Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 20
Á viðreisnartímabilinu hefur mikil rækt verið lögð við menntun og menningu þjóðarinnar. Ahrif mennt- unarframfara á hagvöxtinn í þjóðfélaginu og lífskjör þjóðarheildarinnar hafa orðið mönnum betur ljós en áður. Því hefur sérstök áherzla verið lögð á framfarir á öllum sviðum menntamála, m.a. byggingu skólahúsa, fjölgun kennara og bætta menntun þeirra og starfs- kjör, nýjungar í kennsluháttum, aukna tæknimennt- un, eflingu æðri menntastofnana óg fjárhagslegan stuðning við námsmenn. Visindalegar rannsóknir á mennta- og skólamálunum Til þess að stuðla að því, að skólakerfið og kennsluhættir svari ætíð sem bezt nýjum þörfum, sem rísa vegna örra þjóðfélagsbreytinga og breyttra við- horfa, hefur nú verið tekin upp stöðug vísindaleg rannsókn og endurskoðun skóla- og menntamála. Hefur í þessu skyni verið sett á stofn sérstök skóla- rannsóknadeild innan menntamálaráðuneytisins, sem á að gera tillögur um umbætur þegar er þeirra gerist þörf. Sérstök nefnd hefur um alllangt skeið unnið að endurskoðun menntaskólanámsins, og önnur nefnd vinnur nú að áætlun um eflingu Háskóla íslands á næstu 20 árum. Þá hefur að undanförnu verið unnið að gerð heild- aráætlunar um menntunarþörf þjóðarinnar í náinni framtíð og þörfina á nýju skólahúsnæði og fjölgun kennara. Hefur Efnahagsstofnunin haft mnsjón með þessu starfi í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Einnig hafa sérfræðingar frá Efnahags- og framfara- stofnuninni í París verið til aðstoðar í starfinu. Komið hefur verið upp nemendaskrá alls skóla- kerfisins, og er hún þáttur í starfinu að mennta- málaáætluninni. Verður námsferli hvers nemanda fylgt í skrá þessari, sem verður unnin í skýrsluvél- um. Verður miðstöð skrárinnar í Hagstofu íslands. Menntastofnanir og skólalöggjöf Fjölgun þjóðarinnar og síaukin þörf fyrir þekk- ingu og tækni hefur krafizt stóraukinna framkvæmda í skólamálum. Hafa mjög miklar framkvæmdir ver- íð við skólabyggingar á undanförnum árum og fram- lög ríkissjóðs til þeirra stórhækkuð. Fjárveitingar úr ríkissjóði til stofnkostnaðar skóla á árunum 1960—67 nema samtals tæplega 667 millj. kr., þar af um 435 millj. kr. til barnaskóla og gagnfræða- og héraðs- skóla. Miklu hærri fjárhæð hefur verið varið til reksturskostnaðar skóla. Hefur hann hækkað mjög miikið vegna fjölgunar skólafólks, fjölgunar kennara, launahækkunar kennara, aukins tækjabúnaðar skóla og aukins fjár til viðhalds skólabygginga. Á vorþinginu 1967 var samþykkt ný skólakostn- aðarlöggjöf. Samkvæmt henni skal ríkið framvegis greiða öll kennaralaun á barnafræðslu- og gagn- fræðastiginu. Verða þar með öll kennaralaun í hinu opinbera skólakerfi greidd af ríkinu. Léttir það út- gjöldum af sveitarfélögunum og eykur svigrúm þeirra til að efla menntun í umdæmum sínum. Háskóli íslands hefur eflzt verulega á viðreisnar- artímabilinu. Stúdentafjöldinn við skólann hefur meira en tvöfaldazt. Fjárveitingar til háskólans hafa hækkað mjög mikið. Kennurum hefur verið fjölgað, og er nú í framkvæmd 10 ára áætlun um fjölgun kennara við skólann, sem gerð var á árinu 1964. Nýjar rannsóknarstofnanir við skólann eða í nán- um tengslum við hann hafa tekið til starfa, Raunvís- indastofnun háskólans, þar sem fram eiga að fara rannsóknir í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði pg jarð- eðlisfræði, og Handritastofnun íslands, sem hefur það hlutverk að vinna að aukinni þekkingu á máli, bók- menntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og síðar. Handritastofnunin fær til varðveizlu „Stofnun Árna Magnússonar á íslandi", þ.e. þau íslenzk handrit í Danmörku, sem Þjóðþing Dana hefur samþykkt að sfhenda íslendingum. Raunvísindastofnun hásikólans hefur þegar fengið sérstaka byggingu fyrir starfsemi sína. Innan skamms hefst bygging myndarlegs húss fyrir handritastofnunina. Einnig fær há&kólinn í sama húsi gott húsnæði fyrir kennslustarfsemi, og verða með því að verulegu leyti leyst húsnæðisvandamál háskólans. Þetta nýja hús á að verða tilbúið til notk- unar í árslok 1968 eða ársbyrjun 1969. Þá hefur Reiknistofnun háskólans hafið starfsemi. Nýbyggingar í þágu menntaskóla hafa verið tals- verðar á undanförnum árum, og frekari framkvæmd- ir exu í undirbúningi. Við gamla Menntaskólann í Raunvisindastoínun háskólans. Mennta- og menningarmál Við nýja