Morgunblaðið - 20.05.1967, Síða 9

Morgunblaðið - 20.05.1967, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1967. 9 Leiguíbúð óskast 3—4ra herb. íbúð óskast til leigu frá 1—15 júní n.k. í 10—12 mánuði. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. gefa: Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9. Símar 21410 og 14400. íbúð til sölu íbúðin er á efri hæð í tví- lyftu steinhúsi við Njarðar- götu. 3 herb. og eldhús, á hæð, 2 herb. og bað í risi. íbúðin er í húsinu Njarðar- götu 49 og er til sýnis í dag, laugardag kl. 14,00—18,00 og á morgun sunnudag kl. 14,00- 16,00. Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9. Símar 21410 og 14400. FASTEIGNASALAN GARÐASTRÆTI 17 Simar 24647 og 1522L 7/7 sölu 5 herb. vönduð endaibúð við Álfheima, útb. kr. 700 þús. 4ra herb. ný íbúð á 2. hæð við Hraunbæ. AUir veðrétt ir ausir. 4ra herb. hæð við Bogahlíð, ásamt einu herb. í kjallara. 3ja herb. íbúð, 110 ferm. á 3. hæð við Stóragerði. 3ja herb. íbúðir í Miðbænum, nýstandsettar. 2ja herb. kjallaraíbúð í Laug- arneshverfi, sérinng., laus strax. Einbýlishús í smíðum við Nes veg. Einbýlishús í Kópavogi og Garðahreppi, tilbúin og í smíðum. Einbýlishús, fokhelt við Há- bæ. Arni Guðjónsson. hrl. Þorsteinn Geirsson, hdl. Ilelgi Ólafsson sölustj. Kvöldsími 40647. Tékknesk vörusýning Frá 20 maí — 4. júní. SÖLUSTAÐIR: Verzl Geysir, Aðalstræti 2, Málarinn, Bankastræti 7, Persía, Laugavegi 31, Kaupféiag Eyfirðinga, Akureyri, Hlynur, Húsavík, Bólsturgerðin, Siglufirði, Húsgagnaverzlun Sauðárkróks, Verzl. Marinós Guðmundssonar, Vestmannaeyjum. Umboðsmenn óskast í öðrum kaupstöðum Einkaumboð PáJI Jóh. ÞorEeifsson hf. Skólavörðustíg 38 — símar 15416 - 15417. Síntinn er 24300 20. Einbýlishús af ýmsum stærðum í borg- inni, Kópavogskaupstað, Seltjarnarnesi, Garðahreppi o.g Hafnarfirði. Nokkrar 2ja, 3ja, og 4ra herb. rbúðir í borginni, sumar ný- legar. Nýtízku 5 herb. íbúðir, með sérinng., sérhitaveitu og bílskúrum. Einnig nýtízku 5 herb. íbúðir 115—130 ferm. í Háaleitishverfi og víðar. I smíðum Einbýlishús og 3ja, 5 og 6 herb. sérhæðir, með bílskúr um. Eignarlönd af ýmsum stærðum í borg- arlandinu, nágrenni borgar- innar, Mosfellssveit og víð- ar. í Hveragerði Nýtt steinhús 130 ferm. í smíð um. Tvö gróðurhús geta fylgt, ef óskað er. Hag- kvæmt verð og væg útb. Verzlunar- og iðnaðarhúsnæði í borginni og margt fleira. KOMIÐ OG SKOÐIÐ. Sjón er sögu ríkari Mýja fasteignasalan Laugaveg 12 Sítni 24300 HIIS 0« HYKYU Höfum kaupendur að 3ja—4ra herbergja nýlegum íbúðum í Vesturbæ, Háaleitishverfi og Álfheimum. Útborgun 7—800 þúsund. Athugið að oft er um skipti að ræða. HARALDUR MAGNUSSON TJARNARGÖTU 16 Símar 20925 - 20025 Kvöldsími 21905. Til sölu 2ja herb. íbúð tilb. undir tré verk í Vesturbænum. Suð- ursvalir. 2. hæð. 3ja herb. íbúð tilb. undir tré- verk í Vesturbænum. 4—5 herb. ný og glæsileg íbúð arhæð í Vesturbæuum. Suð ursvalir, útsýnL FASTEIGNASTOFAN Kirk juhvoli 2. hæð SÍMI 21718 Kvöldsími 42137 FÍLAGSIÍF Farfuglar — Ferðamenn! Gönguferð á Hengil og í Marardal í fyrramálið. Einn- ig verður unnið í Valabóli á morgun. Farið verður frá bifreiða- stæðinu við Arnarhól kl. 9,30. Farseðlar við bílana. Golfklúbburinn Keilir Innanhúsæfingar í golfi fyr- ir meðlimi. Uppl. í síma 52122 — Minning • Framhald á hls. 23 þar. J>á fluttust þau til Vest- mannaeyja árið 1920 og áttu þar heima ætíð upp frá því. Gerðist Guðjón formaður á vélbát fljót- lega eftir komu sína til Eyja og stundaði formennsku og sjó- sókn í meira en meðal manns- aldur. Árið 1926 gerðist Guðjón meðeigandi í mb. iHöfrungi III og það sama ár byggðu þau hjón in húsið Reyki, sem hann var ætíð síðan kenndur við. Berg- þóra og Guðjón eignuðust 10 börn og eru 7 þeirra á lífi, 6 synir og 1 dóttir. Tvö barna sinna misstu þau ung, en einn sonur þeirra varð hvíta dauða að bráð, er hann var á þrítugs- aldri. Þegar Guðjón hóf fyrst sjó- sókn frá Eyjum var vélbátatíma bilið að hefjast hér á landi. Þess ir bátar voru ekki stórar fleyt- ur og mörgum vankostum bún- ir. f dag myndu þeir naumast teljast haffærir innan hafnar, hvað þá á brimótt og storma- söm fiskimið Vestmannaeyinga. Þó leystu þeir af hólmi’úrabát- ana ,sem notaðir höfðu verið til sjósóknar um langan aldur, og þóttu meira að segja