Morgunblaðið - 20.05.1967, Side 22

Morgunblaðið - 20.05.1967, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 20. MAÍ 1967. Ragnhildur J. Björnsson frá Borgarnesi - Minning ÞBGAR ég á barnsaldri fór fyrst að vita deili á héraðsbúuna ut- an heimilissveitar minnar, Hvítársíðunnar, heyrði ég oft getið tveggja bændahöfðingja í hjarta Borgarfjarðar, Stafholts- tungunum, þeirra Jónasar í Sói- heimatungu og Björns á Svarf- hóli. Það orð gekk þá af þeim, að í huga mínum skipuðu þeir sess í námunda við sögumenn fornsagna. Og vel minnist ég þess, er sú fregn barst um hér- aðið fyrir 60 árum, sumarið 1907, að Jón Björnsson, einn af hin- um mannvænlegu sonum Svarf- hólshjónanna, hefði gengið að eiga heimasætuna í Sólheima- tungu, Ragnhildi Jónasdóttur. Þótti þar fullkomið jafnræði á vera, og var mikið orð á því gert, hversu glæsileg hin ungu hjón væru að útliti og allri at- gervi. Síðar átti ég því láni að fagna að eiga um árabil heimili hjá þessum mætu hjónum. Jón Björnsson andaðist árið 1942, 66 ára að aldri, og nú hinn 13. þ. m. lézt frú Ragnhildur hér í Reykjavík á 87. aldursári. Frú Ragnhildur var fædd 24. júlí 1880. Jónas faðir hennar var sonur Jóns stúdents Árnasonar á Leirá, sem fjölmenn og kunn ætt er frá komm. Foreldrar Jóns voru Árni bóndi Þorleifsson í Kalmanstungu og kona hans, Guðrún Kolbeinsdóttir prests Þorsteinssonar í Miðdal. Síðari kona Jóns á Leirá og móðir Jón- asar var Ragnhildur Ólafsdóttir, bónda á Lundum, Þorbjarnar- sonar. Fyrri kona Jónasar í Sól- heimatungu og móðir frú Ragn- hildar var Guðríður Tómasdótt- ir Jónssonar, bónda í Skarði í Lundarreykjadal. Meðal systkina Guðríðar voru Jón hreppstjóri Tómasson í Hjarðarholti í Staf- holtstungum og Guðrún Tómas- dóttir, kona Ólafs hreppstjóra Finnssonar á Fellsenda í Dölum Alsystkin frú Ragnhildar voru Tómas, er bjó í Sólheimatungu eftir föður sinn, og Guðríður, bókhaldari í Reykjavík. Eru þau bæði iátin. Eftir að Jónas missti fyrri konu sína, Guðríði, kvænt- Konan mín, Margrét Þorsteinsdóttir, lézt að heimili dóttur sinnar, Akurgerði 1, miðvikudaginn 17. þ.m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ingimar Jónsson. Karl Hansson Winnipeg, Kanada, andaðist 11. marz s.l. Ættingjar. Oddný Sigurjónsdóttir, kennari, Miklubraut 78, andaðist að Vífilsstöðum 18. mai Systkinin. ist hann Kristínu (eldri) Ólafs- dóttur frá Sumarliðabæ. Synir þeirra og hálfbræður frú Ragn- hildar voru Gústav Adolf ráðu- neytisstjóri sem nú er látinn, og Karl Sigurður, læknir í Reykja- vík. Móður sína missti frú Ragn- hildur, meðan hún var enn barn að aldri. Á æskuárum sínum naut hún góðrar menntunar, meðal annars við nám 1 Reykja- vík. Auk þess dvaldist hún um skeið í Englandi og varð þá vel að sér í enskri tungu. Eftir giftinguna stofnuðu þau Jón og Ragnhildur heimili sitt í Borgarnesi. Jón var fram- kvæmdarstjóri Kaupfélags Borg firðinga, sem þá var enn ungt að aldri. Jafnframt hafði hann póstafgreiðslu á hendi en það var þá og lengi síðan umfangs- mikið starf, með því að aðal- póstsamgöngur til Vestur- og Norðurlands lágu þá um Borg- arnes og þar var endastöð fyrir landpóstana á þeim leiðum. Var hús þeirra hjóna jafnan nefnt