Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 11
Atvinnujöfnun og byggðaáætlanir iðnþróun landsins almennt, fjárhagslega, viðskipta- lega og taeknilega, og tekið við rannsóknarefnum eða stuðlað að rannsóknum á möguleikum til nýrra iðngreina samhliða eflingu þeirra, sem fyrir eru. Iðnþróunarráð leysti af hólmi stóriðjunefnd, sem annaðist fyrir hönd ríkistjórnarinnar undirbúning samninga um álbræðslu og kísilgúrverksmiðju á íslandi. Iðnþróunarráð hefur þegar tekið til meðferðar ýmis þýðingarmikil málefni, sem snerta iðnþróun landsins. Aðlögunarvandamál íslenzks iðnaðar vegna tækni- breytinga og breyttra viðskiptahátta hafa verið þar til umræðu. Hefur komið þar fram hugmynd um að stofna aðlögunarsjóð, sem fyrst og fremst yrði styrkt arsjóður til þess að auðvelda íslenzkum iðnfyrir- tækjum að laga sig að breyttum aðstæðum. Ráðið hefur fjallað um samruna og aukið sam- starf iðnfyrirtækja í ljósi þess, að fjöldi og smæð fyrirtækja í ýmsum iðngreinum er talin valda því að nokkru leyti, hve erfitt þeim fyrirtækjum er að standast erlenda samkeppni. Möguleikar á að koma upp áliðnaði á Islandi hafa verið þar til athugunar. Lögð hefur verið fram í iðnþróunarráði frum- skýrsla um ullarvinnslu, en rannsóknir, sem íslend- ingar og Norðmenn hafa haft samstarf um, virð- ast benda til þess, að hagnýta megi ullina miklu betur en hingað til hefur verið gert. Fé til þessara rannsókna hefir verið veitt á fjárlögum. Af öðrum málum, sem ráðið hefur haft til athug- unar, má nefna eflingu stálskipasmíði, rekstrargrund völl dráttarbrauta, eflingu innlendrar veiðarfæra- gerðar og tækniaðstoð við iðnaðinn. Iðnaðarmálastofnun fslands. Fyrstu lögin um Iðnaðarmálastofnun Islands (IMSI) voru sett á árinu 1962, en stofnunin hafði áður starfað samkvæmt fyrirmælum ráðherra frá 1955. Starfsemi hennar hefur aukizt veruiega á und- anförnum árum. Markmið IMSI er að efla framfarir í iðnaði hér á landi og stuðla að aukinni framleiðni í íslenzku atvinnulífi. IMSI er Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis 1 tæknilegum vandamálum, er iðnað varða, og skal leitast við að efla samvinnu framleiðenda, stofn- ana og félagssamtaka til framfara í íslenzkum iðn- aði og vörudreifingu, auk þess sem hún tekur að sér tiltekin verkefni til fyrirgreiðslu hagkvæmni í rekstri og aukinnar framleiðni fyrir aðila, sem til hennar leita um slíka fyrirgreiðslu. Rannsóknarstofnanir. Samkvæmt lögum um rannsóknir í þágu atvinnu- veganna, sem sett voru árið 1965, hafa verið stór- efldar tvær rannsóknarstofnanir á sviði iðnaðarins, Rannsóknarstofnun iðnaðarins og Rannsóknarstofn- un byggingariðnaðarins. Rannsóknarstofnun iðnaðarins vinnur m.a. að rann- sóknum til eflingar og hagsbóta fyrir iðnaðinn í landinu, rannsóknum vegna nýjunga á sviði iðnað- ar og annarrar framleiðslu og rannsóknum á nýtingu náttúruauðæfa landsins í þágu iðnaðar. Verkefni Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðar- ins er m.a. að vinna að endurbótum í byggingar- iðnaði og lækkun kostnaðar við mannvirkjagerð, hagnýtum jarðfræðirannsóknum og vatnsvirkjana- rannsóknum. Atvinnujöfnunarsjóður var stofnaður að frumkvæði viðreisnarstjórnarinnar með löggjöf á ár- inu 1966 til þess að stuðla að jafnvægi í byggð lands- ins í ríkari mæli og á skipulegri hátt en áður hafði ver ið gert. Stofnun Atvinnujöfnunarsjóðs var annað stór- átakið á viðreisnartímabilinu til skipulegrar eflingar atvinnulífs í strjálbýlinu, en Atvinnubótasjóður hafði verið stofnaður á árinu 1962, og tók Atvinnujöfnunar- sjóður við af honum. Hið stóraukna fjármagn, sem með lögunum um At- vinnujöfnunarsjóð var tryggt til atvinnujöfnunar í landinu, kemur fyrst og fremst frá skattgjaldi ál- bræðslunnar í Straumsvík, nýju 150 millj. kr. fram- lagi ríkissjóðs og nær 100 millj. kr. mótvirðissjóðsfé. Hlutverk Samkvæmt lögum um Atvinnujöfnunarsjóð er hlut- verk hans að veita lán og styrki til framkvæmda í þeim landshlutum, þar sem brýn þörf er fjölbreyttara atvinnu- og athafnalífs og skilyrði eru til arðbærra framkvæmda, er séu til þess fallnar að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og koma í veg fyrir, að björgulegar byggðir eða byggðarhlutar fari í eyði. Ennfremur skal Atvinnujöfnunarsjóður í samvinnu við Efnahagsstofnunina láta fara fram skipulegar rannsóknir á atvinnuástandi, samgöngum og menn- ingarmálum einstakra byggðarlaga og landshluta. Á þessum rannsóknum skal reisa áætlanir um fram- kvæmdir, sem sjóðurinn veitir lán eða styrki til. 364 millj. kr. stofnfé Stofnfé Atvinnujöfnunarsjóðs var 364 millj. kr., sem sundurliðast þannig: 1) Eignir Atvinnubótasjóðs, sem námu um 116 millj. króna. 