Morgunblaðið - 20.05.1967, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1067.
Heilfrystur fiskur úr Narfa endurfrystur í
fyrsta sinn hér á landi fyrir erl. markað
SEM kunnugt er af fréttum
kom togarinn Narfi í þessari
viku, með fullfermi af heii-
frystum fiski til Reykjavikur
og auk þess með 60 lestir af
ferskum fiski á þilfari. Mbl.
fregnaði að verið væri að
vinna frysta fiskinn í fyrsta
skipti fyrir Bandaríkjamarkað
í frystihúsinu Meitlinum í
Þorlákshöfn. Blaðið sneri sér
til Guðmundar Jörundssonar
útgerðarmanns Narfa og
spurði hann frétta af þess-
um málum.
Guðmundur sagði að á s.l.
ári hefði Narfi framleitt 2500
lestir af hausuðum og slægð-
um heilfrystum fiski fyrir
Rússlandsmarkað að brúttó-
verðmæti 36.5 milljónir ísl.
kr. Sala á þessum fiski er
fyrir utan hinn venjulega
rammasamning, sem gerður
var milli islands og Sovét-
ríkjanna. Hann sagði að ekki
hefði tekizt að ná nýjum
samningi enn sem komið er,
því að kaupendur fisksins,
V. O. Prodintorg í Moskvu
hefðu ekki fengið leyfi So-
vézkra yfirvalda fyrir við-
bótarsamningi og hefðu þeir
talið eðlilegt að fslendingar
afgreiddu fyrst upp í þá
samninga, sem þegar hafa ver
iið gerðir um 5000 Iestir og
mjög lítið hefur verið fram-
leitt upp I þá til þessa og
þá fyrst væri hægt að ræða
um viðbótarsamninga.
— Hefur þá ekki safnazt
fyrir hjá ykkur óseldur fisk-
ur?
Jú, við eigum nú 600 lestir
af fiski í Hafnarfirði, sem
pakkaður er fyrir þennan
markað, auk 326 lesta, sem
nú er verið að vinna í Þor-
lákshöfn, eins og áður sagði.
— Hvaða vonir hefurðu þá
um sölu á þessum fiski?
— Ég hef fengið samþykki
útflutningsdeildar SÍS fyrir
500 lestum af þeirra hlut í
rammasamningnum við Rúss-
land og ennfremur hef ég far
ið þess á leit við sjávarút-
vegsmálaráðuneytið, að það
hlutaðist til um að mér yrði
úthlutað öðrum 500 lestum
af þeim kvóta sem Sölumið-
stöð Hraðfrystihúsanna hef-
ur, en sem kunnugt er hafa
þessir tveir aðilar einkaleyfi
á sölu á frosnum fiski til
Sovétríkjanna. Mál þetta hef-
ur enn ekki verið til lykta
leitt og bíður nú Narfi ferð-
búinn með fullri áhöfn eftir
afgreiðslu þess máls, sem ég
vona að verði hið allra bráð-
asta. En að sjálfsögðu verð-
ur skipið ekki sent á veiðar
fyrr en markaður fyrir afla
þess hefur verið tryggður.
— Hvað viltu segja frekar
um vinnslu aflans hér innan-
lands fyrir erlendan markað?
— Mín skoðun er sú að
stefna beri að því í framtíð-
inni að fullvinna heilfrystan
fisk í íslenzkum frystihúsum,
með endurfrystingu fyrir
augum. Má í því sambandi
benda á þá reynslu, sem ná-
grannaþjóðir okkar hafa feng
ið í þessum efnum. T.d. fluttu
V-þjóðverjar árið 1966 út um
10.000 lestir af fiskflökum til
Bandaríkjanna, sem unnin
voru úr heilfrystum fiski. Að
sjálfsögðu þurfa íslendingar
að koma sér upp uppþíðing-
artækjum af nýjustu og full-
komnustu gerð.
— Hvað hugsar þú þér þá
um áframhaldið á þessu? í
fyrsta lagi vonast ég eftir því
að geta látið Narfa stunda
áfram sömu veiðar upp í nú-
gildandi Rússlandssamninga
þar til árangur af endurfryst-
ingu fyrir Bandaríkjamarkað
liggur fyrir, en ég er mjög
bjartsýnn í þessum efnum,
eftir að hafa séð niðurstöður
rannsókna, sem þegar hafa
verið gerðar fyrir mig hjá
Atvinnudeild Háskóla ís-
lands.
— Er eitthvað því til fyrir-
stöðu að Narfi geti fiskað upp
í þessa samninga, eins og
aðrir framleiðendur?
