Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 15
Greiðari samgöngur Á viðreisnartímabilinu hefur rikari áherzla verið lögð á umbaetur í samgöngumálum en flestum öðr- um sviðum opinberra framkvæmda, enda hafa sam- göngur hér á landi orðið greiðari og öruggari með hverju ári Samgöngubæturnar hafa verið snar þáttur í við- leitni viðreisnarstjórnarinnar til þess að bæta lífs- kjör þjóðarinnar, því að nú á tímum eru góðar sam- göngur eitt helzta skilyrði efnahagslegra framfara. Ný vegalög. Setning vegalaganna árið 1968 markar þáttaskil í vega- og brúagerð hérlendis. IHelztu nýmæli samkvæmt þeim eru þessi; 1) Komið hefur verið á nýju skipulagi á vegafram- kvæmdum, sem tryggir betri nýtingu fram- kvæmdafjár. Nú er unnið eftir fjögurra ára áætlunum, sem taka hver við af annarri eftir endurskoðun á tveggja ára fresti. Aður voru framkvæmdir að mestu leyti ákveðnar frá ári til árs. 2) Séð er fyrir stórauknu fé til vegamála. Fastir tekjustofnar hafa verið tryggðir til framkvæmda í vegamálum, benzínskattur, þungaskattur og gúmmígjald, en þessar tekjur _runnu áður að mestu leyti til almennra þarfa nkissjóðs. ; 3) Tekin er upp flokkun þjóðvega, sem áður var ekki um að ræða. Skiptast þeir þannig: a) Hraðbraut A: Vegur, þar sem innan 20 ára má búast við yfir 10 þússund bifreiða um- ferð á dag yfir sumarmánuðina. Skal stefnt að fjórfaldri akbraut með varanlegu slit- lagi. b) Hraðbraut B: Vegur, þar sem innan 10 ára má búast við 1—10 þúsund bifreiða umferð á dag yfir sumarmánuðina. Skal stefnt að tvö- faldri akbraut með varanlegu slitlagi. c) Þjóðbraut: Vegur, sem nær til 1.000 íbúa svæðis. Skal stefnt að malarvegi með tvö- faldri akbraut. d) Lctndsbraut: Vegur, sem er minnst 2 km lang- ur frá vegamótum og nær til 3—4 býla, og er þetta lágmarksskilyrði til þess, að vegur Gerð þjóðvega með varanlegu slitlagi er hafin á íslandi. komist í tölu þjóðvega, nema hann nái tfl kirkjustaðar, félagsheimilis, skóla eða heilsu- hælis. Ennfremur má telja landsbraut að innsta býli, þar sem aðalfjallvegur liggur upp úr byggð. 4) Stuðningur ríkisins við sýsluvegi var aukiruw verulega, en þeir eru nú um 2.000 km á lengd. Margir sýsluvegir voru teknir í þjóðvegatölu, og hreppavegir voru felldir niður. 5) Samkvæmt vegalögunum er nú árlega varið 12%% af heildartekjum vegamála til styrktar gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum, en áð- ur hafði verið til þess ætlazt, að hvert byggðar- lag kostaði vegi innan sinna marka. Svo er fyrir mælt, að 10% af þessu fé skuli ráð- stafað óskiptu til að hraða aðkallandi framkvæmdum, og hefur því fé til þessa verið varið til endurbóta á vegum gegnum Selfoss og Kópavog. Framkvæmdir í vegamálum. Framkvæmdir við vega- og brúagerð hafa verið mjög miklar á undanförnum árum, enda hefur um- ferðin aukizt gífurlega. Hefur sérstök áherzla verið lögð á vegagerð í þeim landshlutum, sem búið hafi við lakast vegasamband, og gerð vega með varanlegu slitlagi. Langstærsta verkefnið, sem að hefur verið unnið, er lagning Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur, en slitlag hennar var steypt. Þessari fram kvæmd er nú lokið að mestu, og varð kostnaðurinn við hana um 270 millj. kr., sem að verulegu leyti er lánsfé. Aðrar stórframkvæmdir hafa verið lagning Múia- vegar við Eyjafjörð, gerð Strákaganga milli Siglu- fjarðar og Skagafjarðar og vegurinn fyrir Olafs- víkurenni. Ennfremur hefur vegagerð verið mikil é Austurlandi og á Vestfjörðum samkvæmt Vestfjarða- áætluninni. Mesta brúarmannvirkið, sem nú er unnið að, er brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, sem áætlað Þotuöld gengur í garS á íslandi. 1S. mal ÍMf Á FRAMFARALEIÐ 151

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.