Kennaraskólann. Reykjavík hefur verið byggt nýtt hús, sem einkum er ætlað til kennslu í raunvísindagreinum. Er afráðið að koma upp sams konar byggingu við Menntaskól- ann á Akureyri. Fyrsti áfangi nýs menntaskóla 1 Reykjavík hefur verið tekinn í notkun, en við þann skóla, sem verður mjög fullkominn, verða teknar ui>p ýmsar nýjungar í mennta&kólakennslu. Nú stendur yf- ír bygging viðbótarhúsnæðis við Menntaskólann að Laugarvatni, sem gerir mögulega mi'kla fjölgun nem- enda við skólann. Samkvæmt lögum frá árinu 1965 er gert ráð fyrir stofnun menntaskóla á ísafirði og Austurlandi, og I sömu lögum er heimilað að koma á fót kennslu 1 námsefni fyrsta bekkjar menntaskóla við gagnfræða- skóla, þar sem nemendafjöldi og önnur skilyrði gera slíka ráðstöfun eðlilega og framkvæmanlega. Fram- kvæmd þessara laga mun sérstaklega auka möguleika ungs fólks á Vestfjörðum og Austurlandi til þess að afla sér framhaldsmenntunar. Við tilkomu hins nýja stórhýsis Kennaraskóla fs- lands hefur aðstaða til menntunar kennara stórbatnað. Er þó einungis lokið fyrsta áfanga skólabyggingar- innar. Samkvæmt lögrnn um Kennaraskólann frá árinu 1963 er unnt að taka stúdentspróf frá skólanum, sem veitir réttindi til inngöngu í Háskóla íslands, auk þess sem segja má að öðru leyti, að komið hafi verið á algerri nýskipan á skólanum sjálfum, skipulagi hans og námsefni. Tækniskóli fslands, sem starfar í Reykjavík, var stofnaður með lögum á árinu 1963 til þess að bæta úr skorti á tæknifræðingum hér á landi. Markmið skólans er að veita nemendum tæknilega og al- menna menntun, sem geri þá hæfa til að takast sjálf- stætt á hendur tæknileg störf og ábyrgðarstöður f þágu atvinnuvega þjóðarinnar. Undirbúningsdeildir við skólann eru starfræktar bæði í Reykjavík og á Akureyri. Ný heildarlöggjöf var sett um iðnfræðslu á árinu 1966, sem miðar að miklum umbótum á iðnfræðslu < landinu. Eitt þýðingarmesta atriði laganna er það, að komið skal á fót iðnskólum í hverju kjördæmi landsins. Á vegum iðnskólanna skulu starfræktir verk námsskólar, þar sem veita á fræðslu, bóklega og verk- lega í undirstöðuatriðum iðnaðarstarfa. Nú er hafin bygging iðnskóla á Akureyri og í Hafnarfirði, og nýr áfangi Iðnskólans í Reykjavík er í byggingu. Lög um Myndlista- og handíðaskóla fslands voru sett árið 1965. Tilgangur skólans er að veita kennslu og þjálfun í myndlistum, listiðnum og búa nemendur undir kennslustörf í vefnaði, teiknun og öðrum grein- um myndrænna lista, sem kenndar eru í skólum landsins. Skólinn skiptist í þrjár deildir, myndlista- deild, kennaradeild og listiðnadeild, en auk þess er gert ráð fyrir, að skólinn haldi uppi námskeiðum. Mikið hefur verið um nýbyggingar og endurbætur héraðs- og gagnfræðaskóla og barnaskóla um allt landið á undanförnum árum, en ríkið leggur fram fé til þeirra á móti sveitarfélögunum. Við héraðsskólana í ReykJholti, Núpi, Reykjanesi, Reykjum í Hrútafirði og Skógum undir Eyjafjöllum hafa verið byggðar kennaraíbúðir, heimavistir nem- enda og nýjar kennslustofur. Einnig hefur verið reist nýbygging við Alþýðuskólann á Eiðum, og hafin er nýbygging við héraðsskólann á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Nýir gagnfræðaskólar hafa verið byggðir á Akur- eyri og í Keflavík og hafin er bygging nýrra gagn- fræðaskóla á Selfossi og Sauðárkróki. Nýir gagnfræða- skólaáfangar hafa verið byggðir í Reykjavík og Kópa- vogi. Af barnaskólabyggingum í sveitum má t.d. nefna heimavistarbarnaskólana að Leirá í Borgarfirði, Kol- viðarnesi á Snæfellsnesi, Hallormsstað, Flúðum 1 Árnessýslu, Örlygshöfn á Rauða&andi og Nesjum í Hornafirði, auk þess sem hafin er bygging heima- vistarbarnaskóla fyxir sveitahreppa í Austur-Húna- vatnssýslu að Reykjum á Reykjabraut. f Reykjavík hafa margir nýir bamaskólar verið reistir. Helztu barnaskóla'byggingar í öðrum kaup- stöðum og kauptúnum eru þessar: nýir skólar á ísa- firði, Bolungarvík, Raufarhöfn, Vopnafirði, Hellu á Rangárvöllum, Þorlák&höfn, Digranesskóli í Kópavogi og nýir áfangar við Kársnesskólann í Kópavogi og Öldutúnsbarnaskólann í Hafnarfirði. Hafin er bygging nýs húsmæðraskóla að Laugar- vatni og kennarafbúða við húsmæðraskólana að Hall- ormsstað og á Blönduósi, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsmæðraskólunum á Staðarfelli og 20 Á FRAMFARALEIÐ 13. maí 1967

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.