— Ég myndi álíta að svo
ætti ekki að vera, þar sem
hafa ber í huga, að áðurgreind
ir samningar hljóta að vera
gerðir fyrir allan íslenzka sjá-
varútveg og má á það benda,
að á sl. ári nam framlefðsla
Narfa rúml. 40% af heildar-
útflutningi íslendinga á heil-
frystum fiski til Sovétríkj-
anna. Má því telja eðlilegt,
að Narfa verði úthlutað kvóta
i hlutfalli við það.
Togarinn Narfi.
*
sekt vegna
r
I
Danskir follverðir fundu 50 f)ús
sigarettur og 413 vodkaflöskur
i skipinu
479 þús. kr.
smyglvarnings
Ástand vega að skána
en er ekki orðið gott
Einkaskeyti til Mbl.
Kaupmannahöfn 19. mai.
SKIPSTJÓRANUM á ísl. skip-
inu Dettifossi hefur verið gert
að greiða 77000 danskar krónur
(479,017 ísl. krónur) í sekt og
toll eftir að tollstjórnin í fri-
höfninni fann 50 þús. óinnsigl-
aðar sígarettur og 413 flöskur af
vodka í lest skipsins, þar sem
stykkjavörur eru geymdar. Siga
Slasaðist
alvarlega
ALVARLEGT umferðarslys varð
í Kópavogi í eftirmiðdaginn í
gær, er átta ára drengur varð
fyrir bíl rétt sunnan við Kópa-
vogsbrú. Fjórir drengir voru að
leik I fjörunni skammt frá
brúnni og komu upp á veginn
rétt í þann mund er Bronco-
ieppi fór þar um á leið til Hafn-
arfjarðar Skipti það engum tog-
um að einn drensurinn varð
fyrir bílnum og skall á hægra
horni hans. Var bíllinn að sögn
næstum stöðvaður er slysið varð.
Fékk drengurinn mikinn á
verka á höfði. Var hann fluttur
á Slysavarðstofuna og þar gert
að sárum hans, en síðan var
hann fluttur á Landakotsspítala.
Var líðan drengsins sögð eftir
atvikum. er blaðið hafði sam-
band við Landakoís^pilala í gær-
kvöldi.
retturnar voru geymdar í
kassa.
Fjárupphæðin var strax greidd
og hélt Dettifoss áfram ferð
sinnL
Tollstjórninni var tjáð, að
sígaretturnar og áfengið væri
eign bátsmannsins. Stykkjavör-
urnar voru frá Lettlandi og átti
að fara til Reykjavíkur.
Skipstjórinn skýrði frá því
Ómor flýgur
uð Flúðum
EINN kunnasti skemmtikraftur
meðal norrænna manna, Ómar
Ragnarsson, flýgur frá Akureyri
í kvöld suður yfir hálendið og
lendir nærri Flúðum í Hruna-
mannahreppi.
Tilefni þessarar flugferðar er
vorskemmtun Félags ungra
Sjálfstæðismanna, sem halda á
að Flúðum í kvöld.
Ómar flýgur vélnni sjálfur og
lendir við fjárhúsin í nýrækt
Grafarbakkalands.
S.U.S.
Huíufiiðingur
NÚ fer hver að verða síðastur
að gera skil í Landshappdrætti
Sjálfstæðisflokksins. . Skrifstof-
an er opin í dag frá kl. 1-7 og á
sunnudag 1-4.
við yfirheyrzlur að smyglsvarn-
ingurinn hefði átt að fara til
íslands.
Um svipað leyti fundu toll-
verðir 6600 sígarettur og eina
vískiflösku í sænsku skipi og
kostaði það 6,600 danskra kr.
sekt og toll — Rytgaard.
Bókmenntii
í GREININNI, Böðvar á uppleið.
sem birtist í blaðinu í gær,
slæddust inn prentvillur, og
línur brengluðust. Prentvillurn-
ar liggja flestar í augum uppi.
En málsgreinar þær, sem brengl-
uðust, eru hér endurprentaðar:
Böðvar mun vera, eins og
flestir núlifandi fslendingar,
sveitamaður og borgarbúi í senn,
og minna kvæði hans á hvorn
tveggja upprunann; kannski
öllu meir á sveitamennskuna.
Böðvar er líka grunnmúraður í
þjóðlegum kveðskap og notar
sér þá þekking 1 eigin kveðskap.
Böðvar er. eins og fyrr segir,
létt um að binda í rím og ljóð-
stafi. En það er segin saga, að
manni, sem er á þann hátt létt
um að yrkja, hættir gjarnan til
að láta undan forminu, velja
hverju sinni það orð, sem fer vel
í hinu ytra formi án hliðsjónar
af hinu innra formi.
