Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 32

Morgunblaðið - 20.05.1967, Page 32
FYRSTAR^ MEÐ TÍZKU- LITINA ^ f&Aé LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1967 Dregið eftir 3 daga Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins ísbreiða útaf N-landi FRÉTTAMENN íóru í ískönn- unarflug með landhelgisgæzlu- vélinni Sif í gær og reyndist vera allmikill ís út af norður- strönd landsins. Flogið var út yfir Bjargtanga í norðvesturátt og komið að meginísnum fimm- tíu sjómílur norðvestur af Barða. Var hann allþéttur á þeim slóðum. Síðan var flogið áfram norður og norðaustur með ís- röndinni, sem reyndist vera um 55 mílur frá Straumnesi og liggja nokkurnveginn í boga. Frá Kögri var ísjaðarinn 45 mílur en ekki nema 3-5 mílur frá Horni. Þar var þéttleikinn hins- vegar orðinn mun minni. Frá Horni var haldið áfram í austur þa“r til komið var yfir miðjan Húnaflóa. Þá var sveigt nær landinu aftur og flogið þar til þrjátíu m. voru eftir í Skaga og var ísinn þar gisinn. Næst vzir haldið að Grímsey og var ísinn nokkuð fyrir norðan hana. Frá Grímsey sveigði ísröndin upp að Rauðunúpum en var gisin. Við Rifstanga sveigði hún út aftur í um tíu, tuttugu sjómílna fjar- lægð og síðan kom smárani upp að Melnakkanesi og þaðan lá hún réttvísandi þrjátíu gráður, eins langt og sá9t. Á svæðinu fyrir austan Grímsey var sá ís sem til sást fremur gisinn. Við Svína- lækjatanga var smáspöng land- föst og íshnafl allt austur að Langanes-Fonti. En þar suður af var enginn ís svo að teljar.di sé. Vopnafjörður var svo til ís- laus og sjórinn austur af land- inu alveg hreinn. Kaldur sauðburður og víða horfir til vandræða Pétnr Fríðrik opnar sýningu PÉTUR Friðrik listmálari opnar í dag málverkasýningu í Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Á sýn- ingu Péturs verða 46 málverk, mörg hver máluð í Hafnarfirði, eða þar í grennd. Sýningin verð- ur opnuð fyrir boðsgesti kl. 4 í dag, en verður síðan opin dag- lega til 29. maí frá kl. 2—10. Hey gengur til þurrðar eftir 5 og 6 mánaða gjöf SAUÐBURÐUR er nú hafinn um allt land, en miklir kuld- ar hafa gengið yfir landið síðustu daga og hafa ær því al'lsstaðar orðið að bera inni í húsium. Gróður er hvergi kominn að gagni og verður því að hafa fé á gjöf. En hey eru nú víða að ganga til þurrðar, enda hefur verið gef ið óvenju mikið í vetur í flestum sveitum landsins. Morgunblaðið hafði í gær samband við nokkra frétta- ritara sína og fara frásagn- ir þeirra hér á eftir: Mikið annríki Hofi, Vatnsdal Hér um slóðir er enginn gróð ur kominn að heitið geti, enda Þorsteinn og Jakob stað- festa frásögn Morgunbl. — Bændum aldrei /ið/ð betur en nú sogð/ Þorsteinn á Vatnsleysu á aðalfundi Stéttarsambandsins ÞEIR Þorsteinn Sigurðs- son, bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags íslands og Jakob Frí- mannsson, formaður stjórnar SÍS hafa nú op- inberlega staðfest þá frétt Mbl. að þeim hafi verið vikið úr miðstjórn Framsóknarflokksins, Jak obi að vísu fyrr en Þor- steini nú í vetur. Þessi opinbera staðfest- ing þeirra Þorsteins og Jakobs kemur skýrlega fram í yfirlýsingum, sem Tíminn birtir frá þeim í gær og blaðið segir að „hnekki söguburði“ Mbl. Það er öðru nær. Báðar staðfesta að Mbl. hefur haft á réttu að standa. . Ljóst er, að Framsóknar- foringjarnir hafa mikið á sig lagt til þess að knýja Þor- stein og Jakob til að gefa þessar yfirlýsingar, en ekki hefur betur til tekizt en svo, að þær eru báðar staðfesting á ummælum Mbl. og raunar Ijóst að a.m.k. Þorsteinn hef- ur orðað sín ummæli á þann veg, að gióggt má sjá hversu tregur hann hefur verið til þess að gefa slíka yfirlýsingu og hversu sárreiður hann er flokksbræðrum sínum fyrir meðferðina á sér. Framhald á bls. 12 ■þótt autt sé og snjólaust upp á fjallabrúnir. Vorið er hart, mun verra en í fyrra og heybirgðir víða orðnar mjög litlar. Flest- ir munu þó hafa hey út þenn- an mánuð. Fé er hýst á nóttum og gefið og þarf að gefa vel. Sauðburður er hafinn fyrir u.þ.b. viku og bera ærnar inni. Er annríki mikið og eykur það erfiði, að nokkuð margt er tví- lembt. f dag er hér sólskin, en napur norðanstormur. „Eitthvert versta útlit sem ég man eftir“. Bæ, Höfðaströnd Hér er í dag hríðarveður með frosti og í morgun var allt grátt niður í sjó. Sér ekki fram í dali fyrir snjókomu og allt er bál- hvítt. Sauðburður er allsstaðar byrjaður og er fé allt I hús- um. Er þetta eitthvert það vexsta útlit, sem ég man eftir. Er víða að verða heylaust, en óvíða er hægt að fá hey. Það hefur pó orðið mörgum til bjargar, að Hólabúið var aflögufært og hef- ur miðlað miklu heyi. En annars er ekki annað að sjá en til vand Framhald á bls. 31 Reykjanes- kjördæmi ÞEIR Sjálfstæðismenn, sem vilja lána Sjálfstæðisflokknum bíla eftir hádegi nk. sunnudag, hafi samband við kosningaskrifstof- urnar í kjördæminu í dag kL 2—4. Framkvæmdastjórn kosninganna. Togari kyrrsettur í Reykjavíkurhöfn TOGARINN Dorinda FD 22 frá Fleetwood kom inn í Reykjavík- urhöfn kl. 4 í fyrradag. Var tog- arinn með veikan mann, en enn- fremur var einhver bilun í vél skipsins. Þetta er sami togarinn og Sif, flugvél landhelgisgæzl- unnar, stóð að meintum ólögleg- um veiðum á Eldeyjarbanka 24. apríl sl., en þá stóð flugvélin einnig brezka togarann Brand GY 111 að ólöglegum veiðum. Þar sem flugvélin gat ekki sinnt báðum togurunum, slapp Dor- inda á haf út, en Brandur var færður til hafnar sem kunnugt er. Er DoTÍnda hafði lagzt að bryggju í Reykjavík og yfirvöld höfðu kynnt sér hvaða skip þetta var, var togarinn kyrrsett- ur hér í höfninni og löggæzlu- menn settix um borð. En er nán- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.