Morgunblaðið - 20.05.1967, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MAI 1967.
UNDIR
VERND
ingu, jaínvel þennan stutta
tíma, sem ég er búin að vera
hérna;
— Ég skil, sagði Paula. — Og
þakka yður fyrir að segja mér
af því ungfrú Wintergreen.
Ungfrú Wintergreen leit á úr-
ið sitt. — Ég verð að fara. Það
er kominn tíminn, sem hann
Michael leikur sér að vísinda-
legu byggingarkubbunum sín-
um. Það gefur svona ungu barni
prýðisgóða hugmynd um húsa-
gerðarlist.
Paula andvarpaði þegar hin
var farin út. Það var yndislegt
veður útl. Heitt. en þó ekki um
eftir Maysie
Greig:
of. Yndislegur ilmur sumar-
blóma barst inn um gluggann
utan úr garðinum. Hún. hafði tal
að við Marjorie í síma, sagt
henni frá slysi sínu og bað hana
láta niður í tösku, sem Davið
mundi svo vitja um hjá henni.
Marjorie var ekkert nema sam-
úðin og sagðist mundi geta kom
izt af án hennar í bili.
— Ég held mér þyki ekkert
fyrir því þó að þú verðir að
vera þarna dálítinn tíma, sagði
hún. — Þá færðu hugmynd um,
hvernig framtíðarheimilið þitt
svona kvíðin, Marjorie. Ég er
viss um, að ég verð stórhrifin
af framtíðarheimilinu mínu.
Hún breytti þessu þó, er hún
hafði lagt símann, þannig, að
hún mundi kunna vel við sig á
kvöldin, þegar Davíð væri kom-
inn heim og auðvitað yrði nú
allt öðruvísi eftir að þau væru
orðin gift. Þá réði hún sjálf yfir
öllu heimilishaldimu og gæti
gert þær breytingar, sem henni
dytti 1 hug.
Frú Maitland, íklædd svört-
um, brakandi kjól, kom upp til
hennar með bakka, sem hún
setti á náttborðið.
— Gerið svo vel. ungfrú Red
mond. Ég kom nú sjálf með
bakkann yðar, af því að það er
eins og stúlkur nú á dögum séu
ekkert viljugar á slíkar sendi-
ferðir, hef ég orðið vör við.
— Nú, en það getur nú varla
hjá því farið, að einstöku sinn-
um séu gestir í svona stóru
húsi.
™3Z—
— Ég er hrædd um, að þjón-
ustuliðið sé ekkert hrifið af gest
um nú á dögum, sagði frú Mait-
land dauflega og hristi höfuðið.
— Hversu skemmtilegir sem
þeir kunna að vera, rugla þeir
fyrir daglegum störfum, og þau
eru þó aðalatriðið.
— Ungfrú Wintergreen vill
líka hafa allt í röð og reglu í
barnaherberginu, sagði Paula.
— Já, hún er skynsöm kona,
sagði frú Maitland. Síðan sneri
hún til dyranna, en áður en hún
færi út, leit hún um öxl og
sagði: — Ég vona, að þér finn-
ið það sem þér þurfið á bakk-
anum. Ef eitthvað vantar, er
bjalla þarna við rúmið.
— Það væri illa hægt að
segja, að frú Maitland sé gest-
risnin uppmáluð, sagði Paula
við sjálfa sig, til þess að hressa
sig upp. Hún leyfði sér meira
að segja að hlæja. Hún leit á
matarbakkann og komst að
þeirri niðurstöðu, að heilbrigðri
stúlku með góða matarlyst
mundi finnast ýmislegt vanta.
En hún gerði sér samt gott af
því, sem þarna var, og vonaði,
að frú Maitland kæmi með eitt-
hvað meira, en næstum klukku-
stund leið án þess að neinn
kæmi. Það var náttúrlega
heimskulegt, en frú Maitland
hafði hrætt hana nægilega, svo
að hún var næstum hrædd við
að snerta bjölluna og biðja um
meira. Klukkan var orðin hálf
þrjú, þegar ráðskonan sýndi sig.
Hún leit undrandi á tóman
bakkann.
— Þér kunnið að vera sjúkl-
ingur, en það virðist að minnsta
kosti ekki hafa komið niður á
matarlystinni, og svo gaf hún
frú sér eitthvert hljóð, sem líkt-
ist grunsamlega fussL
Svo varð löng og óhugnanleg
þögn. Paula reyndi að lesa eitt-
hvað en gat ekki einbeitt sér að
bókinni. Hún fór að óska sér
heim til Marjorie. Jafnvel þótt
enginn kæmi að heimsækja
hana þar, var andrúmsloftið að
minnsta kosti viðkunnanlegra.
Hún sagði sjálfri sér í hundrað-
asta sinn, að þessu skyldi hún
breyta, þegar hún væri orðin
konan hans Daviðs. En þetta
hús var samt farið að hafa ein-
kennileg áhrif á hana. Henni
fannst einhvern vegiran það
mundi vera óumbreytanlegt —
að hvað sem hún sjálf tæki til
bragðs mundi það engu breyta.
— Mér þætti gaman að vita,
hvort Davíð fengist til að flytja
ef ég bæði hann um það? hugs-
aði hún, og svo fann húin að hún
hlakkaði til þess, og var í betra
skapi en hún hafði verið alla
helgina, og samt fannst henni
eins og hún vildi hvergi fremur
vera en í þessu skemmtilega
húsi í Weybridge.