Böðvar ann landi sínu og hef-
ur því á tilfinningunnþ hvað að
því snýr. Hann veit, að þvi færri.
sem erja þetta land, því meiri
ábyrgð hvílir á sérhverjum fs-
lendingi. Til eru einstaklingar,
sem ekki nenna að taka á sig þá
ábyrgð, en slá hælum við þjó,
hendast til framandi landa og
fela sig undir öðrum og — að
þeirra dómi — fínni þjóðernum.
Böðvar sendir á eftir þeim þejsa
maklegu slettu:
Ástand vega að skána.
ÁSTAND vega landsins fer held
ur batnandi, en þó gildir enn-
þá fimm tonna öxulþungatak-
mörkun fyrir vegi á Vestur-
landi, Suðurlandi og i uppsveit
um Árnessýslu.
Þungatakmarkanir á Ieiðinni
frá Kollafirði til Akraness hafa
verið færðar úr níu og hálfu
tonni niður í sjö. Sogsvegur og
Þingvallavegur eru ennþá lok-
aðir og Grafningurinn einung-
is fær jeppum. Uxahryggir og
Lyngdalsheiði er lokuð allri um
ferð og frá Gýgjarhóli upp að
Gullfossi er aðeins fært á jepp-
um.
Snæfellsnes og Dalir eru fær
ir öllum bílum að Bjarkarlur.di
en þaðan er aðeins fært jeppum
að Skálmardalsá. Verið er að
moka heiðar og búið að Vest-
fjörðum með Sandsheiði, Gemlu
fallsheiði. Breiðadalsheiði og
Botnsheiði. Á Breiðadalsheiði
eru samt 10 metra djúpar snjó-
traðir, sem er hætt við að falli
saman. Fært er til Bolungarvík-
ur en mikið ber á grjóthruni
úr Óshlíð. Frá Patreksfirði er
fært yfir Vatnsfjörð og Bíldu-
dal og þaðan yfir Dynjandis-
heiði, sem verið er að moka
ásamt Rafnseyrarheiði. Snjór-
inn hefur verið kannaður á Þing
mannaheiði, Þorskaf jarðarheiði
og Tröllatunguheiði. Hann er ó-
venju mikill þar og ekki talið
tímabært að hefja mokstur á
þeim. Öllum bílum er fært í
Kollafjörð á Ströndum og það-
an er jeppafært í Árneshrepp.
Allir vegir Húnavatns- og Skaga
fjarðarsýslu eru færir fólksbif-
reiðum, nema Skagavegur sem
aðeins er fær jeppum.
Verið er að moka Siglufjarð-
arskarð og óvíst hvenær því lýk
ur og ekki er talið tímabært að
moka Lágheiði ennþá. Eyja-
fjarðarsýsla er öll fær nema
hvað Vaðlaheiði og Fljótsheiði
eru ekki færar nema jepnum.
Mývatnssveit er öllum bílum
fær og jeppum í GrímsstaðL
Sæmilegur vegur er fyrir Tjör-
nes að Kópaskeri og fyrir
Sléttu, jeppafært er að Þórs-
höfn. Á Möðrudalsöræfum og
Jökuldalsheiði er óvenjumikill
snjór og engar áætlanir um að
hreinsa vegi þar í bráð. Frá
Egilsstöðum er fært jeppum í
efri Jökuldal og Jökuldalshlíð.
Unnið er að því að moka Fjarð
arheiði og fært er frá Egilsstöð-
um til Norðfjarðar á jeppum
og svo einnig um Suðurfjarða-
veg. Brúarvinnuflokkar eru að
undirbúa vinnu og einn kominn
að Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi. Eftir helgina flytur ann-
ar að Jökulsá að SólheimasandL
,Eieisaraskurður6
gerður á kú
Nú fyrir stuttu síðan var gerð-
ur keisaraskurður á kú á einum
bæ hér í sveitinni (Káranesi).
Sá, sem framkvæmdi verkið, var
Sighvatur Snæbjörnsson settur
dýralæknir. Honum tókst að
bjarga kúnni, en kálfurinn var
dauður. Virðist aðgerðin hafa
heppnazt vel. Er það frekar
sjaldgæft, að slíkra aðgerða þurfi
við.
Vonandi er vorið komið.
Túnávinnsla er þegar hafin.
Klaki v:rðist lítill í túnum. Og
ekki sést snjór nema á efstu
tindum, og hefir svo verið lengst
af i vetur. Þó er gjafatími orð-
inn langur, ekki vegna snjólaga,
heldur vegna áfreða og illviðra,
og minnkar því heyjaforðinn hjá
mörgum. Margir bændur erU
búnir að hjálpa þeim, sem hey-
þurrð var hjá og einhverjir erU
enn aflögufærir. En vonandi held
nr áfram að hlýna, enda þesa full
þörf.
fC