2) Framlag úr ríkissjóði að fjárhæð 150 millj. kr., sem greiðist með jöfnum fjánhæðum á 10 árum, en fyrsta greiðsla ríkisframlagsins fór fram á árinu 1966. 3) Af mótvirði óafturkræfs framlags Bandaríkja- stjórnar 1960, 55 millj. kr., er greiðast sjóðnum á árun- um 1966—1969. 4) Eftirstöðvar af mótvirðissjóði, sem greiða átti til Framkvæmdabanka íslands, 43 millj. kr., og fær sjóðurinn þetta fé til ráðstöfunar á fjórum árum. Áætlað er, að hrein eign sjóðsins nemi innan 10 ára rúmlega 545 millj. kr. Tekjur af álbræðslu Auk vaxtatekna mun Atvinnujöfnunarsjóður hafa mjög miklar tekjur af skattgjaldi álbræðslunnar við Straumsvík. Renna 70,9% skattgjaldsins til Atvinnu- jöfnunarsjóðs fyrstu níu árin, en 25% til Hafnarfjarð- arkaupstaðar og 4,1% til Iðnlánasjóðs. Að níu árum liðnum lækkar hlutdeild Hafnarfjarðarkaupstaðar í 20%, en hlutur Atvinnujöfnunarsjóðs eykst að sama skapi, eða í 75,9%. Tekjur Atvinnujöfnunarsjóðs af skattgjaldi álbræðsl unnar munu komast allt upp í 70 millj. kr. á ári, en verða þó mun lægri fyrst í stað. Heimild til lántöku Verði þörf sérstakra .... af hálfu Atvinnujöfn- unarsjóðs í sambandi við framkvæmdaáætlanir fyr- ir einstaka lándshluta eða héruð, sem eigið ráðstöf- unarfé sjóðsins hrekkur ekki til að mæta, er Atvinnú- jöfnunarsjóði heimilt bæði að taka lán hjá Fram- kvæmdasjóði íslands í þessu skyni og erlend lán allt að 300 millj. kr. Ennfremur er Atvinnujöfnunarsjóði heimilt að taka lán hjá Atvinnuleysistryggingasjóði til lausnar sér- stakra atvinnuvandamála. Ráðstöfunarfé Atvinnujöfnunarsjóðs Ráðstöfunarfé Atvinnujöfnunarsjóðs eingöngu af eigin fé mun verða um 50 millj. kr. á árinu 1967, en fer síðan árlega hækkandi og mun verða um 112 millj. kr. árið 1975. Á fyrsta starfsári Atvinnujöfnunarsjóðs, 1966, hafði sjóðurinn til ráðstöfunar um 44 millj. kr. Auk þess hafði hann milligöngu um fjárhagsaðstoð, sem rfk- isstjórnin samþykkti að veita vegna erfiðleika útgérð- ar fyrir Norðurlandi í sambandi við kjarasamninga verkalýðsfélaganna sumarið 1965, en sú aðstoð nam 6—7 millj. kr. Áætlað er, að Atvinnujöfnunarsjóður hafi á fyrstu 10 starfsárunum til ráðstöfunar eingongu af eigin fé sínu rúmar 700 millj. kr., en þar við bætast svo hin- ar víðtæku lántökuheimildir sjóðsins. Hve stórfellda aukningu fjármagns til þess sérstaklega að stuðla að jafnvægi í byggð landsins hér er um að ræða, verð- ur bezt ljóst, þegar þess er minnzt, að á 15 ára tíma- bilinu frá 1951 til 1965 var samtals varið 160 millj. kr. til atvinnuaukningar, og síðar til Atvinnubótasjóðs. Hér ber að hafa í huga, að lán og styrkir Atvinnu- jöfnunarsjóðs koma til viðbótar lánveitingum stofn- lánasjóða atvinnuveganna, sem allir hafa verið efldir mjög á undanförnum árum. Byggffaáætlanir Yiðreisnarstjórnin hefur látið hefja gerð fram- kvæmdaáætlana fyrir einstaka landshluta til efling- ar atvinnulífi og stöðvunar fólksflótta úr strjálbýlinu. Vestfjarffaáætlun kom til framkvæmda fyrst af byggðaáætlunum. Hluti hennar var fullbúinn vorið 1965, þ. e. framkvæmdaáætlun í samgöngumálum. Samkvæmt henni verður á árunum 1965—1968 var- ið yfir 200 millj. kr. til sérstakra verkefna í vega- flug- og hafnarmálum Vestfjarða. Til framkvæmdar á þessum hluta Vestfjarðaáætlunar fékkst 86 millj. kr. lán hjá Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins, en að öðru leyti er fjár til framkvæmdanna aflað innanlands. Samkvæmt samgöngumálaáætluninni verð?. tekin. fyrir þau verkefni, sem í senn eru stærst og mest aðkallandi og fyrirsjáanlegt var, að dregizt hefði lengi að framkvæma, ef ekki hefði verið gripið til þessara sérstöku ráðstafana. Aðrar framkvæmdir 1 samgöngumálum Vestfjarða fara eftir því sem fé er veitt til þeirra í fjárlögum og vegaáætlun. Norffurlandsáætlun er næst á dagskrá, og er undir- búningur hennar hafinn. Með henni verður m.a. leitazt v ið að stuðla að meira þéttbýli á vissum stöðum Norð- -’nlands, auknum iðnaði í sambandi við landbúnað og sjávarútveg, könnun nýrra fiskimiða o.m.fl. Stálskipasmíffi er vaxandi iffngrein í landin. . 13. maí 1967 ------------------------------------------------ ------------------------------ Á FRAMFARALEIÐ 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.