Morgunblaðið - 25.06.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.06.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 196'í. 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: Sannleiksvotturinn í Sesareu MÉR ER saigt að á norðurströnd hinna fornu Júdeulbyggða meigi enn líta sandi orpnar rústir Ses- areu, hinnar miklu haínarborgar í fornöld. Þar sem áðux lifðu kyn elúðdr við auðsæld eða örbirgð, þar Bem áður ómuðu hlátrar og harttiastunur, þar ríkif nú þögn ©g auðn. Þögn, nema þegar öldur Mið- jarðarhafsins leika við sandana, ©g auðn fyrir annarra auguim en þeirra, sem kunna að vera gædd. ir sjón til að sjá svipmyndir úr lífi löngu liðinna kynslóða. í þessari glæstu borg, Sesareu, gerðust þeir atburðir, sem Post- ulasagan seigir frá í kafla, sem þessum sunnudegi fylgir. Það var um árið 60 og stór- menni er saman komið í borg- inni. Rómiverski landsstjórinn, Festus, fagnar tignum gestum, sem til borgarinnar eru komnir, þeim Agrippa konungi, glæsi- legum heimsmanni, og Berníke systur hans, sem áhöld voru um hvort írægari var af fegurð sinni eða siðleysi. Með mikilili viðhötfn otg glæstu fyltgdarliði ganga hinir tignu gestir til sæta. En fram yfir þá lætur l’andsstjórinn leiða mann, sem er hjá honum fangi, ákiærð- ur af Gyðingum. Bandinginn er hin víðkuinni Gyðingur, Sál frá Tarsus eða Báll postuli. Hann gengur fram fyrir þetta stór- menni í fjötrum og á að verja mlál sitt, Honum er Ijóst, að framrni fyr ir þessu fólki var ekki auðvelt að verja það miál sem hann bar fyrir torjósti. Hann horfir á hið tigna fólk. En glysið tolindar ekki augu hains, þau hötfðu æðri. og hjart- ari ljóma litið. Oig tign þessa Æó]k:S vex honum ekki í augum, hún var ekki annað en vesæld- arskuggi hjá þeirri æðri veg- semd, _ sem hann þekkti. En gat hann vænzt þess, að þetta tfólk sem annálað var fyrir svo skefjalaust nautnalítf, að jatfn- vel heiðna heiminum otfbauð, gæti skilið það mál, sem hann viar fangi í fjötæum fyrir að tflytja? Um vitranir sínar varð hann að taila við fólk, ef hann tal- aði við það á annað borð, því að á þeim var kristindómur hans grundvallaður, án þeirra hefði hann aldrei orðið krist- inm maður. • Var það ekki voniaust að tala við þetta fólk uim sl’ik efni? Var ekki réttara að ganga þögull úr þessum sal en að opna þar hjarta sitt, leyndustu djúp þess og helgustu dlóma? Andspænis slíkri raun hatfði meistari Páls áður staðið. Um himneska hluti 'hatfði hann vitn- að tfyrir þeim, sem engan himin þekktu, þeigar hann stóð frammi fyrir Pílatusi og kaldrifjuðum trúmálaleiðtogum með æðsta prestinn í broddi fylkinlgar og sagði hiklaust við þessa glott- andi henra: „Mitt riki er ekki atf þessum heirni". í líkum sporum stóð 14 öld- um síðar mærin helga frá Orle- ans, hiið saklausa ibarn, og bar vitni himineskum vitrunum sín- um frammi fyrir konungi Frakk lands, kóngi og hirð, sem ját- aði með vörlum sínum trú, en trúði með hjartanu ekki. Einn- ig hún, hið saklauisa barn, reyndi, hrver raun það getur ver- ið að bera sanmleikanum vitni, hve sárt það getur orðið að standa í þeim sporum, Þar sem nú eru rústir, er tala sínu þöglia máli um dýrð sem dó, — þar stóð borgin Sesarea,, hin mifcla og auðuiga hatfnarborg. Horfum gegn um 19 aldir, lit- um inn í höll landsstjórans, þar sem Sál frá Tarsuis, Páll post- uli, á að bera þeim sannieika- vitni, sem honum var hið ihellg- asta máiL Festus landsstjóri horfir á hann, og háðstorosið