Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 31

Morgunblaðið - 28.04.1967, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. APRIL 1967. 31 Fokker-flugvél ferst á Filipseyjum Manila, 27. april — (AP) — FOKKER skrúfuþota fórst í lendingu á Malaybalay flugvelli á Filippseyjum í dag og með henni 16 menn. Flugvélin var eign olíufélags ríkisins í Indó- nesíu, og var verið að kynna fulltrúum flugfélags Filippseyja, P.A.L., kosti vélarinnar þegar Blysið varð. AIls voru 18 manns með vélinni, en tveir komust lífs af. Meðal þeirra sem fórust voru þrír fulltrúar Fokker flugvéla- smiðjanna. Flugvélin er svipuð Friendship vélunum frá Fokker, en búin öflugri hreyflum. Var hún að koma inn til lendingar á Malay- balay flugvellinum í Mindanao- eyju er hún missti skyndilega hseð og steyptist niður á völl- iinn. Kviknaði í vélinni er hún skall niður á völlinn, og varð brakið eitt eldhaf á svipstundu. Minningarsjóður um ungan lækni Á AÐALFUNDI Geðverndarfé- lags íslands sl. þriðjudagskvöld var tilkynnt um sjóðstofnun til minningar um Kjartan B. Kjart- anson lækni, er lézt um aldur fram, ungur læknir og vel lát- inn, en hann hafði helgað sig sérsviði geð- og taugasjúkdóma. Þau hjónin frú Jóna Ingvars- dóttir og Kjartan J. Jóhannsson héraðslæknir stofna sjó þennan með kr. 25.000.00 stofnframlagi, en sjóðurinn er í vörzlu Geð- verndarfélags íslands, og er öll- um heimilt að efla hann með framlögum. Stofnskrá sjóðsins bíður nú staðfestingar, en hér er enn á ný að því stefnt að efla starf í þágu hins afskipta öryrkjahóps geð- og taugasjúklinga. Þjóðin öll sýnir nú málefni þessu mikinn skilning. þar sem sjálfsbjörg þessa fjölmennasta ör yrkjahóps brestur, hjájpast nú aðrir að til að skapa öllu þessu fólki viðunandi endurhæfingar- og lífsbjargaraðstöðu. Er því öllu jákvæðu átaki mjög fagnað. Guðbrandsstofa í Hallgrímskirkju — Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags FRAMHALDSAÐALFUNDUR fyrir 151. starfsár Hins íslenzka Biblíufélags verður haldinn, með tilheyrandi guðsþjónustu í Hall- grímskirkju í Reykjavik, nú á sunnudaginn 30. apríl kl. 2 sið- degis. Forseti félagsins, herra biskupinn, prédikar. Á fundinum verður endanlega gengið frá allverulegum breyt- ingum á skipulagi og starfsað- stæðum okkar gamla félags, sem lengi hefur verið aðkallandi að gerðar yrðu. Félagið hefur ráðið fram- kvæmdastjóra, að vísu sjálfboða- liða, Hermann Þorsteinsson, gjaldkera Hallgrímskirkju. Verið er að standsetja bæki- stöð fyrir bókabirgðir, af- greiðslu og bókhald félagsins, í stofu á grunnhæð hins veglega turns kirkjunnar. Hæðin er að öðru leyti fyrirhuguð marg- þættu safnaðarstarfi. Þannig hafa skapazt möguleik- ar til sjálfstæðrar og ábyrgrar starfsemi á vegum kristins safn- aðar í landinu, eins og lög fé- lagsins gera ráð fyrir og af því er vænzt, sem aðila Sameinuðu Biblíufélaganna. Forseti félags okkar lagði á það ríka áherzlu í aðalfundar- skýrslu fyrir tveim árum, — „hvílíkt nauðsynjamál það er að félagið eignist miðstöð í Reykja- vík, skipulagi verði breytt og unnið að því að félagið nái til almennings. Biblíufélög eru alls sfcaðar fjöldafélög, svo þyrfti að vera hér. Félagið þarf á auknum skilningi kristins fólks í landinu að halda“. Þannig fórust biskupi orð. Nú er á þá kallað, er vilja veg Guðs heilaga orðs meiri með okkar þjóð, og sameina hug og hönd að eflingu Biblíufélagsins. Við höfum fengið nauðsynlega miðstöð. Forlagið er í okkar höndum. Við verðum fyrst og fremst að sjá til þess, að