Pósthúsið, en það var þá eitt stærsta og veglegasta hús í kaup túninu. Árið 1907 setti Jón á stofn ásamt alnafna sínum og mági, Jóni Björnssyni frá Bæ, verzl- unarfélagið Jón Björnsson & Co. í Borgarnesi. Lét Jón þá einnig bráðlega af kaupfélagsstjóra- starfinu. Verzlun þeirra nafna tók fljótt miklum vexti og við- gangi og höfðu þeir um ára- skeið mikið umleikis, enda stóð þá hagur þeirra með blóma. Þeim er nú farið að fækka, sem muna heimilisbrag í húsi Jóns frá Svarfhóli og frú Ragn- hildar á fyrsta og öðrum tug aldarinnar, því mikla risnu- og menningarheimili. Virisældum húsbóndans og góðvild í hvers manns garð var við brugðið, Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför Hannesar Júlíussonar, skósmiðs, Laugalæk 1, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Sigurjóns Gunnarssonar, fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju mánudaginn 22. maí kl. 10,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á KFUM og K, Hafnarfirði. Jónfríður Halldórsdótíir og börnin. enda leituðu margir til hans í vanda sínum, og sá hann þá oft ráð, sem að haldi máttu koma. En ekki var hlutur húsfreyjunn- ar minni og setti hún pkki síður svip sinn á heimilislífið með háttprýði sinni og aðlaðandi framkomu. Hún hafði hlotið að erfðum góðar gáfur og átti sér margvísleg áhugamál. Meðal annars fylgdist hún vel með öll- um nýjungum á bókmennta- sviðinu og hafði öruggan bók- menntasmekk. Var henni sérstök ánægja að ræða við aðra um þau efni. Á heimilinu var líka gott safn innlendra og erlendra úr- valsbóka. Á hinu stóra heimili þeirra hjóna var þó í mörgu öðru að snúast en bókalestri. Þar var jafnan margt heimilisfólk, og auk þess tóku þau oft ungt frændfólk sitt til lengri eða skemmri dvalar. Hlotnaðist því þar fræðsla og menning, sem kom að góðum notum síðar í lífinu. Við þetta bættist svo sí- felldur erill gesta, bæði úr hér- aðinu og lengra að komnum. Oft voru þar samtímis margir næt- urgestir, sem voru á leið frá eða til Reykjavíkur með Flóabátn- um. Öllum var tekið með sömu gastrisninni og hjartahlýjunni Um það voru hjónin fullkomlega samhent. Framan af búskap sínum áttu þau hjónin við allsnægtir að búa. En í efnahagsbyltingum þeim, sem fyrri heimsstyrjöldin og eft- irköst hennar höfðu í för með sér, fengu þau að reyna hið fornkveðna, að auður er valt- astur vina. Gengu þá af þeim eignir þeirra, og samtímis urðu þau fyrir því áfalli, að hús þeirra brann með öllu, sem í því var, og varð aðeins manns- lífum Ijjargað. Var það tjón þeirra óbætanlegt. Hvorki bogn- uðu þau þó né brotnuðu við mótlæti þetta, heldur efndu til nýs verzlunarrekstrar, og tókst þeim áður langt um leið að rétta við efnahag sinn. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi, en þau eru: Árni framkvæmdastjóri, áður í Borgarnesi, en nú I Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur Briem, Ragna, ekkja Sigurðar Guðmundssonar, for- stjóra í Reykjavík, Ása, gift Hannesi Ólafssyni frá Hvítár- völlum, og Ágústa, gift Þorbirni Ásbjarnarsyni, stýrimanni i Reykjavík. Enn fremur ólu þau upp fósturdóttur, Hönnu Helga- dóttur frá Vogi, bókara í Reykja vík. Eftir lát Jóns Björnssonar