leikur um 'varir hans. Agrippa konungur og Berníke konungssystir bdða, þess, hverja vitleysu þessi fangi tfari nú að segja þeim. Fanginn er svipmikill maður, svo að aðrir hika, — en ekki hann. Hann heíuir upp raust og tflytur hina merkilegu raeðu, sem Postulasagan hetfir vafalaust elft ír lækninum og guðspjallahötf-, undinum LúkaisL Næsta sunnudaig skulum vdð hlusta á, hvað Páll hatfði að segja þessu fólki. Það kann að eiga erindí við mig o|g þig enn, í dag, þótt 19 aldir fuÚar séu liðnar. Listsýning Hallveigarstaða KALLVEIGARSTAÐIR er reisu- legt hús og ber því fagurt vitni hverju hægt er að koma í fram- kvæmd er vilji, dugnaður og at- orka haldast í hendur og eru það íslenzkar konur, sem ber allur sómi af að hafa sameinazt um þetta mikla átak. Fram- kvæmdastjórn hússins vígði það fyrir nokkrum dögum með mik- illi viðhöfn, jafnframt sýningu Lltil hugleiðing um sýningar Mikil gróska hefur verið í sýn- ingarlífinu undanfarið, hver sýn- in'g hefiur leyst aðra af hólmi í öllum mögulegum húsakynnum, sumir hafa sýnt allt að þrisvar á einu ári, en það eru naumast sýningar sem gefa tilefni til umtals. Sumar smásýningar hafa verið ásjálegar og jafnvel ein og ein góð sýning — svo var um sýningu Rudolfs Weisshauer hjá Guðmundi Árnasyni á Berg- staðastræti, en Weisshauer er vel þekktur graflistamaður með sér- kennilega tækni, og hafa söfn víða fest sér myndir hans. En hann hefur þá merkilegu áráttu að setja aldrei upp sýningu í sæmilegum húsakynnum hér- lendis og hefur þó oft verið á ferð. En af sýningum er léttmet- ið þó í yfirgnæfandi meirihluta. Sleppum því. Stundum koma fram sýningar, sem erfitt er að átta sig á hverj- ir eigi að skrifa um og geta þær þó verið athyglisverðar, svo var xneð sýningu þá er nefndist „Hinn lesandi maður“, (Homo Legens) í Myndlista- og hand- íðaskólanum. Myndlistargagn- rýnandanum fannst kannski meira um bókmenntir en bók- menntagagnrýnandanum meira ®f myndlist. En allavega mátti ætla að hin mikla bókmennta- þjóð fyndi þörf hjá sér til að fjölmenna á sMka sýningu, er sýndi hinn lesandi mann í mál- verki, teikningu eða ljósmynd um aldaraðir, fyrir utan mjög fallegar bækur er til sýnis voru. Sannleikurinn er sá að varla sást maður á sýningunni og lognaðist hún niður fyrir lokunartíma þrútt fyrir að blöðin gátu hennar vel. Skár gekk sýning hins heims þekkta graflistamanns hap gries- haber á sama stað um árið, en mjög illa samt. En ég vil balda þvi fram að slíkt megi ekki endurtaka sig — tómlætið of yfirþyrmandi, er forvitnin rekur ekki eftir fóllki á sýningar. Slíkt má ekki liggja í þagnargildi og því vek ég máls á þessu. Löngu er hinu hefðbundna sýningar- tímabili lokið og enn eru þó sýningar á hverju strái(!) En sumarleyfið er framundan. Bragi Asgeirsson. á verkum 27 listakvenna í tveim sölum í kjallara hússins, sem báðir eru bjartir og vistlegir og mun ekki laust við að hið sterka kyn líti í eigin barm, er konur hafa eignazt slík salar- kynni í hjarta borgarinnar. Sýningin er mjög fjölbreytt enda getur allt í senn að líta, mál verk, höggmyndir, listvefnað og konur hafa afrekað. Það sjónar- mið er að mörgu leyti eðlilegt er á allt er litið enda gefur sýn- ingin hugmynd um meiri vídd en ella hefði orðið, þó ýmislegt vanti. Hinsvegar er þvi ekki að neita að það er á kostnað heild- arinnar því enginn vafi er á, að sýningin gæti verið mun sterk- ari t. d. ef sumar konur ættu allar virðast hreinræktaðir ís- lendingar í