Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1967.
Möguleikar á stðrauknum
fjölda brezkra ferðamanna
HÉR hefur verið staddur að
undanförnu Brian Harvey,
sem ritstýrir greinum í Lund-
únablaðið Daily Telegraph.
Morgunblaðið átti í gær
stutt samtal við Harvey um
dvöl hans hér. Hann sagði:
— Ég kom til Reykjavíkur
að kvöldi 11. maí sl. með
flugvél frá Flugfélagi íslands,
en á morgun, laugardag fer
ég heim aftur.
— Þetta er fyrsta ferð mín
■til íslands og kom ég hingað
sérstaklega tii að skrifa um
ferðamálin í blað mitt. Ég
stunda mikið fiskveiðar, bæði
á sjó og landi, og það hefur
ef til vill orðið til þess að ég
varð fyrir valinu, þegar rætt
var um hver okkar blaða-
mannanna við Daily Tele-
graph ætti að fara til íslands.
— Ég hef farið víða þessa
fáu daga, m. a. til Lauga-
vatns, Geysis, Þingvalla, Ak-
ureyrar og Mývatns, en þang-
að varð að fara á jeppa vegna
vegaskemmda.
— Þá fór ég til Vestmanna-
eyja og var þar um helgina
viðstaddur sjóstangaveiðamót
ið, sem var mjög skemmtileg
T-eynsla. Og einnig fór ég til
Surtseyjar og dvaldist þar
dagstund, sem verður mér
ógleymanleg.
— Það sem ég hef séð af
landinu er nægjanlegt tilþess,
að ég hef löngun til að sjá
meira og hafa til þess meiri
tíma. Það er svo margt, sem
dregur ferðamanninn hingað,
gönguferðir í stórbrotinni
náttúru, veiðar, fuglaskoðun,
allt eftir því hvers óskað er.
— Bretar gera sér yfirleitt
ekki ljóst, að ísland er á
sterlingssvæðinu, en það þýð-
ir að þeir geta haft meiri
gjaldeyri til umráða. Hér tala
fleiri ensku, en nokkur Eng-
iendingur getur ímyndað sér
og slikt auðveldar að sjálf-
sögðu brezkum ferðamönnum
mjög ferðalög hingað. Auk
þess er gestrisni fslendinga
Brian Harvey
mikil, reyndar einstæð.
— Verðlag er.hér hátt, eins
og reyndar í flestum velmeg-
unarríkjum. Matur er góður
á veitingastöðum, en það verð
ur að segjast eins og er, að
þjónustan mætti vera betri
og þá fyrst og fremst fljótari.
Þetta er atriði. sem verður að
lagfæra vegna erlendra ferða-
manna.
— Ég tel mikla möguleika
á því að stórauka fjölda
brezkra ferðömanna til lands-
ins, hér er víðáttan mikil og
ferðamaðurinn losnar við þá
mannþröng, sem h®nn er
vanur á ferðamannas'töðum
heima.
— fsland hefur einstætt að-
dráttarafl, náttúra þess er
hrífandi. Hér er mikið að ger-
ast, ör framþróun. Þar sem ég
hef komið hef ég tekið efitir
starfsgleði og þrótti í öllum
framkvæmdum, og hér er
uppbyggingin svo nýtízkuleg,
að við Bretar gætum r ikið
af ykkur lært.
Fleiri fyrirspurnir um Islands-
feröir en nokkru sinni fyrr
— segir Jóhann Sigurðsson í London
JÓHANN Sigurðsson, umboðs-
maður Flugfélags íslands í Lond-
on og fréttaritari Mbl. þar í
borg, leit inn í ritstjómarskrif-
stofur blaðsins í gær. Inntum við
hann frétta af starfsemi Flug-
félagsins í London.
— Við erum alltaf að kynna
landið, sagði Jóhann, og þegar
við komumst að því að einhver
kynningaraðferð hefur reynzt
vel, höldum við henni áfram.
Við kynnum ísland fyrir Breturn
og fólki á meginlandi Evrópu.
Síðustu 18 mánuði höfum við t.d.
unnið markvisst að því að fá
brezku blöðin til að sýna íslandi
meiri áhuga, en þau hafa gert
áður. Gerum við það á þann
hátt, að við sendum blöðunum
öll gögn, sem við getum komizt
yfir um ísland á ensku, alla
bæklinga og áætlanir og síðast
en ekki sízt Iceland Review.