ár- ið 1942 bjó frú Ragnhildur fyrst um sinn áfram í Borgarnesi, en síðasta áratug ævi sinnar átti hún heima í Reykjavík í sam- býli við Ágústu dóttur sína. Eins og ég gat um áður, átti ég á unglingsárum mínum heim- ili hjá Jóni frá Svarfhóli og frú Ragnhildi. Átti ég þar atlæti að mæta sem í foreldrahúsum værL Það var frú Ragnhildur, sem fyrst hvatti mig til skólagöngu og lagði á ráðin um, að það mætti takast. Og með ágætri að- stoð þeirra hjónanna heppnað- ist mér að Ijúka námi. Fyrir þetta drengskaparbragð stend ég í óbættri þa'kkarskuld. En minn- ingu um þau hjónin mun ég Kveðjur þremur Blönduóssbúum Domhilduf Jéhannsdóttir DÓMHILDUR Jóhannsdóttir á Blönduósi (ættuð úr Hjaltadal) er horfin úr heimi héðan nær áttræð að aldri, tæpum þremur árum á eftir bónda sínum, Kristófer Kristóferssyni frá Köldukinn. Þau miklu sæmdar- hjón höfðu lifað hálfa öld í hjónabandi, lengstum á Blöndu- ósi, og unnið því plássi fjöl- margt til heilla og þrifa. Hann starfaði m.a. lengi í hreppsnefnd og sóknarnefnd, en hún gaf sig aftur á móti talsvert að félags- málum kvenna, og mun hún trú- lega hafa gegnt formennsku í kvenfélagi staðarins lengur en flestar eða jafnvel allar aðrar konur. En ekki ætla ég að rekja störf Dómhildar eða áhrif þeirra út á við, enda ekki umkominn þess, aðeins að minnast þess og þakka, hve oft ég naut góðs atlætis í húsi þeirra hjóna, litla steinhús- inu við brekkufótinn vestan við kirkjuna. Þar kom ég oftast af öllum húsum utan heimilis, oft daglega, stundum dögum oftar, af því að þar var ævinlega vin- semd að mæta hjá móðurbróður mínum og fjölskyldu hans, enda vorum við Sverrir frændi tíðir leikbræður og miklir mátar. Margur var sá bitinn og sopinn. sem ég neytti í eldhúsinu hjá Dómhildi, og var þá aldrei kom ið að tómum kofum, hvorki í orði né á borði. Rausn og skör- ungsskapur voru hvað sterkastir þættir í öllu dagfari Dómhildar, og naut þess gestur og gangandi. En ekki má heldur gleyma að nefna glaðværð hennar og gam- ansemi, sem var henni mjög eðlislæg, borin upp af ágætri greind og skýru tungutaki. Aldrei heyrði ég hana halda ræðu á mannfundi, en það veit ég með vissu að sópað hefur að henni í ræðustól fyrir framsögn hennar og framgöngu. Fyrir 6—8 árum fluttu þau hjónin til Sverris sonar síns og Hjartans þakkir færi ég öll- um þeim, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum, heim- sóknum og hlýjum kveðjum á sextugsafmæli mínu 10. maí sl. Guð blessi ykkur. Guðmunda Kristín Júlíusdóttir, Bjargi v. Sundlaugarveg. konu hans og áttu þar gott at- hvarf fram undir það síðasta. Ekki efa ég að börnin þar á heimilinu muni lengi minnast þess að hafa notið samvista við afa og ömmu, og sittihvað gott hljóta þau að hafa þegið frá þeim í veganesti, bæði til orðs og æðis. Gildir það sjálfsagt einn ig um sonarbörnin hin, börn Skafta bónda í Hnjúkahlíð. Þriðja barn Kristófers og Dóm- hildar er Jóna handavinnukenn- ari við Kleppsspítalann, en hún varð hvað fyrst íslendinga til að afla sér menntunar á því sviði erlendis og helga sig sjúkra- kennslu hér heima. Ég votta þeim systkinunum og fjölskyldum þeirra innilega hlut tekningu, en þess mega þau vís vera, að móður þeirra