eðli sínu, standa sig vel, ekki sízt Nína Tryggvadótt- ir, sem á þrjú málverk mjög ein- kennandi fyrir hana, allt góð verk. Ég hef séð betri verk eftir Louise Matthiasdóttur, en mynd hennar „Kona“ (2il) er þó gerð af miklum tilþrifum. Ragnhildur J. Ream á 2 góð verk. Þó nokkr- ar myndir á nýafstaðinni sýn- ingu hennar hrifu mig meira. Þarna eru ágæt verk eftir Júlí- önu Sveinsdóttur, Kristínu Jóns- leirmuni. Eins og framkvæmda- stjórnin sagði réttilega frá, þá leyfir húsrýmið ekki að sýndur sé nema takmarkaður fjöldi verka og er því enganvegin um tæmandi yfirlitssýningu að ræða. Sá háttur virðist því hafa verið hafður á að koma sem flestum listakonum á framfæri svo að sem fæstar yrðu útundan, en safna ekki saman úrvali af því bezta sem íslenzkar lista- fleiri verk, sem gæfi rýmri hug- mynd um list þeirra. Þetta gerir gagnrýnandanum erfitt um vik að velja og hafna, er hópurinn er svona stór og sundurleitur. En óneitanlega er margt fallegra verka á þessari sýningu og beztu listakonurnar eru varla miklir eftirbátar hinna ágætustu hjá karlþjóðinni. Listakonurnar þrjár, sem bú- settar enu vestanhafs, en sem dóttur, Gúðmundu, Barböru, Ey- borgu, sem á aðeins eitt verk, þar sem kveður við nýjan mild- ari tón en áður. Ragnheiður Jóns dóttir vakti athygli mína á síð- ustu haustsýningu fyrir gott litaskyn og hún staðfestir það þarna þó að formið sé ekki ýkja persónulegt ennþá. Verður fróð- legt að fylgjast með henni. Eg hefi eikki séð myndir eftir Ingi- björgu Eggerz áður og þó hún sýni ekki mikil tilþrif, þá er eftirtektarvert litnæmi í mynd hennar „Gamlar glæður". Matt- hea Jónsdóttir sýnir mýkri hlið- ína á þeim tveim hliðum er hún sýndi okkur í Ásmundarsal fyr- ir skömmu en litirnir eru nofck- uð torkennilegir. Verðvir fróð- legt að sjá hvað úr verður ef- henni tækist að sameina þess- ar tvær gjörólíku hliðar sínar. Maður hefur séð flestar af þeim höggmyndum er þarna get- ur að Mta. Ólöf sýnir hin sömu verk og í Menntaskólanum í haust. Gerður og Erla sýna gamlar myndir, sem minna á Zadkine tímabil þeirra, nema mynd Gerðar „Fanginn11, sem er í öðrum og sterkari stíl. Nína Sæmundsson á 3 myndir og aí þeim eru 2 frá jókvæða tímabiM hennar. Mynd Gunnfríðar nr. 39 er snoturt verk. Ásgerður Búa- dóttir sýnir sína beztu hlið 1 vefnaði og lífgar upp þennan sýningarsal, sem er miklu lak- legar settur upp en hinn. Vigdís sýnir ekki sína beztu hlið að þessu sinni. Leirmunirnir mættu vera á hærri stöllum enda liggur við að gestir þurfi að falla á kné til að fá rétta mynd af því sem sýnt er, einnig hefði mátt dreifa henni meir þannig að hún gæti skoðast frá öllum hliðum. Ann- ars em þetta snotrir hlutir eink- um hjá Steinunni. Eins og fram kemur finnst mér uppbygging sýningarinnar hefði mátt vera betur samræmd. Að lokum er ástæða til að þakka fyrir þessa sýningu, sem er ör- ugglega sterkasta samsýning kvenna, sem ég' hefi séð hér- lendis og sem mundi sóma sér víða erlendis. Svo óska ég ís- lenzkum listakonum til ham- ingju með salarkynnin og vonast eftir að sjá margar góðar lista- sýningar frá þeirra hendi í fram- tíðinni. Bragi Asgeirsson. ^plFSTOFfl ff rnnRist 8^ NVR BÆdiLIIMGUR: MÝJAR FERÐIR: MV VERÐ: FERÐASKRIFSTOFA RfKISII\§ urantflnDSFeKÐiR í%7 Vinsamlega litið inn og takið eintak með yður, eða hringið eða skrifið og við munum senda yður eintak. V tÁKMRGÖTU S (CIMLI) IIYKJAVIK 3IM) 1154» LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.