Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 5
Hin margvíslegu lífsþægindi, sem þorri íslenzku þjoðarinnar nýtur nú, eru talandi tákn um mikla og vaxandi velmegun hennar. Samanburður við aðrar þjóðir sýnir, að almenn- ingur nýtur óvíða jafnmikilla lífsþæginda og hér á landi. Einkaneyzla. Árið 1965 var einkaneyzla á mann meiri í aðeins einu aðildarríki Efnahags- og framfarastofnunarinn- ar en hér á landi, þ.e. í Bandaríkjunum. En það er með vexti einkaneyzlunnar — þ.e. ráðstöfun verð- mæta til neyzlu eða nota af hálfu einstaklinga og heimila samkvæmt frumkvæði og ákvörðun þeirra sjálfra, — sem árangri aukinnar þjóðarframleiðslu er skilað til almennings í bættum lífskjörum. Bifreiðar. f árslok 1966 var tala fólksbifreiða í eigu Islend- inga um 31 þúsund. Hefur fólksbifreiðum fjölgað um meira en 100% á viðreisnartímabilinu og eru nú rúm- lega sex íbúar um hverja bifreið að jafnaði, en árið 1960 var ein fólksbifreið á hverja 12 íbúa landsins. Árið 1965 var bifreiðaeign hlutfallslega meiri en hér í aðeins átta af ríkjum Efnahags- og framfara- 6tofnunarinnar. Árið 1966 voru svo fluttar til landsins fleiri bif- reiðar en nokkurt annað ár, eða samtals 5.530 bif- reiðar að innflutningsverðmæti 548,5 millj. kr., þar af 3.709 fólksbifreiðar fyrir tæplega 200 millj. kr. og 1236 jeppabifreiðar fyrir 126 millj. kr. að innflutnings- verðmæti. Simatækl. fsland er nú í hópi þeirra fimm ríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem hafa flesta símanot- endur. í árslok 1966 voru 58.400 símatæki í notkun hér á landi, eða 57% fleiri en í lok ársins 1959. Sjónvarpsviðtæki. Tala sjónvarpstækja í landinu er nú orðin um 16 þúsund. Eru sjónvarpsnotendur þegar orðnir hlut- fallslega fleiri hér á landi en í sumum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, sem hafa haft sjónvarp talsvert lengur en íslendingar. Ferðalög. Árið 1959 ferðuðust um 10 þúsund fslendingar til útlanda. Árið 1966 var fjöldi Islendinga, sem ferðaðist til annarra landa, kominn yfir 23 þúsund, sem svarar til þess, að 11—12 af hverjum 100 landsmönnum hafi farið utan á árinu. —O— Þ-etta eru aðeins nokkrir vottar um aukna vel- megun og bætta afkomu þjóðarinnar á viðreisnartíma- bilinu. Margt fleira mætti nefna. En órsekasti vott- urinn er samanburður hvers einstaklings og hverrar fjölskyldu á eigin hag nú og áður, sem tekur af öll tvímæli um þá miklu breytingu til góðs, sem orðiS hefur. 13. mai 1967 Á FRAMFARALEIÐ 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.