ekki vanti hjá því neinar af bókum félagsins. Okkur er nú séð fyrir forustu að sameiginlegu verki. Um það segir í 2. grein laga Hins íslenzka Biblíufélags: „Til- gangur félagsins er að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Heilagrar Ritningar meðal lands- manna“. Verði það lagaákvæði til greina tekið, sem skylt er, þarf að sjá til þess að allar helztu bókaverzlanir landsins, forstöðumenn safnaða og kristi- legra félaga, er láta sér annt um útbreiðslu og lestur Biblíunnar og Nýja testamentisins, hafi þær bækur jafnan á boðstólum. Okkur, sem höfum í hjáverk- um hlaupið í að standsetja bæki- stöð fyrir Biblíufélagið, hina fyrstu, er farið að þykja vænt um hana. Hún er okkur helgur staður þótt ófullgerð sé. Það út af fyrir sig að hún er I Hall- grímskirkju talar sínu máli. Það sæmir vel félaginu. Og ekki verður minningu Hallgríms Pét- urssonar misboðið með því. Hann ólst upp á Hólum í Hjaltadal, lærði þar að lesa og skrifa. Óefað hefur bókakostur ekki verið meiri annars staðar á landinu en þar. Og þar var Guð- brands Biblía. Ungur hefur hann farið að hnýsast i hana. Annarri Biblíu kynntist hann ekki fyrstu 30 ár ævinnar. Ekki er ólíklegt að Biblíu-tilvitnanir í Hallgrímssálmum séu margar teknar orðréttar úr henni. Guðbrands Biblía er í senn undirstaða og kóróna allra síðari þýðinga íslenzku Biblíunnar. A 150 ára afmæli félags okkar færði kirkjumálaráðhera, Jó- hann Hafstein, því að gjöf Guð- brands Biblíu ljósprentaða. Því verður ekki gleymt. í bókasafni félagsins er nú allar elztu út- gáfur Biblíunnar íslenzku nema Steins og Hendersons. í öllum þeim bókum, sem hér verða væntanlega í stofunni, mun Guðbrands Biblía bera sem gull af eiri, — svo segja mætti að nú fáum við GUÐBRANDSSTOFU 1 HALLGRÍMSKIRKJU. Verið velkomin til guðsþjón- ustu aðalfundar Hins íslenzka Biblíufélags í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 30. apríl kl. 2 síð- degis! Fyrir hönd félagsstjórnar, Ólafur Ólafsson. „Rétfarhöld" Russells — hefjast í Stokkhólmi á laugardag Stokkhólmi, 27. apríl (AP).| ,,Stríðsglæparéttarhöld“ þau, sem brezki heimspekingurinn Bertrand Russell hefur beitt sér : hvað mest fyrir, eiga að hef jast | í Stokkhólmi á laugardag. Hófst. undirbúningur að réttarhöldun- um þar í borg í dag þrátt fyrir | áskoranir sænskra yfirvalda til aðstandenda réttarhaldanna um að halda þau annarsstðar. Hins- vegar telur sænska stjórnin sér ekki fæ-t að banna réttarhöldin í Svíþ' |>. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að Johnson Banda- ríkjaforseti hafi tilkynnt sænsku stjórninni að verði „réttarhöld- in“ haidin í Svíþjóð geti þau varpað skugga á sambúð ríkj- anna. „Dóminn” skipa um 20 menn, og voru aðeins fáir þeirra komn- ir til Stokkhólms í daig þegar undirbúningsstörfin hófust. Fara þessi undirbúningsstörf fram fyrir luktum dyrum, svo lítið hefur af þeim frétzt. Vitað er hinsvegar að „réttarhöldin" eiga að fjalla um ásakanir á Banda- ríkjamenn vegna meintra lotft- árása á óbreytta borgara í Viet- naim og um hernað þeirra þar almennt. Fulltrúar allra fol'kka nema kommúnista í utanríkis- nefnd sænska þingsins, hafa getfið út sameiginlega yfirlýs- ingu, þar sem þeir harma þá ákvörðun Russells og félaga hans að réttarhöldin skuli haldin í Svíþjóð. Segir í yfirlýsingunni að réttarhöldin geti á engan hátt stuðlað að friði í Vietnam. Nefnd j armenn segja hinsvegar að í Svíþjóð rík-i mál- og fundafrelsi, svo ekki sé unnt að banna rétt- arhöldin. Tage Erlander, forsætisráð- herra