er þá ef lífið dvín. Við gengum saman langa lengi á lífsins, stundum grýttu braut, þótt misjafnt yrði gæfugengi, við glöddumst jafnt í sæld og þraut. Þú reyndist stoð og styrkur minn, mér stuðning veitti armur þinn. Og bezti faðir börnum varstu, er breiddu faðma móti þér, þau ætíð fyrir brjósti barstu, sem blessun hverjum föður er. Þau áttu hjá þér Öruggt skjól, sem inndæl blóm við skin frá sól. Svo eru líka barnabörnin sem blessa látinn afa sinn. Þú hjálp þeim jafnan varst og vörnin með von og hjartans kærleik þinn. Á afa knjám þau undu vel, er öllum sýndi hlýju þel. Þú áttir heima’ á æskuvori á ysta tanga Snæfellsness, og gæddur varstu vilja og þori og vannst þín störfin sæll og hress. Þig seyddi ungan sævarhljóð er sazt þú út við báruflóð. Þú reyndir snemma kröppu kjörin, en kjark og dugnað sýndir æ, þvi brimasöm var bátavörin og brotagjarnt á köldum sæ. Þig leiddi drottins líknarhönd þótt leiðin stundum yrði vönd. Þú lifðir síðast langan vetur og leiðst oft þínu meini af, en þoldir öðrum þrautir betur því þrek og styrk þér drottinn gaf. Á honum var þitt traust og trú, sem trygg er æ til himins brú. Við kveðjum þig með klökkum hjörtum og kærar þakkir færum þér, í sælulandsins ljóma björtum, þér lífið nýja, fegurð ber. Nú gefst þér dýrðar-sólarsýn og sumar það er aldrei dvín. Br. J. Skuldabréf Fasteignatryggð skuldabréf, sem hafa stuttan gildistíma óskast keypt. Trúnaðarmál. Tilboð merkt: „Sk — 1967 — 2417“ sendist á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld. Árshálíð Tafl- og bridgeklúbbsins verður haldin í Domus Medica, laugardaginn 29. apríl og hefst kl. 8.30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Félagar fjölmennið. Ferðaritvélar Vandaðar, sterkbyggðar og léttar Olympia ferðaritvélar, ómissandi förunautur. — Útsölustaðir: ÓLAFUR GÍSLASON & co hf Ingólfsstræti 1 A. Sími 18370. ADDO VERKSTÆÐIÐ Hafnarstr. 5, Rvík. Sími 13730. 1070/11» PEGLERS — ENSKIR Rennilokur 14”—4” úr kopar. Gufukranar 14”—3”. Keiluhanar 14”—3”. Öryggislokar t4”—2”. Kontraventlar %—3”. Tollahanar V2”—33”. Rennilokur úr Járni 2”—8”. VALD. POULSEN' KLAPPARSTlO 29 - SlMARi 13024-1523S SUÐURLANDSBRAUT 10 — 138520-31142 Randari.sk lög mannsf jöl skylda í Washington D.C. óskar eftir stúlku ekki eldri en 25 áira til heimilisaðstoðar í eitt ár. Einnig til að annast 3 börn. ’Skrifið Mrs L. Cohen 1408 Sarah Dr. Silver Spring Maryland U.S.A. BILAR Trahant station 1966. Saab 1963. Scout 1966. Saab 1965. Taunus 12 M 1964. Chevrolet vörubíll 1955. GUÐMUNDAR Bergþéruxötu 3. Slmar XM3Z, 20070 HÓTEL BORG Fjölbreyttur matseðill allan daginn alla daga. Hljómsveit Cuðjóns Pálssonar Söngkona: Guðrún Fredriksen. — Dansað til kl. 1 — Reykingamenn allt fyrir ykkur. gaskveikjarar. nonisoni Reykjarpípur Stórkostlegt úrval af MASTA, nýjar gerðir. TðBAKSVðRUR ÁVEXTIR nýir og niðursoðnir o. m. fl, HJARTARBUÐ Sími 81529. Suðurlandsbraut 10. SMúit Wf uMSk f - - . í : Dansað í kvöld frá kl. 9—2. HLJÓMAR leika fyrir dansi. LOFTSKÉYTASKÓLINN. BÚÐIN - DÁTAR - BÚÐIN STAKZLAUST FJÖR Dansað frá kl. 8.30 —11.30 Allir i Búðina í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.