eins og hafskip, samantborið við þá. Guðjón Jónsson var sævíking ur, sem lét sér ekki fyrir brjósti brenna þótt stórviðri geisuðu á hafinu og fjallháar öldur risu, svo að naumast var skipgengur sjór, og káffærðu kletta og sker á hinum hættulegu sgilingaleið- um milli Vestmannaeyjanna fknmtán. Nokkrum sinnum komst hann í lífsháska á sjó- mennsku ferli sínum, en fyrir harðfengi sitt kbmst hann lífs af, þá er félagar hans uxðu hinni votu gröf að bráð. Það var eng- inn barnaleikur að heyja bar- áttu við villtar Ránardætur á farkostum, sem trauðla voru stærri en svo, að hæfa myndu sem björgunarbátar á nútíma fiskiskipum íslendinga. Guðjón á Reykjum var óvæg- in við sjálfan sig, ekki síður en aðra, eins og manni með sönnu sjómannsblóði ber að vera. Hann barðist við sjósókn og eig- in útgerð, sem varð honum síð- ur en svo tekjulind, jafnt sem annarra útgerðarmanna, ekki sízt eftir aflaárið mikla og hið ægilega verðfall fiskjar árið 1930, sem gerði hundruð manna að algjörum öreigum. En það var ekki að skapi þeirra tíðar manna að krefjast og þiggja styrki úr ríkissjóði, að hætti sníkjudýra, og flatmaga sig sjálf ir í auði Qg allsnægtum greidd- um af almannafé, eins og nú er algengt og þykir næsta sjálf- sagt. Töpin og áföllin unnu menn upp í sveita síns eigin andlits og tóku þá hönd til ann- arra starfa. Svo var og um Guð- jón Jónsson. Milli vertíða gekk hann. til hverra þeirra starfa sem hugs- anleg voru í Eyjum, enda var hann eftirsóttur til vinnu. Hann var afkastamaður mikill, ósér- hlífinn áhugamaður, afburða dugnaðarforkur og jötunn að afli og þrótti. Vinnudagur Guðjóns var jafn an langur enda hafði hann sam- fara öðrum störfum sínum kýr í fjósi og fénaði til búdrýginda og annaðist heyskap og önnur störf í sambandi við búpeninginn. Þá annaðist hann einnig slátrun dýra fyrir Eyjabúa um áratuga- skeið og það var sannarlega eins og þessi maður hefði alltaf tímar til að sinna bónum annarra hve nær sólarhringsins sem var. Allt sitt margþætta lífsstarf vann hann af einstakri trú- mennsku, góðvild, alúð og sam- vizkusemi. Það má með sanni segja að Guðjón á Reykjum hafi verið sérstæður maður, sem mótaði óafmáanlegan svip á bæjarlíf Vestmannaeyja. Ekki fór heimilið í Reykjum varhluta af sjúkdómum, auk þess sem áður er getið. En þau Guðjón og Bergþóra stóðu sem klettur úr hafinu í hverri raun og hertust við hvert áfall. Þau æðruðust aldrei og góðmennska og mannkostir þeirra beggja hafa efalaust átt sinn sterka þátt þar í. Bæði voru þau farin að beilsu síðari árin, en buguð- ust ekki þrátt fyrir það, unz Guðjón lézt í Landsspítalanum á hvítasunnunótt hinn 14. þ.m., etfir aðeins hálfs mánaðar legu. Frú Bergþóra lifir mann sinn, áreiðanlega sátt við lífið og til- veruna. Þau hjón Guðjón og Berg- þóra voru mikilir og órofa- tryggir vinir foreldra minna. Faðir minn og Guðjón unnu mikið saman í fjölda ára, og fór mæta vel á með þeim, Móð- ir mín og frú Bergþóra veitt.u hvor annarri styrk, yl og hlýju, eftir því sem máttur þeirra stóð til, hvenær sem eitthvað bját- aði á. Milli þessara tveggja hjóna má ég segja að hafi ver- ið kærleikur, skilningur, hjálp- semi og tryggð. Ég kynntist þeim Guðjóni og Bergþóru á æskuárum mínum. Þau kynni verða mér ógleyman- leg um alla framtíð, sökujn ein stakrar ljúfmennsku, góðvildar og hjálpsemi þeirra. Um leið og ég að síðustu kveð Guðjón á Reykj.um hinztu kveðju, þennan sérstæða mann sem ætíð vildi úr öllu og alls staðar gott gera, votta ég eftir- lifandi eiginkonu hans mina dýpstu samúð, ásamt alúðar- þakklæti fyrir óvenju góðvild og hjálpsemi mér og mínum til handa. Jafnframt votta ég hin- um mannúðlegu mannkostabörn um þeirra samúð mína og bið öllum aðstandendum hins látna blessunar hins alvalda í lífi og starfi á ókomnum árum. Jónas St. Lúðvíksson. Skriístoíulmsnæði 5 herbergi, um 100 fermetra, er til leigu í húsi í Miðbænum nú þegar. Tilboð merkt: „Skrifstofu- húsnæði 990“ óskast sent blaðinu. Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands, 12. maí 1967 var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — í arð til hlut- hafa, fyrir árið 1966. Arðmiðar verða inn- leystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. H.f. Eimskipafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.