Svíþjóðar, hefur einnig bent þeim á að þar sem þeir geti engin áhrif haft á gang mála í Vietnaim og njóti hvergi opin- berrar viðurkenningar, ættu þeir að hypja sig á brott frá Svíþjóð. Hafa áskoranir þessar engan ár- angur borið. Ekki hefur fengizt opinber staðfesting á því í Washington að Johnson forseti hafi sent sænsku stjórninni mótmæli vegna réttarhaldanna. Hinsvegar er það haft eftir áreiðanlegum heimildum að Hubert de Besche, sendiiverra Sviþjóðar, hafi rætt málið við forsetann í Hvíta hús- inu í gærkvöldi. Benti de Besche Johnson þá á að sænska stjórn- in gæti ekkert að gert vegna ákvörðunar um mál- og funda- frelsi í stjórnarskrá landsins. sem þannig er skipuð: Hermann Guðmundsson form., Björn Þór- hallsson, Einar Ögmundsson, Markús Stefánsson og Óskar Hall grímsson, hóf undirbúning að opnun sparisjóðsins. Réði hún sem sparisjóðsstjóra Jón Halls- son. — Sparisjóðsstjórnin hóf strax að beita sér fyrir um húsnæði fyr ir sparisjóðinn, og þegar 9 verka lýðsfélög keyptu megin-hluta hús eignarinnar Skólavörðustígur 16 var ákveðið að sparisjóðurinn fengi þar inni með starfsemi sina. Sparisjóðurinn hefur afgreiðslu- sal á 1. hæð hússins og húsnæði á 2. hæð, þar sem fram fer bók- hald allt. Þar er einnig viðtals- herbergi sparisjóðsstjóra. í þessu húsnæði mun sparisjóðurinn starfa fyrst um sinn en hefur möguleika á stækkun þess °'ð- ar. Breytingu á húsnæðinu hefur trésmiðjan Tréverk annast. Hús- næðið er hið smekklegasta á all- an hát og án nokkurs íburðar. — Snarisjóðurinn verður op- inn frá kl. 9 til 4 og auk þess á föstudögum kl. 5 til 7. en á laugardögum er opnunartími frá kl. 9 til 12. Soarisióðurinn mun annast alla innlenda bankastarf- semi. Átök milli hermanna og Rauðra varðliða í Kina Mörg hundruð manns sœrðir eða fallnir Tokíó, 26. apríl NTB. MÖRG hundruð manns hafa verið drepnir, eða særðir í átökunum sem átt hafa sér stað milli Rauðra varðliða og kínverskra hermanna í Lanchow í Kansu- héraði. Kemur þetta fram í frétt frá Pekingfréttaritara japanska blaðsins Shimbun á miðvikudag. Átökin hófust, er Rauðk varð- liðar við Lanchow-háskólann lokuðu ritstjórnarskrifstofum eins af dagblöðum borgarinnar, því að blaðið átti að hafa starf- að í þágu gagnbyltingarafla. Andstæðingar Maos innan flokksdeildar komimúnistaflokks- ins í héraðinu hvöttu um 100.000 manns, sem safnazt höfðu saman umhverfis byggingu blaðsins til þess að snúast gegn aðgerðum Rauðu varðliðanna. Þessir sömu andstæðingar Maos kölluðu einnig á sveit úr hernum, sem kiom á vettvang í átta vörubif- reiðum. Réðust hermennirnk síðan gegn Rauðu varðliðunum. Fréttaritari hins japanska blaðs hefur upplýsingar sínar eftir veggispjöldum í Peking. Fjölskyldur sendisfaifsmunna Indónesíu í Kína sendar heim Djakarta, 27. apríl NTB RÍKISSTJÓRN Indónesiu hefur komið á fót sérstakri nefnd, sem á að fá mánaðar frest í því skyni að leysa þau bráðu vandamál, sem stafa af veru hinna kín- versku íbúa landsins. Uppþot þau i Imdónesíu, sem framkvæmd hafa verið til þess að fjandskapast við Kínverja, og rót sína eiga að rekja til hinn- ar misheppnuðu uppreisnartil- raunar kommúnista haustið 1965, hafa aukizt að undanförnu og koma nú stöðugt fyrir á nýjum stöðum. Hafa þessi uppþot haft í för með sér mikla spenu í sambúð Indónesíu og Kína. Hin nýja nefnd, sem greint var frá hér að framan, er skipuð mönnum frá lögreglunni, hern- um, ríkisstjórinni og dómstólum landsins. Frá Peking berast þær fréttir, að konur og börn sendistarfs- manna Indónesíu