bíður bjart sumar. Þá verða efalítið endur- nýjuð vináttutengsl eiginmanns og eiginkonu, sem ég hygg að aldrei hafi borið skugga á hérna megin grafar. Blessuð sé minning þeirra góðu hjóna. B jðrni og öjörji Og bóndinn í húsinu suðaust- an við kirkjuna, Bjarni Bjarna- son, kvaddi heiminn í sömu vik- unni og Dómhildur nágranna- kona hans um áraraðir, og sam- an lágu þau um stund á líkfjöl- um í guðshúsinu miðja vegu milli heimila þeirra. Þannig geta undarleg tilvik mannlifsins náð út yfir mörk lífs og dauða. Bjarni Bjarnason var í tölu þekktustu Blönduósinga, og kom þar fleira til en eitt. En fyrst og fremst var það þó dugnaður- inn sem einkenndi hann. Ekki man ég eftir öðrum manni ötulli né vinnusamari á Ósnum í upp- vexti mínum, en með því fylgd- ist ég auðveldlega, því að Bjarni átti tún og fjárhús hið næsta „landareign" móður minnar. Og ekki voru synir hans háir í loft- inu, þegar hann fór að kenna þeim til verka. Hann var karl- menni hið mesta, þótt ekki væri hann hávaxinn, og í skapi var hann fastur og traustur, jafnan hress í bragði, og ekki gleymisit kunnugum skemmtilegur hlátur hans og snögg tilsvör, eða glamp inn í augunum. Til allrar ógæfu þjakaði hann sjónleysi á síðari árum, og mun þessum eljumanni hafa orðið ellin þungbærari fyrir það, að geta ekki litið í bók eða blað, því að hann var einnig maður lestrarfús. Mætti segja mér að honum hafi þá verið dægradvöl í því, að fást við hug- arreikning, því að stærðfræðin var Bjarna aðlaðandi viðfangs- efni. Bjarni var þjóðlegt karl- menni, gæddur ríku og rótgrónu búmannseðli húnvetnsku, ár- vekni og glöggskyggni. Kvæntur var Bjarni hinni mæt ustu kpnu, Ingibjörgu Þorfinns- dóttur, sem lifir mann sinn ásamt þremur börnum þeirra hjóna, en sonur þeirra, Bjarni, andaðist ungur maður og dug- mikill, og var það þungt áfall foreldrum og systkinum. Eldri sonur þeirra hjónanna er Þor- finnur sveitarstjóri í Höfðakaup- stað, atorkumaður mesti eins oS hann á kyn til. Ingibjörigu og öllum nákomnum sendi ég hlýj- ar samúðarkveðjur. Hinn þriðji drengskapar- og mannkostamaður úr hóp eldri borgara Blönduóss er nýlega lát- inn, Björn Einarsson trésmiður. Hjá honum var iðnin og áhug- inn líka ríkjandi, og mun ekki fjarri að geta sér tU, að Björn hatfi lagt sína góðu smiðshönd að smíði eða viðhaldi flestra húsa á Ósnum. Og kistusmiður var hann öðrum meiri í austur- sýslunni, enda búsettur í því merkilega húsi staðarins, sem 'köUuð er Líkkistan, sakir lögun- ar sinnar. Ekki voru þó allar kisturnar hans Björns handa hinum dánu að greftrast í, því að hann smíðaði einnig húskist- ur góðar og ferðakistur. Handa mér gerði hann eina í flokki hinna síðasttöldu, þegar ég hleypti heimdraganum og flutti suður, og þykir mér gott að eiga hana í fórum mínum enn, sterka og gerðarlega með ígreyptu fangamarki. Bjarn Einarsson var sérdeili*- lega lundgóður og lipurmenni hið mesta. Hann varð ekkjumað- ur fyrir nokkrum árum, en börn hans eru mörg á lí£L Minningu hans og annarra góðra Blönduósinga sé heiður og sæmd. Hefur nú kauptúninu við ósinn orðið mikill sjónarsviptir að góðborgurum sínum. Baldur Pálmason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.