Þá höfum við gengizt fyrir
landkynningum í samvinnu við
hin Norðurlöndin. Hafa þar ver-
ið fluttir stuttir fyrirlestrar um
hvert land, en síðan kynntur
Norðurlandamatur og fleira, sem
sérstætt er fyrir löndin. Árang-
ur þessarar viðleitni hefur birzt
í ýmsu. Þannig kom í marz
hálfrar síðu grein í Sunday
Press. Þá hafa undantfarna daga
verið staddir hér á landi trveir
vel metnir brezkir blaðamenn,
Brian Harvey, aðstoðarritstjóri
hjá Daily Telegraph og John
Carter frá Tomson Press, sem
er formaður í félagi brezkra
blaðamanna, sem skrifa um
ferðamál. Mun Harvey skrifa
þrjár greinar í Daily Telegraph
og kemur sú fyrsta á morgun og
mun fjalla um veiði á íslandi,
önnur, sem fjallar um Surtsey
og heimsókn þangað kemur í
blaðinu 27. maí en sú þriðja, sem
fjallar um ísland, land og þjóð
með sérstöku tilliti til ferða-
manna, kemur síðar. Carter mun
skrifa um ísland í tveimur laug-
ardagsdálkum 8 til 10 Tomson-
blaða í Englandi 3. og 10. júní.
í ágúst kemur svo hingað til
lands Diana Petry, sem ritar um
ferðamál í The Observer. Mun
hún dveljast hér í tólf daga og
birta greinar um landið í blaði
sínu síðar í haust. Fyrir utan
þessi skriif, sem ég var að telja
upp, höfum við fengið margar
greinar birtar í brezkum blöð-
um vegna þess að við erum á
sterlingssvæðinu og munu marg-
ir Bretar leggja leið sína tiil ís-
lands í sumar fyrir þá sök. En
Bretar fá ekki nema £50 til
ferðalaga til landa utan sterlings
svæðisins.
Við í London sjáum einnig um
að koma íslandi á framfæri í
Frakklandi. ítallíu og Sviss og
okkur hefur einnig tekizt vel að
koma blaðagreinum á framfærd
í þeim löndum, einkum á Ítalíu.
Hefur árangur af þessum grein-
um orðið sá, að við höfum fengið
fleiri fyrirspurnir frá þessum
löndum en nokkru sinni fyrr og
lítur mjög vel út með ferðalög
til landsins. Hafa bókanir hjá
okkur aukizt um 30% frá því í
tfyrra.
Þá höfum yið undanfarin tvö
ár haldið námskeið fyrir brezka
ferðaskrifstofumenn í samvinnu
við fulltrúa hinna Norðurland-
anna. Standa þessi námskeið i
tvo daga og hefur hvert land
um 1% til 2 tíma til ráðstöfun-
ar. Er tímanum venjulega varið
þannig, að skiptist á fyrirlestur
ög kvikmynd. f lok námskeiðsins
'svara svo þátttakendur spurn-
ingum og eru veitt verðlaun fyr-
ir beztu svörin. Að námskeiðinu
loknu fá allir skírteini, sem tek-
ið hafa fullan þátt í því og set.ið
'fyrirlestrana og hafa verið gef-
in út um 600 skírteini á vegum
námskeiðanna.
Aðaltilgangurinn með þessum
námskeiðum er að minna ferða-
'skrifstofumenn á þann mögu-
leika að ferðast norður á bóginn
Jóhann Sigurðsson
í sumarfríinu í stað þess að lóta
strauminn bera sig suður eftir.
Og þessi samvinna Norðurland-
anna hefur Vakið sérstaka at-
hygli fulltrúa annarra landa í
í Englandi, en nú eins og oft
áður hefur það sýnt sig, að Norð-
urlandabúar geta unnið sem'einn
maður að sínum sameiginlegu
óhugamálum.
Njótið hinnar útfjólubláugeislunar af fjalla-snjónum
Verið brún - Brennið ekki
NOTIÐ
Ch»5 rtr U.CA,
Coppertone er langvinsælasti sólaráburðurinn í Bandaríkjunum í dag, enda hafði Coppertone og Q. T. (Quick Tann-
ing) frá Coppertone 77,4% af allra samanlagðri sölu á sólaráburðum þar árið 1966.
Fáanlegt af Coppertone vörum eru: Coppertone Lotion, Coppertone Oil, Copperton Oil Spray, Coppertone Shade
fyrir rauðhærða og viðkvæma húð), Coppertone Noskote (til varnar bruna á vörum, nefi, eyrum) og Q. T. (Quick
Tanning) frá Coppertone.