í Kína muni verða send heim vegna mótmæla aðgerða þeirra, sem fram hafa farið í Peking í fjamdskaparskyni við Indónesíu. Þúsundir manna fóru í mótmælagöngu í dag fram hjá sendiráðsbyggingunni þar fjórða daginn í röð, en Rauðir varðliðar skrifuðu móðgunarorð á veggi byggingarinnar. - SPARISJOÐUR Fjamh. af bls. 2 sparisjóðinn. í nefndinni áttu sæti Hannibal Valdimarsson, Ein ar ögmundsson, Guðmundur Garðarsson, Pétur Sigurðsson, Óskar Hallgrímsson, Jón Sigurðs son og Markús Stefánsson. — Nefnd þessi náði samkomu- lagi um öll framkvæmdaratriði varðandi stofnun sparisjóðsins og var stofnfundur haldinn miðviku daginn 9. marz 1966. Á stofn- fundinum var samþykkt reglu- gerð fyrir sparisjóðinn og kosn- ir þrír menn i stjórn hans, en síðan kaus borgarstjórn Reykja- víkur tvo menn, svo sem tilskil- ið er í lögum. — Á 50 ára afmæli Alþýðu- sambands Islands 12. marz 1966 afhenti viðskiptamálaráðherra herra Gylfi Þ. Gíslason forseta Alþýðusambandsins Hannibal Valdimarssyni reglugerð fyrir sparisjóðinn staðfesta. — Stjórn Sparisjóðs alþýðu. - NATO Framh. af bls. 1 að sé að stofna sérstakt fram- kvæmdaráð skipað fulltrúum kommúnistafokkanna í Evrópu er sendi út áskoranir um sam- eiginlegar aðgerðir gegn stefnu Bandaríkjanna og ný-nazisman- um í Vestur ÞýzkalandL Émsir ræðumenn á kommún- istaráðstefnunni í Karlovy Vary héldu því fram að margir leið- toganna í Vestur Evrópu væru reiðubúnir til að segja lönd sín úr Atlamtshafsbandalaginu árið 1970, ef trygging fæst fyrir þvl í Kreml að sovézkar hersveitir verði kvaddar heim frá ríkjunum í Austur Evrópu. Ágreiningur ríkti um það á ráðstefnunni hvort boða skyldi fulltrúa Bandaríkjanna á fyrir- hugaðar ráðstefnur um öryggis- mál Evrópu. Sumir frönsku full- trúanna voru agjörlega andvíg- ir þeirri hugmynd, en ítölsku fulltúarnir hédu því fram, að mauðsynlegt væri að Bandaríkja- menn tækju þátt i umræðum um framtíð Þýzkalands og bandalaga Vestur-Evrópurikja. Fulltrúar Sovétríkianna voru líitt hrifnir af því að bjóða bandarískum full- trúum þátttöku í umræðunum, en viðurkendu að vart næðist árangur án þeirra. - IÞROTTIR Framhald af bls. 30. mesta möguleika í einliðaleik, enda sigurvegari í þeiiri grein frá Reykjavíkurmótinu í vetur. Isfirðingar og Siglfirðingar eru ekki jafn þekktir hér á leikvelli og hann, en talið er að í þeirra hópi muni vera menn sem komi til með að láta að sér kveða i þessu móti. Þá teflir TBR. fram sterkustu leikmönnum í þessum flokki. Má þar nefna Björn Finn björnsson, Kolbein Kristinsson og Adolf Guðmundsson. Eins og áður segir hefst mót- ið kl. 20,00 föstudagskvöldið 28. apríl, og verður framhaldið kL 13.00 laugardaginn 29. apríl. Tala leikja að úrslitum er 69, en úr- slitaleikirnir hefjast sunnudag- inn 30. apríl kl. 14,00. Til sölu innrétting á lítilli veitingastofu ásamt öllum nauð- synlegum áhöldum til reksturs. Allt aust og fast á að seljast. Upplýsingar í símum 24599 og 37963. - ÞING Framhald af bls. 24 kennslustofur. Bankamanna- skólinn hefur tekið á leigu hluta þessa húsnæðis til næstu níu ára svo segja má að húsnæðisþörf hans sé leyst fyrir næstu fram- tíð. Kennt hefur verið í skólan- um síðan í október í haust. í lok þingsins fór fram stjórn- arkosning Var Hannes Pálsson, Búnaðarbanka kjörinn formaður og aðrir í stjórn voru kjörnir: Bjami G. Magnúsison, Lands- banka, Adolf Bjömsson, Útvegs- banka, Sigurður Örn Einarsson, Seðlabanka, og Ólafur Ottóssoo, Samvinnubanka

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.