Stúlka kom upp með te handa
henni. Hún var viingjarnlegur
unglingur og ekki eins „þrælk-
uð“ og frú Maitland hafði gef-
ið í skyn. Paula hélt í hana í
nokkrar minútuir til að tala við
hana, því að hún var afskaplega
einmana.
Enn hafði Mavis ekki komið
nærri henni, en nokkru eftir te
drykkjuna, kom hún samt inn
til hennar. Hún stóð stífbein,
rétt við dyrnar og sagði:
— Hafið þér allt, sem þér þurf
ið? Ég vona, að það hafi farið
vel um yður.
— Eins vel og hægt er að bú-
ast við, þegar maður er bein-
brotinn, svaraði Paula, og bætti
svo við ofurlítið brosandi: —
En ég hef verið dálítið einmana,
skal ég játa.
— Mér þykir leitt, að ég gat
ekki komið fyrr, sagði Mavis, —
en ég hef verið önnum kafin í
húsinu allan daginn.
— Það liggur við, að ég verði
hrædd, sagði Paula. — Hér er
eins og allir séu á hausnum 1
húsverkum. Þér megið ekki
halda, að mig langi að vera ó-
kurteis, en segið mér: Hvað ger
ið þið allar?
Mavis roðnaði og það kom
kuldalegur glampi í gráu aug-
un. — Þér hafið líklega aldrei
stjórnað stóru heimili, og hafið
því enga hugmynd um allt smá-
legt, sem gera þarf.
— Ég kem víst til með að
verða að læra það, svaraði Paula
rólega. — En einm vinur minn í
sveitinni, hr. Wainwright, hef-
ur miklu stærra heimili en hér
er, og hefur oft gesti, og álíka
margt fólk og hér er, og eng-
inn þar virðist vera neitt út-
þrælkaður.
Mavis stirðnaði upp. — Já, en
hér viljum við hafa allt fullkom
ið, sagði hún. — Þegar hún
Louise sáluga dó, lofaði ég
Paula hló! Æ, vertu nú ekki
V/0 EVmMASCHEKT
býður AFLVÉLAR —
RAFMAGIMSVÉLAR og tæki
JÁRIMBRAUTIR
og búnað þeirra
Annast útflutning á fullkomnum vélabúnaði og
tæki fyrir gufu- og vatnsorkuver, katla, túrbínur,
túrbínuvélar og vatnsorkutúrbínur. — Díeselvélar
og díeselmótorar lág- og háspennutæki, spennu-
breytar, rafmagnsofnar fyrir iðja, rafmagns- og
gas-logsuðutæki. — Eimreiðir, rafknúnir járn-
brautarvagnar, rafknúnir flutningavagnar, sam
göngutæki, rafknúin til notkunar í borgum o.s.
frv.
Náin samvinna framleiðenda og vísindalegra
rannsóknastöðva í Sovétríkjunum. tryggir fyrsta
flokks gæði á heimsmælikvarða, svo og afköst og
endingu. — Vélar frá Sovétrikjunum eru þekkt-
ar fyrir góða starfsemi í mismunandi loftslagi.
V/O Energomaschexport veitir fullkomna þjónust
og aðstoð við uppsetningu og rekstur. — Góð vara-
hlutaþjónusta.
Allar upplýsingar fáir þér hjá:
V^O Energomíischexporl
IVfloskva V 330
Símritari: Telex 243
V/s Garðar GK 175
er til sölu. Skipið er 180 rúmlestir að stærð, með
500 ha. Lister-vél, 8 tonna þilfarsvindu og öllum
tækjum til síldveiða. Skipið selst með haffæris-
skírteini að aflokinni 4 ára flokkunarviðgerð. Upp-
lýsingar gefa Axel Kristjánsson, lögfræðingur
(sími 17060) og Guðni Jóhannsson, skipstjóri (simi
17662 milli kl. 13—14).
ITtvegsbanki íslands.
Einbýlislms til sölu
á bezta og eftirsóttasta stað í Reykjavík, við ró-
lega fullgerða götu, mjög nýtízkulegt, stór garður
með háum trjám, bílskúr, hitaveita. Fyrirspurnir
til Morgunblaðsins merktar: „Tækifæri 863.“
Basar og kafíisala
Félagsgarði í Kjós 21. maí kl. 3.
Kvenfélagið.
Tilkvnning
Þann tíma sem afgreiðsla bankanna verður lokuð
á laugardögum, frá 15. maí til 30. september n.k.,
mun bankinn annast kaup á erlendum gjaldeyri
(ferðatékkum og bankaseðlum) fyrir erlenda
ferðamenn aðeins, á laugardögum kl. 9,30 til 12.
Inngangur frá Lækjartorgi.
Útvegsbanki fslands.
Kvennaskólinn á Blönduósi
Námsmeyjar við Kvennaskólann á Blönduósi er
brautskráðust skólaárið 1936—37, eru vinsamlega
beðnar vegna þessara tímamóta að hafa samband,
eigi síðar en 20. þessa mánaðar við frú Þorgerði
Sæmundsen, Blönduósi, eða frú Margréti Sigurð-
ardóttur, sími 18493 í Reykjavík.