Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 1
Ávarpscrð formanns
Sjálfstæöisflokksins
' Sjálfstœðisflokkurinn hefur nú verið samfleytt hátt á áttunda ár í ríkis-
stjórn með Alþýðuflokknum. Stefnumið þessara tveggja flokka eru um
margt ólík og hefur samstarf þeirra óhjákvœmilega byggzt á því að leiða
fyrirsjáanleg ágreiningsmál hjá sér, en leggja áherzlu á lausn þeirra mála,
sem flokkarnir voru sammála um frá upphafi eða gátu náð samkomulagi
um, þótt þeir nálguðust þau eftir ólíkum leiðum. Eðlilegt er að Sjálfstœðis-
menn spyrji, hvernig til hafi tekizt að fylgja fram þeirra eigin stefnu í svo
langvinnu- samstarfi. Því verður bezt svarað með því að bera saman stefnu-
yfirlýsingar flokksins og árangur stjórnarsamstarfsins. Landsfundir hafa lýst
meginstefnunni á þessa leið:
1. Varðveita og tryggja sjálfstæði og frelsi Islands og standa vörð um
tungu, bókmenntir og annan menningararf íslendinga.
2. Treysta lýðræði og þingrœði.
3. Vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstakl-
ingsfrelsis og athafnafrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.
4. Beita nútíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hag-
nýttar í þágu þjóðarinnar.
5. Skapa öllum landsmönnum félagslegt öryggi.
1 riti þessu eru rakin nokkur helztu störf rikisstjórnar og Alþingis frá
myndun viðreisnarstjórnarinnar í nóvember 1959, og er þetta yfirlit þó
hvergi nærri tœmandi. Lœt ég hverjum og einum eftir að dæma um, hvernig
til hefur tekizt.
Við athugun á framvindu þessara tveggja kjörtímabila þykir sjálfum mér
þetta eftirminnilegast:
Tekizt hefur að koma fram algerri stefnubreytingu í efnáhags- og við-
skiptamálum. Nú er farin leið athafnafrelsis í stað hafta og ríkisforsjár.
Leið athafnafrelsisins hefur einnig reynzt- leið alhliða framfara, svo að
þjóðarauður og velmegun almennings hefur aukizt hraðar og stendur nú
fastari fótum en nokkru sinni áður.
Eiti orsök meira öryggis er sú, að ráðist hefur verið í virkjun stórfljóta
landsins og atvinna verður tryggð með tilkomu stóriðju.
Þrátt fyrir það, að miklu hafi verið áorkað, þá er margt enn óunnið og
ný vandamál mun œtíð bera að höndum á meðan lífið varir. Bezta leiðbein-
ingin um lausn þeirra er í stefnuyfirlýsingunni, sem stofnendur flokksins
gáfú x maí 1929:
Að vinna i innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á
grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis, með hagsmuni allra stétta
fyrir augum.
1 þessum orðum er bezt skilgreint hvað skilur Sjálfstœðisflokkinn frá
öðrum íslenzkum stjórnmálaflokkum. Frá þessari meginstefnu munu Sjálf-
stœðismenn aldrei víkja heldur um alla framtíð hafa frelsið að leiðarstjörnu
sinni.
Bjarni Benediktsson.
Fylgirit Morgunblaðsins
og ísafoldar & Varðar
Þingiflo(k(kur SjáHfs'tæðismanna.
vorið 1967